Rafsvið tengist sjálfsvígum

Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað óvenjulega tíð sjálfsvíg meðal manna sem unnu í sterku Rafsegul- sviði. Það er einkum rafsegulsvið með mjög lágri tíðni sem virðist valda þessu. Rannsóknarmennirnir báru 5000 starfsmenn hjá rafveitum og skyldum fyrirtækjum, sem að jafnaði dvöldu í sterku rafsegulsviði, saman við jafnstóran hóp sem stundaði önnur störf. Í ljós kom að tvisvar sinnum fleiri sjálfsvíg voru hjá hópnum sem starfaði í rafsviðinu heldur en í hinum hópnum. Ályktanirnar sem af þessu voru dregnar, voru að sannanir séu fyrir að uppsöfnuð áhrif af lágtíðni rafsegulsviði auki tíðni sjálfsvíga. Ungt fólk, sem dvaldi í mesta rafsegulsviðinu hafði hæsta tíðni sjálfsvíga. Tilgátur hafa komið um að rafsegulsviðið trufli myndun á hormóninum melatonin í heilakönglinum en sennilega er þó ekkert sannað í þeim efnum. Fróðlegt væri að kanna hér á Íslandi, hvort sjálfsvíg eru tíð meðal starfsmanna í kerskálum álverksmiðja, en í kerskálunum er mjög sterkt flöktandi segulsvið en sennilega ekki mjög mikið rafsvið. Heimild: Journal of Occupational and Environmental Medicine, 15. mars 2000.Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, , ,

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: