Fæðuóþol

Skiptar skoðanir
Nútíma læknisfræði segir að einstaklingur sé heilbrigður séu ekki til staðar nein sjúkdómseinkenni, en þau eru talin slæm og þeim ber að eyða, og þá eru lyf og skurðaðgerðir bestu leiðir til heilsu. Aftur á móti segjum við sem aðhyllumst náttúrulæknisfræði að yfirleitt eigi flestir sjúkdómar sér langan aðdraganda. Geri þeir vart við sig sé það til að láta okkur vita um aðsteðjandi hættu og þá sé ásæða til að kanna hvað hafi farið úrskeiðis. Við segjum líka að flest lyf séu eitur og ógnun við heilsu okkar.

Og ef það hafi verið ætlun skaparans í upphafi að heilbrigði fælist í skurðaðgerðum sé ótrúlegt annað en hann hefði sett á okkur rennilás til að hægt væri að taka úr okkur þau líffæri sem ónauðsynleg séu. Læknisfræðin segir að sömu orsakir valdi sömu einkennum hjá fólki yfirleitt. Aftur á móti segjum við að einkennin komi fram í þeim líffærum sem veilust séu hjá einstaklingum, og þannig geti sama orsök valdið geðklofa hjá einum en krabbameini hjá öðrum.

Við teljum að líkamann eigi að með-höndla sem eina heild og jafnvel umhverfið leiðinni, en ekki í pörtum eins og gert er hjá sérfræðingum, sem aðeins horfa á eitt líffæri í einu. Nútíma vísindi segja að litlir skammtar af eiturefnum sem fólk kemst í snertingu við daglega safnist etíd fyrir í líkamanum. En við segjum að ef hreinsikerfi líkamans starfi ekki eins og það eigi að gera komi einkenni sjúkdóma fram og að 99% af öllum sjúkdómum stafi af því að við hugsum ekki nógu vel um ristilinn. Við setjum slæman mat ofan í okkur, sem verður til þess að ristillinn tæmir sig ekki, óhreinindi safnast fyrir og valda vanheilsu. Það eru mennirnir sem hafa nefnt hin og þessi einkenni sjúkdóma, en í raun og veru erum við að hrörna, við erum á leið niður stigann og það verður erfiðara að snúa við eftir því sem við förum lengra niður, þ.e. að ná fullri heilsu að nýju.

Heillavænlegra að leita að heilsu
Segja má að nútímalæknisfræði hafi byrjað um 1860 þegar maður í París að nafni Pasteur hélt því fram að bakteríur og veirur væru orsök sjúkdóma og með því að eyða þeim læknuðust sjúkdómar. Um sama leyti var uppi annar maður að nafni Becamp sem hélt því fram að í manninum væru alltaf til staðar bakteríur og veirur. En sjúkdóma mætti rekja til samspils milli okkar eigin líkama og þeirra baktería sem þar væru til staðar. Við hefðum í okkur hjálpsamar bakteríur og veirur, sem hjálpuðu líkamanum við að brjóta niður matinn og melta hann.

Með röngu líferni örvuðum við slæmar bakteríur sem yllu sjúkdómseinkennum. Þetta þyrfti að hafa í huga við leit að lækningu á sjúkdómseinkennum. Glögglega má sjá hvaða kenningar urðu ofaná, því að allt miðast nú við sjúkdóma og leit að þeim. Betra væri að miða við heilsu og heilbrigði. En til þess að reka heilsustefnu þarf fræðslu. Það þarf að líta til náttúrunnar og skoða aðferðir hennar við að halda sjálfri sér heilbrigðri, þannig lærir einstaklingurinn að halda heilsu án þess að skaða lífríkið. Becamp, sem ég minntist á áðan, sagði að með röngum lifnaðarháttum værum við sjálf að brjóta þau lögmál sem ættu að gilda í líkamanum.

Íhlutunarsjúkdómar
Í tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun  inni má sjá að á tímabilinu frá 1949 til 1981 lögðust tvisvar sinnum fleiri inn á sjúkrahús í Bretlandi og 37% fleiri fóru til geðlæknis í lok tímabilsins en í upphafi mælinga. Lyfjakostnaður eykst hvar sem er í veröldinni, tapaðir vinnudagar em alls staðar fleiri, heimsóknir til lækna aukast óhemju mikið á hverju ári og fylgikvillar vegna læknisverka eru stöðugt að aukast. Þannig eru dánarorsakir af íhlutunarsjúkdómum algengari en dánarorsakir af völdum eyðni. Slíkum upplýsingum er ekki haldið að okkur. Staðreyndin er sú að okkur er ekki sagt frá því að hitt og þetta sem í læknisfræðilegum tilgangi hafi einhverjar aukaverkanir.

Spurning úr sal: |Hvað er íhlutunarsjúkdómur?. Það eru ýmis einkenni sem læknar skapa með þeim aðferðum sem eru í núverandi heilbrigðiskerfi.

Ofnæmi og óþol ekki það sama
Oft er ruglað saman ofnæmi og óþoli. Ofnæmi tengjum við oft útbrotum á húð, niðurgangi, nefrennsli, rennsli úr augum o.fl. Aftur á móti getur óþol tengst höfuðverk, vöðvaverkjum, liðagigt, geðklofa, M.S. einkennum, lömunum, kviðverkjum, ásamt mörgum öðrum einkennum sem hægt væri upp að telja. Þegar um ofnæmi er að ræða af áðurnefndum toga, er líkaminn yfirleitt að reyna að losa sig við eiturefni t.d. í gegnum útbrot á húðinni, því að við útbrotin eykst blóðflæðið og óhreinindin komast út. Húðin er fyrst og fremst hreinsilíffæri, og því er það rangt að drepa útbrot niður með því að nota sterakrem eða annað þess háttar, vegna þess að þá leita óhreinindin bara inn í líkamann aftur. Sama má segja um hósta, þá er líkaminn að hósta upp slími og óhreinindum sem hann þarf að losa sig við.

Breytt viðhorf til að ná betri heilsu
Þörf er að gera sér grein fyrir því að við erum meira en líkami. Við höfum líka sál og anda sem við verðum að næra ætlum við að viðhalda góðri heilsu. Ef við stundum einhvers konar bæn eða hugleiðslu, þá erum við raunverulega að samræma líkamlega hjartað hinu andlega. Það leiðir til heilbrigðari blóðrásar og  meiri líforku, sem hjálpar til að viðhalda heilsunni.

Að finna orsök fyrir óþoli
Það nefnist fíkn þegar einstaklingur upplifir fráhvarfseinkenni, það er að segja einhvers konar vanlíðan við að hætta að neyta efnis. Slík vanlíðan getur komið fram allt frá nokkrum klukkutímum upp í þrjá sólarhringa frá því efnisins var neytt. Í þeim rannsóknum sem ég tek mið af er talið að 93% af fólki hafi fíkn fyrir gerilsneyddri mjólkurvöru. Einkennin geta lýst sér í skapsveiflum, og börn geta orðið ofvirk, jafnvel þunglynd, svo eitthvað sé nefnt. Hvítt hveiti kemur næst, kaffi, hvítur sykur og tóbak.

Algengasta  ofnæmissvörun líkamans  við tóbaki er hósti. Þá er hann að reyna að losa sig við eiturefnin frá síðustu sígarettu, en með því að reykja aðra drepum við niður hóstann, því að þá eitrum við líkamann á ný. Mjög algengt einkenni óþols er að fólk vaknar með höfuðverk, stífni eða verki í liðum á laugardögum og sunnudögum. En það má rekja má til þess að þá er sofið 1 til 2 tímum  lengur en vanalega og einkenni kaffifráhvarfs koma fram, vegna þess að morgunkaffið er seinna á ferðinni en vanalega. Ef þið sem drekkið kaffi viljið gera tilraun með að sleppa kaffinu, þá fáið þið fráhvörf, t.d. höfuðverk, ógleði og slappleika. Eg er búinn að vera læknir í yfir tuttugu ár og hef séð miklu verri fráhvarfseinkenni af kaffi en af brennivíni og tóbaki.

Það tekur líkamann fjóra daga undir venjulegum kringumstæðum að hreinsa ofnæmisvaldandi efni í burtu. Það má glöggt sjá á börnum sem hafa óþol fyrir mjólk að þau bókstaflega blómstra eftir fjóra daga ef þau eru án hennar og öll hegðun þeirra breytist. Til að fullvissa sig um hvort um óþol  er að ræða er gott að bíða í 1 til 2 daga í viðbót og gefa þeim þá 2 til 3 sopa afmjólk. Ef um óþol er að ræða láta fráhvarfseinkennin ekki á sér standa. Sömu einkenni og þau höfðu fyrstu dagana eftir að þau slepptu mjólkurmatnum koma fram. Meðan tilraunin fer fram má ekki bragða neina mjólkurafurð. Ekki smjör, osta, súrmjólk, skyr eða nokkuð annað af þeim toga. Ef við finnum að um óþol sé að ræða er nauðsyn að sleppa óþolsvaldinum næstu 6 vikur. Þá  þarf aftur að gera athugun, og komi enn í ljós óþol má ekki neyta efnisins næstu 6 mánuði.

Fitusprengingin
Til þess að rjómaskán setjist ekki ofan á mjólk er hún fitusprengd, þannig verður hún sölulegri. En um leið verður hún einhver mest stemmandi fæða fyrir þarmastarfsemi okkar sem hægt er að hugsa sér. 1 ófitusprengdri mjólk eru tiltölulega stórar fitukúlur, sem hafa hvetjandi áhrif á lifrina til að losa sig við eiturefni. Þessar fitukúlur taka eiturefnin og gleypa þau, loka þau inn í sér. Við vinnslu á mjólk eru þessar fitukúlur sprengdar og verða þær þá mikið minni. Gamalt orðtæki segir: „Rjómi og smjör hindra það að maður ryðgi að innan“. Þá er átt við ógerilsneyddan rjóma og smjör. Skýringin á þessu orðtæki er líklega sú að í rjóma og smjöri eru kúlumar stórar (hvoru tveggja er ófitusprengd vara), þær gleypa fituna og hvetja til hraðari hreyfinga garnanna og flýta þar með fyrir meltingu.

Gerilsneyðing
Mjólk er gerilsneydd til þess að drepa bakteríur. Hún er hituð við 80 til 90 gráður á Ce lsíus í 10 til 20 sekúndur. En þessi mikla hitun fyrirbyggir að mannslíkaminn geti nýtt sér eggjahvítuinnihald hennar. Það er eyðilegging á eggjahvítuefnum í mat að hita þau upp fyrir 67 gráður, því þá gerjast þau og rotna í þörmunum og skapa gríðarlegt magn af úrgangsefnum, sem lifrin þarf að vinna úr, eða önnur lífæri ef lifrin ræður ekki við það.

Spurning úr sal:
Er ógerilsneydd mjólk betri ? Já, þar sem slíkt hefur verið athugað virðist svo vera. Þegar mjólkin er ógerilsneydd fáum við náttúrleg eggjahvítuefni og líkaminn getur unnið úr þeim. Kýrin skilar mjólkinni 37°C heitri, en núorðið drekka flestir kalda mjólk úr ísskápnum. Kuldinn hægir á þarmastarfseminni og allt sem hægir á starfseminni eykur möguleikann á því að það myndist óæskilegar bakteríur, mygla eða rotnun í þörmunum.

Spurning úr sal: Má þá ekki drekka kalt vatn? Nei, ískalt vatn eigum við ekki að drekka. Betra er að drekka volgt vatn úr hitaveitukrananum, það inniheldur kísildíoxíð. Hér á landi kaupir fólk efni sem heitir sílikól fyrir stórfé, en getur fengið mikið betra náttúrlegt sílikól úr heita krananum. Við tilraunir á dýrum kom fram að hjá músum sem höfðu fótbrotnað og var gefið kalk í tveimur hópum, voru beinin fljótari að gróa ef þeim var einnig gefið kísildíoxíð. Kísildíoxíð er undirstaða sterkra beina.

Spurning úr sal:
Á að gefa börnum flúortöflur?
Að sjálfsögðu ekki, við eigum fyrst og fremst að fá lífrænt flúor. Flúor í töflunum er unnið úr úrgangi frá álverum Hvar fáum við lífrænt flúor?  Úr lífrænum mat. Ólífrænt flúor minnkar öndun í frumum líkamans um 35 %, og hægir  á öndunarstarfseminni, sem er skilyrði fyrir lífið. Þegar skepnur borða gras sem er flúoríkt, eftir eldgos, þá eyðileggur það glerunginn á tönnum skepnanna.

Fólk nýtir ekki kalk úr gerilsneyddri   kúamjólk
Kalkið sem okkur er sagt að við fáum úr mjólkinni er bundið eggjahvítu. Við höfum ekki efnahvata í maganum eins og kálfar til að leysa kalkið frá eggjahvítunni (engin spendýr hafa þessa efnahvata eftir 18 mánaða aldur), og afleiðingin er sú að mjólkin rotnar ofan í okkur og gerjast. Við slíka gerjun myndar líkaminn sýru. Þessi sýra smýgur í gegnum maga- og þarmaveggi og eykur sýru líkamans. Viðbrögð hans til að minnka sýruna eru þau að hann tekur kalkið úr beinunum og tönnunum út í blóðið. Hjá þjóðum sem neyta mikilla mjólkurafurða, samanber Bandaríkin, er mikið um beinvandamál; beinþynningu, beinbrot hjá unglingunum o.s.frv. Landlæknir hefur líka sagt að beinþynning sé sjúkdómur tuttugustu aldarinnar. Samt fékk ég bréf frá landlæknisembættinu, fyrir um það bil 4 vikum, sem í stóð skýrum stöfum: „Þér er hér með bannað að ræða illa um mjólk, það er á móti læknalögunum“. Ég er ekki eini maðurinn sem tel að mjólk í því formi sem okkur býðst í dag sé óholl, því er haldið fram víða um heim.

Spurning úr sal:
Hvað á að borða í morgunmat ? 
Langbesti morgunmatur sem ég veit um er að taka tvær matskeiðar af grænni ólífuolíu, setja útí safa úr tveimur sítrónum og einni appelsínu, smá ceyennepipar og strá síðan yfir hvítlauksdufti. Einnig er gott að borða ferska ávexti. Neyta á léttustu máltíðarinnar á morgnana og best er að borða þá mat með miklu  vatnsinnihaldi  Borða ætti þyngstu mátíðina í hádeginu, en gæta þess að hafa ekki í sömu máltíð eggjahvítu- og sterkjuríkan mat, því að slík samsetning eykur gerjun í meltingarfærunum, t.d. á ekki að borða saman brauð og ost, ekki súrmjólk og kornmeti, ekki kartöflur og fisk eða kjöt, ekki hrísgrjón með kjöti eða fiski. Aftur á móti er allt í lagi að borða kartöflur með grænmeti sem vex uppúr jörðinni. Ávexti skyldi alltaf borða á tóman maga og láta líða 10 til 15 mínútur áður en byrjað er á öðrum mat. Sé maturinn rétt saman settur tæmir maginn sig á 3 til 4 klukkustundum. Sé maturinn hinsvegar rangt samsettur tæmir hann sig á 7 til 8 tímum, og þá er ekki gott að borða ávexti ofaní því að það eykur á gerjunina. Rétt er talið að borða sem minnst eftir kl. 8 á kvöldin.

Ef við værum á réttri braut
Þá ættu sjúkdómar að vera á undanhaldi og útgjöld til heilbrigðismála að lækka. En reyndin er önnur, sjúkdómar og útgjöld aukast jafnt og þétt. Til þess að snúa þessari þróun við þarf að fara aðrar leiðir en almenn núverandi læknisfræði býður upp á. Ég tel að ef sjúkir vilja öðlast bata þurfi þeir að beita mörgum aðferð- og neyta náttúrlegrar fæðu. Hægt er að öðlast heilbrigði með því að beita náttúrlegum ráðum og snúa frá sjúkleika til góðrar heilsu: Ef réttum ráðum er beitt

Lausnin
1. Nærið líkamann með orkuríkri lifandi fæð
2. Komið rislinum til fullrar heilsu með föstu og hreinsunum
3. Burstið húðina þurra á  hverjum morgni
4. Hættið að hafa áhyggjur og hvílist,
5. Búist við árangri og treystið á ótakmarkaða hæfileika’
6. Setjist niður tvisvar á dag í 10 til 15 mín, og biðjið fyrir einhverjum illa settum
7. Kærleikurinn er stærsti heilsugjafinn og hann finnur leiðina af sjálfum sér

Úrdráttur úr erindi Hallgríms Magnússonar sem flutt var á aðalfundi Heilsuhringsins 10. apríl 1996.



Flokkar:Líkaminn

%d bloggers like this: