Lítið umtöluð tannheilsuviðhorf

Í blaðinu Mother Earth News birtist árið1979 viðtal við tannlækni að nafni dr. Robert 0. Nara. Svo er ástatt með dr. Nara, að hann var rekinn úr félagi bandarískra tannlækna, missti tannlæknaleyfi sitt og var ákærðu fyrir glœpsamlegt athæfi af yfirvöldum. Hann lýsir sjálfur hvernig stóð á því.

Nara: ,,Mitt áhugasvið var ávallt forvarnarstarf til varnar tannskemmdum en ekki borun í tennur og holufyllingar, hversu nauðsynlegar sem þær nú eru. Í skólanum mínum kringum 1955 lærði ég nóg um örverufræði (microbiology) og lífeðlisfræði munnsins auk lífefnafræði, þannig að ég vissi allt um tilkomu tannskemmda og þar með að þær eru ekki náttúrulögmál, heldur eru þær tilkomnar vegna umgengni við líffærið. Þannig heldur í raun allur almenningur að málið sé vaxið: Um tannskemmdir þarf ekki að deila þær eru staðreynd, sem ekkert er unnt að gera gegn. Og menn komi þess vegna til með að missa tennurnar hvort eð er!

Með þessa tilfinningu á móti sér gefast flestir tannlæknar upp að snúa sér að fyrirbyggjandi aðgerðum. En fleira ræður einnig afstöðu þeirra. Til þess að lifa þurfa þeir dýr tæki. Um leið og tækið er keypt myndast sá vítahringur, sem menn komast aldrei út úr fjárhagslega. Því er í raun enginn tími til þess að snúa sér að forvörnum. Ég reyndi snemma á mínum ferli að fá fólk til að bæta umhirðu tanna og munns síns en mér mistókst það algerlega. Markmið mitt var að stöðva sjúkdómana í gómi og tönnum og ég var sannfærður um að það væri hægt. Til þess hafði ég öll tannlæknavísindin á bak við mig.

Ég hannaði því meðferð sem ég nefndi „Oramedics.“ Hún gerir sjúklingnum kleift að taka í sínar hendur munnhirðuna. Og þetta virkaði loksins vel. En um leið og ég hóf alvarleg störf á þessu sviði og það spurðist út fékk ég mjög mikinn mótbyr frá tannlæknasamtökum vítt og breitt. Árið 1968 byrjaði ég svo að vinna að því að fá fram breytingar á úreltri tannlæknalöggjöf hér í Bandaríkjunum. Vandamálið var það að tannlæknar höfðu ekki nógan tíma til þess að meðhöndla heilsufræðsluna á virkan hátt. Ég taldi að með því að færa ýmsa vinnu yfir á aðstoðarfólk tannlækna gæti þetta lagast. Ég vann markvisst að þessu, varð t.d. frá árinu 1971 einn af fulltrúum á amerísku tannlæknaþingi í fjögur ár.

Fyrstu merki þess að óveður væri í aðsigi kom árið 1968. Þá var ég kallaður fyrir nefnd ríkistannlækna og var þá sagt beint út að ég myndi missa atvinnuleyfið ef ég héldi áfram að ýta við kerfinu. Ég svaraði að ég teldi mig vera að vinna að hagsmunum almennings og því mundi ég halda mínu striki. Svar þeirra var orðrétt: „Við munum koma þér á kné.“ Og það tók 10 ára baráttu inna hreyfinga tannheilbrigðisstéttanna að ná loksins leyfinu af mér. Lögsókn þeirra hófst 1972 eftir að aðstoðamaður minn að minni fyrirsögn setti bómull í tannholu sjúklings.

Maðurinn kom næsta dag á ný með handtökuskipun okkar beggja. Hann var eins og í ljós kom nefnilega lögfræðingurinn, sem var aðal rannsakandi tannlækna nefndarinnar sem sá um leyfin og reglumar! Lögsóknin endaði í samkomulagi. Dómarinn ætlaði að dæma mig í 30 þúsund króna sekt og árs fangelsi, ef ég reyndist sekur. Síðan spurði hann mig hvort ég teldi mig sekan eða skaklausan. Ég svaraði: Sekan. Þessu bjóst hann greinilega ekki við. Það tók svo sex mánuði að dæma í málinu.

Það reyndist ekki áhugavert fyrir tannlæknasamtökin að fá mig dæmdan sekan. Slíkt gæti vakið mjög neikvæða umræðu um mál tannlækna svo ákæran var dregin til baka.“ En hver eru þá þau vísindi sem Nara vildi láta gilda en komst ekki upp með vegna starfsmanna tannlæknastéttarinnar? Skoðum teikningu Nr. 1. Hún sýnir þversnið í gegnum tönn og tannhold. Vinstra megin er heilbrigt tannhold en hægra megin sjúkt tannhold. Á myndinni sést einnig hvernig unnt er að stinga tannlæknaverkfærinu 8 millimetra hægra megin niður milli góms og tannar.

Þetta er orðið mjög hættulegt ástand og þarfnast viðbragða. Það er hér í skorunni milli tannar og tannhold sem orsökin fyrir tannskemmdum liggur. Í stað þess að leggja aðaláhersluna á að fylla í holumar í tönninni þá er hægt að hreinsa markvisst þessar skorur með tækjum sem notuð hafa verið síðustu 35 árin með undraverðum árangri. Saltvatnsupplausn er dælt með tækinu niður í skoruna (myndir 2-5) og þannig er unnt að halda bakteríugróðri í skefjum og snúa gómbólgu við þannig að ekki þurfi að skera upp góminn. Með einfaldri hreinsun, þar sem tannburstinn nær ekki til, má forðast allar tannskemmdir. Því að líkaminn læknar sig sjálfur ef honum er hjálpað til þess.

Bakteríumar sjálfar eru ekki orsökin fyrir sjúkdómnum heldur uppsöfnuð eiturefni mill tanna og góms. Bakteríurnar lifa á þessum eiturefnum því þær þurfa næringu eins og allt lifandi. Tannborun er ekki annað en meðhöndlun á sjúkdómseinkennum ekki sjúkdómnum sjálfum. Við þetta er svo að bæta að mjög mismunandi er hversu vel fólk þolir gómsjúkdóma. Erfðafræðilegir þættir koma hér einnig inn í myndina. En það er fyrst og fremst ástand ónæmiskerfis líkamans sem ræður því hversu ónæmt fólk er fyrir munnsýkingum. Og það bendir okkur á það að tannheilbrigði byrjar á fæðunni, sem þú setur ofan í þig í tvöföldum skilningi og lífsháttum þínum almennt.

Sætindi eru þannig tvöfalt neikvæð þar sem þau bæla ónæmiskerfið líkt og vannæring og margt fleira sem er umhverfis okkur í nútímamenningunni. Tannlækningar ættu því að byrja á því að skoða þá fæðu, sem viðkomandi er vanur að næra sig á til að geta læknað sjúklinginn!! Þessu til viðbótar hefur komið í ljós að ýmis lyf minnka framleiðslu á munnvatni og það er ekki síst hættulegt tannholdinu. Vannæring hefur einnig slæm áhrif á kjálkabein og lífkerfi tannbeinsins sem glerungurinn situr á.

Um leið og tannbeinið veikist sem afleiðing af gómsjúkdómi getur það leitt til þess að tennur losna. Fleiri tennur tapast með sjúku tannbeini en vegna tannskemmda/holufyllinga. Þetta þarf alls ekki að gerast, því með réttu mataræði, viðvarðandi góðu ónæmiskerfi líkamans og skolun á skorinni núlli tannholds og tannar er snúist til varnar. Þegar gómurinn er læknaður með daglegri skolun, hefur komið í ljós að beinið sem er skaðað undir honum byrjar að gróa á ný, rétt eins og öll önnur bein líkamans gera við slys á þeim.

Það er þýðingarmikið að halda munnvatninu „hreinu“ þ.e. að munnvatnið sé ekki sífellt að flytja úrgang frá bakteríum, sem lifa á eiturefnum undir gómum, og er því óhreint. Hreint munvatn hefur læknandi áhrif á vistkerfi munnsins og það má þekkja á því að það getur leyst upp tannstein, sem sest á tennurnar. Til er blanda af kalsíum og fosfór jónaupplausn til munnskolunar sem virkar vel.  Níutíu og átta prósent fólks á við tannsjúkdóma að stríða.

Ef það heldur að tannsjúkdómar séu eðlilegt ástand, og lítið við því að gera, því bakteríumar séu alls staðar að gera árás á okkur, þá er ekki von á neinum breytingum á ástandinu. Hins vegar, ef fólk veit að þetta þarf ekki svo að vera og það geti beinlínis haft áhrif á tannheilsu sína með mataræði og skynsamlegum viðbrögðum, sem koma ekki allar frá tannlæknum okkar eins og hér kemur fram, þá á þetta ástand tannsjúkdóma að geta breyst til betri vegar.

Einar Þorsteinn Ásgeirsson  þýddi og endursagði úr Mother Earth News og Nexus Nr 2094.  Árið 1995



Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar og viðtöl, Líkaminn

%d bloggers like this: