Kolbrún Björnsóttir flutti erindi á haustfundi Heílsuhringsms 9. október 1993.
Allur matur sem fjallað verður um hér, er ferskur matur, en jurtirnar eru bæði ferskar og þurrkaðar. Morgunfrú eða Calendula officinalis þekkja margir úr görðum sínum. Það eru krónublöðin sem eru nýtt og þá á ýmsa vegu. Ágætt er að nota kúfaða matskeið í einn tebolla þegar drekka á teið af morgunfrúnni við einhverju sérstöku, en eina teskeið ef verið er að drekka hana sér til heilsubótar. Nauðsynlegt er að láta teið síast í 10-15 mín. með lok yfir bollanum svo olíumar rjúki ekki í burtu.
Morgunfrúin þykir mjög græðandi og bólgueyðandi fyrir meltingarveginn. Þess vegna er gott að nota hana við magabólgum, magasári og ristilbólgum. Hún er einnig vírus,-sveppa,- og bakteríudrepandi, og því má nota hana með góðum ^rangri við sveppasýkingu, sérstaklega þegar sveppurinn Candida albicans hefur náð yfirhöndinni í ristlinum. Hún virkar vírusdrepandi á APr-8 og A2 Frunze-flensuvírusana, einnig Herpes-simplex frunsuvírusinn. Þessar upplýsingar byggjast á rannsókn, sem gerð var í Rússlandi.
Einnig er hægt að notajurtina við sveppasýkingu í leggöngum, þó ég ráðleggi engum að reyna það sjálfur nema ræða fyrst við grasalækni eða lækni. Kryddjurtina engifer eða Zingiber officinalis er gott að drekka í tei við kvefi og hálsbólgu. Ferskt engifer er langbest að taka, þegar fólk finnur að það er að fá kvef eða hita, vegna þess að ferskt er það svitaörvandi. Þurrkaða engiferið er aftur á móti gott til að losa slím úr lungum og til að fá hita í líkamann. Þegar þurrkað engifer er notað, þá má ekki taka meira en 1/10 úr teskeið, því annars verður það of sterkt.
Af fersku röspuðu engifer má nota 1/2 teskeið. Í báðum tilvikum þarf teið að standa í 10-15 mín áður en það er drukkið. Laukur er slímlosandi og bakteríudrepandi. Það eru kjarnaolíur í lauknum, sem gera það að verkum að nota má hann í staðinn fyrir sýkladrepandi lyf í mörgum tilfellum. Laukurinn losar slím með því að örva bifhárin í lungnaberkjunum til að flytja slímið upp. Virkar laukurinn því mjög svipað og hvítlaukurinn gerir. Þetta á aðeins við um ferskan lauk. Ö11 efnin hverfa ef laukurinn er þurrkaður. Ágætt er að búa til sýróp úr lauknum, leggja þá nokkur lög af sykri og lauk til skiptis í skál og láta standa í 3-4 daga. Hella þá sýrópinu af.
Hafrar eru mjög næringarrík fæða, þeir draga ekki eingöngu úr kólesterólmagni blóðsins, eins og flestir vita, heldur eru þeir líka mjög nærandi fyrir taugakerfið og þá meina ég styrkjandi fyrir taugamar en ekki róandi. Það eru alkaloidar, sem hafa þessi áhrif. Langbest er að nota heila hafra, sem þarf þá að leggja í bleyti yfir nótt og sjóða síðan í nokkrar mínútur. Fólk með óþol fyrir glúteini skyldi þó varast hafrana. Langbest er að borða heila hafra, sem lagðir hafa verið í bleyti yfir nótt og síðan soðnir í 3-4 mín, þá nýtast næringarefnin langbest.
Einn er sá ávöxtur sem almúginn hefur notað í gegnum aldirnar til að drepa niður kvef, en það eru sítrónur. Þær eru mjög bakteríudrepandi og hefur komið í ljós, að þær geta drepið allt upp í 20 tegundir af bakteríum . Það eru kjarnaolíumar, sem hafa þessa verkan. Því er hægt að drekka hreint sítrónuvatn þegar fólk finnur að það er að fá kvef eða hita og þá um leið koma í veg fyrir þörf á fúkkalyfjum . Það má ekki taka inn sítrónur í of langan tíma því þá getur blóðið farið að þynnast.
Ágætt er að hvíla sig eftir 4 vikna töku. Það er gott að taka 1 msk. af safa í vatnsglasi þrisvar á dag. Til að styrkja æðakerfið eða örva blóðrásina þar sem hún er hæg, þá er gott að taka inn cayenne pipar eða Capsicum minimum, en þó í mjög litlu magni, rétt framan á hnífsodd. Ástæðan fyrir þessari verkun er sú, að cayenne piparinn örvar vissa prostaglandina,sem auka blóðflæðið um allan líkamann, einnig örvar piparinn meltinguna og því ætti fólk með veika slímhúð í maga ekki að taka inn cayenne pipar.
Oft eftir langvarandi inntöku af fúkkalyfjum finnst fólki það hafa yfir lítilli orku að ráða, jafnvel þó það reyni að stunda íþróttir af kappi. Þá er gott að taka rósmarin (Rosemarin officinalis) jurtina. Hún hefur mikið af kjarnaolíum m.a. camphor, borneol, cineol, fleiri olíur og einnig rósmarin sýru. Rosemarin sýran hefur þau áhrif að örva blóðflæðið í útlimum. Einnig er hún róandi og nærandi fyrir taugakerfið. Ágætt er að taka 1 msk. þrisvar sinnum á dag í sjóðandi vatni og láta standa í 10-15 mín. með loki yfir . Rósmarin jurtin er góð bæði fyrir unga og aldna sem þýðir, að hún er mjög mild.
Samkvæmt niðurstöðum frá ísraelskum vísindamönnum þá er bygg gott til að minnka loft í maga þ.e. vindeyðandi. Einnig örvar það hægðirnar og linar krampa í maga. Þessa niðurstöðu fengu þeir með því að láta sjúklingana borða 3-4 byggkexkökur á dag. Til að staðfesta þetta þá var fólkið tekið af byggkexinu (ekki tekið fram í hversu langan tíma) og komu þá allir kvillarnir aftur fram. Því ætti að vera gott að borða bygg eftir að lyf eða rangt mataræði hafa sett meltingarkerfið á annan endann. Ekki veit ég hvort hægt er að fá byggkex hér á landi, en það er a.m.k. hægt að fá heilt bygg. Bygg hefur einnig mikið af steinefnum m.a. kalk, kalíum og einnig B-vítamín.
Molassi er afurð, sem verður eftir þegar búið er að hreinsa sykur, þetta er þykkt dökkt sýróp fullt af næringarefnum eins og t.d. kalki, kalíum, járni (3 mg í einni teskeið) og B-vítamínum. Þetta er gott að taka inn til að styrkja líkamann eftir veikindi. Það er miklu betra að fá næringarefnin sem við þurfum úr fæðunni, heldur en bryðja steindauðar töflur. Þegar starfsemi meltingarvegarins er hæg, þá meltist maturinn oft illa. Þá er oft gott að borða ananas. Það hefur verið sýnt fram á að ananasinn hefur ensímið bromelin, sem örvar mjög niðurbrot á m.a. próteini. Þetta ensím brýtur aðeins niður mat og dauðar frumur og lætur þar af leiðandi meltingarveginn ósnortinn.
Það hefur einnig verið sýnt fram á, að ananas er góður við hálsbólgu. Best er að borða ferskan ananas eða ananassafa, sem ekki er búið að sjóða niður annars næst ekki þetta virka ensím úr. Mjög gott er að borða ananas með kjöti, sérstaklega fyrir fólk, sem borðar ekki oft kjöt. Baldursbrá og kamillu þekkja flestir. Þær hafa mjög svipaða virkni. Þær eru með bestu jurtunum, sem við eigum til að styrkja meltingarveginn. Gamma-azulene sem finnst í kjarnolíunni, gefur þeim bólgueyðandi virkni, en einnig græðandi á magasár og önnur sár, sem myndast í meltingarveginum.
Þær eru líka vindeyðandi og krampastillandi. Fundist hefur í kamillunni sveppeyðandi efnið belliferon og því mætti nota kamilluna, þegar of mikið er af sveppum í líkamanum. Ég veit ekki til þess að baldursbráin hafi verið rannsökuð, en mjög líklegt er að hún hafi þessi efni líka. Af þessu má sjá að það er hægt að nota baldursbrána og kamilluna við næstum öllum kvillum í meltingarveginum. Þessar jurtir eru báðar mjög mildar og því er hægt að gefa bæði börnum og fullorðnum þær. Langbest er að taka þessar jurtir inn í tei, því að við suðu rjúka kjarnaolíumar í burtu. Ágætt er að taka 1-2 msk. þrisvar sinnum á dag í sjóðandi vatni fyrir mat.
Hér þarf líka að láta teið standa í 10-15 mín. með loki yfir. Fjallagrösin eru líklega miklu minna notuð núna heldur en áður fyrr. Þau eru mjög nærandi fyrir meltingarveginn og er það aðallega vegna mikilla slímefna, sem finnast í grösunum. Þessi slímefni hlífa slímhúðinni í maganum við of mikilli ertingu frá magasýrum. Þetta á bara við um fólk, sem hefur magabólgur eða magasár, því annars á slímhúðin í maganum að þola mjög lágt PH gildi. Einnig hafa fundist efni í fjallagrösunum sem benda til að þau séu bakteríudrepandi. Þessa jurt þarf að sjóða í 15-20 mín. og er ágætt að setja 4 msk. í 5 dl. af vatni. Það má líka setja smá hunang út í til að taka remmuna úr.
Það er ein jurt enn, sem mig langar til að fjalla um, en hún er ekki íslensk. Það ættu þó margir að kannast við hana. Þetta er Echinacea eða sólhattur eins og hún hefur verið kölluð á íslensku. Þessa jurt er gott að taka til að fyrirbyggja kvef og flensur. Það er fullt af virkum efnum í sólhattinum, sem hafa mjög mismunandi virkni. En aðal virkni þessarar jurtar virðist vera sú, að styrkja sogæðakerfi líkamans. Eitt efnið echinaceas, er talið bindast nema sem er á T-frumu í sogæðakerfinu, sem um leið veldur aukningu á átfrumum, sem eyða bakteríum. Rannsókn var gerð í Þýskalandi á fjölsykrum í Echinacea, en það kemur í veg fyrir vírussýkingu.
Það virkar á þann hátt, að T-frumur eru örvaðar til að framleiða interferona, sem bindast á frumuhimnur, sem örvar þá framleiðslu á próteini og kemur í veg fyrir yfirskrift á vírus-RNA. Sólhatturinn er því bakteríudrepandi, verndar gegn vírusum, bólgueyðandi, græðandi og styrkir mótstöðuafl líkamans. Sólhattinn er bæði hægt að nota útvortis og innvortis gegn alls kyns sýkingum eins og hálsbólgu, gömlum sárum, munnangri, exemi, unglingabólum, ennisholubólgum, bronkítis og mörgu fleira. Það er talið að vegna þess að sólhatturinn er örvandi á sogæðakerfi líkamans þá hljóti hann að vera góður fyrir þá sem hafa lítið virkt ónæmiskerfi eins og fólk með ýmis konar ofnæmi, krónískar sýkingar, krabbamein og alnæmi. Þetta hefur ekki verið sannað en er þó víða notað.
Af öllu þessu ætti að mega sjá að sólhattinn væri örugglega hægt að nota í mörgum tilfellum í staðinn fyrir sýklalyf og þá um leið koma í veg fyrir þær leiðu aukaverkanir sem þau hafa. Það er hægt að fá Echinacea í ýmsu formi hér á landi, í töflum, mixtúru og teformi og það fylgja yfirleitt leiðbeiningar með. Ég mæli með að fólk taki þetta í kúrum og taki sér svo hlé á milli í að minnsta kosti 3 mánuði, annars minnkar virknin á jurtinni.
Epli er ávöxtur sem margar rannsóknir hafa verið gerðar á, meðal annars hefur fundist að pextínið sem er í eplum lækkar kólesteról í líkamanum. Rannsókn var gerð í Bandaríkjunum þar sem menn og konur um þrítugt voru látin halda sínu mataræði óbreyttu en voru þá látnar borða 2-3 epli á dag, eftir 1 mánuð hafði kólesteról lækkað um 10% í helmingnum af hópnum og hjá sumum jafnvel um 30%. Pectínið gerir þetta með því að hækka HDL og lækka LDL kólesteról. Rannsókn hefur verið gerð á eplasafa þar sem athugað var hversu lengi vírusar gátu lifað í eplasafanum og fannst þá að eplasafinn gerði vírusana algjörlega óvirka. Þessi rannsókn var þó aðallega miðuð við pólióvírusinn.
Rannsóknarmennirnir komust einnig að því að fólk sem borðaði reglulega epli varð miklu minna lasið heldur en aðrir. Önnur svipuð rannsókn var gerð með sömu niðurstöðum. Við þessa rannsókn voru notaðir 1300 stúdentar frá háskólanum Michigan í Bandaríkjunum og þeir nemendur sem hrifnastir voru af eplum fengu miklu færri sýkingar í öndunarfærin, voru minna stressuð og tóku færri veikindadaga. Þessi könnun stóð yfir í 3 ár. Ekki er vitað hvers vegna, en konur virðast geta lækkað kólesterólið meira heldur en karlar með eplaáti.
Höf: Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir.
Flokkar:Greinar og viðtöl