Áhrif hreyfiþjálfunar á börn

 Erindi flutt á haustfundinum: Börnin okkar Næring – Hreyfing – Umhyggja  á vegum  Heilsuhringsins  árið 1992.

Þjóðfélagsbreytingar hafa orðið ótrúlega miklar hvað viðkemur uppeldi á börnum síðast liðin 15 til 20 ár. Áður fyrr ólst barnið upp í faðmi móður sinnar og bjó við öryggi og hlýju. Börnin léku sér úti strax og þau voru komin á kreik, alls staðar var aðstaða til útivistar og leikja. Eina kvöðin á börnunum var að mæta inn í mat hjá mömmu klukkan 12 og síðan „drekka“ klukkan 3.30. Engin myndbönd eða tölvur tóku athygli barnanna. Sjónvarpið var ekki beint miðað við hæfi barna og hófst ekki fyrr en klukkan 20 á kvöldin. Þessi börn  voru sífellt að þjálfa sig líkamlega og andlega. Stöðug útivera og leikir skiluðu þeim mjög vel á sig komin andlega og líkamlega í 7 ára bekk.

En nú er öldin önnur. Í dag eru athafnir barna meira eða minna skipulagðar og takmarkaðar af fullorðnum, mest öll umgjörð barnsins miðar að því að hefta hreyfiþroska þess. Um leið og barnið er farið að skríða er keypt grind til að takmarka frelsi þess og koma í veg fyrir að barnið fái að skríða, en það er gífurlega góð þjálfun og mikilvægt þrep í þroskaferli barnsins. Síðan tekur við svo kölluð göngugrind þar sem barnið situr og tærnar ná rétt niður í gólf bakvöðvar og kviðvöðvar eru óstarfhæfir tímunum saman. Um leið og barnið er farið að ganga hefur enginn tíma til að bíða eftir því, foreldrarnir halda á barninu undir hendinni eins og á fansbrauði út í bíl og þar tekur við bílstóll og belti, síðan er barnið tekið undir höndina og hlaupið með það inn á barnaheimilið.

Hvað er börnunum boðið upp á í stórverslunum? Jú, annað hvort teiknimyndir (vidio) eða það er sett í innkaupagrindina. Foreldrar mæta með börnin sín á ótrúlegustu staði í vinnuna, á fundi, í skólann o.s.frv.. Þar þurfa þau að bíða og bíða hreyfingarlaus. Þau em með jafn erfiðan vinnudag og fullorðnir, vakin upp klukkan hálf átta og keyrð í pössun fram að hádegi og síðan aftur í pössun eftir hádegi, sótt klukkan 5, þá tekur önnur vinna við hjá foreldrunum.

Börn eru sett í alls kyns aukatíma, tónlist, dans, fimleika og fleira. Þeim er yfirleitt ekið í þessa tíma og síðan sótt að þeim loknum. Þau fá aldrei tíma til að vera frjáls. Staðreyndin er sú að leikurinn er lifandi menning barns en til þess að fá þessa lifandi menningu þarf barnið að fá tíma, félaga, rými og hvatningu. Ekkert af þessu er til staðar í dag. Íbúðarhverfi eftir íbúðarhverfi eru skipulögð og hvergi gert ráð fyrir börnum en mjög nákvæmlega reiknað út þörfin fyrir bílastæði og fleiri búastæði.

Eitt íbúðarhverfi á öllu Höfuðborgarsvæðinu var skipulagt út frá þörfum barna en það er Bakkahverfið í Breiðholti. Það er til fyrirmyndar og var byggt á tímabilinu 1965-1970. Þar er aðal umferðaræðin í kringum hverfið, þannig að börnin þurfa aldrei að fara yfir hana. Ö11 þjónusta inn í miðjunni. Þar geta börn verið áhyggjulaus úti í leik, án þess að eiga á hættu að keyrt verði yfir þau. Það virðist vera liðin tíð að sjá götur fullar af börnum í leik, enda bílarnir alls ráðandi. Hvergi rými til að leika sér.

Áður fyrr voru allir með, þeir eldri og reyndari stjórnuðu og settu reglumar, þeir yngri hlýddu, annars fengu þeir ekki að vera með. Þau yngri þurftu að hlíta reglum hópsins til að mega vera með og veitti það þeim mikinn félagslegan þroska. Þau fengu útrás í leiknum og hreyfiþörfinni var fullnægt. Tímaskynið er allt annað hjá börnum en fullorðnum.

Fullorðna fólkið metur tímann í krónum og aurum en börnin hafa ekkert tímaskyn þegar þau eru í leik. Í dag eru mörg börn sem upplifa enga spennu nema í gegnum sjónvarpið. Þau geta lifað sig inn í ímynd söguhetjunnar en hreyfingu fá þau li’Ja. Dýr leikföng eru komin í staðin fyrir félagana og hópleikina. Hér er til dæmis átt við fjarstýrða bíla, tölvur og ýmsa tölvuleiki þar sem barnið leikur á móti sjálfu sér eða tölvunni. Nú hringja 6 ára börnin í hvort annað og spyrja „nennir þú að koma út að leika“ og það er ekkert auðvelt að fá einhvern út að leika, og bestu félagarnir eru þeir sem eiga flesta tölvuleiki. Eftir þessa lesningu getur þú lesandi góður séð að ekkert er óeðlilegt við það að mörg börn geta ekki stjórnað sínum eigin líkama.

Skyn og hreyfiþroski
Móttaka skynáreyta og úrvinnsla þeirra er undirstaða alls þroska. Það að geta móttekið og svarað skynáreitum á réttan hátt gerir okkur kleyft að auka sífellt við reynslu okkar og þekkingu. Ef svaranir við hinum ýmsu skynáreitum eru réttar, þ.e. ef við bregðumst rétt við þeim, eflir það sjálfsmynd okkar á jákvæðan hátt og við verðum óhræddari við að kanna og reyna eitthvað nýtt. Börn sem ekki hafa þróað með sér eðlilegan skyn og hreyfiþroska, eru verr undir skólanám búin en önnur. Þau börn sem ekki hafa til að bera eðlilegan skyn og hreyfiþroska, skortir þá sjálfsmynd og það öryggi sem þekking á líkamlegri færni sinni og umhverfi sínu veitir.

Hjá börnum á aldrinum 3-7 ara er miðtaugakerfið móttækilegast fyrir skynáreitum og úrvinnslu þeirra. Það er því mikilvægt að skilningarvitin séu vel að Guði gerð og starfi eðlilega. Til skilningarvitanna berast að jafnaði mikill fjöldi áreita úr umhverfi barnsins. Þessi áreiti (skynjanir), sem dynja á skilningarvitunum, eru í raun  næring fyrir miðtaugakerfið. Allar skynstöðvar í heila, húð, vöðvunum og líffærum barnsins send skynboð til heilastofnsins. Síðan notar miðtaugakerfið þessar upplýsingar til að gefa svörun við áreitunum. Án fjölbreyttra skynboða frá hinum ýmsu skynstöðvum getur miðtaugakerfið ekki þroskast eðlilega.

Heilinn (heilastofninn) þarf einnig á stöðugum skynboðum að halda til að geta starfað og þroskast eðlilega. Britte Holle lýsir þessu þroskaferli sem tröppum. Til að komast á efsta þrep verður barnið að kunna það sem á undan er gengið, annars verður árangurinn slæmur. Hverri tröppu er skipt í smærri stig og verður barnið að ná vissu jafnvægi innan hvers þeirra áður en næsta trappa er stigin.

Er fylgni á milli vitsmunaþroska og hreyfiþroska?
Flestar rannsóknir sýna ða mikil fylgni er á milli þessara tveggja þátta. Ég ætla að koma hér með niðurstöður úr danskri rannsókn á hreyfiþroska barna. Í Danmörku hafa verið miklar umræður undanfarin ár um hvernig þroskaferillinn hjá barninu eigi sér stað. Flest börn sem lenda í námsörðuleikum fá sömu lýsingamar hvað viðkemur valdi á hreyfingum, t.d. klunnalegar hreyfingar, lítil samhæfing, lítið jafnvægi o.s.frv. Kennslufræðingar eru farnir að hugsa mikið um hvort ekki geti verið tengsl milli líkamlegs og andlegs þroska, sem sagt að líkamlegur þroski sé undanfari andlegs þroska. Í Helsinki var gerð merkileg tilraun, hún átti að standa yfir í eitt ár en árangurinn þótti það góður að sveitarfélagið veitti fjármagni til hennar í 2 ár í viðbót.

A þessum myndum má sjá 6 ára börn í þjálfun hjá Antoni.  Þau eiga að ganga eftir fjölinni.

Rannsókn fór þannig fram að öll 6 ára börn, sem hófu nám í 6 grunnskólum voru tekin í hreyfiþroskapróf strax  í byrjun  skólaársins. Markmiðið var að sjá hvort daglegt hreyfi nám kæmi’þeim ekki að gagni. Börnin fengu daglegt hreyfinám úti og inni margir aðstoðuðu bekkjar kennarana í þessari nýju grein: íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar, sérkennarar, hjúkrunarkonur o.fl.

Rannsóknin fór þannig fram að börnin voru flokkuð í A, B og C eftir getu. Þau sem stóðust prófið hlutu A en þau sem voru á eftir B. C börnin voru þau sem gátu alls ekki framkvæmt æfingamar vegna líffræðilegra
orsaka. Alls voru 560 börn prófuð á árunum 1982-83 og 1984. Niðurstöðurnar voru þessar 90% lentu í A flokki  9,3% í B flokki og 0,7 í C fokki. Af þessu má sjá að um 10% af börnunum eða 52 börn af560 áttu erfitt með að stjórna hreyfingum sínum, með öðrum orðum, þau eiga erfitt með að vinna úr þeim skynboðum sem berast þeim .

         

Æfingarnar eru  margvíslegar
Eftir veturinn voru þau börn sem ekki stóðust prófið látin taka það að vori eftir 1 árs þjálfun daglega. Þá stóðust 40 börn af þeim 52 sem féllu um haustið. Þar sem 40 börn náðu prófinu má sjá að dagleg þjálfun hefur gert sitt gagn á einu ári en örugglega ekki svona margir. Síðan var fylgst með hvaða börn lentu í  námsörðuleikum og komu þá mjög skýrar tölur í ljós.  Börnin sem fengur B voru samtals 52. 21 voru í námserfiðleikum eða samtals 40.3%. (sbr. Birk Inge o.fl.) Niðurstaðan sýnir að þau börn sem eru illa á sig komin líkamlega þegar þau hefja skólagöngu sína eru áhættuhópurinn sem byrjar í grunnskólanum. Þessi rannsókn vakti mikla athygli í Danmörku. Núna verða allir sem kenna 6 ára börnum í Danmörku að byrja á því að mæla hreyfiþroska barnanna til þess að gera foreldra meðvitaða um stöðu barnsins.

Eins verða kennararnir að sjá börnunum fyrir daglegri hreyfiþjálfun. Þessum börnum verður grunnskólinn að sinna betur en gert hefur verið, ef hann ætlar að koma á móts við þarfir hvers og eins. Það eru þessi börn sem eiga á brattann að sækja. Strax í 1. bekk eru þau dæmd klaufar, þau þurfa sérkennslu vegna námsörðuleika og þeim fer að líða illa því að þau komast ekki inn í bekkjarfélagið. Bekkurinn dæmir þau og oft fara þessi börn að vekja á sér athygli með því að hegða sér illa. Börnin hafa sinn virðingarstiga, þau meta hvort annað fyrst og fremst eftir hreyfiþroska og félagsþroska. Ef þessir tveir þættir eru í lagi þá fara þau oftast í gegnum grunnskólann á grænu ljósi allan tímann og það er gaman frá því að þau byrja í 1. bekk og þangað til þau hætta í 10 bekk.

Annað gildir með börnin sem ekki eru með hreyfiþroska og félagsþroska í lagi. Þau byrja strax á rauðu ljósi og það er erfið barátta framundan að komast inn í samfélag bekkjarins og ef bekkurinn hafnar þeim, sem því miður allt og oft vill verða. Þá er ekki furða þó að barninu líði illa. Barnið á síðan eftir að vera 10 ár í samfélagi sem hafnar því. Við fullorðna fólkið hættum á vinnustað ef við finnum að okkur er hafnað, allir eru andsnúnir okkur. Þess vegna er það mjög mikilvægt að börnin séu með eftirtalda þætti í lagi þegar þau hefja grunnskólanám: hreyfiþroska, félagsþroska, tilfinningaþroska og siðgæðisþroska, en til þess að svo megi verða verða aðstæður margra barna að breytast frá því sem er í dag.

Látum börnin hafa forgang
Arkitektar og skipulagsfræðingar þurfa að gera ráð fyrir að börnin þurfi rými. Í dag er enginn munur á því hvort skipulagðar eru íbúðarblokkir fyrir aldraða eða barna fjölskyldur, aðeins er hugsað um rými fyrir bílastæði. Íbúðarhverfin risa og hvergi er gert ráð fyrir leiksvæði, hver skólinn rís af öðrum en svo til ekkert leiksvæði kringum þá, hvað þá einhver leiktæki. Maður spyr, hvers eiga börnin að gjalda, eiga þau engan tilverurétt? Foreldrar og aðrir sem vinna með börnum þurfa að vera vel meðvitaðir um hvaða þýðingu góður hreyfiþroski hefur fyrir barn. Hjúkrunarfræðingar sem annast eftirlit með ungabörn ættu að vekja athygli foreldra á mikilvægi hreyfiþroska og gera foreldrum grein fyrir honum.

Foreldrar verða að fara að gera sér grein fyrir því að mikilvægasti tími barnsins eru fyrstu árin og það eru foreldrarnir sem leggja grunninn að velferð barnsins því meiri alúð og rækt sem barnið fær því heilbrigðara verður það Uppeldið þarf að undirbúa, en því miður hefst uppeldið án undirbúnings og foreldrarnir eru ekki tilbúnir að takast á við uppeldið, það lýsir sér þannig að mamman segir eitt og pabbinn annað en barnið ræður oftast og veit svo ekki hvað það má og hvað það má ekki. Barninu líður best ef það veit takmörk sín og foreldrarnir eru samkvæmir sjálfum sér og eru með reglu á öllum hlutum.

Nú færist það mjög í vöxt að fólk kaupir sér hunda hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög vel meðvitað um að til þess að hægt sé að vera með hund þarf að aga hann og þjálfa og ég tala nú ekki um fóðrið til þess að hann fái eðlilegan vöxt. Það er farið með hundinn á námskeið og foreldrarnir verða reynslunni ríkari. Þeim er sagt að til þess að hundurinn þrífist þurfi eigendurnir að eyða nálægt klukkutíma á dag með honum. Ég hef oft hugsað sem kennari að mikið lifandi  skelfing vildi ég að foreldrarnir hugsuðu jafn vel um börnin sín.

Höfundur: Anton Bjarnason hefur verið íþróttakennari til fjölda ára og nú lektor í íþróttum við Kennaraháskóla Íslands og Æfingardeild Kennaraháskóla Íslands.Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: