Háþrýstisúrefnislækningar 2. grein

Einar Sindrason læknir hélt erindi um háþrýstisúrefnislækningar á aðalfundi Heilsuhringsins árið 1993. 

Í fylgd með honum voru tveir ítalskir læknar, sem eru sérfræðingar í háþrýstisúrefnislækningum. Það voru þeir dr. Francesco Ruocco, sem starfar í Flórens og dr. Marco Brouzzi frá Ancona, sem starfar í ítalska sjóhernum. Þeir svöruðu fyrirspurnum að loknu erindi Einars. Því miður verðum við að stytta erindi Einars hér en bendum á fyrri skrif í blaðinu um háþrýstisúrefnislækningar.

Háþrýstisúrefnislækningafélag, sem alþjóðlegt vísindalækningafélag, var stofnað árið 1967 undir nafninu UHMS. Tilefni þessa félagsskapar var að safna saman líffræðilegum upplýsingum og læknisfræðilegum, sem tengdust köfun af hvaða tegund sem um er að ræða. Meira en 100 ár eru síðan að byrjað var að lækna köfunarsýkina með háþrýstiklefum en það er undirstaða þess að slíkar lækningar geti átt sér stað og að hægt sé að bjarga mannslífum, því að köfunarsýkin getur valdið varanlegum sjúkdómum og dauða ef ekki er hægt að lækna viðkomandi einstakling í háþrýstingsklefa innan nokkurra klukkustunda eftir að slysið skeður.

Við það að kafa þá eykst þrýstingur á hvern líkamspart í réttu hlutfalli við það hve langt er kafað niður í djúpið. Við þekkjum þetta öll úr sundlaugunum, því að strax og við förum einhverja metra niður þá eykst þrýstingurinn á eyrun. Það hættulega við köfunina er það að því lengra sem við förum niður því meira pressast loft eða súrefni vegna þrýstings út í allar æðar og háræðar líkamans. Þess vegna er nauðsynlegt þegar búið er að vera lengi undir háþrýstingi að fara hægt og rólega upp. Vegna þess að við verðum að anda frá okkur öllu því súrefni, sem hefur blandast blóðvökvanum við þennan mikla súrefnisþrýsting áður en upp er komið.

Nú var það þannig að skömmu eftir að menn hófu kafanir fór að koma í ljós, að ef menn höfðu kafað lengi og komu snöggt upp, þá gátu þeir orðið alvarlega veikir og jafnvel dáið. Það sýndi sig þegar farið var að kanna af hverju þetta var að það mynduðust loftbólur hér og þar í líkamanum. Þessar loftbólur gátu valdið því að æðastífla varð til í ýmsum líkamshlutum og alvarlegustu loftbólumar voru þær sem lentu upp í heila og gátu valdið dauða.

Algengt var að lamanir fylgdu, sem ekki gengu til baka. Það eru því orðið meira en hundrað ár síðan þessar bráðaháþrýstilækningar hófust sem eins og margar aðrar vísindagreinar, tengist hermennskunni. Alkunna var að eftir að menn fóru að nota kafbáta þá var bráðnauðsynlegt, til þess að bjarga mönnum frá beinum dauða í sambandi við köfunarslys, að setja viðkomandi sjúklinga í háþrýstiklefa til þess að bjarga heilsu þeirra og lífi ef um skyndileg óhöpp í köfuninni var að ræða. Verulegur skriður komust þó ekki á þessi mál fyrr en í kringum 1930 en þá var farið að nota kafbáta í hernaði af fullum krafti og þá byrjuðu herir og háskólar tengdir þeim virkilega að lækna köfunarveikina og slagæðaloftbólur.

Upp úr 1940 var komin full festa á þessar lækningar innan ameríska sjóhersins. Þessar lækningar hafa alla tíð verið afskaplega dýrar og þess vegna einungis verið á færi þeirra, sem nauðsynlega hafa þurft á þessu að halda. Svo var það í upphafi hjartaskurðlækninganna að skriður komst á þessi mál, því að með því að gera þær aðgerðir inn í háþrýstingssúrefnisklefa sýndi sig, að hægt væri að halda mannslíkamanum mun lengur lifandi þrátt fyrir erfiðar aðgerðir, lengur en ef reynt var að gera aðgerðirnar undir venjulegum kringumstæðum.

Það voru Hollendingarnir sem byrjuðu á þessu og þar sem aðgerðirnar gengu mun betur en áður var töluvert um það að byrjað var að reisa þessa þrýstiklefa og jafnframt var farið að lækna alls kyns sjúkdóma með því. En það sem klefinn er mikið mannvirki og afskaplega dýr þá er auðvelt fyrir fólk að trúa því, að með því að fara inn í klefann væri hægt að lækna allt mögulegt.

Til gamans má segja að þessi litli klefi, sem hér er, kostar um 50 milljónir og tekur fjóra menn. Mánaðarlaun gróft sagt fyrir sérfræðinga þarna er á milli 1-1 1/2 milljón að minnsta kosti. Það er nú þannig að þó svo að þetta byrjaði svona, þá er það meginmál að hafa vísindin á bak við til þess að sannfæra hinn íhaldssama hóp lækna og ég á við íhaldssemi íjákvæðum skilningi, því óneitanlega er það þannig að mjög margt kemur upp á daginn, sem virðist lofa góðu þegar það er nýtt, en tíminn sýnir oft annað. Læknisfræðin er sem sagt svona, það sem er góð latína í dag er á morgun úrelt. Og það sem í dag er óþekkt, finnst ef til vill öllum sjálfsagt á morgun.

Ég vil af þessum ástæðum segja dálítinn brandara, sem ég heyrði fyrst svona fyrir tuttugu árum. Það var um fjórar greinar læknisfræðinnar, og ég tek það fram að það eru tuttugu ár síðan. Það var fyrst skurðlæknirinn, sem stóð við það að skera upp sjúklinga daginn út og daginn inn og hafði lítinn tíma til annars, það var sagt um hann, skurðlæknirinn hann getur allt en veit ekkert. Lyflæknirinn hann aftur á móti vissi allt en hann gat ekkert. Svo var það krufningalæknirinn, sjúkdómasérfræðingurinn, hann vissi allt og gat allt en því miður var það allt of seint. Svo var það aumingja háls-, nef- og eyrnalæknirinn hann vissi ekkert og gat ekkert.

Ég mun nefna hér þá sjúkdóma, sem koma til greina, en ekki fara út í nákvæmar læknisfræðilegar útskýringar. Númer eitt í hinum stóra heimi er gaseitrun sem rekja má til þess að flestar þjóðir aðrar en við nota mikið gas til húshitunar og eldamennsku. Ég bjó í Danmörku í mörg ár og Danir, sem eru miklir kokkar, fullyrða að það sé mun betri matargerð að nota gas og hafa því gjarnan gaseldavélar þrátt fyrir það að húsin séu að öðru leyti hituð með rafmagni. Hjá okkur er heldur leiðinleg hlið á þessu máli, við notum gas töluvert til sjálfsmorða. Og þá náttúrlega gildir það, að ef skaðinn er skeður þýðir ekki að gera neitt, en mér er tjáð að draga megi verulega úr alls kyns varanlegum aukaverkunum, sem gaseitrun getur valdið, með því að fara í súrefnisklefann.

Sá hópur sem mest mun njóta súrefnislækninganna eru auðvitað okkar slökkviliðsmenn og svo náttúrlega þeir, sem verða fyrir þeirri ógæfu að það brennur ofan af þeim og þeir einhverrar hluta vegna fá eitrun. Í þriðja lagi er það svokallað ,,gasgangren“ sem er sérkennilega illkynja bólga í líkamshlutum og við köllum á íslensku heiftarlega blóðeitrun. Þær geta verið af mjög mörgum tegundum og það má segja um allar alvarlegar blóðeitranir, þá geti háþrýstisúrefnislækningar komið að verulegu gagni og kraftaverk að því mér er tjáð. Við megum samt  ekki gleyma því að venjuleg blóðeitrun læknast af pensillíni og þarf alls ekki að hafa neinar áhyggjur af og alls ekki nota neinn súrefnisklefa. Við erum alltaf að tala um mjög sjaldgæfa sjúkdóma í þessum tilfellum, ég vil undirstrika það. Þá eru það stórslysin þegar líkamshluti verður skyndilega fyrir miklu blóðleysi af völdum þess að æðamar kremjast saman.

Í þeim tilfellum  er nauðsyn að viðkomandi stórslasaði sjúklingur komist í súrefnisklefa strax eftir að búið er að gera allar ráðstafanir til þess að koma æðunum í það lag, sem hægt er og blóðinu í það ástand,  sem hægt er. Þegar um er að ræða stórslys er oft um verulega miklar blæðingar. Þó að við séum að ræða hér um vofeiflega hluti þá er það einmitt ástæðan fyrir því að Roy vinur minn Majers, sem okkur hefur verið innan handar við að kynna súrefnislækningar á Íslandi, fór að fást við þessar lækningar. En hann er einmitt slysaskurðlæknir af þeirri tegund, sem eingöngu finnast hjá stóm samfélögunum. Hans starf er að fást við þau slys á Boltimore svæðinu, sem eru álitin og flokkuð þannig niður, að viðkomandi myndi deyja innan klukkustundar ef ekki er hægt að gera aðgerð strax. Súrefnisklefi í höndum kunnáttumanna getur í slíkum tilfellum ráðið úrslitum um líf og dauða.

Ég sleppi ykkur við allar dollara tölumar sem þessari skýrslu fylgdu sem ég vitna hér í, en það eru spursmál um ansi mörg núll aftan við töluna, sem hægt er að spara ef þessar lækningar eru fyrir hendi. Við verðum því miður að viðurkenna að súrefnislækningar hafa ekki verið fyrir hendi á Íslandi fram undir þetta. Háþrýstisúrefnislækningar flýta fyrir gróanda á mjög erfiðum sárum og á öllum mögulegum tegundum, einnig við ákveðna sjaldgæfa blóðsjúkdóma, þar sem rauðu blóðkomin eru vandamál. Það má segja sem svo, til þess að lýsa hvernig þessar lækningar virka, að ef hægt væri að halda líkama í súrefnisklefa stöðugt, sem reyndar er ekki hægt, að þá er hægt að lifa jafnvel þó að viðkomandi væri ekki með neitt rautt blóðkorn, vegna þess að súrefni blandast svo vel blóðvökvanum og viðkomandi líkami fær nóg súrefni og lifir þar með sæmilegu lífi.

Súrefnislækningar verka vel á mjög alvarlegar sýkingar í mjúkum vefjum, sem geta valdið drepi og dauða undir húð, vöðvum og sinum. Margar orsakir eru fyrir þessu, sem ég fer ekki út í. Þá eru það svokallaðar beinbólgur, sem geta verið afskaplega alvarlegar og valdið því að þurfi að aflima í versta tilfelli en í betri tilfellum geta beinbólgumar valdið varanlegum meinsemdum eins og staurfótum og þess háttar. Brunar af völdum geislalækninga geta orðið  mjög alvarlegir.

Ég á til dæmis eina frænku, sem missti fótinn, af því að hún fór í geislalækningar við smávægilegum húðkrabba, sem endaði með því að hún fékk drep í fótinn og varð að taka hann af. Þessu hefði verið hægt að bjarga með háþrýstisúrefnislækningum. Þegar þarf að setja nýjar bætur á húð t.d. þegar búið er að drepa krabba með geislum og öðru þess háttar, þá getur það gert gæfumuninn að nota súrefnislækningar. Að lokum eru það svo brunasárin. Brunnasár er eitt af því sem getur valdið hvað alvarlegustum líkamslýtum og fólk getur átt við það að stríða alla ævi. Þar hjálpa súrefnislækningamar mjög dramatískt.

Þannig að gróft má segja að viðkomandi sjúklingur, sem fer strax í súrefnisklefa eftir að hann hefur orðið fyrir alvarlegum bruna, honum er hægt að bjarga hvað varðar eina gráðu. Fyrsta og önnur gráða lagast að sjálfu sér, þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þeim. Þriðja gráða er sem sagt bruni, sem veldur því að það kemur ör eftir, og fjórða gráða er þegar brunasárið er svo djúpt að það fer niður í bein og eyðileggur vöðva. Mér er sagt að það megi breyta þriðju gráðu í aðra gráðu þannig, að ef viðkomandi brunasjúklingur kemst strax í klefann, þá er hægt á undraverðan hátt að draga úr því sem er að ske. Ég er því miður ekki með myndir af þessu en á þessum þingum, sem ég hef verið á eru mjög dramatískar myndir, sem sýndar hafa verið af andlitsbrunum, sem maður hefur haldið að væri allt saman gersamlega ónýtt, og svo hefur maður séð myndir eftir meðferð, þar sem ekki hefur sést að nokkuð hafi skeð.

Ekki get ég látið hjá líða þar sem svo mikið hefur verið minnst á mígreni, en ég var í sjónvarpsþætti aðspurður, hvort háþrýstisúrefnislækningar gætu hjálpað mígreni. En það er nokkuð, sem við munum reyna þegar líða fer á dvöl ítölsku vinanna okkar hérna. Ég vil undirstrika, að samkvæmt amerískum rannsóknum hjálpar háþrýstisúrefnismeðferðin strax mígrenisjúklingum. Strax á leiðinni niður hverfur æðakrampinn í höfðinu og mígreniskastið líður hjá. Ég vil undirstrika að langtímarannsóknir eru ekki fyrir hendi og hvort þessar lækningar mun draga eitthvað úr tíðni mígreni í framtíðinni er alveg órannsakað.

Það er enginn vissa fyrir því að um slíkt verði að ræða. En ef um er að ræða sjúklinga sem nota mikið lyf og eiga í köstum einn til tvo daga þá munum við öruggleg getað hjálpað þeim samkvæmt þessari amerísku rann sókn, sem er u.þ.b. ársgömul og var gerð í Texas hjá ungum háskólastútdentum og sýndi sig þar að 98% af þeim sem fóru í klefann batnaði strax á fyrstu 10 mínútunum af sínu mígreniskasti hversu slæmt sem það var.

Mér er kært að nefna dæmi úr mínu fagi en þar voru tekin fyrir 1000 tilfelli af skyndiheymardeyfu. Þar kom fram, að ef að skyndiheyrnardeyfa er sett í súrefnisklefann, n.b. ekki í fyrstu 10 dagana því það er svo mikið sem lagast af sjálfu sér, þá er verulega mikil bót af því að fara í háþrýstisúrefnisklefa miðað við þann hóp sem ekki fer. Þetta eru einnig alveg nýjar rannsóknir þannig að eftir er að sjá hvað verður. Þetta byggist á því að viðkomandi fari í klefann viku eftir að hann verður fyrir heymarleysinu.

Að lokinni þessari upptalningu langar mig til að minnast þess, að fyrir nokkrum árum slitnað á mér kálfavöðvi á vinstra fæti þegar ég var að skokka. Ég fór í hefðbundnar lækningar, sem voru gigtarlyf og teygjubindi. Ég fékk gríðarmikla blæðingu í kálfann og átti í þessu í hálfan annan mánuð eða svo. Svo fór ég niður til Rustiga til að heimsækja Consales vin minn og við komum við í Róm og löbbuðum heilmikið. Ég var alveg að drepast þegar við komust niður til Rustiga. Ég fór í klefann og það var farið með mig mjög langt niður og það var ekki að sökum að spyrja, ég var allur annar maður hvort sem það var trúin á þetta eða ekki. Alla vega er ég búinn að prófa þessa meðferð og mér fannst ég vera allur annar maður á eftir.

Þá eru það lækningar á æðastíflun sem mig langar mikið til þess að við getum gert eitthvað við í framtíðinni og þá fyrst og fremst í fótum en þær geta svo sannarlega verið annars staðar. Ef þessar æðastíflur, hvort sem þær eru af völdum sykursýki, sem er algengasta orsökin, eða af völdum æðakölkunar vegna reykinga, og valda því að blóðið berst ekki til líkamshlutanna. Ég get ekki lýst öllu mynstrinu en ég reyni að taka aðalatriðin. Ef þetta er alvarlegt þá byrjar sáramyndunin. Þessi sár gróa ekki almennilega og lækningin felst í því, að fyrst er reynt að skipta um æðar og allt svoleiðis, og síðan ef það gengur ekki, þá er byrjað að klippa af eina tá og síðan fleiri. Síðan er tekinn smá hluti af fætinum og síðan er haldið áfram upp á við eftir því sem nauðsynlegt er.

Ef svona skeður, er hægt að hjálpa stórum hluta af þessum einstaklingum með því að fara í háþrýstisúrefnisklefann. Mun ég nú reyna að útskýra hvernig háþrýstisúrefni verkar á þennan sjúkdóm. Því er þannig varið að ef að líkamshluti verður fyrir súrefnisskorti, þá er fyrsta viðbragð líkamans að búa til nýja æð. En sá galli er á gjöf Njarðar, að til þess að búa til nýja æð eða nýja frumu þarf súrefni. Þannig að þarna erum við komin að vítahringnum, sem veldur þessu drepi. Og það er einmitt þarna, sem háþrýstisúrefnislækningarnar grípa inn í.

Fyrst veldur súrefnisskorturinn því að það verður ný æðamyndun, sem síðan stoppar af því að viðkomandi verður fyrir súrefnisskorti. Til að hjálpa í slíkum tilfellum þarf að fara í súrefnisklefann aftur og aftur. Þetta er löng meðferð 30-40-50 skipti og þá endurtekur sagan sig, súrefnið veldur því að æðin heldur áfram myndast og súrefnisskorturinn veldur því að æðamyndunin verður að halda áfram og þegar upp er staðið er komin ný æð til líkamshluta, sem annars mundi hafa dáið og það er einmitt á þessu sviði, sem við horfum björtustum augum til framtíðarinnar. Þessar lækningar lofa svo góðu að maður þorir varla að nefna það.

En staðreyndin er sú, að við ákveðna alvarlega kvilla, og þar á ég við kransæðastíflu, þá er búið að gera tilraunir á kanínum og hundum á tveimur háskólasjúkrahúsum í Bandaríkjunum. Þar voru þessi dýr tekin og búin til kransæðastífla í þeim með því að dýrið var skorið upp og bundið fyrir kransæð í hjartanu. Síðan fékk helmingur af þessum dýrum súrefnis meðferð en hinn helmingurinn þá meðferð sem venjuleg er við kransæðastíflu, það er að segja öll þau lyf sem notuð eru í dag. Í ljós kom við þessar tilraunir, líkt og vænta mátti, hjartadrep hjá þeim dýrum, sem fengu hefðbundna meðferð, enda er það sem við upplifum í okkar venjulega lífi að kransæðastífla er ein af aðalorsökum dauða og það sem verst er, að skaðinn er mestur hjá fólki á besta aldri.

Því hvorki með þessum né öðrum lækningum munum við geta fundið hið eilífa líf. Það gleðilega við þessar rannsóknir er aftur á móti það að þau dýr, sem fengu sömu meðferð en auk þess meðferð í súrefnisklefa á venjulegan hátt tvisvar á dag um eins mánaðar skeið sýndu nær ekkert drep í hjartavöðvanum. Það er að segja, það bæði myndast nýjar æðar framhjá æðastíflunni og ekki myndast drep í hjartavöðvanum, sem venjulega fylgja kransæðastíflunni.

É vil undirstrika það kröftulega, að þetta er enn á algjörn á rannsóknarstigi, og mjög miklu frumrannsóknarstigi því hundar og kettir eru ekki menn og maður er hálfhræddur við að segja frá þessum rannsóknum öðruvísi en að undirstrika það, að þetta er á algeru rannsóknarstigi. Ef þetta er framtíðin þá mættum við búast við því að súrefnisklefar væru á hverri strætóstöð þegar fram líða tímar ég býst ekki við því að svo verði. Það má nú vel vera að tíminn muni koma með aðrar aðferðir og betri til lækninga í framtíðinni á æðastíflunum, en súrefnisháþrýstiklefarnir eru því miður afar dýrir.

Eins og málin standa í dag, þá hefur það sýnt sig í hinum stóra heimi, að þessar lækningar vaxa gríðarlega miðað við aðrar lækningar. Þar sem hægt er að stunda súrefnislækningar kemur sér vel að amerísku tryggingafélögin, sem ekki eru þekkt fyrir að stunda neina góðgerðarstarfsemi, leggja mikið á sig til þess að fá þessa meðferð framkvæmda frekar en gömlu lækningaaðferðirnar. Ég vonast til þess að þessar lækningar muni í framtíðinni færa Íslendingum betri heilsu og minni örkuml.

Ég vil að lokum fá að þakka dr. Calcedonio Gonzales og þeim Francesco Ruocco frá Flórens og Marco Brouzzi frá ítalska sjóhernum fyrir að lána klefann hingað og leyfa Íslendingum að kynnast og njóta þessarar lækningameðferðar. Þess skal getið að ítalski sjóherinn og félag háþrýstisúrefnislækna á Ítalíu lána klefann og standa undir öllum kostnaði við meðferð hans næstu átta mánuði. Þeir munu einnig greiða helming kostnaðar við rekstur klefans næstu tvö árin.

Höfundur: Einar Sindrason læknirFlokkar:Greinar og viðtöl

%d bloggers like this: