Nýjar leiðir í krabbameinslækningum vor 1992

Hákarlabrjósk
Eins og lesendur Heilsuhringsins e.t.v minnast skrifaði ég fyrir nokkrum árum um lækninga mátt hákarlalýsis m.a. við krabbameini. Í lok  þeirrar greinar benti ég á að enn væri margt á  huldu um hákarlinn og mikilla rannsókna væri þörf áður en hægt væri að slá neinu endanlega  föstu um gagnsemi  hans við krabbameinslækningar. Einnig benti ég á að sumir teldu að  lækningamáttur hákarlsins lœgi ekki í lýsinu,  heldur í einhverjum öðrum hluta hans, t.d. holdinu  Nú hafa borist í hendur mínar upplýsingar sem benda eindregið til að þar hafi ég haft rétt  fyrir mér, þó að reyndar sé ekki um holdið að ræða heldur brjóskið. Hér er um að ræða grein  sem er samantekt á því markverðasta sem skrifað hefur verið um lækningaeiginleika hákarlabrjósks á síðustu áratugum eftir J. William Lane. Hér á eftir mun ég reyna að endursegja í stuttu máli það markverðasta úr þessari samantekt.

Hákarlabrjósk og krabbamein
Eins og bent hefur verið á eru hákarlar einstæðir meðal dýra í því að þeir eru taldir því sem næst ónæmir fyrir að fá krabbamein. Vafalaust eru fleiri en ein ástæða fyrir því en í þessari grein verður einkum rætt um eina þeirra. Flestir hákarlar eru „brjóskfiskar“, þ.e. hafa brjósk í stað beina. Þetta brjósk er dálítið öðruvísi en brjósk í öðrum hryggdýrum. Vísindamaðurinn Dr. Robert Langer segir frá því í grein í tímaritinu „Science“ 1983 að brjósk úr hákörlum, sem hann hafði rannsakað, innihéldi efni sem hindraði að æðar mynduðust inni í  krabbameinsœxlum og kæmi þannig í veg fyrir  að þau gætu vaxið. Dr. Langer notaði litla örðu úr hákarlabrjóski, sem hann kom fyrir við hliðina á æxlisfrumum sem hann græddi í hornhimnu í auga á kanínum til að sjá hvort brjóskið hindraði að æðar mynduðust í æxlinu.

Til samanburðar voru notaðar kanínur sem ekkert brjósk hafði verið sett í augað við hlið æxlisfrumanna. Mörgum sinnum meiri æðamyndun var í æxlunum í samanburðarhópnum og sömuleiðis stækkuðu æxlin meira í þeim hópi. Í ljós kom að efnið sem hindraði æðamyndunina var prótein-efni, sem 1000 sinnum meira var af í hakarlabrjóski en í brjóski spendýra. Aðrir vísindamenn komust að því, að hægt var að taka inn hákarlabrjósk og að hæfileiki þess til að hindra myndun æða og draga úr æxlisvexti helst óbreyttur, þó að það færi gegnum meltingarveginn.

Þetta var prófað á músum (án ónæmiskerfis, sem gerir mögulegt að græða í þær krabbamein úr mönnum) sem sýktar voru með sortumeini úr mönnum. Tveim dögum eftir ígræðsluna fékk helmingur músanna þurrkað duft úr hákarlabrjóski en hinn helmingurinn ekkert. Að 21 degi liðnum hafði meinsemdin í þeim hópnum sem ekkert hákarlabrjósk fékk vaxið jafnt og þétt en í hinum hópnum nánast staðið í stað.  (Dr. G. Atassi, Institut Jules Bordet, Belgiu).

Mikilvægt atriði varðandi hákarlabrjóskið, samanborið við hliðstæð efnasambönd sem búin hafa verið til á rannsóknarstofum, er að hákarlabrjóskið hefur engar aukaverkanir í för með sér. Þau tilbúnu efnasambönd, sem hindra nýmyndun æða í æxlum, hafa aftur á móti miklar aukaverkanir. Tilraunir hafa sýnt að ef hægt er að hindra nýmyndun æða í krabbameinsæxlum, hætta þau að stækka þegar þau hafa náð 1-2 mm þvermáli. Þau ná þá aldrei þeirri stærð að valda teljandi vandamálum og einstaklingurinn getur lifað eðlilegu lífi þrátt fyrir að hann gangi með krabbameinsæxli.

Hindrar meinvörp og minnkar æxli
Dr. Paticia D’Amore (1988) færir rök fyrir því að úr því að nýæðamydnun sé ómissandi fyrir stækkun krabbameinsæxla þá hljóti hún einnig að vera gagnleg til að hindra meinsemdina í að sá  sér út og mynda meinvörp annarsstaðar í líkamanum. Einnig hefur verð sýnt fram á hvernig skortur á nýæðamyndun veldur því að æxlið smá dregist saman og minnkar við þessa meðferð. Dr. Rakesh Jain, prófessor við Carmegie Mellon  háskólann, sérfræðingur í æxlum og æxlis sjúkdómum, útskýrir í nýlegri grein í Joumal of the National Cancer Institute, að æðakerfið í æxlum sé oftast lélegt og óskipulagt og þarfnist því stöðugrar endurnýjunar. Sé nýæðamyndun hindruð, verslast því frumumar inni í æxlinu smásaman upp og deyja og æxlið skreppur saman. Sé þessi kenning rétt skapar hún möguleika á ekki aðeins að hindra æxlisvöxt heldur einnig að smá minnka æxli sem þegar eru komin.

Drepur æxlisfrumur
Dr. Brian Durie, sem starfar við „Heilbrigðisvísindamiðstöð Arizona háskóla“ gerði röð rannsóknarstofu tilrauna á krabbameinsfrumum af mismunandi uppruna. Þær tilraunir sýndu að hákarlabrjósk hefur ótvíræðan eiginleika til drepa krabbameinsfrumur í tilraunaglösum. Sá eiginleiki er algerlega óháður nýæðamyndun í æxlum, sem áður var skýrt frá. Þær tilraunir sýndu að væri hákarlabrjóski blandað saman við frumugróðurinn drap það „Myeloma 8226″ frumugróður algerlega, 98,8% af frumugróðri úr ristilkrabbameini og 88,5% af frumum úr brjóstakrabbameini. Við slíkar prófanir er talin ástæða til að rannsaka efnið nánar ef meir en 60% af frumugróðrinum deyr. Við aðra tilraun sem dr. Atassi, sem áður var nefndur, gerði á músum voru 38 mýs sýktar með húðkrabba (melanoma). Hluti músanna fékk hákarlabrjósk en hinn hlutinn var hafður til samanburðar og fékk ekkert hákarlabrjósk. Hópurinn sem fékk brjóskið lifið að meðaltali 49% lengur en hinn hópurinn.

Hákarlabrjósk eyðir bólgum
Í ljós hefur komið að hákarlabrjósk hefur öflugar bólgueyðandi verkanir. Þær verkanir eru ekki nema að hluta til taldar stafa af því að það hindrar myndun nýrra háræða eins og áður er frá sagt. Efnin sem talin eru hindra bólgur eru hópur fjölsykra sem nefndar eru „mucopolysaccharid“. Skyld efnasambönd hafa verið notuð til að draga úr bólgum. Í ljós hefur hins vegar komið að hákarlabrjóskið er mun öflugra sem bólgueyðir en fjölsykrumar í hreinu formi. Ekki er með vissu vitað um ástæðuna fyrir því en í sumum tilfellum gæti verið að sá eiginleiki hákarlabrjósksins að hindra nýæðamyndun sé skýringin. Við liðabólgur myndast nefnilega oft á tíðum æðar í liðbrjóskinu, en þar eiga engar æðar að vera.

Það veldur síðan bólgum með tilheyrandi verkjum og hreyfingarörðugleikum. Hákarlabrjóskið hindra sennilega að æðar geti myndast í brjóskinu og hefur því einnig bólgulinandi eiginleika eftir þeim leiðum. Vegna þess að hér er fyrst og fremst verið að skrifa um hákarlabrjósk í  sambandi við krabbameinslækningar en ekki  almennt við lækningar, mun ég nú fara mjög fljótt yfir sögu. Ýmislegt bendir til þess að í hákarlabrjóski séu einhver ennþá óþekkt efnasambönd sem verki á ónæmiskerfið. Verið getur  að þar sé um að ræða samverkandi áhrif fjölsykranna og styrkingar ónæmiskerfisins eða einhverja ennþá óuppgötvaða eiginleika hákarlabrjósks.

Eins og oft hefur verið bent á hafa hákarlar sennilega öflugasta ónæmiskerfi allra dýra á jörðinni. Getum við kannski notið góðs af því með því að nærast á hákarlabrjóski eða einhverju öðru af hákörlum? Hákarlabrjósk virðist lofa góðu við lækningu á ýmsum sjúkdómum öðrum en krabbameini,  t.d. ýmiskonar gigtarsjúkdómum svo sem liða gigt og lúpus. Einnig öðrum bólgusjúkdómum t.d. psoríasis og exemi. Spennandi væri að vita hvort hákarlabrjósk gæti hindrað nýmyndun æða í sjónhimnu augans, sem stundum veldur blindu hjá sykursjúkum.

Farið er að selja brjósk úr hákörlum sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum. Það er selt í 740 mg belgjum. Mælt er með að nota 12 belgi á dag í fyrstu þrjár vikumar. Eftir það má minnka skammtinn um helming. Brjóskið á að taka með mat. Íslendingar gætu sennilega verkað brjóskið þannig að skera holdið utanaf því og þvo brjóskið vandlega í hreinu vatni. Síðan mætti hengja það upp á þurrum svölum stað og þurrka líkt og harðfryst. Þegar brjóskið er orðið vel þurrt mætti svo mala það eða kremja í sundur áður en þess er neytt. Þessi verkunaraðferð er hér sögð með fyrirvara því að greinarhöfundur hefur ennþá ekki prófað hana og verið getur að einhver óvænt vandræði komi í veg fyrir að aðferðin sé nothæf.

Aðalheimild: J. William Lane, Ph.D.  Heimildir sem J. W. Lane vitnar í:
N. Vietmeyer, Readers Digest, Julí 1988
J. Folkman, M. Klagsbrun, Science, Vol 235
R. Langer A. Lee, Science, Vol 221, 9/83
G. Atassi, Letter to I. W. Lane, September, 1989
P. D’Amore, Seminars in Thrombosis and Hemostasis, Vol No.1, 1988
W. Sherman, Letter to I. W. Lane, February, 1984
G. Atassi, Letter to I. W. Lande, June, 1985
N. Vietmeyer, Readers Digest, July, 1988
S. Orioff, Letter to I. W. Lane, August 1985
J. Rauis, Letter to I. W. Lane, August, 1989
J. Orcasita, Letter to I. W. Lane, April, 1989
V. Rejholec, Seminars in Arthritis and Rheumasdsm, Vol 17, 2 (Suppl. 1)
R. Brown, J. Weiss, Annals of Rheumatic Diseases, Vol 47,  1988

714X, nýtt krabbameinslyf
Lengi hefur verið grunur margra sem unnið hafa að krabbameinsrannsóknum, að ónæmiskerfið leiki stórt hlutverk í að verja líkamann fyrir því að sýkjast af illkynja meinsemdum. Þegar fyrir miðja öldina, á meðan þekking vísindamanna á ónæmiskerfinu var miklu minni en hún nú er, voru ýmsir vísindamenn að vinna að rannsóknum á krabbameini og náttúrulegu eða áunnu ónæmi og á hvern hátt hægt væri að nota það til að lækna eða fyrirbyggja illkynja sjúkdóma. Illu heilli þróuðust krabbameinsrannsóknir í aðrar áttir eftir miðja öldina og flestir krabbameinsfræðingar snéru sér að rannsóknum á frumudrepandi efnasamböndum en hættu að vinna að rannsóknum á ónæmiskerfinu og hvernig það tengist myndun og þróun krabbameina. Fyrst nú á síðustu árum hefur athygli vísindamanna aftur beinst að ónæmiskerfinu, eftir þau miklu vonbrigði sem hefðbundnar krabbameinsrannsóknir síðustu áratuga óneytanlega hafa valdið, bæði vísindamönnum og almenningi.

Krabbamein og ónæmi
Sé líffæri úr einhverjum einstaklingi tekið og grætt í annan einstakling hafnar ónæmiskerfi hans líffærinu nema því aðeins að líffærið sé úr eineggja tvíburabróður eða -systur þess sem líffærið fékk. Við líffæraflutninga er því nauðsynlegt að bæla ónæmiskerfi þess sem líffærið er grætt í. Vitað er eftir áratuga langa reynslu að slíkum einstaklingum er meiri hætta búin en öðrum að fá ákveðin krabbamein. Sama er að segja um aðra sem af einhverjum ástæðum eru með bælt ónæmiskerfi, t.d. eyðnisjúklinga eða fólk sem notar ónæmisbælandi lyf í langan tíma. Því má slá því föstu að ónæmiskerfið gegn hlutverki í því að verja okkur fyrir að fá krabbamein. En hvers vegna fáum við þá krabbamein? Hvað hefur farið úrskeiðis? Er krabbamein þá kannski bilun á ónæmiskerfinu?  Ég ætla ekki hér að reyna að svara þessum spurningum með já eða nei, heldur segja ykkur frá nokkrum tilraunum sem gerðar hafa verið til að reyna að fá svör við þessum og fleiri spurningum.

Bælt ónæmiskerfi í krabbameinssjúklingum
Fimmtíu heilbrigðir sjálfboðaliðar úr bandarískum fangelsum tóku þátt í tilraun. Í þá alla var græddur undir húð á framhandlegg frumugróður úr krabbameinsæxlum. Enginn sjálfboðaliðanna sýktist af krabbameini og innan mánaðar voru ígræddu frumumar gersamlega horfnar. Þegar samskonar tilraun var gerð á krabbameinssjúklingum tóku ígræddu frumumar að vaxa og urðu að sjálfstæðum æxlum. Þetta sannar það sem ýmsa hafði áður grunað, að ; krabbameinssjúklingum er ónæmiskerfið bælt að vissu marki þannig að það er hætt að bregðast við gegn krabbameinsfrumum, jafnvel þó að þær frumur séu af öðrum uppruna en frá þeim sjálfum.

Líkur eru á því að öðru hvoru og jafnvel mjög oft myndist í líkamanum afbrigðilegar frumur, sem gætu orðið upphaf af krabbameini ef ónæmiskerfið uppgötvaði þær ekki jafnóðum og gerði óskaðlegar. Stöku sinnum virðist þó að eitthvað valdi því að ónæmiskerfið, annaðhvort uppgötvar þannig frumur ekki, eða nær ekki að tortíma þeim nægilega fljótt. Þeim fjölgar þá hratt og á einhverju stigi fjölgunarinnar nær frumumassinn þeirri stærð sem virðist gera út um það hvort úr verður krabbamein eða ekki.

Þessa stærð mætti á lélegri íslensku nefna „krítiska stærð“. Þá fer að myndast efnasamband í frumumassanum, sem bælir ónæmiskerfið og auðveldar samtímis afbrigðilegu frumunum að ná sér í köfnunarefnissambönd frá nærliggjandi frumum, en afbrigðilegu frumumar þurfa miklu meira af því en eðlilegar frumur. Þetta efnasamband er nefnt CKF (Co-can-cerogenic K Factor), eða „sam-krabbameinsmyndandi K þáttur“. Eftir að þetta efnasamband er farið að myndast í nokkrum teljandi mæli er einstaklingurinn varnarlítill gagnvart meinsemdinni, sem nú fer að haga sér eins og sjálfstæður einstaklingur og lamar um leið náttúrlegar varnir líkamans gegn þessum lævísa óvini.

714X hindrar myndun CKF í æxlun
Skilningur á áðurnefndu ferli býður upp á alveg nýja meðferð við krabbameinslækningar. Væri unnt að koma í veg fyrir að frumumar mynduðu CKF eða gera efnið óvirkt á einn eða annan hátt, mundi ónæmiskerfið aftur fara að starfa eðlilega og tortíma afbrigðilegu frumunum von bráðar. Miklar athuganir og tilraunir hafa verið gerðar til að finna rétta efnið. Kamfóra og efni leidd af heimi hafa lofað mjög góðu. 714X sem er afleiða af kamfóru hefur reynst vera fær um að hindra myndun CKF í æxlisfrumum. Kamfóra er ekki frumueitur af neinu tagi og veldur því ekki skaðlegum aukaverkunum eins og núverandi krabbameinslyf gera undantekningarlaust. Verkunarmáti hennar byggist á því að færa krabbameinsfrumunum gnægð köfnunarefnis, m.ö.o. alls þess köfnunarefnis sem þær þarfnast. Við það hætta þær að mynda CKF, sem lamar ónæmiskerfið, jafnframt því að færa æxlisfrumunum köfnunarefni. Reynslan sýnir að þetta verkar svona í raun og veru í líkamanum.

Hvernig 714X er notað
Efnið heitir „Nitramonio-camphor klórid“. Efninu er sprautað úr 1 ml sprautu inn í sogæðakerfið, oftast í nára. Fimm mínútum áður en sprautað er er mælt með að kæla svæðið með ísmolum í plastpoka og sömuleiðis meðan á sprautun stendur og í 15-20 mín. á eftir. Efninu á að sprauta mjög hægt 1/2 ml á 15-20 mín, vegna hægs flæðis í sogæðakerfinu. Mælt er með að gefa
0,1 ml fyrsta daginn
0,2 ml annan daginn
0,3 ml þriðja daginn
0.4 ml fjórða daginn
0.5 ml fimmta, sjötta og sjöunda daginn. Þetta er endurtekið þrisvar sinnum eða oftar með þriggja daga hléi eftir hvern sjö daga kúr. Auk þess má gefa auka „skot“ ef þurfa þykir. Eftir að pakki með efninu hefur verið opnaður þarf að geyma það í frysti. Hver pakki af efninu inniheldur tvö 5 ml glös.  Engar aukaverkanir fylgja notkun 714X en ekki er ráðlagt að nota E- eða B-12 vítamín samhliða því.

Nokkrar sjúkrasögur
*M.C. 58 ára gamall „business“ maður frá SteTherese í Kanada greindist með krabbamein í ristli  árið  1981.  Hann fékk 4×21  sprautur af 714X en fór ekki í neina aðgerð. Eftir 8 ár var hann einkennalaus.

*P.D. 66 ára gömul, starfandi á sjúkrahúsi í Montreal í Kanada. Hún greindist árið 1983 með krabbamein í eitlum í kviðarholi, auk krabbameins í eggjastokkum sem myndað hafði meinvörp.  Hún var skorin og eggjastokkar og móðurlíf tekið. Á eftir fékk hún 12×21 sprautur af 714X. Að 7 árum liðnum var hún einkennalaus og við bestu heilsu.

*Y.P.L 58 ára gamall maður sem starfar að viðskiptum, frá Miami í Bandaríkjunum, greindist með krabbamein í vinstra raddbandi (af gráðu 11) árið 1980. Hann fékk geislameðferð 1400 rad og 4×21 sprautur af 714X. Árið 1990 var hann einkennalaus.

*L.N. fertugur sölustjóri frá Toronto í Kanada. Hún greindist árið 1987 með krabbamein í brjósti, sem hafði vaxið í nærliggjandi vefi sem staðfest var með sýnatöku. Hún var ekki skorin en fékk 3×21 sprautu af 714X. Hún var einkennalaus og lifði eðlilegu lífi þegar þetta var ritað. 714X hefur verið notað við lækningar á beinkrabba og júgur (brjósta) krabba á hundum í tilraunaskyni.

*Árangurinn hefur verið: stöðnun eða minnkun á æxlisvextinum, dýrin hafa þyngst, verkir hafa minnkað eða horfið og þau hafa lifað lengur en annars hefði mátt búast við. Heimild um 714X er fenginn úr kynningarbæklingi um efnið en höfundur er ekki getið í ritinu. Þrátt fyrir það finnst undirrituðum rétt að lesendur H.h. fái tækifæri til að kynnast þeim hugmyndum sem útskýrðar eru í greininni. Heyrst hefur að e.t.v. hafi 714X verið reynt á sjúklingum hér á landi en ekki er vitað um árangur eða annað varðandi það.  Komi frekari upplýsingar um 714X, munum við segja frá þeim hér í blaðinu síðar.

Höfundur: Ævar Jóhannesson vor 1992Flokkar:Krabbamein

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: