Hákarlalýsi er heilsugjafi

Rætt við Ragnheiði Brynjólfsdóttur um hákarlalýsi árið 1990

Ragnheiður:
Í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. las ég greinina hennar Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur um hákarlalýsi og lækningamátt þess. Það gladdi mig að sjá að fleiri en ég hafa áhuga fyrir þessum mikla heilsugjafa. Fyrir og eftir aldamótin man ég eftir að fólk notaði hákarlalýsi sér til heilsubótar, læknaði brjósthimnubólgu, kirtlabólgu og eftirstöðvar af lungnabólgu og fleira. Lýsið gefur líka veiku fólki mikinn mátt ef það þjáist afþreytu og sleni. Það sannreyndi faðir minn er hann fékk lungnabólgu ungur maður og uppúr því brjósthimnubólgu.

Á eftir var hann afskaplega máttlaus og illa farinn. Dag nokkrum labbaði hann ofan í fjöru þar sem hann hitti karla sem stóðu yfir grútarkagga en í honum var sjálfrunnið hákarlalýsi. Þeir voru vanir að safna lifrinni í stóran stamp. Úr þessum stampi fengu þeir sér svo lýsi og blésu þá bara á flugumar sem gjarnan settust ofan á. Þeir ráðlögðu föður mínum að fara eins að. Fékk hann sér þá skel í fjörunni sem hann skolaði í sjónum og drakk síðan úr henni þetta sjálfrunna hákarlalýsi á hverjum morgni.

Honum fór dagbatnandi og var heilsuhraustur uppfrá því. Þegar ég var komin á elliár og læknarnir hættu að geta hjálpað mér datt mér í hug að útvega mér hákarlalifur og reyna þetta sjálf. Ég fékk ráðleggingar hjá efnafræðingi sem starfar hjá Lýsi h/f um hvernig réttast væri að bræða hana. Hann sagði mér að hakka lifrina og bræða hana síðan yfir gufu, sem ég geri þannig: set hana í pott sem ég set svo ofaní annan stærri pott með svolitlu vatni og læt það malla í um það bil þrj á klukkutíma. Eftir það sía ég þetta í gegnum grisju. Geymi það síðan alltaf í ísskápnum. En aftur á móti hita ég það fyrir notkun, hvort sem ég tek það inn eða ber það á mig. Það ætti enginn að taka inn lýsi beint úr ísskápnum. Líkaminn ræður mikið betur við lýsi sem er búið að velgja.

Ég tek inn hálfa teskeið og til þess að ekkert fari til spillis set ég það í matskeið sem ég hita á eldavélarhellunni. En gæta þarf þess að skeiðin sé ekki ofheit í munninn. Þegar ég ber það á kalkaða liði hita ég það þar til ég get varla sett fingurna ofaní það og nudda því svo vel á liðinn. Einnig ber ég það í hárið á mér tvisvar til þrisvar í mánuði og læt það vera í 20 til 30 mínútur áður en ég þvæ það úr. Mér er það nefnilega minnisstætt hve þeir höfðu fallegt hár gömlu mennirnir sem það gerðu. Ég tek það ekki inn þá daga sem ég ber það á mig útvortis.

Vegna þess að það er mjög auðugt af A-vítamíni, en það getur safnast fyrir í líkamanum og valdið skaða ef þess er neytt í óhófi. Svo finnst mér einnig lýsið auka á hægðatregðu. Hákarlalýsi hefur einnig verið notað við sjóveiki. Kunningi minn, sem fór til sjós fyrir nokkrum árum þjáðist alltaf af sjóveiki. Þá sagði honum gamall maður að hákarlalýsi læknaði sjóveiki. Hann varð sér úti um það og tók í nokkrum tíma og sjóveikin hvarf algjörlega. Það væri óskandi að þeir sem veiða hákarla væru fáanlegir til að koma með lifrina í land, en nú mun það tíðkast að þeir geri að úti á sjó og hendi henni í sjóinn.

Viðtalið skráði Ingibjörg Sigfúsdóttir árið 1990Flokkar:Greinar

%d bloggers like this: