Æðahnútar æðaslit

Hlutverk hjartans er að dæla blóði út í líkamann. Æðakerfið sem er mjög flókið sérum að flytja frumum líkamans súrefni og næringu o.fl. með slagæðablóðinu. Bláæðakerfið er svolítið sér á parti hvað uppbyggingu varðar. Bláæðar fóta sjá um að flytja súrefnissnautt blóð frá fótleggjum til lungna (með hjálp vöðvapumpunnar) þar sem það hreinsast og fer þaðan áfram til hjartans. En til að blóðið streymi frá fótleggjum upp til hjartans og til að hindra bakflæði í æðunum hefur náttúran séð til þess að með reglulegu millibili í bláæðunum eru lokur sem hindra að blóðið renni niður þegar búið er að dæla því upp á við (sjá mynd). Við ýmsar aðstæður gerist það oft að þessar lokur gefa sig, það myndast aukinn þrýstingur á æðaveggina sem smá saman láta undan með þeim afleiðingum að æðamar bólgna út og mynda svokallaða æðahnúta

Hverjum er hættast við að fá æðahnúta/slit  Margir þættir hafa þar áhrif s.s. Arfgengi ,   • Ófrískar konur eru í meiri hættu en aðrar vegna aukins álags á æðakerfið og er þá algengt að efsta lokan gefur sig fyrst sem þá veldur auknum þrýstingi á næstu loku fyrir neðan o.s.frv.
• Mikil kyrrseta og kyrrstöðuvinna er mjög slæm s.s. eins og hjá bílstjórum, flugáhöfnum, skrifstofufólki og frystihúsafólki. 
• Hormónainntaka á breytingaskeiði hefur áhrif á æðaveggi. 
• Aldur, talið er að tíðni æðahnúta tvöfaldist við hvern tug sem bætist við aldurinn. Með aldrinum hrörnar líkaminn, teygjanleiki vöðva og húðar minnkar og þá um leið styrkleiki æðaveggjanna. 
• Ef viðkomandi stundar ekki líkamsrækt eða fær ónóga hreyfingu. 
• Þegar heitt er í veðri. Útlitslega eru æðahnútarnir ekki eingöngu til ama heldur er oft mikill hiti, sviði og bjúgmyndun. Húðin verður rauð, það koma þurrkblettir á hana og aukin hætta er á sáramyndun, einnig eru oft verkir og sinadráttur í fótleggjum. Gott ráð við sinadrætti er að nudda svæðið, ganga um til að örva blóðrásina og teygja á vöðvanum. Talið er að kalk og B vítamínskortur geti verið orsök sinadráttar. 
• Forðist yfirvigt, Yfirvigt hefur áhrif á hjarta- og æðakerfi.

Notið reglulega stuðningssokka -(buxur) eða sjúkrasokka (í samráði við lækni). Þessir sokkar (buxur) styðja- vel við vöðvana og hjálpar þrýstingurinn frá æðunum við blóðflutninginn og hægt er að koma í veg fyrir að ástandið versni. Í úlfelli þar sem um skyndilegan sársauka er að ræða og/eða bólga myndast í fætinum ætti t.d viðkomandi að leita læknis strax þar sem hugsanlega gæti verið um blóðtappa að ræða sem getur verið fylgikvilli lítillar hreyfingar og sængurlegu. Sömuleiðis ef viðkomandi fær fótasár. Aðeins þú ert ábyrgur fyrir þinni heilsu. Við kaupum ekki nýja fætur ef þeir duga ekki út lífið. Það er allt annað með dekkin undir bílinn þau fást víða.

* Nokkur góð ráð: * Að sitja og standa er skaðlegt.
* Hvíld og hlaup er hamingja.
* Forðist að sitja eða standa kyrr of lengi. Hreyfið fæturna, tvístígið og lyftið ykkur á tær eins oft  
   og hægt er.
* Látið fæturna liggja hærra en líkamann á nóttunni. Þegar setið er hafið fætur upp á borði eða á
   stól „þótt það sé ekki beint pent.“
* Varist mikinn hita. Í heitu veðri eða eftir erfiðan vinnudag er gott að láta kalt eða volgt vatn renna
   á fótleggina. Forðist mikil sólböð og of heit böð (æðamar víkka).
* Stundið reglulega líkamsrækt s.s. ganga, hjóla, synda o.s.frv.  Helga og Ósk eru fótafræðingar  
   m/löggildingu í fótaaðgerðum. Sími 553 6678Flokkar:Líkaminn

%d