Tekist á við ofvirkni

Hér fer á eftir saga móður, hvernig hún hefur tekist á við ofvirkni sonar síns. Notað er dulnefni til að forða barninu frá áreitni í skóla og umhverfi.

Allt frá fæðingu var Jón erfiður, svaf lítið um nætur og þurfti óvenju mikla umönnun. Ég velti því fyrir mér hvort það gæti stafað af mótefnasprautum sem mér voru gefnar í byrjun meðgöngu hans, vegna starfa sem ég var á þeim tíma að fara til í austurlöndum. Þegar ég fékk sprautumar var mér ekki ljóst að ég væri ófrísk. Sprautunum fylgdi mikill og langvarandi hiti og í kjölfar þess ógleði sem mér voru gefin lyf við, en höfðu lítið bætandi áhrif á ógleðina.

Ég eignaðist annan dreng ári síðar, sem var alveg eðlilegt ungbarn og engin vandamál með. Í byrjun meðgöngu hans kom einnig þessi hvimleiða ógleði. Þá hitti ég lækni sem ráðlagði mér að taka inn B 1 ( þíamín) og B 6 (pyridoxín), það minnkaði ógleðina. Ég leitaði til margra lækna vegna erfiðleika Jóns en enginn gat hjálpað honum. Þegar hann byrjaði í leikskóla voru fóstrumar sífellt að kvarta undan hegðan hans og vildu kenna því um að ég ynni of mikið utan heimilisins.

Grein í Heilsuhringnum gerði gæfumuninn. Þegar hann var u.þ.b. fjögurra ára, má segja að það hafi verið brotið blað í þessum erfiðleikum, því þá barst mér í hendur tímarit Heilsuhringsins (vorbl. 1990 ), sem í var grein er hét “ Námstregða og ofvirkni, afleiðing rangrar næringar.“ Í henni var útskýrt hvernig óþol fyrir ýmsum fæðutegundum getur valdið ofvirkni hjá börnum og gefin ráð um fæðubótaefni sem hafa minnkað ofvirkni. Sama dag og ég las greinina varð ég mér úti um þau bætiefni sem ráðlögð voru.

Fyrsta kvöldið bar ég í olnbogabætur hans kvöldvorrósarolíu, eins og ráðlagt var í greininni. Ég átti ekki von á að það lítilræði gæti haft einhver áhrif, en það skrítna var að hann svaf betur þessa nótt en hann hafði áður gert. Daginn eftir byrjaði ég að gefa honum vítamínin og fór eftir ráðlögðum bætiefnaskammti greinarinnar, braut niður vítamíntöflumar og passaði að hann fengi nákvæmlega það magn sem ráðlagt var. Það varð strax breyting á hegðan hans og í rauninni hefur hann verið allt annað barn síðan.

Ég hef gert hlé á kúrnum og þá sækir alltaf í sama farið. Nú gæti ég þess að eiga alltaf bætiefnin og gefa honum þegar ég finn að hann er ekki í jafnvægi sérstaklega kvöldvorrósarolíu, sem mér sýnist hann ekki mega vera án nema í stuttan tíma. Óþol Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér sá ég hvern hegðunarmunstrið breyttist eftir neyslu sætinda t.d. var hann vanur trylltast eftir afmælisveislur hjá einum vina sinna og varð ég stundum eftir þessi afmæli að halda honum niðri í rúminu á kvöldin svo að hann róaðist og gæti náð að sofna.

Hjá þessum vini sínum fékk hann alltaf mikið af lakkrís, sem honum þótti góður og sótti mikið í. Síðan hef ég rekið mig á að hann virðist alls ekki geta smakkað lakkrís nema með fyrrgreindum afleiðingum. Hann virðist vera sólginn í allt sem veldur honum ofvirkni. Komið hefur fram í rannsóknum að hann hefur óþol fyrir nokkrum matartegundum og frjókomum.

Nú er Jón að verða 10 ára gamall og í skóla eins og lög gera ráð fyrir. Honum gengur vel við námið, nema einbeitingin varir aðeins skamma stund. Ég hef tekið það ráð að skammta honum tíma og láta hann vinna heimaverkefnin eftir skeiðklukku. Þannig hespar hann þeim af og virðist geta eineitt sér ef hann keppist við stutta stund í einu.Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

%d bloggers like this: