Spírur geta verið varasamar

Samhliða auknum áhuga á síðustu árum á hollu mataræði hefur neysla á spírum farið vaxandi. Nú er t.d. hægt að fá spíraðar baunir og alfalfa í ýmsum verslunum, en auk þess er algengt að fólk láti ekki aðeins baunir og alfalfa spíra, heldur einnig fræ (t.d. sesamfræ og graskersfræ) og korntegundir (t.d. hveiti)  Spírur hafa löngum verið taldar mjög holl og næringarrík fæða og hefur með óyggjandi hætti verið sýnt fram á hversu vítamínmagn bauna, fræja og korns vex gífurlega við það að það sé látið spíra.

1  þessu sambandi hefur einnig verið á það bent að það sama gildi um spírur og hrátt grænmeti og hvatar (ensím) í plöntufæðu eyðast við suðu, en þessir hvatar stuðla að bættri heilsu og auka lífslengd fólks. Fjölmargar bækur og tímaritsgreinar hafa verið ritaðar um kosti þess að neyta spíraðar fæðu og hefur áróðurinn fyrir slíkri neyslu stundum gengið út í öfgar og mátt ætla að spírur væru allsherjar töfralyf. Með þessari grein er ekki ætlunin að hefja lofsöng um kosti þess að neyta spíra heldur að vekja athygli á skoðunum, sem Bandaríkjamaðurinn Andrew Weil hefur sett fram um spírur, en hann kennir við læknadeild Arizonháskóla í Banda- ríkjunum og er jafnframt mikill áhugamaður um náttúrulækningar.

Í grein sem hann skrifaði í lok síðasta árs í bandaríska heilsutímaritið Natural Health (forvera East-West tímaritsins), fjallar Andrew um spírur og varar fólk við oftrú á kostum þeirra og bendir á ýmislegt, sem varast ber varðandi neyslu spíra. Í þessu sambandi leggur Andrew áherslu á tvennt: sterkra efna en vegna suðu. Hann bendir á að hvatar brotni alveg eins auðveldlega niður í meltingarkerfi mannsins eins og þeir væru soðnir og það sé í reynd engin ástæða til að ætla að nokkrir þeirra lifi af meltinguna og geti haft þau jákvæðu áhrif á líkamstarfsemina sem talað er um.

2  Margar vinsælar spírategundir hafa í sér náttúruleg eiturefni, sem geta gert líkamanum meira ógagn en gagn. Það kaldhæðnislega er hins vegar að þessi eiturefni eyðast auðveld lega við suðu, en meltingarkerfið eitt og sér ræður ekki við að gera þau óvirk. Áhugafólk um heilsufæði hefur oftlega ekki vitneskju um tilvist þessara náttúrlegu eiturefna í plöntum. Það gætir jafnframt sterkrar tilhneigingar til að trúa því að allt, sem er náttúrlegt sé gott og þegar slík trú er til staðar, er fólk ekki opið fyrir því að kynna sér hugsanlega ókosti þess að neyta sumrar jurtafæðu eins og t.d. eiturvirkra spíra. Andrew bendir á að rannsóknir við Berkeleyháskólann í Kalifomíu hafi sýnt fram á að í ýmsum algengum ætijurtum megi finna efni, sem geti stuðlað að krabbameinsmyndun í líkamanum. Baunir (legumes), sem jurtaætur neyta, hafa í sér mikið af náttúrlegum eiturefnum, sem eru hluti af varnarkerfi þessara jurta.

Eins og allar jurtaætur vita, sem lesið hafa sér til um baunir, þá geta sumar þeirra verið mjög eitraðar hráar. Suða eyðir hins vegar flestum þessara eiturefna og því er það ekki mikið vandamál fyrir jurtaætur að neyta bauna þegar þær eru soðnar. Hér er t.d. um að ræða linsubaunir, alfalfa og kjúklingabaunir. Þar sem alfalfa hefur í langan tíma verið vinsælt heilsufæði, hafa margir horft framhjá því að í alfalfa er mikið af ,,saponins“, efni sem getur skaðað rauðu blóðkomin. Slíkt hefur komið m.a fram í athugunum á kúm sem hafa verið aldar á alfalfa. Vitað er að magn saponins í alfalfa eyskt mjög við það að alfalfa er spírað. Þá hefur nýlega fundist í alfalfaspírum náttúrulegt eiturefni, sem nefnist ,,canavanine“. Þetta efni getur laskað ónæmiskerfi líkamans og aukið hættuna á krabbameini og öðrum hrörnunarsjúkdómum. Canavanine-efnið eyðist hins vegar við suðu, en því miður verða alfalfaspírur lítt lystilegar við það. Kjúklingabaunir er önnur algeng tegund úr baunafjölskyldunni, þar sem finnst náttúrlegt eiturefni.

Víða er algengt að búa til ,,hveiti“ úr þurrsteiktum kjúklingabaunum og hefur það valdið verulegum heilsuskaða, því þurrsteiking eyðir ekki eiturefnum í kjúklingabaunum. Þannig hefur á síðustu árum komið upp krampalömunarfaraldur (lathyrismus-faraldur) á Indlandi, sem rakin er til neyslu á kjúklingabaunahveiti, en það ,,hveiti“ er mikið notað í indverskri matargerð. Vegna þessa hafa sumar fylkisstjórnir á Indlandi hreinlega bannað sölu á slíku ,,hveiti“. Rétt er hins vegar að taka fram að „hummus“, sem er mjög vinsælt og á uppruna í Mið-Austurlöndum, er alveg hættulaust enda eru kjúklingabaunir í þann rétt ætíð soðnar. Það sem rakið hefur verið hér um alfalfa og kjúklingabaunir á einnig við um linsubaunir og mungbaunir svo dæmi séu tekin af baunum sem vinsælt er að láta spíra.

Niðurstaða Andrew Weil er sú að hann mælir almennt ekki með neyslu spíraðrar fæðu. Vilji fólk hins vegar neyta slíkrar fæðu, þá leggur hann til að fólk borði alls ekki baunaspírur. Hann bendir á að bókhveiti geti vel komið í stað alfalfa þar sem bókhveitispírur líti mjög svipað út.  Gallinn er hins vegar sá að erfiðara er að spíra bókhveiti en alfalfa. Einnig bendir Andrew á sólblómafræ, radísur  fenugreek til spírunar. Að öðru leyti mælir hann með því að fólk haldi sig frá spírum.

(Byggt á greininni ,,Are sprouts Health Foods?“ í nómember/desember 1992 hefti tímaritsins Natural Health).

Höundur: Þorsteinn Magnússon  árið 1993Flokkar:Næring

%d