Mataræði skiptir máli

Stundum heyrist sagt að fæði skipti engu máli til að losa okkur við þá kvilla sem hrjá okkur, en svo heyrum við kannski úr sama horni að við eigum að borða hollan mat. Þetta er auðvitað mikil þversögn, því mataræði skiptir miklu máli og okkur líður mikið betur ef við borðum hollt fæði. Það er staðreynd að líkaminn vinnur betur ef hann fær mat sem byggir hann upp og er þá sterkari til að berjast gegn því sem hrjáir okkur. Hvað er þá hollt fæði? Það er til fjöldinn allur af bókum með mismunandi tillögur að mataræði. Það er ekki til nein ein uppskrift sem virkar á alla.

Það verður hver og einn að finna út hvað hentar honum eða leita sér ráða hjá einhverjum sem getur leiðbeint um það. Þessi stutta grein fjallar um það hvernig við getum hjálpað líkama okkar að losa sig við ,,óþverra“ sem við erum búin að safna í hann e.t.v. á mörgum árum, fyrst og fremst með rangri samsetningu á þeirri fæðu sem við látum ofan í okkur. Því er nauðsynlegt að breyta samsetningunni og er æskilegt hlutfall milli basískrar og súrrar fæðu nálægt því að 70 % væri basískt og 30 % súrt. Oftast er þetta alveg öfugt og því er erfitt fyrir líkamann að vinna rétt úr fæðunni. En það er langt í frá allt óhollt sem fellur undir það að vera súrt, heldur er það hlutfallið sem skiptir máli.

Basísk fæða:
Ávextir: Epli, apríkósur, avokadó, bananar (þroskaðir), öll ber, kirsuber, rúsínur, döðlur, gráfíkjur, mangó, melónur, papaya, ferskjur, kúrenur og perur.
Sítrónur: Sítrónur (og lime) eru súrar en vegna mikils magns af kalki þá verða þar basískar við meltingu.

Grænmeti: Aspas (þroskaður), eggaldin, baunir (bara grænar ferskar og spírur af baunum), rófur, brokkólí, hvítkál, rauðkál, gulrætur, blómkál, jólasalat, graslaukur, gúrka, fíflablöð, dill, njólablöð, þari, hvítlaukur, grænkál, salatblöð, sveppir, paprika, grasker, radísur, næpur, rauðrófur og spínat.
Mjólkurvörur: Acidophilus hylki, hrá mjólk og mysa.
Dýraafurðir: Engar

Korn: Hirsi og maís fyrstu 24 klukkustundrimar eftir  að hann er tíndur.
Ýmislegt: Agar-Agar, alfaalfa afurðir, eplaedik, kornkaffi, þurrkaður engifer, hunang, þari og ýmsar jurtir eins og mynta, rauðsmári, salvía og mate.
Hnetur: Möndlur
Basískt: Köld sturta, kærleikur, hlátur, faðmlög og ferskt loft.

Sýrumyndandi fæða
Ávextir:
Sítrus ávextir, ristaðar kastaníuhnetur, ferskar kókóshnetur, allir niðursoðnir ávextir eins og sultur,  grænir  bananar,  trönuber,  plómur, sveskjur og ólívur.
Grænmeti: Aspas toppar, allar baunir, rósakál, kjúklingabaunir, linsubaunir, laukur, jarðhnetur, rabbarbari og tómatar.
Mjólkurafurðir: Smjör, allir ostar, kotasæla, rjómi, ís, mjólk  (soðin, elduð, þurrkuð)
Dýraafurðir:  Allt kjöt og fiskur.
Korn: Allt kom sem er unnið úr heilhveiti, bókhveiti, bygg, allt brauð, kökur, maísmjöl, kex, hveitinúðlur, hrísgrjón, hafrar og rúgur.
Hnetur: Allar hnetur (súrari ef þær eru ristaðar), kókós hneta og þurrkaðar hnetur.
Ýmislegt: Vín, sykur, kakó, súkkulaði, kók, kaffi, dressingar, sósur, lyf, egg, engifer (niðursoðinn), sultur, litarefni, marmelaði, rotvarnarefni,  maísmjöl, sódavatn, tóbak og edik.
Súrt: Svefnleysi, yfirvinna, áhyggjur, stress, reiði og öfund.

Jafnvægi er í flestum olíum s.s.: ólífuolíu, maísolíu, sojaolíu, sesamolíu og fleiri grænmetisolíum. Það sem gerist þegar fæðan er of súr er að sýrustig í blóðinu hækkar. Því veikara sem fólk er, því hærra sýrustig mælist í blóðinu. Það má því segja að basísk fæða hafi uppbyggjandi áhrif á líkamann og hjálpi fólki jafnframt við að hreinsa hann af gömlum úrgangi. Súra fæðan rífur meira niður. Þegar fæðan samanstendur af miklu brauði, kjöti og allskyns „drasl fæði“ þá hægir á líkamsvirkninni. Það kemur e.t.v. ekki alveg strax í ljós, það fer eftir því hvað við erum ,,vel af Guði gerð“ við fæðingu.

En þegar líða tekur á þá fara ýmsir kvillar að skjóta upp kollinum, ekki endilega sjúkdómar, en ýmis viðvörunar merki. Merki, sem við tökum því miður oft á tíðum alltof seint eftir, því að við höfum svo mikið að gera að við megum ekki vera að því að vera til, við bara æðum áfram. Athygli er þá gjarnan á allt öðrum hlutum en þörfum lík amans. Til þess að koma hlutunum í lag þurfum við að borða léttara fæði og getum jafnvel fastað, því þá nær líkaminn virkilega að hreinsa út gamlan úrgang. Það má alls ekki halda að sýrumyndandi fæða sé öll óholl, heldur þarf að sjá að það er  hlutfallið sem skiptir máli. Það er einnig allt of oft sem við fáum okkur of mikið á diskinn, því það getur líka verið of mikið fyrir magann að taka við. Oft er gott að byrja hægt og rólega með breytingamar, því annars vill bregða við að  fólk gefist fljótlega upp.

Heimildir: Saran, Farida. Herbs og Grace, 1994.

Höfundur: Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir árið 1996



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: