Neikvæðarjónir hafa jákvæð áhrif

Hafið þið velt því fyrir ykkur hvers vegna það er svona róandi að ganga niður við strönd? Tengist það því að horfa á endalausan sjóndeildarhringinn, hlusta á sefandi hljóðfall öldunnar, eða eru það ef til vill áhrifin af því að finna fjörusandinn núast milli tánna? Ekki alveg; að minnsta kosti eru þetta ekki einu ástæðumar. Verið getur að þetta sé ekki svona áþreifanlegt. Hafaldan sem sífellt brotnar á ströndinni gefur frá sér neikvæðar jónir út í andrúmloftið og það eru þær sem virðast hafa jákvæð áhrif á hugarástand fólks.

Enda þótt lítið sé enn vitað um það hvernig neikvæðar jónir hafa áhrif á miðtaugakerfið fundu vísindamenn við Columbia háskóla og Sjúkrastofnun New York-fylkis fyrir geðsjúka frekari vísbendingar um jákvæð áhrif slíkra jóna. Þeir prófuðu áhrif neikvæðra jóna (framleiddra með rafali) á fólk sem þjáist af árstíðabundnum geðsveiflum (seasonal affective disorder) og komust að því að hálftíma meðferð dró úr einkennum og hafði hún bætandi áhrif á skap meira en helmings sjúklinga. Þýtt úr Natural Health, apríl 1996.Flokkar:Umhverfið

%d bloggers like this: