C-vítamín og háþrýstingur

Fjörtíu og fimm sjúklingar með hækkaðan blóðþrýsting voru tilviljanakennt látnir fá annaðhvort 500mg daglega af C-vítamíni eða lyfleysu við tvíblinda prófun. Byrjað var á því að gefa fólkinu einn 2000mg skammt af C-vítamíni sem ekki virtist hafa nein áhrif á blóðþrýstinginn. Síðan fengu þeir 500mg á dag í 30 daga. Eftir þann tíma hafði blóðþrýstingurinn hjá C-vítamínhópnum lækkað að meðaltali úr 155mmHg í 142mmHg samanborið við enga breytingu hjá lyfleysuhópnum. Lægri mörk blóðþrýstingsins lækkuðu einnig, þó að í minna mæli væri, hjá C-vítamínhópnum. Sennilega má draga þá ályktun af þessu að Cvítamín lækki blóðþrýsting töluvert, en að taka verði það í dálítinn tíma svo að umtalsverð breyting mælist (nokkra daga eða vikur). Æskilegt væri að endurtaka þessa prófun á fleira fólki í lengri tíma og að eingöngu væri valið í könnunina fólk sem ekki notaði C-vítamín áður, því að vitanlega gæti það truflað niðurstöðuna. Heimild: Alan R. Gaby, læknir. Townsend Letter for Doctors and Patients, júlí 2000



Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg,

%d bloggers like this: