Rætt við Þorbjörgu Hafsteinsdóttur árið 1998.
Það er sannarlega hægt að líkja því við hvalreka fyrir okkur Heilsuhringsfólk þegar í hópinn bætist vel menntað hæfileikafólk á sviði náttúruvísinda. Slíkt gerðist á síðasta haustfundi Heilsuhringsins þegar ung íslensk kona sem búsett er í Danmörku (og hefur verið þar undanfarna áratugi) bauðst til að miðla lesendum blaðsins fróðleik um næringarráðgjöf og um starf sitt við kjörlækningar.
Greinarhöfundur lét ekki á sér standa og þáði boð um viðtal umsvifalaust og komst fljótt að raun um að Þorbjörg hafði fleiru að miðla en hægt er að birta í einni grein. Í sannleika sagt flæddi frá henni fróðleikurinn þessa tvo klukkutíma sem við röbbuðum saman. Það var því ákveðið að byrja á því að kynna náttúruráðgjafann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur í þessu tölublaði og leyfa að fljóta með fróðleik eftir því sem plássið leyfir. Þorbjörg er uppalin á Íslandi en var þó með annan fótinn í Danmörku á unglingsárunum og flutti svo alfarin héðan fyrir tuttugu árum. Hún lærði hefðbundna hjúkrunarfræði í Danmörku, sem tekur þrjú og hálft ár þar í landi.
Að því námi loknu lagði hún stund á næringarfræði og næringarráðgjöf í „Institut for optimal ernæringuddannelse og forskning“ skóla Evu Lyderine Olsen, sem er einn virtasti næringarráðgjafi Dana á sviði náttúrulækninga. Þaðan útskrifaðist Þorbjörg sem næringarráðgjafi. Námið fól í sér alhliða næringarráðgjöf þar með talið val á vítamínum, steinefnum, snefilefnum, aminósýrum o.fl.. Hún lét ekki þar við sitja heldur aflaði sér ýmissar annarrar þekkingar á sviði kjörlækninga (óhefðbundinna lækninga), t.d. í jurtameðferð, smáskammtalækningum og í sérstakri greiningu sjúkdóma sem hefur verið þróuð í Danmörku undanfarin ár og er angi af því sem á Íslandi hefur kallast vöðvaprófun (kinesiology).
Meðan á náminu stóð byrjaði Þorbjörg að starfa á ráðgjafarstofu með kennara sínum Evu Lydeking Olsen og vann þar í nokkur ár. Svo kom að því að hún opnaði eigin ráðgjafarstofu „Ernærinsterapi på Værftet“. Stofan er staðsett í gömlu skipasmíðastöðinni í Helsingjaeyri. Í sama húsi starfa margir náttúrulæknar, hver á sínu sviði. En ásamt því að reka eigin stofu starfar Þorbjörg einnig á ráðgjafarstofu með hjónunum Suzette van Hauen Drucker og Ole von Drucker. Frú Drucker er brautryðjandi á þessu sviði og vel þekktur vísindamaður á sviði næringarráðgjafar í Skandinavíu.
Hún er líffræðingur og næringarfræðingur að mennt frá virtum náttúrufræðiskóla í Bandaríkjunum. Ole maður hennar er starfandi læknir og vinnur einnig á þessu sviði. Auk þeirra starfa á stofunni fimm vel menntaðir náttúrulæknar við svæðameðferð, liðfræði (osteopaty), sálfræði, nálastungur og nudd. Síðastliðin þrjú ár hefur Þorbjörg ásamt öðrum séð um heilbrigðisfræðslu forskólakennaranema (fóstrunema), sú fræðsla byggist meðal annars á næringarfræði og mörgu öðru sem að heilbrigði barna og fullorðinna lýtur.
Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra fyrir félagasamtök og aðra þá er þess óska. En í Danmörk færist það sífellt í vöxt að fólk geri sér grein fyrir því að góð heilsa liggi í heilbrigðu líferni Það er sannarlega hægt að líkja því við hvalreka fyrir okkur Heilsuhringsfólk þegar í hópinn bætist vel menntað hæfileikafólk á sviði náttúruvísinda. Síkt gerðist á síðasta haustfundi Heilsuhringsins þegar ung íslensk kona sem búsett er í Danmörku (og hefur verið þar undanfarna áratugi) bauðst til að miðla lesendum blaðsins fróðleik um næringarráðgjöf og um starf sitt við kjörlækningar. Greinarhöfundur lét ekki á sér standa og þáði boð um viðtal umsvifalaust og komst fljótt að raun um að Þorbjörg hafði fleiru að miðla en hægt er að birta í einni grein.
Í sannleika sagt flæddi frá henni fróðleikurinn þessa tvo klukkutíma sem við röbbuðum saman. Það var því ákveðið að byrja á því að kynna náttúruráðgjafann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur í þessu tölublaði og leyfa að fljóta með fróðleik eftir því sem plássið leyfir. Þorbjörg er uppalin á Íslandi en var þó með annan fótinn í Danmörku á unglingsárunum og flutti svo alfarin héðan fyrir tuttugu árum. Hún lærði hefðbundna hjúkrunarfræði í Danmörku, sem tekur þrjú og hálft ár þar í landi.
Að því námi loknu lagði hún stund á næringarfræði og næringarráðgjöf í „Institut for optimal ernæring-uddannelse og forskning“ skóla Evu Lyderine Olsen, sem er einn virtasti næringarráðgjafi Dana á sviði náttúrulækninga. Þaðan útskrifaðist Þorbjörg sem næringarráðgjafi. Námið fól í sér alhliða næringarráðgjöf þar með talið val á vítamínum, steinefnum, snefilefnum, aminósýrum o.fl.. Hún lét ekki þar við sitja heldur aflaði sér ýmissar annarrar þekkingar á sviði kjörlækninga (óhefðbundinna lækninga), t.d. í jurtameðferð, smáskammtalækningum og í sérstakri greiningu sjúkdóma sem hefur verið þróuð í Danmörku undanfarin ár og er angi af því sem á Íslandi hefur kallast vöðvaprófun (kinesiology).
Meðan á náminu stóð byrjaði Þorbjörg að starfa á ráðgjafarstofu með kennara sínum Evu Lydeking Olsen og vann þar í nokkur ár. Svo kom að því að hún opnaði eigin ráðgjafarstofu „Ernærinsterapi på Værftet“. Stofan er staðsett í gömlu skipasmíðastöðinni í Helsingjaeyri. Í sama húsi starfa margir náttúrulæknar, hver á sínu sviði. En ásamt því að reka eigin stofu starfar Þorbjörg einnig á ráðgjafarstofu með hjónunum Suzette van Hauen Drucker og Ole von Drucker. Frú Drucker er brautryðjandi á þessu sviði og vel þekktur vísindamaður á sviði næringarráðgjafar í Skandinavíu. Hún er líffræðingur og næringarfræðingur að mennt frá virtum náttúrufræðiskóla í Bandaríkjunum.
Ole maður hennar er starfandi læknir og vinnur einnig á þessu sviði. Auk þeirra starfa á stofunni fimm vel menntaðir náttúrulæknar við svæðameðferð, liðfræði (osteopaty), sálfræði, nálastungur og nudd. Síðastliðin þrjú ár hefur Þorbjörg ásamt öðrum séð um heilbrigðisfræðslu forskólakennaranema (fóstrunema), sú fræðsla byggist meðal annars á næringarfræði og mörgu öðru sem að heilbrigði barna og fullorðinna lýtur. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra fyrir félagasamtök og aðra þá er þess óska. En í Danmörk færist það sífellt í vöxt að fólk geri sér grein fyrir því að góð heilsa liggi í heilbrigðu líferni og þar af leiðandi leitar fólk uppi fróðleik um slíkt. Mikil þróun hefur verið í kjörlækningum í Danmörk undanfarin ár, sem Þorbjörg hefur tekið þátt í. Hér á eftir segir hún frá nýrri aðferð við greiningu sjúkdóma, ásamt fleiru úr sínu starfi og kemur frásögn hennar hér á eftir.
Nýstárleg greiningaraðferð
Þegar við könnum ástand einstaklings byrjum við á því að taka ítarlegt viðtal og kanna hvar skóinn kreppir. Oftast gefur viðtalið hugmynd um hvað ami að, en til að finna út hvort ályktun okkar sé rétt notum við greiningaraðferð sem Suzette og Ole hafa þróað og er hún búin að sanna gildi sitt. Þessi aðferð byggir á sömu grundvallarreglunni og vöðvaprófun, en í stað þess að finna veilurnar útfrá styrk vöðvanna finnum við þær með styrk fingranna. Reynslan hefur sýnt og sannað að styrkleiki hvers fingurs fyrir sig segir ákveðna sögu. T.d. má finna út áhrif fæðunnar með styrk vísifingurs, svo eitthvað sé nefnt.
En við greininguna er einnig notuð ákveðin tenging við orkustöðvar líkamans t.d. er löngutöng annarrar handar stutt á þá orkustöð sem tilheyrir líffærinu sem athuga á. Styrkur fingursins á hinni hendinni, sem notaður er við prófið sjálft, finnst með því að beygja hann á móti þumalfingri þannig að gómar nemi saman og halda honum í þeirri stöðu á meðan sá er könnunina gerir togar í hann. Réttist fingurinn upp við lítið átak gefur það til kynna að hættuástand sé á því svæði sem kannað er og þarfnist nánari athugunar. Það er hreint stórmerkilegt hvað er hægt að finna út með þessari aðferð, hvort sem vandinn er á líkamlegu-, andlegu- eða á tilfinningalegu sviði.
Flest tengist meltingunni
Til mín kemur fólk með margs konar vandamál, fólk sem er að kljást við hina ýmsu sjúkdóma. Í rauninni hvaðeina sem hrjáir fólk í nútíma þjóðfélagi. Það er sameiginlegt með flestum sjúkdómum að vandamálin tengjast yfirleitt eitthvað meltingunni. Það hefur gætt mikils misskilnings í greiningu magaverkja og algengt að þar sé kennt um of háum magasýrum, sem leiðir til þess að fólki eru gefin sýrulækkandi lyf, sem frekar auka þessa vanlíðan en bæta hana. Til mín leita margir með slík vandræði, oft eftir slæma reynslu af magasýrulækkandi lyfjum.
Við athugun hjá mér kemur oftast í ljós að magasýrur viðkomandi eru of lágar, en ekki of háar. Einkennin hafa oft verið mjög ljós að mínu mati. Of lágar magasýrur má laga á stuttum tíma með réttu mataræði, jurtum og með því að gefa inn saltsýru. Ef tekin er inn magasýra eða saltsýra (HCl) á undan hverri máltíð lagast slík vandamál oft á stuttum tíma. Áhrif lútar og sýru á sjúkdóma er flókið mál og gildir t.d. sitt hvort um hvort sýrustig blóðs eða þvags er mælt. Ef þvag mælist lútargæft má reikna með því að bakteríur lifi betur í því. Alveg eins og sveppir lifa betur í lútargæfu umhverfi.
Exem og óþol
Algengar eru kvartanir vegna exems og óþols. Oftast er auðvelt að komast fyrir exem, en öðru gildir um óþol. Einkenni þess eru svo margbreytileg og oft þörf á að taka tillit til umhverfisþátta. Það getur tekið líkamann allt frá 6 tímum til þriggja sólarhringa að sýna óþolseinkennin. Þannig að sjúkdómseinkennin geta verið villandi. Börn fara ekki varhluta af exemi og ýmsu óþoli. Við það bætist líka eyrnabólga og astmi. Líkamlegar orsakir má meðal annars rekja til þess að prostaglandinvinnsla líkamans á flokkum 1 og 3 er ekki fullnægjandi. Til að ráða við þann vanda þarf að breyta og bæta fæði barnanna.
Það er gert með því að gefa þeim næringu sem eykur getu líkamans til framleiðslu prostaglandina 1 og 3, en dregur úr framleiðslu á prostaglandinum úr flokki 2. Einn mikilvægur þáttur í þeirri meðferð er sá að í flestum tilfellum tökum við alveg fyrir neyslu kúamjólkur og osta. Og í mörgum tilfellum er líka nauðsyn að sleppa hveiti. Margir læknar í Danmörku eru farnir að byrja sína meðferð hjá eyrnaveikum börnum á því að taka af þeim kúamjólk og ráðleggja í staðinn kalkbætta sojamjólk. Það sem gerist í líkama barna sem fá exem, astma, eyrnabólgur eða óþol er að ónæmiskerfi þeirra vinnur alltof hratt. Það er alltaf á varðbergi og verður þreytt. það þarf mikla orku til að vinna mikið, ég tala nú ekki um að vera alltaf á vakt.
Þessa orku tekur ónæmiskerfið frá líkamanum, þess vegna er það fyrsta í slíkum tilfellum að reyna að róa ónæmiskerfið og koma því í jafnvægi. Fá það til að slappa af. Árangursrík aðferð til þess er að gefa barninu fiskiolíu, sem inniheldur mikið af omega-3 fitusýrum. Þær eru mjög róandi. Ég er ekki að tala um lýsi heldur fiskiolíu, hún inniheldur líka omega-6 fitusýrur sem börnin þurfa einnig á að halda en það er í minna mæli en omega-3. Þistilolía inniheldur einnig omega-6 og omega- 3 má fá úr fleiri olíum t.d. hörfræolíu. (Ef um lítil börn er að ræða og erfitt að fá þau til að taka inn olíuna má einnig nudda henni á húð eins og t.d. í olnbogabætur). Þegar um áðurtalda sjúkdóma er að ræða snýst dæmið fyrst og fremst um að róa kerfið. Omega-3 hefur þá tvíþætta verkun, það róar og gefur þá næringu sem að líkaminn þarf til að hann geti framleitt prostaglandin flokkana 1 og 3. En skilyrði þess að meðferðin geri sitt gagn er að um hágæða olíu sé að ræða og að hún sé kaldpressuð og geymd í dökku íláti í kæli, þó að hún sé í belgjum.
En líkaminn þarf meira en omega-3 og 6 til að geta framleitt umrædd prostaglandin. Það þarf líka að styrkja slímhúðina með því að gefa börnum A-vítamín. Það A-vítamín sem ég bendi á til inntöku fyrir börn er búið að breyta úr fituuppleysanlegu í vatnsuppleysanlegt. Ef það er þannig unnið hefur það ekki áhrif á lifrina. Ég nota slíkt A-vítamín einnig fyrir krabbameinssjúka. Svo er oft þörf fyrir C-vítamín og steinefni, sérstaklega sink. Kalk er gott fyrir börn sem eru með exem, en um leið og ég segi kalk meina ég líka magnesíum það verður alltaf að vera í jafnvægi. Mér hefur gefist best að gefa þeim kalkbætta sojamjólk, ef þau þola hana. Í sojamjólk er mikið magnesíum ásamt ómissandi fitusýrum. Oft er eitthvað að hjá þessum börnum í maganum og meltingunni t.d. sveppasýking, magasýrur of lágar, sérstaklega hjá þeim sem eru með exem. Við því gef ég náttúruleg efni sem örva magafrumurnar t.d. eru ýmsar jurtir gagnlegar til þess og einnig má nota hómópatalyf.
Búa sig undir að geta barn
Það koma líka margir heilbrigðir til okkar annað hvort til að láta kanna ástand sitt eða til að fá ráðleggingar um rétta samsetningu á fæði og önnur heilsuráð. Þar má nefna fólk sem kemur gagngert vegna undirbúnings til að geta barn. Það eru einstaklingar sem biðja um skoðun á heilsufarslegu ástandi sínu vegna þess að það ætlar sér að eignast barn. Við höfum verið með námskeið um þetta efni. Fyrirmyndin er frá Bretlandi og kallast þar „Foresight“ eða framsýni og felst í því sem kalla má „vorhreingerningu“ og snýst um það að hreinsa líkamann af veilum ef einhverjar eru t.d. ef um óþol er að ræða. Þá finnum við ráð við því. Einnig hjálpum við þeim sem hafa tamið sér slæma siði eins og t.d. að reykja eða drekka kaffi að hætta því.
Eins könnum við hvort fólkið sé með þungamálma í líkamanum, t.d. blý, kvikasilfur, kopar, aluminíum o.s.fv. og hjálpum til við hreinsun þeirra úr líkamanum. Við slíka rannsókn leitum við oft til rannsóknarstofnunar í Bretlandi sem finnur þetta út með því að rannsaka hárlokk af viðkomandi. Þannig má líka finna út steinefnaástand líkamans, sem getur verið nauðsyn að vita við slíka ráðgjöf. Í því sambandi má nefna að sink er mjög mikilvægt fyrir sæðismyndun og sæðisgæði. Ef magn þess er lítið í líkamanum verðum við að finna út hvers vegna svo er: Er það vegna reykinga, kaffidrykkju, eru magasýrur of lágar eða er fæðið rangt o.s.fv. Hér verður að láta staðar numið að sinni en ætlunin er að birta fleira frá Þorbjörgu í næstu blöðum.
Viðtali skráði Ingibjörg Sigfúsdóttir árið 1998
Flokkar:Greinar