Eplið og eiginleikar þess!!

Allir kannast eflaust við enska máltækið: „An appel a day keeps the doctor away,“ epli á dag kemur heilsunni í lag. Eplið er upprunnið í Asíu og eplategundirnar sem við þekkjum eru allt að 3000 ára gamlar. Rómverjar þekktu um 22 eplategundir, en í dag er vitað um ca. 1000 tegundir. Eplið er mjög ríkt af steinefnum, t.d. kalki, magnesíum, járni, fosfór, kalíum. Vítamínin eru: A, B-l-, B2, Niasín (B-3), C vítamín og ekki má gleyma pektíninu, sem getur lækkað kólesterólmagn líkamans.

Ameríski læknirinn Prof. Dr. Ancel Keys frá Minneapolis segir að eitt epli rétt fyrir svefn, veiti þér djúpan, fastan og góðan svefn. Dr. Keys telur eplið einnig gott ráðgegn kransæðastíflu og liðagigtarsjúklingum ráðleggur hann að borða 2 epli daglega. Eplið er vatnsleysandi, t.d. minnkar það bjúg og eyðir óhóflegu saltmagni í líkamanum, sem getur oft verið orsök of hás blóðþrýstings. Þetta staðhæfir Prof. Dr. Josef Jagic, sem starfar við háskóla í Austun-íki og telur hann áhrifamest að borða eplið á fastandi maga.

Dr. Ewald Riegler frá Vínarborg segir, að oft sé hægt að koma í veg fyrir að mígrenikast verði varanlegt ef maður borðar strax eitt epli. Tannlæknar í Þýskalandi ráðleggja að borða eitt epli eftir góða máltíð, því að það hreinsar tennur. Fyrstu yfirlýsingar, sem hafa birst opinberlega um hvað eplið getur haft góð og gagnleg áhrif á mannleg líffæri, var birt í Vínarborg 1991.

Dr. Helmut Sinzinger, prófessor við læknaháskólann í Vínarborg, gerði tilraun með fólk frá 8 ára aldri til 73 ára, sem voru með of hátt kólesteról í blóði. Var það látið taka inn Apfelquellstoff-Pektín sem unnið er úr eplum, og stóð tilraun þessi í 6 vikur. Góða HDL-kólesterólið varð aðeins hærra, en það slæma (sem kallað er LDL) varð á milli 9 til 30 prósent lægra. Eflaust er þetta bara rétt byrjunin á rannsóknum um eiginleika eplisins. Þýtt að mestu úr grein eftir Dr. Hademan Bankhofar sem birtist íLúx-Revue.

Höfundur: Sigrún Rosenberg Ingvarsson  árið  1993



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: