UPPSKRIFTIR

Hrísgrjónabuff
2 bollar soðin hýðishrísgrjón
100 g heslihnetuflögur
2 tsk ferskt koriander
1 tsk salt
2 tsk jera cumin
2 tsk koriander
1 tsk cayenne pipar
Sesamfræ
Haframjöl
Hnetumar þurrristaðar á pönnu.Öllu hrært saman í vél. Mótið lítil buff og veltið þeim úr sesamfræi og haframjöli. Steik á pönnu úr smá ólívuolíu í u.þ.b. 3-5 mín á hvorri hlið þar til gullið

Avocadosalat
2 stk. avocado
2 bollar soðnar nýrnabaunir
4 stk púrra,
smátt söxuð
1/4  tsk kanill
1/4  tsk jera cumin
1/2  tsk koriander
1/2  tsk salt
1/8   tsk cayenne pipar
Avocado afhýtt og skorið 1×1 cm bita. Öllu blandað saman í skál og kryddað

Ferskt salat
2  tómatar, skornir í báta
3  radísur, skornar í báta
1/4  iceberg salat, rifið
1. Öllu blandað saman í skál

Tofudressing
1 pakki mjúkt tofu
1/3  búnt steinselja
2 hvítlauksrif
safi úr 1/2 sítrónu
Allt sett í mixara, borið fram sem köld sósa með buffinu og salatinu.

Hirsikonfekt
60 g smjör
2 dl hirsiflögur
2 dl kókosmjöl
1/4  dl carob
1 tsk kornkaffi
1 tsk vanilludropar eða innan úr einni vanillustöng. Smjörið hrært þar til mjúkt, afganginum af uppskriftinni hrært út í. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr þurrristuðuð kókosmjöli. Kælið.

Hirsibrauð
1 egg (má sleppa, en þá þarf 2 – 1 dl. meiri vökva)
1/2  l AB-mjólk
2 msk brenninetla (má sleppa)
1/2  tsk sjávarsalt
4 dl (240 g) hirsimjöl
2 dl (130 g) bókhveitimjöl
1 1/2  tsk lyftiduft
1.  Allt hrært saman í skál
2.  Sett í smurða ofnskúffu
3. Bakað ofarlega í ofni við 200°C í 25 mín.
4.  Skorið í 25 bita

Bananamuffins
3 bananar, vel þroskaðir
1/4  bolli olía
1/2  tsk kardimommuduft
1/2  tsk kanill
11/4 bolli bókhveiti
1 1/2  tsk lyftiduft
1/2  tsk salt
2 egg (má sleppa og nota 100 g tofu)
Aðferð: Egg og olía hrært vel saman í hrærivél.  Afganginum af uppskriftinni bætt út í og blandað vel. Sett í muffinsform og bakað við 180°C í 25 mín. Þessar uppskriftir eru lausar við ger, sykur og hvítt hveiti.

Höfundur: Sólveig Eyríksdóttir 1995Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: