Getur örvera valdið einhverfu?

Ný kenning hefur komið fram um hugsanlega orsök einhverfu. Hún er sú að örverusýking geti valdið einhverfu í börnum, þannig að örveran myndi í meltingarfærunum taugaeitur, sem síðan skaði óþroskaðan heila barnsins. Móðir drengs með einhverfu fékk vísindamenn til að reyna vancomycin við einhverfu sonar síns, en vancomycin er eitt þeirra fáu sýklalyfja sem ýmsar bakteríur hafa enn ekki myndað ónæmi gegn.

Dr. Richard Sandler við Rush barnaspítalann í Chicago lét drenginn fá sýklalyfið. Hann segir að þó að hann hafi ekki læknast hafi ástand hans þó batnað verulega, hann fór að segja orð og gat bjargað sér á snyrtingunni. Tveim mánuðum seinna var drengurinn „mjög rólegur“ og leyfði móður sinni að gæla við sig og fór eftir því sem við hann var sagt. „Mér finnst þetta afar óvanalegt. Svona gerist ekki oft“, sagði dr. Sandler. Síðan hefur dr. Sandler meðhöndlað 11 einhverf börn, en mörg þeirra þjáðust einnig af meltingarvandamálum.

Flest þeirra (10 af 11) löguðust töluvert, þó að hjá sumum þeirra væri batinn aðeins tímabundinn. Þetta gæti bent til að í sumum tilfellum, að minnsta kosti, eigi einhver örvera þátt í einhverfunni, sem sennilega er nú af flestum talin vera sjálfsónæmi. Þá væri hugsanlegt að ofnæmisviðbrögð í heilanum, gegn einhverjum efnum sem örveran myndar, eigi þátt í einhverfunni eða einhverfan sé jafnvel bein eituráhrif. Þetta er hliðstætt og þegar liðagigt lagast við að nota sýklalyf (sjá Hh., vor 2000) Ekkert var sagt um hversu lengi sýklalyfið var  notað né hve stórir skammtar voru gefnir.

Heimild úr Journal of Child Neurology, júlí 2000 og birt í Nutrition and Mental Health, haust 2000.

Höfundur: Ævar JóhannessonFlokkar:Greinar

Flokkar/Tögg, , , , , , , , ,

%d