Úr handraða hómópatans

Vegna þrálátrar eyrnabólgu í ungbörnum og vegna þess að mæður vilja í síauknum mæli hjálpa börnum sínum án þess að nota sýklalyf við þessum landlæga kvilla hér, tel ég þörf á að upplýsa mæður um nokkur ráð, sem stuðla að bata í baráttu barnsins við þennan kvilla. Ef barnið hefur ekki nógan kraft til að mynda hita á móti bólguvaldinum og sigra hann, þá verður bólgan þrálátari. Síendurtekin sýklalyfjainntaka eyðir á endanum flórukerfi smáþarmanna og minnkar mótefnaframleiðni lifrar. Þar af leiðandi tekur bati barnsins lengri tíma. Æskilegast í þessari stöðu er að örva mótstöðuafl barnsins með aukaverkanalausum aðferðum, sem grasalæknar og hómópatar allra tíma hafa notað. Þetta er ekkert nýaldarrugl, heldur gömlu góðu hefðbundnu aðferðirnar, sem mannkynið hefur notað frá upphafi.

1. Ef sýklalyf hafa verið notuð, skal nota þurrkaða smáþarmagerla án mjólkursykurs (Dairy free lactobacilli plus) eða   
   fjölflórur í nokkrar vikur. Flórukerfi smáþarmanna endurnýjast þá og niðurbrot fæðunnar lagast. Einnig má geta þess  
   að gelatín ávaxta í smáþörmum er mikilvægt fyrir flóruna. Gelatínið stuðlar að niðurbroti á málmum og steinefnum 
   einnig brotna fitur ekki niður nema gelatín sé í lagi. Gefa skal eitt hylki daglega af flórunni (acidophilus plus) eða fjölflórur.
2. Propolis, fljótandi inntaka, 2 dropa daglega. Einnig borinn á bak við eyrun, hvítlauksolía er góð yfir propolis-áburðinn.
3. Echinea (rauður sólhattur). Inntaka 2 dropa x 2 daglega. borið í eyru og bak við eyru.
4. Einir er lykiljurtin. Hann beinir lækningamætti líkamans að þeim veikindum, sem valda eyrabólgu. Hómópatar fullyrða að
   þau séu aukaverkanir af barnasprautum. Í þeim tilfellum þar sem hiti myndast ekki, verður þar af leiðandi vangeta í
   myndun mótefna. Einir (thirja) er notaður í þeim tilgangi að hreinsa út öll eftirköst af veikindum, hvaða nafni sem þau
   nefnast. Einir er í íslenskri blóðberg&te-blöndu, sem seld er í heilsubúðum og víðar. Skal gefa 2 dropa 2 x daglega í
   vökva á meðan mótefnasprautu-tímabil barnsins stendur yfir. Fimm daga fyrir og eftir sprautun.
5. Zink og B6 hafa dugað sérstaklega vel við röskun á nætursvefni og gráti. Í blaðinu Orthomolecular Medicine var
   sérstök tilkynning til foreldra, sem voru komnir að niðurlotum vegna næturgráts kornabarna sinna, að Zink og B6 hafi 
   haft áhrif til bóta. Graskersfræolía í hylkjum (C- urcurbita) er mjög zinkrík. Tæma má olíuna úr hylkinu og gefa 2 dropar
   daglega. Má geta þess að B6 er framleitt í smáþörmunum af þarmaflórunni, Tryptophan amínósýran lífsnauðsynlega,
   sem gerir svefn væran, þarf B6. Flóuð mjólk er með mikið af Triptophan, og hefur hún verið mikið notuð af
   hjúkrunarfólki um allan heim á geð- og öldrunardeildum, til þess að koma fólki í ró. Einnig má geta þess að hátt
   eggjahvítu (protein) hlutfall í kúamjólk er talið vera einn orsakavaldurinn í eyrnabólgum smábarna.
6. Camillute í dropatali, sem inntaka dugar vel við ofansögðu.
7. Hvítlauksolía borin á bak við eyrun og í eyrun hjálpar
8. C-vítamín ríkir safar og hreint C-vítamín er grunnatriði
9. Joð í fljótandi formi borið á bak við eyrun og í eyrun er kröftugt meðal. það fæst með því að sjóða saman í smá tíma
    cannillute og söl.
10. Söl sett í hvítlauksolíu má nota sem áburð. Hvítlauksolía fæst úr hvítlaukshylkjum.Flokkar:Fjölskylda og börn

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: