Læknar eru þriðja höfuðdánarorsök í Bandaríkjunum og valda dauða 250.000 manns á ári

Grein með þessu nafni var birt í Townsend Letter for Doctors and Patients, október 2000 eftir Joseph M. Mercola lækni. Þetta eru hrollvekjandi upplýsingar og mundi samsvara dauðsföllum á milli 200-300 einstaklinga á Íslandi. Hefði einhver, ekki læknislærður Íslendingur látið hafa eftir sér eitthvað því líkt, hefði hann áreiðanlega verið talinn eitthvað bilaður eða vera haldinn sjúklegri andúð á læknum og læknisfræðilegum aðferðum. En í þessu tilfelli er heimildin ekki komin frá illa menntuðu og hálf rugluðu öfgafólki, heldur úr grein í Journal of American Medical Association, tímariti bandarísku læknasamtakanna, 26. júlí 2000, bls. 483-485, sem var endursögð að hluta af Joseph M. Mercola, lækni.

Í greininni er dánarorsök nánar tilgreind. T.d. er enska orðið „iatrogenic“ skýrt sem eitthvað sem sjúklingurinn verður fyrir vegna athafna læknisins eða læknismeðferð sem hann hlýtur. Sérstaklega er það notað um óvænta erfiðleika við læknismeðferð. Höfundur greinarinnar bendir sérstaklega á að: Í fyrsta lagi eru heimildir fengnar frá sjúklingum sem lagðir höfðu verið inn á sjúkrahús. Í öðru lagi, ef um vafaatriði er að ræða, þá eru þau miðuð við dauðsföll en ná ekki til neikvæðra atriða eins og t.d. fötlunar eða óþæginda. Í þriðja lagi er mat á dauðsföllum vegna mistaka lægra en aðrir (10M report) hafa talið. Aðeins hjartasjúkdómar og krabbamein valda fleiri dauðsföllum í Bandaríkjunum.

Árleg dauðsföll í Bandaríkjunum sem rekja má til læknisfræðilegra mistaka eða rangrar læknismeðferðar sem leiddi til dauða: Ónauðsynlegar skurðaðgerðir 12.000 Röng lyf notuð á sjúkrahúsum 7.000 Annarskonar röng læknismeðferð notuð á sjúkrahúsum 20.000 Sýkingar á sjúkrahúsum 80.000 Skaðleg áhrif af lyfjum sem ekki voru gefin vegna mistaka eða óhapps 106.000 Samtals 225.000

Þessi tala er „aðeins“ 225.000, en talan sem nefnd var, 250.000 er sú tala sem aðrir hafa gefið. Joseph M. Mercola, læknir, segist sennilega ekki hafa birt þessa grein ef hann hefði ekki haft heimildir úr einu allra virtasta og útbreiddasta læknariti sem gefið er út, því sé ekki líklegt að reynt verði að gera þessar upplýsingar tortryggilegar eða rengja. Persónulega finnst mér að læknar ættu að lesa þetta og líta á starf sitt af nokkurri hógværð eftir þann lestur. Er hugsanlegt að eitthvað sé bogið við framkvæmd starfsemi, þar sem líkt og hér hefur verið sagt frá, getur átt sér stað.

Ég ætla ekki að reyna að svara þeirri spurningu en fyrir þá sem hafa internet þá er vefsíða Joseph M. Mercola: http://www.mercola.com/2000/jul/doctors death.htm.

Höfundur: Ævar Jóhannesson – apríl 2001Flokkar:Annað

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: