Úr einu í annað

Meira um lœkningasveppi
Í síðasta blaði H.h. sagði ég frá tveimur austurlenskum ætisveppum og efnum unnum úr þeim sem lofa góðu í baráttunni við krabbamein og fleiri sjúkdóma. Í síðasta t.bl. Health Counselor er sagt frá þriðja ætisveppnum sem nefnist “ maitake „-sveppur Maitake-sveppurinn hefur verið rannsakaður í nokkur ár í Japan. Þjóðsaga hermir að þegar hann varfyrst uppgötvaður, langt inn í fjallendi norðaustur Japans,  hafi fólk dansað afgleði er því varð ljós hinn merkilegi lækningamáttur hans. Af því á að vera dregið hið einkennilega nafn hans sem þýðir „dans-sveppur“ eða „hinn dansandi sveppur.

Rannsóknir sýna að hann er auðugur af ýmsum næringarefnum t.d. C-, B2- og B3 vítamínum, magnesíum, kalium, trefjum og amínósýrum. Eftir því sem læknirinn Andrew Weil segir hafa fjölsykrur sem finnast í maitakesveppnum verið rannsakaðar meira en bæði flammulin og lentinan sem finnast í öðrum lækningasveppum (sjá grein í síðasta blaði  1-2 tbl. ’94). Öfugt við extrakta úr shiitake-sveppum má taka extrakta úr maitake-sveppum inn en þarf ekki að gefa sem sprautulyf. Dýratilraunir með maitake-sveppaextrakt sýndu, að æxli hurfu algerlega hjá 40% dýranna og  minnkuðu um 90% hjá þeim 60% sem eftir  voru. Dr. Quillin, læknir, segir að sveppirnir innihaldi fjölsykru sem nefnd er, „beta-glucan.“ Þessi fjölsykra örvar ónæmiskerfið auk þess að lækka blóðþrýsting. Japanskar rannsóknir sýna að extrakt úr maitake-sveppum minnkaði æxlisvöxt 10% meira en extrakt úr shiitake-sveppum, auk þess að hægt var að taka hann inn en hinn varð að gefa sem sprautulyf. Samkvæmt grein í New York Native 29. júní 1992, örvar maitake-sveppurinn virkni NK fruma (natural killer cells), stórfruma (átfruma) og T-drápsfruma í ónæmiskerfinu.

Allar þessar frumur eru mikilvægir þættir í vörnum líkamans gegn æxlisfrumum. Vísindamenn sem rannsakað hafa verkanir þessa svepps telja að hann hindri það niðurbrot á ónæmiskerfinu sem krabbameinsæxli valda oftast nær. Til viðbótar þessu hefur komið í ljós við rannsóknarstofutilraunir, að sveppirnir virðast hjálpa til við að laga offitu, lækka háan blóðþrýsting og stöðva virkni eyðniveira. Í annarri rannsókn í Japan, sem 30 einstaklingar tóku þátt í, voru notuð 200 g af ferskum sveppum á dag eða 20 töflur af sveppa extrakti. Tilraunin stóð í 60 daga. Meðaltals  þyngdartap var 5-6 kg. Engin önnur breyting var gerð á mataræði eða lífsháttum, að  því sagt er í greininni. Sagt hefur verið frá áhugaverðum læknis fræðilegum niðurstöðum sem sýna að maitake sveppirnir virðast gagnast til að lækka háan blóðþrýsting.

Einnig sýna japanskar  rannsóknir að í rannsóknarstofutilraun lifðu  97% af eyðnismituðum T4 frumunum, væru  þær meðhöndlaðar með maitake-extrakti. Augljóst er þó að miklar rannsóknir þarf að  gera áður en hægt er að slá neinu föstu um gagnsemi maitake-sveppsins gegn eyðni eða  öðrum sjúkdómum. Hægt er nú að fá maitake-sveppi og  einnig töflur með maitake-extrakti í heilsubúðum í Bandaríkjunum. Ef einhver, sem er á ferð vestanhafs hefur áhuga á að prófa að nota þá eru hér upplýsingar um hvar hægt er að nálgast þá:: Maitake Products, Inc. P.O. Box 1354 Paramus, N.J. 07653, sími 1-800-747-7418. Á vesturströndinni fást þeir í Gold Mine Natural Food Co. 1947 30th Street, San Diego, CA 92102-1105, eða For your Health, Inc. 3212 N.E. 125h St., Siattle,WA 98125.

Lýsi er gott fyrir krabbameinssjúklinga
Í grein eftir lækninn og vísindamanninn Michael J. Gonzolez sem kom í vísinda tímaritinu Journal of Orthomolecular Medicin 1. hefti 1994, ræðir hann um gagnsemi omega-3 fitusýra við krabbameinslækningar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þessar fitur, sem aðallega fást úr fiski og öðrum sjávardýrum, skipti verulega máli í sambandi við krabbamein. Ekki er að fullu ljóst hvað það er í sambandi við omega-3 fitumar sem gerir þær svona mikilvægar. Í fyrstu var haldið að áhrif þeirra á myndun prostaglandina og skyldra efna væri aðalástæðan en nú hallast menn frekar að því að það sé að minnsta kosti ekki eina orsökin, heldur eitthvað fleira. Helst hallast menn að því þessa stundina að oxaðar afleiður af omega-3 fitunum sem myndast í æxlum sé aðalástæðan. 

Einnig eru til umræðu hugsanleg áhrif á ensím sem koma við sögu í fituefnaskiptum, sér í lagi D6D ensímkerfið sem breytir linolsýru í gammalínolensýru (sjá grein í H.h. um fitur og olíur í fæði). Eftir því sem dr. Gonzalez segir eru áhrif fiskfitanna á æxlisvöxt sambærileg við áhrif hefðbundinna krabbameinslyfja en án þeirra aukaverkanna sem fylgja notkun frumueiturs. Til þess að ná þeim árangri þarf þó að nota meira af lýsi eða annarri fiskfitu en almennt er gert. Sé þetta rétt bætir það enn einu atriði við hollustugildi lýsis. Hin atriðin eru gagnsemi þess við liðagigt, hjartasjúkdóma og blóðrásartruflanir víðs vegar um líkamann, auk þess að úr lýsi fást A og D-vítamín í náttúrlegum efnasamböndum. Kannski á enn fleira eftir að koma í ljós á komandi árum.

Varið ykkur á aspartam
Í Health Counselor var nýlega sagt frá upplýsingum sem hafðar vom eftir H.J. Roberts M.D. og birtust í tímaritinu Townsend Letterfor Doctors nýlega. Dr. Roberts segir að sætuefnið aspartam eða „Nutra Sweet“, sem er aðal sætuefnið í flestum „diet“ drykkjum, geti valdið ýmsum óþægilegum einkennum hjá viðkvæmum einstaklingum. Þessi einkenni geta t.d. verið augnþurrkur og erting frá „kontakt linsum“, munnþurrkur, verkir í liðum, minnisleysi og trufluð hugarstarfsemi eða hugarrugl. Einkennin löguðust á nokkrum dögum ef hætt var að nota aspartam en komu á ný ef farið var að nota það aftur. Dr. Roberts segir að alveg sé öruggt að sumt af þessum einkennum, að minnsta kosti, séu viðbrögð líkamans við þessu efni. Sálrænu einkennin gætu stafað frá truflun á boðefnum í heilanum, sér í lagi á boðefninu dópamíni en amínósýran fenylalanin, sem er 50% af aspartami tekur þátt í myndun þess. Nokkur hætta er á, að mati dr. Roberts, að vítahringur skapist  ef drukknir eru gosdrykkir með aspartami það getur valdið munnþurrki sem leiðir til þess að meira er drukkið og munnþurrkurinn verður ennþá verri og sagan endurtekur sig. Þeir sem verða varir við áðurnefnd einkenni og nota aspartam, ættu að hætta að nota það um tíma og sjá hvort einkennin lagast.

Mjólkurþistill (Silymarin)
Mjólkurþistill hefur vakið mikla athygli á síðustu árum og hefur verið rannsakaður meira en flestar aðrar jurtir með tilliti til lækninga. Það eru einkum lifrarsjúkdómar sem hann er talinn áhrifaríkur við. Þar má telja langvarandi lifrarbólgu, skorpulifur og fitulifur. Einnig hefur hann reynst mjög vel gegn sveppaeitri. Í Þýskalandi hefur verið búinn til extrakt til að sprata í fólk sem orðið hefur fyrir því að borða eitraða sveppi. Þá er hann talinn auka myndun á galli. „Þær mikilsverðu sannanir sem fyrir liggja um lækningamátt þessarar áhugaverðu jurtar, ættu að hvetja heilbrigðisstéttirnar í Bandaríkjunum til að nota mjólkurþistil til stuðnings og hjálpar við ýmiskonar lyfjameðferð“, segir Mark Blumenthal, framkvæmdastjóri við bandaríska grasafræðiráðið (American Botanical Council) að loknu viðtali sem sagt er frá í Health Counselor apr.-maí 1994.

Er hægt að hjálpa Alzheimerssjúklingum?
Í Townsend Letter for Doctors, des. 1992 er löng grein um Alzheimerssjúkdóm, kenningar um orsakir hans og hugsanlega lækningu. Það sem einkum vakti athygli mína var kenning um að e.t.v. sé hin raunverulega orsök veirusýking, sennilega af inflúensuveiru, einhvern tíma snemma á ævinni, jafnvel í bernsku. Því mætti flokka Alzheimerssjúkdóm með hæggengum veirusjúkdómum líkt og t.d. visnu í sauðfé eða eyðni í mannfólki. Í greininni er bent á lækningu og ýmis dæmi nefnd þar sem raunveruleg lækning hefur orðið. Lækningin er fólgin í að nota homópatalyf, nósóðu af inflúensuveim, influenza vesiculas, sem framleidd er hjá Staufen Pharma Gmb.H. og Co. Bemhofstrasse 35/POB  1143D 7320 Goppingen,  Sími 07161-68084, Þýskalandi. Mælt er með að prófa að nota D6 styrkleika allt að þrisvar sinnum á dag. Stundum er efninu sprautað í vöðva frekar en taka það inn. Efnið er sennilega það sama og notað er við inflúensubólusetningu, aðeins meðhöndlað sem hómópatalyf. Meðferðinni er haldið áfram í marga mánuði, e.t.v. með einhverjum hvíldum. Bati kemur smátt og smátt en er að lokum allt að því fullkominn. Fyrir þá sem lítið vita um hómópatalækningar er rétt að upplýsa að „nósóða“ er hómópatalyf sem unnið er úr sjúkdóms valdinum sem um er að ræða, í þessu tilfelli  inflúensuveiru.

Hollusta lauks
Í Townsend Letter for Doctors, des.1992  er sagt frá rannsóknum sem benda til að venjulegur laukur sé e.t.v. jafn hollur og góður til lækninga og hvítlaukur. Það eru einkum ýmiskonar bólgur sem  laukurinn getur komið í veg fyrir eða bætt. Vísindamennirnir Dorsch W. Schneider o.fl.  skrifa um þetta í Arch.  Allergy Appl. Immunology 92:3942,1990. Dr. Schneider segir að í lauknum séu brennisteinssambönd, thiosulfónöt og cepan-efnasambönd, sem sennilega gefa lauknum þessa eiginleika. Í rannsóknarstofutilraun sýndi það sig að lauk-extrakt var jafnvel virkari en sterar (prednisolon). Sýnt hefur verið fram á að þessi efnasambönd hindra virkni tveggja lykilensíma, cycloxygenasa og lipoxygenasa, sem nauðsynleg em til að bólguhvetjandi prostglandín og leukotrien-efnasambönd geti myndast. Einnig verkuðu þessi efni gegn losun histamíns og höfðu þannig bein áhrif gegn ofnæmisviðbrögðum. Samkvæmt þessu ætti að vera gagn í lauk gegn: liðagigt, ofnæmi, psoriasis, exemi og astma, auka margs annars, þ.m.t. að draga úr líkum á blóðtöppum bæði í bláæðum og slagæðum.

Ekki þarf að óttast jurtate
Snemma í júlí s.l. kom sú frétt í Ríkisútvarpinu að unglingar í Svíþjóð væri farnir að notajurtate sem einskonar vímuefni eða (ólögmætt?) örvunarlyf. Það fylgdi sögunni að þekkt knattspyrnustjarna hefði verið dæmd frá keppni fyrir að nota samskonar efni í knattspyrnukappleik. Á fréttinni mátti helst skilja að allt jurtate innihaldi þetta efni og að grandlausir neytendur jurtates séu daglega að brjóta lög með því að drekka það. Þetta er gróf mistúlkun á staðreyndum. Efnið sem Maradonna, knattspyrnumaður, var dæmdur fyrir að nota heitir efedrín. Nafnið dregur það af jurt sem heitir efedra og inniheldur dálítið af þessu efni. Jurtin hefur verið notuð við astma og fleiri kvillum í öndunarfærum t.d. heymæði og jafnvel kvefi og inflúensu. Efedrin hækkar blóð þrýsting en vegna þess að jurtin efedra inni heldur einnig önnur efnasambönd sem lækka blóðþrýsting, hefur jurtin efedra lítil áhrif á blóðþrýsting. Efedrin sem framleitt er hreint í verksmiðjum er hinsvegar varhugavert í stórum skömmtum, enda þótt það flokkist ekki sem vímuefni. Það er stundum notað í kvefmixtúrur sem seldar eru í apótekum. Mér er ekki kunnugt um neina aðra jurt sem inniheldur þetta efni. Það væri þá í mjög litlu magni. Vel kann að vera að í Svíþjóð fáist jurtateblöndur sem innihalda jurtina efedra og að unglingar hafi uppgötvað það og haldi að það sé „smart“ að nota þannig te. Það hefur þó lítið með fíkniefnaneyslu að gera og væri raunar ágætt ef unglingar notuðu ekki sterkari efni en jurtina efedru í teblöndu með öðrum jurtum.

Blæðandi ristill – butyrat
Í Townsend Letter for Doctors, des. 1992 er sagt frá tilraun sem gerð var á tíu sjúklingum með blæðandi ristilbólgu. Þeir voru áður búnir að fá hefðbundna meðferð í 8 vikur án árangurs. Þeim var skipt með tilviljanakenndu úrtaki í tvo hópa. Annar hópurinn fékk 100 ml. stólpípu með 100 mmol í lítra af butyrati, tvisvar á dag, en hinn hópurinn fékk óvirkt efni, saltupplausn. Þetta var gert í 2 vikur og hóparnir síðan bornir saman. Sjúklingunum var uppálagt að halda stólpípuvökvanum inn í sér í 30 mín. í hvert skipti. Meðan á tilrauninni stóð fækkaði tíðni þess að sjúklingarnir þyrftu að hafa hægðir úr 4,7 í 2,1 skipti á dag, blæðingar hættu hjá öllum nema einum og bólga hjaðnaði verulega. Hjá viðmiðunarhópnum varð engin breyting. Butyrat, sem myndast við niðurbrot baktería á kolvetnum og próteinefnum í ristlinum, er talinn aðalorkugjafi fyrir frumumar í ristlinum.

Tilgátur eru um að skortur á butyrati og öðrum stuttum fitusýrum, aðallega acetati og propínati, valdi rýrnun á þeim frumum sem þekja ristilinn innan og leiði að lokum til ristilbólgu. Minnkun á þessum fitum hefur einmitt fundist hjá sjúklingum með blæðandi ristil. Lækkun á butyrati í hægðum er talin auka líkur á ristilkrabbameini. Ef hið sama gerist við blæðandi ristil gæti það skýrt að hluta, hvers vegna krabbamein í ristli eru algengari meðal þess fólks en annarra. Hugsanlegt er að eitthvað gagnaði að taka butyrat inn og að hluti þess kæmist alla leið niður í ristil. Kannski er röng þarmaflóra og/eða óheppilegt mataræði og e.t.v. gáleysisleg neysla sýklalyfja ein af ástæðum fyrir því að ekki myndast nægilega mikið af þessum stuttu fitusýrum í ristlinum. Tíminn verður að skera úr um það.



Flokkar:Úr einu í annað

%d bloggers like this: