Ferskasta og næringarríkasta fæða, sem við eigum völ á eru spírur. Í litlu fræi er vaxtabroddur heillar jurtar, og þegar það spírar breytis það í undursamlega fæðu, sem gerir næringu okkar fjölbreyttari og orkuríka um leið og hún færir frumum mannslíkamans nauðsynleg næringarefni til endurnýjunar og hreinsunar
Spírur eru auðmeltar, því við spírunina hefur eggjahvítan í fræjunum brotnað niður í amínósýrur og sterkjan niður í einfalda sykrunga. Spírurnar eru því í mjög auðmeltanlegu formi og við eyðum lítilli orku í niðurbrot þeirra næringarefna, sem í þeim leynast. Spírur eru auk þess lifandi fæða, sem við ræktum á lífrænan hátt, okkur til ánægju og heilsubótar. Með tilliti til samsetningar fæðunnar, flokkast spírur sem grænt grænmeti og það má borða jafnt með kolvetnisríkri sem eggjahvíturíkri fæðu. Hægt er að láta allar tegundir bauna og fræja spíra. Við höfum þó valið alfalfafræ, mungbaunir, linsur, fenugreek og sólblómafræ vegna sérstakra eiginleika þeirra er snerta næringu, hreinsun og afeitrun líkamans. Alfalfafræin em eggjahvíturík. Þau fela í sér allar helstu amínósýrur, sem líkaminn þarfnast.
Auk þess em þau auðug af A, B, C, D, E, F og K vítamínum. Séu þau látin standa í góðri birtu 1-2 daga í lok spírun, þá verða þau rík af blaðgrænu, sem eykur súrefni blóðsins. Linsumar eru einnig ríkar af auðmeltanlegri eggjahvítu. Þær eru járn og B-vítamínsríkar, og í þeim er sellúlósi. Linsur borðum við ekki hráar, en spíraðar verða þær jafngildar grænmeti og má nota þær sem slíkar við setningu fæðunnar. Mungbaunir búa yfir auðmeltanlegum kolvetnum, sem brotna niður í einfalda sykrunga við spírun og veita því auðfengna orku. Ævar Jóhannesson hefur heyrt, að þær innihaldi efni, sem vinni gegn krabbameini. Íslensk kona hefur fengið sér safa af þessum baunum á hverjum degi um nokkurn tíma og fæðingarblettir, sem hún hafði um sig miðja, eru að lýsast upp og hverfa.
Fenugreek er afbaunaættinni. Þegar það spírar er það óviðjafnanlegt til að hreinsa og afeitra líkamann. Það auðveldar hreinsun nýrna, lifrar og briskirtils, auk þess að það auðveldar hreinsun um húðina. Það fer ekki á milli mála, þegar hreinsun með fenugreek fer fram, því það kemur alveg sérstök lykt af þeim, sem neyta þess. Sólblómafræ er meðal næringarríkustu fræja. Þau eru eggjahvíturíkari en egg, ostur og flestar kjöttegundir, og eru að auki auðug af ýmsum mikilvægum næringarefnum. Þau eru ljúffeng og auðmeltanleg. Olíu þeirra eru jafnað við ólívuolíu og möndluolíu hvað gæði snertir. Sólblómafræin eru ríkari af D-vítamíni heldur en þorskalýsi, og eru ríkari af B-vítamínum en hveitispírur. Þau eru einnig rík af E- og K- vítamíni. Við þetta má bæta að þau innihalda mikið af kalki, fosfór, sílíkoni, magnesíum,flúríni, lesitíni og snefilefnum. Til þess að fá bestan árangur í spírun er rétt að hafa eftirfarandi atriði í huga.
1. Notið alltaf lífrænt ræktað hráefni, því eiturefni sem notuð eru við ræktun, berast með til neytandans. Auk þess er
erfiðara að láta slík fræ spíra. Það borgar sig tvímælalaust að vanda hráefnið!
2. Fræ þurfa ákveðin skilyrði til að spíra: loft, vatn og hlýju. Fræin og baunirnar er best að geyma á svölum og þurrum
stað í lokuðu íláti.
3. Gott er að láta söl í vatnið, meðan fræin liggja í bleyti, því þau draga úr hættu á myglu, sem sækir í spírur.
4. Til að tryggja raka eru fræin þvegin tvisvar á dag, kvölds og morgna Best er að nota spírunarbakka, sem hafa lok og
taka við vatni, sem rennur frá. Liggi spírumar of lengi í vatni er hætta á að þær rotni.
5. Velja þarf hlýjan stað í
eldhúsinu, þar sem ekki er of mikill trekkur en jafn hiti u.þ.b. 21°á celsíus.
6. Mikilvægt er að þvo vel bakkann eftir að spírurnar eru teknar úr, áður en lagt er í hann að nýju.
Spírunaraðferðir
Alfalfa hefur lengstan spírunartíma. Það tekur um 8 daga, 6 daga að spíra og 2 viðbótardaga í góðu ljósi til að grænka. Aðferðin er svohljóðandi:
1. Leggja í bleyti – Setjið tvær msk. af alfalfafræjum í litla skál. Þetta kann að virðast lítið magn, en fræin verða nokkuð fyrirferðamikil, þegar þau fara að spíra. Látið volgt vatn fljóta vel yfir. Gott er að láta söl með í vatnið. Hrærið aðeins í og setjið síðan grisju yfir og teygju. Látið standa yfir nótt.
2. Spírun – Næsta dag er vatninu hellt af og fræin skoluð vel. Fræjunum hellt í spírunarbakkann. Vatn sett í hann til að jafna fræjunum. Lokið er sett yfir bakkann. Skola þarf fræin kvölds og morgna. Fræin þurfa minnst 5 daga til að spíra.
3. Grænkun – Þegar fræin hafa spírað eru þau gulleit með brúnt hýði loðandi við blöðin. Gott er að skola þau vel af í sigti. Alfalfafræin geta grænkað. Síðustu tvo dagana er því gott að setja þau í birtu og leyfa þeim að grænka. Þau safna þá chlorophyll eða blaðgrænu, sem eykur súrefnismagn blóðsins. Nauðsynlegt er að þvo spírumar vel og láta vatnið renna vel af þeim áður en þær eru settar í lokað ílát sem þó andar, og sett í ísskáp. Þar má geyma þær í allt að viku.
Linsuspírur
Það er auðvelt að láta linsur spíra. Spírunar tíminn er 1-2 dagar og aðferðin er svohljóðandi:
1. Leggja í bleyti – Setjið 3/4 bolla af linsubaunum í skál og skolið vel. Látið nýtt volgt vatn í skálina og látið fljóta vel yfir. Bætið muldum sölum út í vatnið og hrærið í. Setjið grisju yfir og festið með teygju og látið liggja í bleyti yfir nótt. Næsta morgun eru baunirnar tvískolaðar og settar í spírunarbakka.
2. Spírun – Eftir 1-2 daga eru spírumar tilbúnar. Þá eru þær þvegnar vel í stóm sigti og gott er að nudda hýðið af þeim með höndunum og skola það burt undir rennandi vatni. Þegar hýðið hefur verið fjarlægt og vatnið er runnið af þeim, eru baunirnar tilbúnar til neyslu. Þær má geyma í ísskáp í nokkra daga í lokuðu íláti
Mung-baunaspírur
Aðferðin er lík þeirri, sem beitt er við linsubaunirnar, nema hvað erfiðara er að ná hýðinu af þessum baunum. Aðferðin er svohljóðandi:
1. Leggja í bleyti – Þessar baunir á að leggja í vel heitt vatn, þó ekki heitara en hendur þola. Þannig er auðveldast að losa hýðið. Setjið 3/4 bolla í skál og setjið heitt vatn yfir. Gott er að setja söl með. Baunirnar eru látnar liggja í bleyti yfir nótt. Að morgni eru þær tvíþvegnar og látið renna vel af þeim vatnið og settar í spírunarbakka.
2. Spírun – Mung-baunirnar spíra með líkum hætti og linsumar og ættu að vera tilbúnar eftir 1-2 daga allt eftir hitastiginu í kringum þær. A velhlýjum stað tekur spírun aðeins sólarhring, en að vetri í venjulegum stofuhita, gæti hún tekið lengri tíma.
3. Hreinsun – Það er aðeins meira mál að hreinsa þessar baunir eftir að þær hafa spírað. Þær eru settar í skál og heitu vatni hellt yfir þær. Þessi heitavatnsmeðferð í annað sinn losar alveg um hýðið. Settur er diskur yfir skálina og farg er látið hvíla á þessu í 4 klst. Að því loknu eru baunirnar skolaðar vel í stóru sigti undir rennandi heitavatnskrana um leið og þær eru kreistar varlega með höndunum. Hýðið mun fljóta ofan á vatninu og renna af. Þegar hýðið hefur verið hreinsað burt, er látið renna vel af spírunum og þær eru tilbúnar til neyslu. Þær má geyma í nokkra daga í ísskáp í lokuðu íláti.
Fenugreek
Fenugreek er af ætt belgjurta, enda þótt fræin minni lítið á baunir. Hún er upprunnin í Asíu og vinsæl á þeim slóðum, en tiltölulega lítið þekkt á Vesturlöndum. Þetta er bragðsterk jurt og þeir sem neyta hennar, gefa frá sér sama ilm! Af þeim baunum, sem hér er kennt að láta spíra, er auðveldast að eiga við fenugreek. Aðferðin er svohljóðandi:
1. Látið liggja í bleyti – Setjið 3/4 bolla af fenugreek í skál og látið volgt vatn fljóta yfir. Gott er að bæta sölum út í. Látið liggja í bleyti yfir nótt. Að morgni eru fræin tvískoluð og látið renna vel af þeim vatnið og sett í spírunarbakka.
2. Spírun – Spírunin fer fram með sama hætti og fyrr er getið og tekur 2-3 daga. Fræin þarf að skola vel á hverjum degi og láta renna vel af þeim.
3. Hreinsun – Þegar fræin eru spíruð, eru spírurnar hreinsaðar, látið renna vel af þeim, og þá eru þær tilbúnar til neyslu. Þær má einnig geyma smátíma í ísskáp í lokuðu íláti. A útmánuðum, þegar grænmetisúrvalið minnkar, er gott að kunna að rækta spírur, og bæta með þeim næringargildi fæðunnar. Þá eru spírur mikil búdrýgindi, því þær eru með því ódýrasta, sem hægt er að bera á borð.
Höfundur: Ingibjörg Björnsdóttir kennari.
Flokkar:Næring