Geðklofi, streita og bætiefni

Í síðasta tölublaðið Heilsuhringsins 1995 sagði  ég frá kóensíminu NADH (nicotínamid adenin  dinucleotid), sem líta má á sem afbrigði af B- vítamíni, og rannsóknir vísindamanna í Austurríki, sem benda til að hægt sé að nota þetta  efni með árangri tíl að hjálpa fólki sem þjáist  af Parkinsonveiki eða Alzheimersjúkdómi, auk ýmissar annarrar vanheilsu. Nú verður sagt frá hvernig kanadískir geðlœknar nota B-vítamín (eða NADH) til að hjálpa sjúklingum með geðklofa til að fá fulla  heilsu á ný, án þess að nota nein hefðbundin  geðlyf, sem í ýmsum tilfellum valda alvarlegum hliðarverkunum.

Adrenókróm – tilgátan
Í febrúar/mars hefti 1996 af Townsend Letterfor Doctors and Patíents er löng grein eftir dr. Abram Hoffer, geðlækni og ritstjóra Journal of Orthomolecular Medicine, um tengsl NAD og NADH við geðklofa og sjúkdóma sem tengjast streitu. Dr. Hoffer leggur þar fram skýringartilgátu á geðklofa sem hann kom fyrst fram með skömmu eftir miðja öldina, ásamt vísindamanninum H. Osmond í Kanada. Þessi skýringartilgáta  hefur verið burðarásinn í ,,orthomolecular“ geðlækningum allar götur síðan og reynsla þúsunda geðsjúklinga sem hlotið hafa bata með þeim ráðum sem þar er lagt til að nota, bendir eindregið til að kanadísku læknarnir hafi rétt fyrir sér.

Tilgátan skýrir hversvegna streita hefur neikvæð áhrif á geðklofa, hvernig hjartasjúkdómar og streita tengjast geðrænum vandamálum og hversvegna lyf eins og amfetamín og LSD geta stundum valdið einkennum sem líkjast  geðklofa. Þessi skýringartilgáta hefur oft verið nefnd ,,adrenókróm tilgátan“ og verður nefnd svo  hér. Adrenalín er hormón sem einkum myndast í nýrnahettunum. Adrenalín, ásamt noradrenalíni og dópamíni eru kölluð ,,katekólamín“ (catecholamine), en tvö þau síðastnefndu eru, auk þess að hafa hormónavirkni, einnig taugaboðefni. Þessi efni eru stundum nefnd ,,streituhormónar“ því að við streitu myndast þau í miklu magni, einkum adrenalín og noradrenalín. Þessi efni eru eitruð, ef of mikið er af þeim. Líkaminn er því útbúinn ýmsum vörnum til að eyða þeim þegar þörf er á. Hér verður til hægðarauka aðeins talað um adrenalín, en hliðstæðir efnafræðilegir ferlar verða hjá noradrenalíni og dópamíni.

Afleiður af adrenalíni
Sé skortur á oxunarvarnarefnum oxast adrenalín þannig að fyrst tapar það einni rafeind. Sú breyting gengur til baka sé nægjanlegt NADH eða NAD til staðar. Við frekari oxun missir það tvær rafeindir. Þá myndast efni sem nefnt er ,,adrenókróm“. Það efni veldur m.a. ofskynjunum og einkennum sem eru óþekkjanleg frá geðklofa. Þetta hefur verið sannað með því að sprauta adrenókrómi í æð á fólki í tilraunaskyni. Við frekari oxun myndast ,,adrenólútín“,sem einnig veldur ofskynjunum. Talið er að adrenókróm-sameindin, sem er einskonar stakeind (free radical), breytist mjög hratt í adrenólútín. Annar möguleiki er að fyrir áhrif sérstakra ensíma, t.d. MAO (monoamín oxidasa), oxist adrenalín yfir í aldehyd, sem síðan breytist fyrir áhrif annarra ensíma í óskaðleg efni.

Ofskynjanalyf hindra ensimin
Efni eins og kókaín, amfétamín, nikotín, efedrín, koffein, histamín, antabus, LSD o.fl. hindra virkni þessara ensíma, auk lyfja sem nefnd eru MAO hemlarar. Þau lyf eru stundum notuð við Parkinsonveiki vegna þess að þau hægja á niðurbroti dópamíns í heilanum, og við þunglyndi, því að þau seinka niðurbroti taugaboðefnanna noradrenalíns og e.t.v. seratonins í heilanum. Við mikla og langvarandi streitu eru þessar leiðir til að gera adrenalín óvirkt ekki nægilega hraðvirkar og adrenalín í líkamanum vex og byrjar að oxast yfir í adrenókróm og adrenólútín sem eins og áður segir valda skynvillum. Sama er að segja ef notuð eru efni sem hindra ensímin áðurtöldu, t.d. LSD eða kókaín, en þau efni eru sennilega einna öflugust af þeim efnum sem vitað er að hindra MAO og önnur ensím sem hvetja niðurbrot katekólamína (adrenalín, noradrenalín og dópamín). Þetta skýrir hvers vegna þessi efni valda ofskynjunum og geðveikieinkennum, því að þegar ensímin verða óvirk oxast adrenalín sem stöðugt er að myndast, yfir í adrenókróm og
adrenólútín sem veldur skynvillunum.

NADH hindrar myndun adrenókróms
Sé nægilegt NAD – eða ennþá betra – NADH til staðar, myndast lítið sem ekkert adrenókróm, því að oxað adrenalín ,,reduserast“ aftur í sitt upprunalega adrenalín fyrir áhrif frá NADH og engar ofskynjanir verða, jafnvel þó  að LSD eða önnur skynvillulyf séu notuð. Sennilega stafar geðklofi oftast af því að eitthvað fer úrskeiðis í þeim efnaferlum sem verða við náttúrlegt niðurbrot á adrenalíni, noradrenalíni eða dópamíni. Stundum af með fæddum galla á ensímum, eða of mikilli eða langvarandi streitu sem veldur því að meira adrenalín myndast heldur en ensímin óvirkt. Sé einnig skortur á NAD og oxunarvamarefnum oxast adrenalín yfir í adrenókróm og adrenólútín og fram koma geðveikieinkenni. Við það að gefa þessum sjúklingum stóra skammta af B3 -vítamími (nikótínamíd), sem líkaminn myndar NAD og NADH úr, ásamt oxunarvamarefnum (C-vítamíni, E-vítamíni, bióflavon efnum o.fl.) telja orthomolecular- læknarnir sig geta læknað flest geðklofatilfelli á nokkrum mánuðum. Nú eru komnar á markaðinn töflur með NADH, sem sennilega verka til muna betur en B3-vítamín, og má nota í smærri skömmtum.

Ofnæmi í heila getur valdið geðveikieinkennum
Að vísu er álitið að hluti geðklofasjúklinga séu með ofnæmiseinkenni í heila, oft fyrir einhverjum algengum mat. Í þeim tilfellum þarf að finna ofnæmisvaldinn og forðast hann, að minnsta kosti um stundarsakir. Histamín er eitt þeirra efna sem hindra MAO emsímið. Það myndast oft við ofnæmisviðbrögð, og er reyndar merki um ofnæmi þar sem það myndast. Þetta skýrir vel að ofnæmi í heila getur valdið geðveikieinkennum sem eru óþekkjanleg frá raunverulegum geðklofa.

Flesta geðklofasjúklinga má lækna
Streita er ein aðalástæðan fyrir því að of mikið adrenalín myndast. Streita, ásamt skorti á mikilvægum bætiefnum er því að áliti orthomolecular geðlæknanna, höfuðástæðan fyrir því að vissir einstaklingar fá geðklofa. Með þá þekkingu sem nú er til staðar ætti því að mega lækna flesta þessa sjúklinga og gera þá aftur að nýtum borgurum í stað þess að þeir þurfi að dvelja óvinnufærir á stofnunum. Til þess að ná þeim árangri þarf að nota mjög stóra skammta af B3-vítamíni, frá 500 mg á dag (10 x 50 mg) upp í nokkur grömm. Sé notað NADH má sennilega komast af með 5-10 mg en það yrði að prófa sig áfram, áður en hægt er að slá því föstu. Þessu að halda áfram mánuðum saman og ekki má reikna með að umtalsverður bati sjáist fyrr en eftir nokkra mánuði.

Þegar fólk er orðið einkennalaust má svo reyna að minnka skammtinn en alls ekki hætta meðferðinni, því að þá eru allar líkur á að sjúklingnum versni aftur. Auk B3-vítamíns er ráðlegt að nota 1-2 g af C-vítamíni á dag, blönduð B-vítamín og 20-60 mg af B3-vítamíni, auk E-vítamíns og e.t.v. pycnogenol eða aðalbláberjaextrakt (Strix) og selen 100-200 mcg. Þessi efni eru öll oxunarvarnarefni og eru því mikilvæg til að minnka líkur á því að adrenalín og önnur katekólamín oxist. Auk þess hjálpar þessi meðferð við að minnka líkur á hjartaáföllum, því að adrenalín getur einnig oxast í hjartavöðvanum en adrenókróm og adrenólútin eru talin eiga þátt í hjartsláttar óreglu og hjartaflökti sem stundum getur verið banvænt. Nú, þegar unnið er hörðum höndum að því að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfíð, sýnist ekki óskynsamlegt að meðferð orthomolecular-læknanna væri reynd á nokkrum  geðklofasjúklingum. Hugsanlega gæti það sparað íslenska heilbrigðiskerfinu meira fé en sparast við það að loka einhvern sjúkradeild í nokkra mánuði.

Höfundur: Ævar Jóhannsson 1996Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: