Lækningajurtir

Mjaðjurt (Filipendula ulmaria L.) er af rósaætt. Hún er hitakær planta og vex því að mestu leyti í hlýrri sveitum landsins. Efnin sem finnast í mjaðjurtinni eru eftirfarandi: Flavonol Glycosides: 1% Þessi efni hafa mjög mismunandi virkni en í mjaðjurtinni er það líklega vatnslosandi og verkjastillandi. Þessi efni eru salisýlaldehýð, methylsalicylate og glucoside af salicylalkahol. Kjarnaolíur: 0,2% Flestar kjarnaolíur eru bakteríudrepandi en annars hafa þær mjög sértæka virkni hver fyrir sig. Barksýrur: Virka samandragandi á slímhúðina í meltingarveginum.

tekur þetta efni ekki upp. Í henni eru 10-15% barksýrur sem er frekar mikið og er hún því mjög góð við niðurgangi. Notkun: Það má því nota mjaðjurtina við magabólgum, brjóstsviða, of háum magasýrum og magasárum. Hún er einnig notuð í gigtarblöndur, þá sem verkjastillandi vegna salisylicsýrunnar. Þessi sýra er notuð í magnýltöflur. Hún er einnig mjög góð fyrir börn með niðurgang. Mjaðjurtin verndar og mýkir slímhúðina í maganum er góð gegn flökurleika og til að minnka hita en það er vegna salicylicsýrunnar. Varúð: Fólk sem er mjög viðkvæmt fyrir magnýltöflum ætti ekki að taka jurtina. Skammtur: 2-6 g í soðið vatn, láta jurtina trekkjast í 15 mín. Drekka má þrjá bolla af þessari blöndu á dag.

Horblaðka  (Menyanthes trífoliata L.) er komin af horblöðkuættinni (Menyanthaceae). Hún vex í mýrum, síkjum og tjörnum um allt land. Horblaðkan inniheldur margar tegundir af efnum og þau helstu eru  Iridoiglycosídar: Þessir glycosídar innihalda bitrunga sem örva vissar totur á tungunni sem auka myndun á munnvatni og magasafanum . Þetta veldur því að niðurbrot fæðunnar verður betra. Það er efnið Secoirdoida sem hefur þessa verkun. Flavonol Glycosides: Innan þessara hópa eru rutin og hyperoside sem örva lifrina og gallblöðruna. Þessi efni örva gallflæðið í lifrinni og samdráttinn í gallblöðrunni þannig að gallið kemst til skila niður í meltingarveginn.

Phenolicsýra: Þar er það sérstaklega caffeicsýra sem einnig örvar gallblöðruna. Sterols: Ekki þekkt virkni. Barksýrur: Verka samandragandi á slímhúðina í meltingarveginum. Notkun: Horblaðkan er notuð til að örva matarlystina, gegn magaverkjum þá aðallega hjá eldra fólki þar sem líkamsstarfsemin hefur hægt á sér. Jurtin er þá notuð til að örva starfsemi magasýranna. Vegna þess að jurtin örvar gallmyndunina linast hægðirnar og því er hægt að nota horblöðkuna við hægðatregðu. Þessi jurt hefur reynst vel við vöðvagigt. Varúð: Varist að nota hana þegar fólk er með niðurgang og ristilbólgu. Skammtur: 0.5-2g í soðið vatn, láta jurtina trekkjast í 15 mínútur og má drekka  þrisvar sinnum á dag.

Höfundur Kolbrún BjörnsdóttirFlokkar:Jurtir

%d bloggers like this: