Kvikasilfurseitrun frá tannfyllingum

Sumt fólk getur fengið ótal erfið sjúkdómseinkenni vegna kvikasilfurseitrunar af völdum óheppilegs tannfyllingarefnis.

Í 3.-4. tölublaði Heilsuhringsins árið 988 birtist kort á bls. 24-25, sem sýnir taugatengsl tannanna við hina ýmsu líkamshluta. Það gæti gefið nokkrar vísbendingar um áhrif tannskemmda (og eitrunar af völdum tannfyllinga) á aðra hluta líkamans. Hér segir sænsk kona, Maja Myrin frá því, hvernig hún endurheimti heilsuna með því að skipta um tannfyllingar. Í níu ár var ég veik af kvikasilfrinu í amalgamfyllingunum. Það var ekki fyrr en flestar þeirra höfðu verið fjarlægðar úr munninum og plastfyllingar settar í staðinn, að ég fékk heilsuna aftur. Eitrunin gerði mig að annarri manneskju á flestan hátt. Hún breytti ævi minni og ég verð aldrei söm eftir. Áður var ég einstakur ,,uppi“ ég streittist stöðugt við að ná meiri árangri. Eitrunin olli mér sjúkleika og örvilnan. Læknavísindin stóðu ráðþrota. Þess vegna leitaði ég bóta með náttúrulyfjum og reyndi margskonar meðferð. Ég las og lærði, fór á heilsuhæli, hóf grænmetisát og hætti að reykja.

Eitrunin opnaði mér í rauninni sýn inn í aðra veröld sem ég hefði annars ekki haft nein kynni af. Hin miklu óþægindi neyddu mig til að slá af kröfunum, kenndu mér að njóta augna bliksins þá sjaldan sló á einkenni eitrunar innar. Framagirni mín dvínaði smám saman vegna auðmýktar og þakklætis yfir lífinu. Ég kynntist hinum beiska sannleika að peningar eru einskis virði, heilsan er fyrir öllu. Eitrunin kenndi mér einnig að taka sjálf ábyrgð á lífi mínu, að varpa ekki ábyrgðinni yfir á aðra. Það sem ég vil segja með þessu er, að það er rétt sem máltækið segir: ,,fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.“ En illt hefur það verið bæði andlega og líkamlega. Kvikasilfurseitrun veldur hörmungum og langvarandi kvölum, sem enginn getur fyllilega skilið, nema hafa reynt það sjálfur.

Þetta er martröð, full af óskiljanlegum einkennum, en þau dvína og hverfa eftir því sem fleiri fyllingum er skipt út. En það tekur tíma og er sársaukafullt. Einnig eru þeir til sem verða fárveikir af hreinsuninni. Það er vegna þess að fyllingarnar eru teknar alltof ört, margar i einu og margar tennur dregnar úr á stuttum tíma. Það á að taka eina fyllingu í einu og ekki oftar en sjöttu til áttundu hverja viku. (Helmingunartími kvikasilfurs í líkamanum er tal inn u.þ.b. 60 dagar. Það þýðir að það tekur  líkamann fjóra mánuði að hreinsa út þann  viðbótarskammt sem myndast við borunina). Flýttu þér því hægt.

Fjöldi einkenna
Fyrstu einkennin voru að ég var sljó og utan við mig: algjörlega máttvana, stöðugur svimi, óraunveruleikaskyn,  suð  fyrir eyrunum, óöryggi, afturför (s.s. eins og barnalegt hjálparleysi), blóðþrýstingsfall, hræðsla og sjóntruflanir. Þetta var 1979. Frá 1982, þegar hreinsunin byrjaði, hófst langur listi einkenna, m.a. eftirfarandi: Stöðugt lágur blóðþrýstingur (ca 80/50), tilfelli sem líktust niðurfallssýki með meðvitundartruflunum mígreni og höfuðverkur vöðvahristingur og titringur liða- og vöðvaverkir hárlos líkamshiti 38°C í heilt ár svita- og kuldaköst viðkvæmni fyrir farsóttum, bólgnir sogæðaeitlar ótti, óróleiki og þunglyndi. Ég var í margar vikur á hinum ýmsu deildum sjúkrahúsa, lyfjadeild, farsóttadeild, geð og taugadeild, þar sem alls konar próf og prufur voru teknar, líffæri röntgenmynduð og höfuðið rannsakað. Þrátt fyrir það fannst ekkert annað að, en að ég væri haldin taugaslappleika og var því ráðlagt að borða járntöflur og stunda líkamsæfinga.

Aftur til lífsins
Ég missti vinnuna vegna langra veikindaforfalla. Ég gat ekki skilið af hverju mér leið svona. En sumarið 1986 sagði vinkona mín mér að hún hefði losnað við alls konar undarlega sjúkdóma og óþægindi eftir að hafa látið skipta um allar fyllingar í sér. Ég fór nú að lesa um þennan sjúkdóm og því meira sem ég lærði, því ljósari varð myndin. Nú var komin skýringin á öllum mínum undarlegu einkennum. Eftir að hafa borið saman veikindatímabilin og sjúkraskrá tannlæknanna varð ég alveg viss. Blóðpróf hjá Scandlab sýndu ofhátt magn af Hg (kvikasilfri). Einn læknirinn fór í gegnum sjúkrasögu mína og fann út að ég var ljóslifandi dæmi um þungmálmaeitrun. Fyrstu fyllinguna af 17 var skipt um í desember 1986 og núna (í janúar 1988) eru bara þrjár eftir. Þegar skipt hafði verið um rúmlega helming fór ég að finna  hægfara bata. Í dag líður mér ótrúlega miklu betur. Einkennin hafa horfið eitt af öðru. Viss einkenni finnast enn, en eru miklu vægari. Áríðandi áður en skipt er um fyllingar:  Rjúkið ekki til að láta skipta um amalgamfyllingar fyrr en þið hafið athugað eftirfarandi:

Hvernig verndar maður líkamann meðan á hreinsuninni stendur? Þegar amalgam er borað úr tönnum eykst kvikasilfurseitrunin um stundarsakir. Til að draga úr óþægindunum er ráðlegt að byggja upp þol með því að taka vítamín og steinefni, einkum svokallaða andoxara (súrefnisbindandi efni). Þetta eru efnin sem vernda líkamann fyrir áhrifum kvikasilfursins: Selen 50-200 míkrógrömm á dag, helst á tvennan hátt, bæði lífrænt bundið og ólífrænt. Það verkar ólikt á líkamann. Hið ólífræna sest ekki fyrir í líkamanum og er því minni hætta á of stórum skammti. Selen binst kvikasilfrinu (Hg) og gerir það óskaðlegt. E-vítamín u.þ.b. 300 mg á dag. B-vítamín, fjölblandað, t.d. B-kombini eða B 50, 1-2 töflur á dag. Forefnið fyrir A-vítamín er karótínið í gulrótarsafa. Meðal steinefna er zink súrefnisbindandi efni. Ráðlegt er að taka eina töflu á dag.

Kalktöflur eru notaðar við Hg-eitrun í V-Þýskalandi. Neytið meira grænmetis og undirstöðu matar. Grænmetið er trefjaríkt og veldur því  að þarmarnir tæmast örar og eitrið nær ekki að sogast upp í þarmaveggina. Aðalúthreinsun kvikasilfursins fer fram i gegnum gallblöðruna, en gangi það of hægt fyrir sig verður að hreinsa hana og lifrina að nýju, t.d. með undirstöðufæði: rúsínum, fíkjum, gúrku (án kjarna), banönum, lauk, kartöflum og öðrum rótarávöxtum, mandarínum, melónum, rósaberjum, salati, káli, tómötum og  eplum. Er hægt að minnka kvikasilfursútstreymið frá amalgamfyllingum? Þegar maður tyggur eða drekkur heitt örvast losun kvikasilfurs úr fyllingunum. Forðast skal því að vera síétandi sælgæti, hálstöflur, tyggigúmmí, súran eða saltan mat, alltof ákafa tannburstun.

Hvernig getur maður varið sig hjá tannlækninum? Rétt áður en fyllingar eru boraðar úr tekur maður nokkrar töflur af virku kolefni. Það verndar meltingarfærin fyrir amalgamefnum sem gleypt eru. Hægt er, meðan á meðferð stendur, að vernda nef og augu með munnhlíf, síu, sem hindrar útbreiðslu efnisins. Hún er framleidd hjá 3M og er nr. 8810. Meðan á meðhöndlun stendur, á að anda með munninum, en ekki gegnum nefið. Það kvikasilfur sem fer niður í lungun hreinsast úr blóðinu og lifrinni áður en hluti þess nær til heilans. Það sem fer inn í gegnum nefið gengur aftur á móti beina leið upp í heilann og veldur miklum óþægindum, jafnvel mjög litið magn. Ef tannlæknirinn borar aðeins eina holu í amalgamið og reynir síðan að plokka og pilla agnirnar úr, losnar maður við allmikið af dustinu og lyktinni. Gerið kröfu til að vatnsspólun sé viðhöfð og sérstaklega sterk suga til að minnka útbreiðslu á dusti og rokgjörnu efni.

Hvað skal varast?
Að reyna sem mest að komast hjá hreyfingu meðan á hreinsuninni stendur. Hreyfing eykur blóðstreymið og leysir eitrið úr vefjunum. Það fer á flakk og sest síðan að annars staðar og því fylgja ný óþægindi. Hafíð hemil á hreyfingu þar til hreinsuninni er lokið. Reynið að komast hjá öllu öðru sem eykur blóðstreymið, svo sem nuddi, ljósalömpum o.s.frv. Láttu ekki hreinsa ef þú ert þunguð. Forðist allt sem hefur eiturverkanir. Þær auka álag á lifrina og minnka hæfni hennar til að hreinsa kvikasilfrið út. Notið því ekki áfengi, sígarettur, kaffi og lyf eins lengi og hægt er. Forðist steinefnatöflur sem innihaldajárn og kopar. Í þeim eru oxýdantar (súrefnismyndandi efni), sem í stórum skömmtum skaða líkamann á sama hátt og kvikasilfur. Forðastu einnig ál. Flestir sem eru viðkvæmir fyrir Hg-eitrun þola illa ál.

Hvernig stuðlar maður að hreinsun líkamans?
Forðist streitu. Það er það fyrsta til að hjálpa líkamanum. Verið í fersku lofti. Drekkið mikið vatn, það léttir úthreinsunina. Þar sem sjúkdómurinn hefur ekki ennþá verið greindur, gangvart hinu opinbera, eru heldur engin opinber mótefni til. En af nógu er að taka: Þörungar innihalda mörg efni sem hreinsa út kvikasilfur. Það gildir um brúnþörunga og stórþörunga. Þeir innihalda m.a. halogen flokkinn, klór, flúor, bróm, joð,sem eru álitin draga úr eituráhrifunum. Þörungar innihalda einnig selen. Þar að auki binst efnasambandið alginat þungmálmum og flytur þá út úr líkamanum.

Hvaða viðbótarefni eru hættuleg? Plastið getur valdið ofnæmi, segja tannlæknarnir. Plastið getur jafnvel valdið krabbameini, fullyrða þeir líka. Gull er ekki hreint gull, heldur samanstendur það afmörgum ólíkum málmtegundum. Það er álitið óheppilegt fyrir þá sem þjást af kvikasilfurseitrun. Postulín gæti orðið efni framtíðarinnar. Í’ Bandaríkjunum er veríð að rannsaka postulín sem er algjörlega laust við ál, því það á oft sök á óþægindunum vegna viðbótarefna. Nútíma postulín inniheldur ál i miklum mæli. Það gildir t.d. um Prófíl, P 10. Fylgstu með hvað tannlæknirinn ætlar að setja í staðinn fyrir amalgam. Biddu um innihaldslýsingu. Hvernig á að bregðast við eftir að skipt hefur verið um fyllingar? Viðbrögðin eru einstaklingsbundin, eftir því hversu eiturverkunin er mikil. Venjulega eru þau á þessa leið:

Samdægurs verður maður hressari, næstum ringlaður af gleði og framtakssemi. Það getur enst næsta dag einnig. Síðan koma óþægindin eins og verkir milli herðablaðanna, depurð, svimi og kannski höfuðverkur. Hafi tannlæknirinn varið þig vel, geturðu verið laus við óþægindin fyrstu vikuna. En eftir 7-10 daga kemur lægð. Það stafar af því að kvikasilfrið flyst eftir æðum upp í heilann með eins til þriggja sm hraða á dag. Eftir rúma viku kemst eitrið i heiladingulinn, þann hluta heilans þar sem aðalstöðvar tilfinningarinnar eru. Það getur m.a. leitt til ótta sem engin ástæða er fyrir, einni viku eftir heimsókn til tannlæknisins. Hann getur setið í manni nokkrar vikur, en hverfur síðan smám saman. Vertu ekki hræddur, það gengur yfir. Eftir þrjár vikur getur þunglyndi aftur gert vart við sig. Einkennin aukast, ógleði, þreyta og slappleiki. Þetta hverfur oftast eftir sex vikur.

STUÐST VIÐ: Störtebecker P: Kvieksilverförgiftning frán tandamalgam. Forsberg B o. R: Den lángsamma döden. Forsberg m.fl.: Dental kvicksilverförgiftning, handlingsprogram. Socialstyrelsen redovisar 87: 10-Kvicksilver/amalgamhálsorisker (LEK-utredningenr). Hansson M: Rörándringar i hálsotillstándet efter utbyte av giftiga tandfylningsmaterial (TF-bladet 1/86). Pleva J: Kvicksilver förgiftning frán dentalt amalgam (manus till Lkartidningen 1982). Ziff S: Silver Dental Fillings. The Toxic Time Bomb (USA). Vasken Aposhian H: DMSA — Water Soluble antdotes for Heavy Metal poisoning (Annual Reviews 23/83). Lind, Grönquist, Lindvall: Rubbning av spármnesbalans genom ökad tungmetalförgiftning. Þýtt úr HÁLSA april 1988.

Þýdd grein úr sænska tímaritinu  HÁLSA apríl 1988.

Jón Börkur Ákason   árið 1989

Sjá líka á www.heilsuhringurinn.isKvikasilfurseitrun úr tannfyllingum, Kvikasilfurseitrun af völdum amalgam tannfyllinga, Kvikasilfurseitrun vangreint heilsufarsvandamál hjá börnum.Flokkar:Eitrun og afeitrun

Flokkar/Tögg,

1 Svar

Trackbacks

  1. Kvikasilfurseitrun vangreint heilsufarsvandamál hjá börnum !? – Heilsuhringurinn
%d bloggers like this: