Meðferð á sjúkdómum í blöðruhálskirtli

Úrdráttur úr erindi Guðmunds Vikars Einarssonar læknis fluttu á haustfundi Heilsuhringsins 1994 

Hér mun aðallega verða rœtt um blöðruhálskirtil, en við þvagfæraskurðlæknar fáumst einnig við nýru, þvagleiðara og blöðru.  Þó að blöðruhálskirtillinn sé ekki stórt líffæri er algengt að sjúkdómar leggist á hann og veldur hann í stöku tilfellum vanda á unglingsárum þegar kirtillinn verður fyrir áhrifum testosterons, en það er um 15 til 17 ára aldur. Blöðruhálskirtillinn er fyrir neðan þvagblöðruna og liggur þvagrásin í gegn um hann. Sáðblöðrumar tengjast honum einnig, en þær og blöðruhálskirtillinn búa til sæðisvökvann. Það sem einkum þrenns konar sjúkdómar sem herja á þetta líffæri þ.e. bólga (prostatis), góðkynja stækkanir og krabbamein. Hér verður skýrt frá hverjum sjúkdómi fyrir sig og þeirri meðferð sem algengast er að beitt sé.

Bólga í blöðruhálskirtli
Orsökin fyrir bólgu í blöðruhálskirtli er sjaldnast þekkt. Oft valda bakteríur bólgu, en
um flein orsakir getur verið að ræða, svo sem veirur og sjálfsofnæmi. En við höfum komist að því með viðtölum við sjúklinga að oft virðist kuldi og vosbúð valda síendurteknum bólgum. Það er því mikil ástæða til að klæða sig vel og gott að nota hitameðferð, t.d. fara í heita potta og annað slíkt. Sjúkdómurinn er erfiður við að eiga og sjúklingarnir þjást verulega. Oft þarf fremur að tala við sjúklingana en að beita aðferðum eins og sýklalyfjum eða öðrum lyfjum. Meðferð krefst oft töluverðar þolinmæði bæði sjúklings og læknis.

Góðkynja stækkun
Næst ætla ég að ræða um góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Góðkynja stækkun er mjög.algeng en orsökin óþekkt. E.t.v. má rekja hana til hrörnunar líkamans eða hormónabreytingar. Nokkrar frumutegundir stækka og þeim fjölgar án þess að um krabbamein sé að ræða. Því miður vitum við ekki af hverju. Slík einkenni koma stundum fram upp úr fertugu og spurningin er hve margir eru með góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Ef til vill eru 80% með stækkun, þó að aðeins 30-50% hafi einkenni þess. Í flestum tilvikum er þetta ekki hættulegur sjúkdómur  en  getur  valdið  verulegum nýmaskaða ef ekkert er að gert.

Einkennin eru fyrst og fremst þvaglátsbreytingar, þvagtregða, títt þvaglát og næturþvaglát aukast. Spurningin er oft hvort þessi einkenni séu það afgerandi að þau breyti lífsgæðum. T.d. er það misjafnt hvaða áhrif það hefur að þurfa að fara 2-3 upp á nóttunni til að kasta af sér þvagi. Sumum er alveg sama, það skiptir þá engu máli, aðrir þola þetta mjög illa og það heldur fyrir þeim vöku. Áður fyrr var meðhöndlun einskorðuð við  skurðaðgerð, en á undanförnum árum hefur orðið umtalsverð breyting á og mörg ný meðferðarform eru nú notuð.

Það skaðar ekkert að  bíða og sjá til, ræða við sjúklinginn, útskýra  fyrir honum eðli málsins og jafnvel fá hann til  að koma aftur í eftirlit síðar og sjá þá hvernig gengur. Ekkert er rangt við það ef gætt er að  ákveðnum öryggisþáttum.

Opnast hafa nýir möguleikar í sambandi við lyfjameðferð. Einn af þeim, sem allmikið er notaður, er að gefa hormónablokkera, sem breyta áhrifum testosterons á blöðruhálskirtilinn þ.e.a.s. koma  í veg fyrir skaðleg áhrif þess. Þetta lyf kemur í veg fyrir umbreytingu testosterons í annað efni, sem hefur áhrif á vaxtarþátt og er það allmikið notað. Stundum er beitt alfa-hemla blokkerum, en það eru móttökuhamlarar sem slaka á sléttum vöðvum sem eru fyrir neðan  blöðruhálskirtilinn. Gefin eru sýklalyf ef um sýkingu er að ræða.

Víða í Mið-Evrópu eru notuð alls konar jurtalyf. Það eru ákveðin efni í vissum jurtum sem hafa áhrif á blöðruhálskirtilinn. Greinilegt er að hiti hefur áhrif og náðst hefur sæmilegur árangur í vissum tilvikum með því að nota örbylgjur (microwaves) til þess að hita upp kirtilinn. Í einstöku tilvikum eru settir inn gormar og stentar til þess að opna þvagrásina.

Leysigeislameðferð er orðin mjög vinsæl. Notkun leysis er að hluta arftaki gömlu aðgerðarinnar þar sem farið var í gegnum þvagrásina, svokallaðar fræsingar eða TURP. TURP er þó enn besta meðferðin við þessum sjúkdómi. Henni fylgir auðvitað aðgerð og spítalalega. Í gamla daga voru framkvæmdar opnar skurðaðgerðir. Horfur á árangri eru allgóðar. Þó vitum við læknar að stundum er gengið of langt og þess vegna höfum við orðið íhaldssamari við þessar aðgerðir, því að sumir fá ekki bata. En yfirleitt næst þó góður árangur séu þær gerðar. Helsta vandamál eftir svona aðgerð er þvagleki, en sem betur fer skeður það sjaldan.

Krabbamein
Að lokum ætla ég að tala um krabbamein í blöðruhálskirtli. Það er algengasta krabbamein hjá körlum hér á landi og Ísland hefur þann vafasama heiður að krabbamein af þessu tagi er einna algengast hér í öllum heiminum. Það er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá körlum á Íslandi. Orsökin er óþekkt, en eins og þegar um góðkynja stækkun er að ræða eru áhrif hormónsins á kirtilinn greinileg og þegar reynt er að breyta hormónajafnvægi í líkamanum með lyfjagjöf hefur það áhrif á  krabbameinið.

Hvernig það á sér nákvæmlega stað, vitum við ekki. Það er örugglega einhver erfðaþáttur til staðar (litningagalli) sem um er að ræða. En hann hefur ekki fundist, eins og líka gildir með sum önnur krabbamein. Töluverð umræða hefur farið fram um það að tengsl virðast vera á milli krabbameins í brjóstum kvenna og í blöðruhákskirtli karla, en nú fer fram nákvæm leit að þessum tengslum. Sennilega koma fram um100 ný tilfelli krabbameins í blöðruháls kirtli á ári. Gæta verður þess að krabbamein á þessum stað hagar sér ekki eins og sé það í öðrum líffrærum.

Aldur skiptir máli, því að hjá þeim sem eldri eru er krabbamein af þessu tagi tiltölulega vægt. Við vitum nú að karlmenn.sem orðnir eru áttræðir hafa flestir eitthvað af krabbameini í kirtlinum, svo að umræðan um.það verður að vera á annan veg en þegar rætt er um aðrar gerðir krabbameins. Einkennin sem.koma fram í þvagfærum eru þvaglátsbreytingar, eins og þegar um góðkynja stækkun er að.ræða, en ef meinið hefur breiðst út, veldur það oft slappleika og fer út í beinin, stundum með slæmum verkjum.

Meðferð er miðuð við sjúkdómsgreiningu, hvort krabbameinið er staðbundið eða hefur náð að breiðast út og er þá aldur og ástand sjúklingsins metið, því að eins og áður sagði getur aldur skipt verlegu máli, og læknar fara ekki út í meiriháttar aðgerðir ef sjúklingurinn er aldraður. Skurðaðgerðir felast í því að fjarlægja blöðruhálskirtilinn algjörlega og eitlana sem eru í kring. Árangur þeirrar meðferðar er sennilega góður, þó er mjög erfitt að meta það og rannsóknir em í gangi þar sem reynt er að átta sig á árangri meðferðarinnar. Geislameðferð er beitt mikið meira en áður fyrr.

Geislameðferð gefur líka sæmilegan árangur. Stundum er bara beðið og séð til, sjúklingurinn lifir kannski áratugum saman ef hann er kominn yfir tiltekinn aldur og meinið veldur ekki neinum einkennum. Ef sjúkdómurinn hefur breiðst út beitum við mismunandi hormónagjöf.

Í kringum árið 1950 fengu læknar í Bandaríkjunum Nóbelsverlaun  fyrir þekkingu  á hvernig hormónar hafa áhrif á krabbamein í blöðruhálskirtli og eftir það var byrjað á að fjarlægja eistun. Með ýmsum hætti er reynt að stöðva áhrif testosterons, en ég ætla ekki að fara út í það hér. Færst hefur í vöxt að beita margvíslegri lyfjameðferð, sem fylgja minni aukaverkanir. Lífslengd eykst lítið en líðan verður betri. Horfur eru á bata hjá ungum mönnum sem fá krabbamein. Þá er átt við menn um sextugt. En ef krabbamein breiðist út hjá mönnum á þeim aldri, eru batahorfur slæmar, en ég ítreka að batahorfur geta verið góðar ef um staðbundið krabbamein er að ræða.

Mataræði
Ef til vill hafa einhver efni eða matur sem við neytum áhrif hér á, sumir sjúklingar fullyrða að svo sé, en engar haldbærar sannanir eru fyrir slíku. Því miður get ég ekki sagt hvað viðkomandi ætti að borða eða hvað hann ætti að forðast. En hann ætti sjálfur að finna út hvort eitthvað geti hentað honum fremur en annað.

Höf: guðmundur Vikar Einarsson þvagfæralæknir



Flokkar:Greinar og viðtöl

%d bloggers like this: