Áhrif rafsegulsviðs á lífverur

Tveir ræðumenn ræddu ,,Áhrif rafsegulsviðs á lífverur“ á aðalfundi Heilsuhringsins  vorið 1994

808774

Erindi Einars Þorsteinns.
Ég kem að efninu sem fagmaður um gerð húsbygginga, en rafsegulsvið tengist dvalarstöðum manna og verður því um leið hlut af mínu fagi. Ég vil þó taka fram að ekki var fjallað um þetta efni í mínu háskólanámi fyrir 30 árum.  Ég hef nokkrum sinnum fjallað um þetta málefni út frá sjónarhóli þolenda rafsegulmengunar, en mun nú í þessu stutta yfirliti segja fra líffræðilegum athugunum á þessu sviði. Þar styðst ég við bækurnar: The Body Electríc-Electromagnetism And The Foundation Of Life eða líkamsrafmagn – rafsegulsvið og undirstaða lífsins, eftir lækninn Robert 0. Becker og vísindablaðamanninn Gary Selden. +

Bókin kom út fyrir 9 árum (1985). Næsta bók er Electromagnetic Man – Health And Hazard In The Electrical Environmentl eða rafsegulmaðurinn – heilsa og hættur í rafsegulumhverfinu eftir Doktor Cyril W. Smith eðlisfræðing og Simon Best, sálfræðing og læknisfræðiblaðamann. Hún kom út fyrir 5 árum (1989). Að nokkru leyti vitna ég einnig í rússneska bók frá 1968: Electromagnetic Fields and Life eftir eðlisfræðinginn A:S:Presman. Í þessum bókum er vitnað í yfir 1000 vísindarannsóknir á þessu sviði. Að sumu leyti eru þær mjög fræðilegs eðlis og mjög tyrfnar aflesturs. En í heild benda þær samhljóða á að ekki aðeins hreyfingum lífvera sé stjórnað með rafboðum heldur einnig vexti og uppbyggingu þeirra með hjálp rafsegulsviðs. Þetta er í þversögn við það sem læknavísindin hafa fengist til þess að viðurkenna jafnvel síðustu 200 árin.

Fyrirbærið rafsegulsvið
Ég vil taka fram strax að fyrirbærið rafsegulsvið er ekki hættulegt fyrirbæri í sjálfu sér, alls ekki. Það er hins vegar unnt að nota þennan mjög svo mótandi hluta eðlisfræðilegrar tilveru okkar bæði ájákvæðan og neikvæðan hátt. Á hinn bóginn er það þekkingarskorturinn á þessu fyrirbæri innan líkamans, jafnframt afneituninni á að vilja skoða þennan þátt tilveru okkar, sem er stórhættulegur. Því að þá erum við eins og börn sem erum að leika okkur að eldspýtum.

Staða læknavísindanna
Nú er það svo að flestallir hafa innra með sér þá mynd af vísindaheiminum að nánast sé búið að uppgötva alla hluti. Þannig að ef einhver óútskýrð einkenni t.d. á sviði sjúkdóma koma fram, sem ekki er unnt að flokka beint undir viðteknar aðferðir, þá er hætt við að þau séu flokkuð sem ímyndun eða bábilja. En átök innan læknavísindanna á síðustu 200 árum urðu þess því miður valdandi, að rafmagn var gert útlægt úr lífverum utan hvað það fékk að færa skilaboðin frá heila til líffæra. Það er of langt mál að rekja alla þá sögu hér. En niðurstaða málsins er sú að í dag standa rannsóknarmenn eins og Becker, Smith og Presman ekki bara andspænis tortryggni starfsbræðra sinna heldur og gagnvart gífurlegum hagsmunum lyfjaiðnaðarins, sem ekkert vilja af athugunum þeirra vita. Svo einkennilegt sem það er þá eru vísindin ekki ávallt samkvæm sjálfum sér: Að hafa það sem sannara reynist.

Áhrif rafsegulsviðs
En hver eru í stuttu máli þau vandamál sem rannsakendurnir hafa rekið sig á í leitinni að skilningnum á rafsegulsviði lífvera? Líkamir eða lifandi verur og starfsemin innan þeirra flokkast í mjög mörg stig: Þannig eru  viss  rafseguláhrif á mólekúlarsviði frumanna, önnur á sviði innan starfsemi hvers líffæris, bæði sem hluti eða yfir heild líffærisins. Þá eru samspil milli skyldra líffæra svo og ólíkra líffæra sem tengjast þó. Einnig koma til önnur rafseguláhrif viðkomandi líkama í heild. Vandinn er að flokka þessi áhrif í sundur. Augljósustu dæmin um rafsegulsvið innan lifandi líkama eru þær stjórnunartruflanir,  sem unnt er að innleiða á rannsóknarstofum t.d. á fósturstigi einhverra dýra.

Vaxtarskeið einstaklingsins stendur þá yfir og einmitt á þeim tíma er varnarkerfi líkamans ekki nógu virkt eða ekki að fullu þroskað. Náttúrulegt ferli er þannig truflað með tilbúnu rafseglusviði og niðurstaðan er vanþroski. Önnur dæmi benda á það, að vissir erfðaeiginleikar veiti betra viðnám gegn rafseguláhrifum en aðrir, rétt eins og lífverur eru mishæfar við að aðlaga sig ýmsum öðrum umhverfisáhrifum. Það eru ýmsir þættir sem tengjast umhverfi, hormónastarfsemi, næringu og erfðaeiginleikum, sem hafa afgerandi áhrif á hæfni fólks og dýra til þess að aðlagast segulsviði. Þróun tegundanna hefur engan veginn tekið enda. Hingað til hafa náttúruleg segulsvið að mestu haft áhrif á þessa þróun, hvað snertir rafsegulstarfsemi líkamans eða lífveranna, en nú er hætta á því að tilbúin áhrif sömu gerðar fari að hafa áhrif á þróun mannsins a.m.k.

Bæði jákvæðar hliðar og neikvæðar
Skoðum nú jákvæðu þekkinguna, sem hefur komið í ljós við rannsóknir á þessu sviði. Komið hefur í ljós að frumskipting eða vöxtur stjórnast af lágum jafnstraumi. Í líkama okkar hefur frumuskipting mikla þýðingu þar sem endurnýjun fruma á sér stöðugt stað. Gott dæmi er blóðið. Ef frumuskipting myndi hægja á sér innan líkamans þá væri voðinn vís. Becker hefur einkum fengist við þessar athuganir frá 1958 í yfir 30 ár. Honum hefur tekist að flýta mjög fyrir vexti ýmissa fruma t.d. vegna áverka á útlimum. Hann bætir leiðara inn í sárið og setur sams konar jafnstraum á hann og t.d. útlim. Þannig hefur honum tekist að gera heilbrigt fólk úr tilvonandi öryrkjum, sem lá fyrir að aflima vegna ígerðar og missis á stórum hluta beina innan sára á útlimum. Er hann hóf þessar tilraunir vöruðu kennarar hans hann við því að ganga þvert á móti viðteknum skoðunum. Sömuleiðis fann hann fljótlega út að fjármunir fengust ekki til rannsókna hans nema hann dulbyggi umsókn sína þannig að ekki var ljóst með henni, að rafsegulrannsóknir voru innihald þeirra.

Rannsóknarsvið Beckers
Becker setti sér það markmið að kanna til hlítar hvernig uppgötvanir hans gerðu manninum kleift að endurnýja með auknu streymi rafmagns innan líkamans, jafnvel stóra hluta af ýmsum töpuðum líffærum. Hann varð smám saman sannfærður um að það væri unnt, þar sem aðrar lífverur skyldar manninum geta þetta. Þannig hafa salamöndrur t.d. undraverða hæfileika til þess að endurnýja ýmsa líkamsparta eftir að hafa tapað þeim. Þær voru því kjörin tilraunadýr fyrir hann og kollega hans. Skoðum nú nokkuð af salamöndrurannsóknum Beckers og fleiri því þær varpa ljósi á rafseguláhrifin varðandi frumuskiptinguna. Vinnukenningin sem Becker setti fram í rannsóknum sínum var það, að rafstraumur en ekki einhver efni færðu boðin til vaxtarsvæðanna innan líkamans um frumuskiptingu og einnig verkefnisval frumanna.

Þetta kerfi byggir á hálfleiðurum og því er stjórnað annað hvort einu sér eða í tengslum við taugarnar. Eitt af því, sem hann komst að var að þeim mun hærri endurnýjunartíðni líkamshluta sem lífvera hefur, því færri krabbameinstilfelli eru þekkt meðal þeirra tegundar. Mannslíkaminn hefur þannig einna lægstu endurnýjunar tíðnina og flest krabbameinstilfellin. —Löpp salamöndru endurnýjar sig á 56 dögum – lykilatriðið er að húð vaxi ekki alveg yfir sáríð heldur aðeins þunn skinna. Blastema er samansafn óforritaðrafruma. Hún er tilbúin eftir 2 vikur. Eftir 3 vikurfáfrumumar verkefni. En hvernig  þetta allt skeður hafa læknavísindin enga skýringu á

Líflæknisfræðileg rafeindafræði
Það var rússneski vísindamaðurinn Sinyukhin sem fyrstur fann það út að rafstraumur jókst mjög í afskornum jurtum, þegar nýtt brum tók að vaxa neðan við afskurðinn. Hann bætti við 2-3 mikróamperum (1/milljónasti) í 5 daga og þrefaldaði þannig vaxtarhraða brumsins. Ungverjinn Szent-Györgyi lagði síðan grunninn að mólekúlarlíffræði, en með henni er kominn algerlega nýr skilningur á innri starfsemi lífkerfa. Dr. Smith á Englandi, sem áður er nefndur, er upphafsmaður fræða, sem hann nefnir Biomedical Electromcs eða líflæknisfræðilega rafeindafræði.

Þetta þrennt er allt af svipuðu tagi og á ef til vill eftir að þróast í eina sameiginlega fræðigrein, sem inniheldur hvern lifandi verur eru samansettar á rafeinda- og mólekúlasviði innstu eininga þeirra, frumanna. En þar erum við að stökkva frá mælieiningunni  míkróamper niður í nanóamper (1/milljarðasti). Dr. Smith fullyrðir, að þessi vísindagrein muni í fyllingu tímas valdajafnmikilli byltingu innan líffræðinnar, jafnt í notagildi sem í vísindalegum skilningi, eins og þegar silikonkubburinn kom í stað transistorana og gömlu lampanna í rafeindatæki okkar.

Dr. Smith og lærifaðir hans Herbert Frölich urðu fyrst varir við áhrif rafsegulsviðs á lífverur, þegar þeir fóru að mæla lífhimnur og húð lífvera útfrá einangrunargildi. En þær eru mjög góðir einangrarar. Líkaminn, sem mældur var, sýndi ákveðnar truflanir á innri starfsemi. Þetta leiddi svo til fleiri rannsókna á félagslegu sviði mannlífsins truflunareinkennum í líkömum fólks og niðurstöðumar voru þær sömu. En það tók langan tíma að fá almennan stuðning við þessi mál og enn er ekki fullnaðarviðurkenning fengin. Fyrsta stóra innleggið í þessa veru var þó þegar yfirvöld í New York voru skilyrt til þess að leggja fram 360 milljónir króna í rafsegulrannsóknir innan byggðra bóla, vegna lagningar á nýrri 765 volta háspennulínu til Kanada. Þetta var 1973. Fjórtán árum seinna lágu 16 rannsóknir fyrir, sem bar saman um það að „þó nokkur svið hugsanlegrar hættu fyrir almenning hafa fundist.“ Fáar ályktanir hafa þó verið dregnar af þessari niðurstöðu aðrar en að bíða og sjá til hvað skeður næst.

Rannsóknir Smiths og hæli Dr. Monro
Rannsóknir Snúths hafa m.a. sýnt, að áhrif frá háspennulínum mynda sterkari verkur innan líkamans, en hjá þeim sem vegna veikinda neyðast til að taka deyfilyf. Því þarf enginn að vera undrandi á því, að finna neikvæð einkenni hjá fólki, sem býr nálægt slíkum háspennulínum. Dr. Jean Monro rekur nú eina heilsuhælið fyrir fólk, sem haldið er rafsegulóþoli á suður Englandi. Vísindaleg skilgreining á slíkum einstaklingum er næmleiki á mörkum fræðilegs skilnings, en verkfræðilega er skilgreiningin: Brestur í varnarkerfi líkamans.

Læknavísindi og rafeindir
Það má ekki rugla saman aukinni notkun á alls konar rafeindatækjum til skoðunar á sjúklingum, við grunnrannsóknir á mjög veikum rafsegulsviðum líkamans til lækninga. Þetta kann að hljóma eins og eitt og hið sama fyrir ófaglærða, en þarna er mikil gjá á milli. Enn skortir verulega á að fræðileg undirstaða sé komin undir svið lágtíðni rafsegulsviðs lifandi vera. Þó hefur margt einstakt komið í ljós í gegnum tíðina, sem ekki hefur verið athugað betur, þar sem áhuga vantaði á því að skilgreina lífverur á mólekúlarsviðinu. Þannig var t.d. vitað allt frá 1920 að krabbameinsfrumur hafa allt önnur rafseguleinkenni en heilbrigðar frumur. Þessi þekkingarskortur er einungis þeim til framdráttar, sem vilja hafa óskorað vald til þess að fylla umhverfi okkar með rafsegulbylgjum af hvaða tíðni sem er, og svo hinum, sem vegna hagsmuna sinna telja öll læknisfræðileg vandamál vera leysanleg með efnafræði.

Óhefðbundnar læknisaðferðir
Með rannsóknum á lágtíðnisviði lifandi vera hefur Dr. Smith sett fram nýjar kenningar um lækningamátt ýmissa óhefðbundinna læknisaðferða, sem sumir vilja kalla kukl. Hann telur t.d. að smáskammtalækningar eða hómeópatía, þar sem gefin eru inn margútþynnt efni, virki fyrir tilstilli myndunar réttra rafsegulfræðilegra aðstæðna á mólekúlarsviðinu innan líkamans eftir inntöku. Þannig geti líkaminn endurheimt hæfileikann til sjálfslækningar. Sama á við með aðrar læknisaðferðir svo sem: nálastungur, lífræna svörun, litameðferð, heilun, reiki, grasalækningar, vöðvaprófun, lífsorkumeðferð (oregon), „radíóniks“ og fleiri. Þessar aðferðir njóta ekki almennrar viðurkenningar vegna skorts á fræðilegri undirstöðu en þó hefur æ fleira fólk snúið sér að þeim á síðustu árum.

Niðurlag
Þetta mál er yfirgripsmeira en svo að því verði gerð full skil í stuttu erindi. Ég hef að eins tæpt á fáeinum molum úr þeim bókum, sem ég byggi erindi mitt á. Það kann ekki góðri lukku að stýra að þekkingarskortur og þráhyggja  vísindastofnana hindri fólk í að ná fullkomnum bata á mörgum sjúkdómum. Við getum e.t.v. huggað okkur við það, að í dag er búið að útrýma ýmsu því, sem stytti líf forfeðra okkar fyrir 50, 100 eða 200 árum. En flestum mun ekki nægja slíkt. Ég vil því hvetja alla þá, sem eru læknislærðir eða hyggja á að stunda læknisfræði, að skoða fleira en háskólamir bjóða upp á nú. Að muna að í heimi nútímans verður aldrei fulllært: Þvílíkt magn af upplýsingum berst til okkar á hverjum degi, að sínám er skylda okkar allra, sem viljum teljast til menntaðra þjóða. Dr. Smith segir m.a.s. í bók sinni og ég vil gera það að lokaorðum mínum: ,,Það er niðurstaða mín að beint samband sé á milli rafsegultíðni og efnafræðilegrar uppbyggingar mólekúla. Vegna þessarar tvíhyggju fyrirbærisins lifandifruma ætti ekki að koma á óvart, að náttúran notar fjölmörg sambönd rafsegultíðni, rétt eins og hún notar fjölda atómasambanda í þeim stórbrotna mólekúlarkitektúr lífeðlis -lífefna og lífrafeinda fræðinnar.“

Erindi Þorseins Guðlaugssonar um áhrif rafsegulssviðs á lífverur

Heilsuhringur _NEW_0004

Á  fundi Heilsuhringsins árið 1994

Þegar ég var beðinn um að segja frá reynslu minni af rafsegulssviði, gerði ég það með hálfum hug því að þetta er í fyrsta sinn sem ég stend í ræðupúlti en mér fannst hins vegar að mér bæri skylda til þess vegna þess að ég hef starfað með Brynjólfi Snorrasyni á Akureyri við mælingar á rafsegulssviði í íbúðarhúsum og á vinnustöðum. Mér hefur þótt þetta mjög merkilegt sem Brynjólfur hefur verið að rannsaka s.l. 12- 14 ár a.m.k. og það sem mér finnst eiginlega merkilegast er hvað það hefur verið mikiljákvæðni hjá fólki sem hefur fengið okkur til þess að mæla íbúðir sínar, og hvað það hefur komið fram mikill bati á ýmsum sjúkdómum. En það er eins og sumt fólk sé eitthvað hrætt við að viðurkenna að það hafi fengið bata. Stundum er eins og þetta sé talið kukl eða eitthvað slíkt sem við erum að gera. En ég held að það sé langt því frá. Ég hef sjálfur reynslu af því á mínu heimili hvað áhrif rafsegulssviðs geta verið slæm en ástandið var orðið þannig að ég flúði úr húsinu á kvöldin, yfirleitt þegar klukkan var orðin hálf átta eða að verða átta.

Ég gat hvergi fengið upplýsingar um af hverju mér leið svona hrikalega illa í húsinu. Í eitt skipti þegar ég var að flýja út þá fann ég þetta mikið allt í kringum húsið hjá mér líka. Svo að ég fór inn aftur og sótti prjónana mína og mældi í kringum húsið. Þá fann ég mikið segulsvið í kringum allt húsið. Líka rakst ég á sterkan geisla sem gekk frá húsinu og ég rakti þennan geisla út í miðja götu og upp eftir götunni, í vatnsbrunn og síðan frá þessum brunni og inn næstu götu og þar að ákveðnu húsi. Ég hringdi dyrabjöllunni og sagði í hvaða erindum ég væri kominn. Konan varð alveg undrandi þegar ég spurði hana hvort hún væri með nokkur tæki í gangi inni hjá sér. Já hún sagðist vera með uppþvottavél, svo ég spurði hana hvort hún vildi slökkva á uppþvottavélinni fyrir mig meðan ég skryppi heim til mín og mældi í húsi mínu. Hún sagði það væri sjálfsagt og þá bregður svo við að ég fann ekkert í kringum mitt hús og ekkert inni heldur. Konan sagði það alveg sjálfsagt að fá rafvirkja og láta athuga uppþvottavélina.

Daginn eftir fékk hún rafvirkja og hann mældi alla vélina út og sagði að þetta væri svo lítil útleiðsla að það ætti ekki að gera neinum til. Samt sem áður varð ég alltaf að yfirgefa húsið mitt þegar hún setti vélina í gang vegna þess að mér leið svo illa inni. Ég var búinn að leita til margra manna, til allra þeirra sérfræðinga sem hugsast gat. Rafmagnseftirlitsins, Rafveitunnar og Vatnsveitunnar og það var nú víðast hvar hlegið að mér. Svo er það eitt kvöld þegar ég er að fara út úr húsinu þá fer ég út í bílskúr hjá mér og rek augun þar í járnstykki og þá er eins og það sé hvíslað að mér „farðu með þetta og legðu það yfir vatnsleiðsluna og sjáðu hvað skeður.“ Ég gerði það. Síðan gróf ég niður járnið ofan við vatnsleiðsluna huldi það aðeins í mold og þar er það ennþá en ég hef ekki orðið var við að þetta kæmi inn í húsið hjá mér síðan.

En það er margt annað sem getur truflað t.d. er víða eins og þetta virðist koma inn með hitaveitunni og er mikið í ofnum yfirleitt í flest öllum húsum sem ég hef komið í. Ég held að ég hafi komið í eitt hús sem var laust við rafsegulsvið frá miðstöðvarofnum. Yfirleitt er sama sagan hjá öllum sem ég er beðinn að koma til: mikil óþægindi, vöðvabólga, höfuðverkur, svefnleysi, slen, og fólk svitnar mikið. Það sem mér hefur fundist merkilegast í þessu er það að mikið er um að allt niður í átta ára böm kvarti undan vöðvabólgu og höfuðverk. Þegar ég fór að fylgjast með hvernig rúmin voru staðsett í herbergjunum hjá þessum bömum var það í flestum tilfellum, þannig að höfðalagið var við miðstöðvarofn. Þegar ég hef verið búinn að tengja á milli inntaks og affalls hitaveitunnar hafa börnin eiginlega í öllum tilfellum lagast og hafa ekki fundið til meira. Fullorðið fólk hefur einnig lagast mikið við þetta vegna þess að í flestum svefnherbergjum er t.d. útvarp á náttborðinu hjá fólki og það verður svo mikið samspil á milli útvarpsins og ofnanna. Það kom nú svona af tilviljun hjá mér hvernig hægt er að losna við rafsviðið úr útvarpi.

Ég fór að prófa að snúa við klónni á leiðslunni þar sem klóin var sett í tengilinn og þá datt þetta niður í útvarpinu og nú er ég búinn að reka mig á það að í lömpum, stofulömpum, kaffikönnunni, brauðristinni og öllu slíku þarf klóin að snúa rétt í tenglinum annars senda þessi tæki mikið rafsvið frá sér. Ég er núna farinn að merkja klærnar í þeim húsum sem ég kem í til að laga vegna þess að oftast eru þetta lokaðar klær og maður sér ekki vírana. En þetta er mikið atriði ef t.d. kaffikanna er vitlaust sett í samband inni í eldhúsi og lampi inni í stofu þá myndast oft geisli alveg á milli þessara tveggja tækja og getur leitt þannig í gegn og  farið t.d. yfir rúm hjá fólki og valdið síðan ýmsum óþægindum. Fólk kvartar mikið undan sleni og því sem kallað er síþreyta. Það virðist vera eins og læknar hafa sagt „engin ráð við þessari síþreytu.“

Ég kom t.d. í eitt hús þar var kona sem var vön að vinna í 10-12 tíma á dag. En hún var búin að minnka sína vinnu niður í 3 tíma á dag og var að að hugsa um að hætta alveg því hún var orðin það slöpp. Hún var búin að fara í margar læknisrannsóknir og það endaði með því að læknirinn sagði við hana nú get ég ekki gert meira fyrir þig, þetta er síþreyta og við höfum ekkert til við henni. Svo biður hún mig að koma að mæla hjá sér og ég sé þegar ég kem inn í svefnherbergið að hún sefur í vatnsrúmi. Ég hreinsaði allt út úr íbúðinni hjá henni sem ég fann af þessu rafsviði og sagði henni  að hún skyldi henda vatnsdýnunni og fá sér venjulega dýnur í rúmið. Tveimur mánuðum seinna var þessi kona komin í sína fyrri vinnu 10-12 tíma á dag og finnur ekki fyrir neinu.

Spurningar úr sal?
Á þetta almennt við um vatnsrúm?  Já það er það, en það er misjafnt hvað fólk þolir að sofa í því en ég held það sé mikið rafsvið í vatnsrúmum, við höfum verið að reyna að setja jarðtengingar á þetta en það dugar ekki.
Getur þetta orsakað astma?  Já í mörgum tilfellum hefur astmi komið fram hjá fólki og fólk hefur lagast geysimikið af astma þar sem það hefur losnað við rafsviði. Það er mikið fínt ryk sem rafsvið veldur inni í íbúðum. Þið hafið kannski tekið eftir því hjá fólki sem hefur parket á gólfum hvað kemur mikið ryk og mikil ló. Það hafa sagt við mig konur sem ég hef komið til, við þurfum að þrífa gólfið á hverjum degi. En eftir að þú komst og lagaðir húsið hjá okkur þá þarf ég ekki að þurrka af nema 1-2 sinnum í viku. Þetta er alveg gjörbreyting.

Myndar þá þetta rafsvið ryk?  Já við viljum meina að rafsvið verði að fínu ryki, og það er svo létt ryk meðan það er upprafmagnað, þú nærð helst ekki að þurrka það af, það fer alltaf undan tuskunni. Og ef þið hafið séð þetta verður lóin eins og hún sé lifandi út við veggina og í hornunum. Þetta hefur áhrif á ræktun Svo langar mig að segja ykkur frá hvernig þetta getur haft áhrif á það sem við erum að rækta. Konan mín hefur verið með garð hérna uppi á Vatnsenda og ræktaði þar alltaf kál, rófur og gulrætur sem við höfðum fyrir árið. Svo var okkur sagt upp þessu landi og við færðum okkur til í annað land svona 600-700 metra í norður. Ég athugaði það ekki þá að það var rafmagnslína við garðinn. Fyrsta sumarið sem við settum þarna niður rófur þá skemmdust þær allar og gulræturnar spruttu ekki. Við skildum ekkert í þessu. Svo er það tilviljun að frúin er að setja rófur í pottinn þegar Brynjólfur Snorrason er staddur hjá okkur og hún spyr Brynjólf að því hvers vegna rófumar fari svona. Þá segir Brynjólfur þegar hann er búinn að horfa á rófumar í smá stund.

Er rafmangslína þarna við garðinn hjá ykkur? Já, já. Hann segir okkur að þetta sé sennilega út af henni það sé eiginlega ekki hægt að rækta rófur eða gulrætur við svoleiðis skilyrði. Svo gerði ég það að gamni mínu síðast liðið vor að ég fór að mæla í garðinum og ég fann náttúrlega að það var mikið rafsvið sem kom frá línunni og sagði við konuna mína að við skildum prófa að setja í beðið aftur og ég ætlaði að reyna að ná þessu út úr beðinu með því að setja járn í kringum það. Og gerðum við það Þá brá svo við að það hefur engin rófa skemmst. Svo að það er auðséð að þetta hefur mikil áhrif á gróður líka. Í fyrravetur hitti ég garðyrkjubónda austur í Mýrdal. Það kom til tals hvort rafsegulsvið og jarðárur gætu haft áhrif á ræktun. Hann er með geysimikla ræktun þarna bæði gulrætur, kál og rófur og sagði hann að það væri svo missprottið í garðinum hjá sér, sérstaklega í einum stórum garði.

Það talast þannig til á milli okkar að ég kom til hans og athugi garðlandið. Þegar ég kom þá spurði ég hann hvar hafi sprottið verst í garðinum hjá honum. Hann sagðist ekkert ætla að segja mér það. „Nú átt þú að segja mér hvar jarðárurnar eru“ sagði hann. Svo fór ég að mæla garðlandið. Garðurinn var u.þ.b. 700-800 metra langur og 100 metra breiður. Það var nákvæmlega eftir miðjum garðinum sem ég fann jarðáru og ég sagði honum hvað hún væri breið og hvað hún næði langt inni í garðinn því að hún fór rúmlega inn í miðjan garð og síðan beygði hún út úr honum og inn í annan garð. Þá sagði hann við mig: „Ja þetta munaði mig nú ekki aðeins hundruðum þúsunda í fyrrasumar heldur miljónum hvað ég fékk minna upp úr þessu stykki sem þú bendir á að jarðáran liggi eftir, heldur en það sem var fyrir utan jarðáruna.“ Hann sagði að það hefði munað alveg geysilega miklu á sprettu.

Spurningar úr sal :
Veist þú hverslags fyrirbæri þetta er sem er kallað jarðára? 
Nei ekki örugglega. Þetta er eitthvert rafmagn í jörðinni sem liggur eftir einhverjum vissum brautum.

Fylgir þetta einhverju munstri?  Nei ekki virðist það vera. Ég er ekki alveg viss um hvað þetta er og hef ekki fengið upplýsingar um það nákvæmlega. En þessar jarðárur eru oft að hrella okkur í sambandi við hús. Það er mikið um þetta hér í Reykjavík. Rafsegulsvið virðist valda ákaflega mismunandi sjúkdómum t.d., óreglulegur hjartsláttur er oft hjá fólki sem er í þessu rafsviði. Ég get nefnt ykkur dæmi um mann sem fékk hjartakast og var fluttur á spítala. Læknar fundu ekki neitt og hann var sendur heim aftur. Viku seinna fékk hann aftur hjartakast og aftur var farið með hann upp á spítala og þeir fundu ekkert að honum. Hann kvartaði mikið við sinn heimilislækni út af þess því að hann fékk alltaf þessi einkenni öðru hvoru. En svo varð hann var við það ef hann fór út úr húsinu sínu þá minnkuðu verkirnir fyrir hjartanu. Svo kom ég til hans og lagaði mikið í húsinu hjá honum og lét hann hafa spólu. Hann hefur ekki fengið svona áfall síðan hann fékk spóluna. Svo við sjáum það að þetta hlýtur að hafa mikil áhrif á líkamsstarfsemina hjá okkur.

Eru nokkur tengsl á milli þessa og steypuskemmda í húsum ?  Já, Brynjólfur er mikið búinn að rannsaka það og hann vill meina að svo sé. Ég er náttúrlega líka búinn að sjá að í járnagrindum húsa getur oft verið mikið rafmagn. Ég hef látið brjóta inn í járnagrindina til að koma fyrir jarðsambandi í járnagrindina. Það er alveg undantekningarlaust að ef ég festi í grindina og kem svo með vírinn að vatnsröri þá hleypur langur neisti á milli á vírnum og út í rörið. Svo að við sjáum að það er mikið rafmagn í járnagrindinni í mörgum tilfellum. Við þetta rafmagn vill Brynjólfur meina að jámið þenjist út og það myndi sprungur og svo sprengi járnið út frá sér steypuna. Í flestum tilfellum er frekar auðvelt að laga þetta í húsum og þó er eitt og eitt hús sem er ákaflega erfitt að fást við.

Ég er búinn að lenda í því í nokkrum húsum að það er eins og þetta komi alltaf inn aftur og það er núna eitt hús í Kópavogi sem ég taldi mig vera búinn að laga ekki alls fyrir löngu en konan hringdi til mín í dag og nú sagðist hún ætla að selja húsið, hún gæti bara ekki verið lengur í húsinu henni liði svo illa. Ég held að rafsegulsviðið sem hún fær inn í sitt hús sé frá „radioamatör“ sem á heima í næsta húsi við hana. Hún finnur það alltaf um leið og hann kveikir á tækjunum og líður þá mjög illa. En eins og ég hef áður sagt í flest öllum tilfellum er hægt að laga þetta án mikils kostnaðar þó að við höfum ekki ennþá komist fyrir það þarna.

Er hægt að ná þessu úr blokkaríbúðum?
Ef að á að ná þessu úr einni íbúð í blokk verður að taka alla blokkina það fer úr öllum ofnum í blokkinni ef tengt er á milli inntaksog frárennslis hitaveitunnar.

Hvaða mæliaðferð átt þú aðra en prjónana?  Brynjólfur og þeir sem með honum eru, eru með jónamæli og viðnámsmæli (svokallaðan statikmæli) líka þá mæla þeir viðnám (statik) í ýmsum hlutum. En aðal mælitækið eru prjónarnir þeir eru alltaf síðasta orðið Þeir eru nákvæmustu mælitækin sem við höfum. Ég get sýnt ykkur hérna hvernig þeir virka.
Bar þetta einhvern árangur við ræktunina og jarðáruna?  Ég rak niðurjárnteina í þessar jarðárur og það virtist stoppa þær af. Svo gerði ég eina tilraun svona að gamni mínu. Ég jarðtengdi girðingu sem var í kringum minn garð. Það komu tvær sterkar jarðárur inn í girðinguna en þegar ég var búinn að jarðtengja girðinguna þá fann ég þær ekki innan girðingar.
Er búið að taka upp úr garðinum síðan?  Já, já það hefur aldrei sprottið jafn vel í görðum hjá mér eins og var s.l. sumar og það hefur geymst miklu betur grænmetið hjá okkur. Það hafa komið mikið minni skemmdir fram í grænmetinu.

Fundarstjóri gefur Einari Þorsteini orðið.
Ég get kennt ykkur aðferð til að breyta ræktunarskilyrðum í görðunum. Það vildi þannig til að á Ermasundi, ég veit ekki hvað eyjan heitir, höfðu menn í gegnum áratugi ræktað ákveðna tegund af blómum og þau urðu söluhæf síðast í janúar. Nú síðan skeður það að eitt haustið verður bruni, menn höfðu kastað einhverjum afgang eða heyi á akurinn og það kviknar í þessu óvart. Þá taka menn eftir því að nákvæmlega á þessum bletti sem bruninn hafði átt sér stað voru blómin tilbúin fyrirjól einum mánuði á undan. Það þýddi að það fékkst betra verð fyrir blómin. Það var keppikefli fyrir alla að koma þessu á markaðinn fyrir jólin. Þá fundu þeir upp það ráð að kaupa strá frá Englandi og Frakklandi og fluttu til sín og breiddu yfir alla akrana og kveiktu svo í. Síðan varð þetta landlægur siður.

En það vissi enginn hvað skeði í raun og veru þangað til að vísindamenn fóru á stúfanna og fóru að mæla. Gæti þetta t.d. verið, að það hitnaði svo mikið í jarðveginum að hann héldist heitur og það gerði betri skilyrði. Nei það var ekki það vegna þess að hitinn náði ekki nema hálft fet niður og hafði eiginlega engin áhrif. Þá fóru menn á stúfanna og fundu gamlar Drúídaaðferðir. Þeir kölluðu þetta að gefa akrinum orku en þetta er ekkert annað en rafsegulssviðsáhrif. Þegar tilraunirnar voru svo gerðar af vísindamönnum þá tóku þeir fjóra til fimm akra. Einn var með venjulegu aðferðinni, lagt strá yfir hann allan og brennt einu sinni, næsti var brenndur tvisvar sinnum og svo næsti við hliðina var brenndur þrisvar sinnum. Ekkert var gert við númer fjögur, en fimmti garðurinn fékk sérkennilega meðhöndlun. Þeir tóku tvo járnfleyga og slógu þá niður við norður- og suðurenda akursins. Þegar sólin skein lýstu þeir með spegli á bak við hann þannig að sólin skein á hann báðum megin í einu.

Fyrst á þennan nyrðri og svo á þann syðri. Og viti menn þegar var farið að skoða blómin þarna rétt fyrir jólin þá voru fyrst annar og þriðji akur allir eins, það varjafnmikil spretta á þeim öllum, sá fjórði sem ekkert var gert við var ekki tilbúinn fyrr en í janúar en sá fimmti var nákvæmlega eins og sá fyrsti, annar og þriðji. Þannig að það var eitthvað annað á ferðinni en hiti eða eitthvað efnafræðilegt. Þetta er aðferð sem við getum notað ef við höfum akur, slegið niður tvo póla og látið sólina skína báðum megin á þá og þá á þetta að virka í eitt ár og vera helmingi hraðari uppskera.  Ekki bárust fleiri spurningar úr sal Fundarstjóri þakkaði ræðumönnum og lauk máli sínu með að ítreka þörfina fyrir rannsóknir á þessu sviði.



Flokkar:Rafmagn, Umhverfið