Mjólk og mjólk er ekki eitt og hið sama

MJÓLK er talin mikilvægur og hollur þáttur í daglegu fæði, ekki síst bernsku og æsku. En miklu er hún þó hollari kálfinum, „barni kýrinnar“, enda honum ætluð frá náttúrunnar hendi, eins og móðurmjólkin barninu, sem er því öllu öðru hollara. Því miður njóta flest börn hennar skemur en skyldi. Mjólk kýrinnar hefur aðra efnasamsetningu og kemur ekki í móðurmjólkur stað. En engum efa er orpið, að mjólkin, sem við drukkum, er slitum barnsskónum á fyrstu tugum aldarinnar, var stórum heilnæmari en mjólkin, sem við drekkum í dag. Þá var tilbúni áburðurinn ekki kominn til sögunnar og farinn að raska lífríki jarðvegsins, ásamt eiturúðun. Og gerilsneyðing hins fræga Frakka, hafði þá ekki numið hér land. Hún hefur undir vissum kringumstæðum vafalausa kosti, en kannski á hinn bóginn enn meiri ókosti, enda mjög umdeild. Trúlega hafa þeir rétt fyrir sér, sem telja að ekki eigi að gerilsneyða mjólk úr heilbrigðum kúm.

Og kannski hefði hinn mikli kostnaður við gerilsneyðingu svarað meiri árangi, hefði því fé verið varið til markvissrar heilbrigðisfræðslu og tilrauna. Afurðir sjúkra dýra ætti að banna. Þær geta aldrei orðið annar en óhollar, hvernig sem þær eru meðhöndlaðar. Höfuðatriði er að kýrnar séu sem heilbrigðastar. Og heilbrigði þeirra fer eftir gæðum fóðurs og allri umhirðu. Og gæði fóðurs eftir því, hvernig það er ræktað og meðhöndlað. Óvéfengjanlega er sannað, að lífræn ræktun skilar heilnæmara og betra fóðri en tilbúinn áburður. Og sannað er, að gerilsneydd, upphitun mjólkur í 80 gráður, sem drepa á sýkla, drepur fleira en skyldi.

Hér á eftir skal ég geta dæma úr grein í erlendu tímariti sept./okt. ’84. Skýrt er m.a. frá tilraun, sem gerð var í Oxford og birt var í júní-hefti tímaritsins „Mind and Matter“ 1958. – Já, svo langt er síðan. Tilraun var gerð með gerilsneydda mjólk og ógerilsneydda. Átta nýfæddum kálfum var gefin frá fyrsta degi, gerilsneydd mjólk, og öðrum 8 nýfæddum kálfum á sama hátt, gefin ógerilsneydd mjólk.-Í fyrri hópnum dóu 2 kálfar eftir einn mánuð, og að tilraunatímanum loknum, dóu 3 í viðbót. Hinum var bjargað með því að gefa þeim ógerilsneydda mjólk, Og hinn hópurinn, sem á henni var fóðraður, var við ágæta heilsu.

Tveir amerískir vísindamenn: Potgenger og Simonsen, gerðu víðtæka tilraun með ketti, gegnum margar kynslóðir. Þeir kettir, sem fengu ógerilsneydda mjólk, þroskuðust eðlilega, en gerilsneydda mjólkin leiddi til alvarlegrar beinkramar (rachitis), og flestir þeirra dóu. Strax í fyrstu kynslóð og síðan áfram í vaxandi mæli, misstu þeir fóstur. Allt atferli þeirra breyttist, þeir urðu hættulegir, urðu árásargjarnir, beittu klóm og kjafti. 53 % þeirra höfðu vanþroskaðan skjaldkirtil, og þegar í 3ju kynslóð gætti úrkynjunar. Tilraunir sýna, að mjólkin missir við upphitunina næringarkraft sinn til heilbrigði. Samsetning eða gerð eggjahvítuefnanna raskast og lífsnauðsynlegir hvatar (enzym) eyðileggjast. Kalk, járn, fosfór nýtist að litlum hluta. Hitt verður í blóðinu skaðleg úrgangsefni með sjúkdómshættu.

Og þá er gerilsneyðing orðin öfug við tilganginn, orðin að andstæðu sinni. Hinn enski vísindamaður J.H. Oliver segir í bók sinni „Proven Remedies“: Ormar og bakteríur gera innrás á þurra trjágrein. En hvers vegna ekki á heilbrigða grein, fulla af safa og lífi? Bakteríur eru m.a. til að eyða úrgangi og gegna því mikilvægu hlutverki í náttúrunni. En ef þær ráðast á úrgangsefni, sem hafa sest að í vefjum líkamans og blóði, sökum við þær um að valda sjúkdómum, þótt það sé ekki hin eiginlegaorsök. Kvíðandi móðir, sem bar mikla umhyggju fyrir barni sínu, gætti þess að það fengi alltaf ógerilsneydda mjólk úr uppáhaldskú nágranna síns. – Við rannsókn korn svo í ljós, að kýrin var með berkla á háu stigi. En barnið sem hafði lifað á mjólkinni og öðrum hrákosti árum saman, var svo heilbrigt, að sýklarnir máttu sín einskis. Oliver segir í bók sinni: „Mjólkin er næringarfræðilegt meistaraverk, en sé hún gerilsneydd opnar hún leið sjúkdómum og dauða.“  enskum og amerískum barnasjúkrahúsum, var komist að raun um, að ógerilsneydd mjólk er vernd gegn tannskemmdum.

En börn, sem gefin var gerilsneydd mjólk fengu innan skamms tíma skyrbjúg (c-vít. skortur), beinkröm, meltingartruflanir, niðurgang o.fl. sjúkdóma. Eins og áður segir er kalk okkur eitt af mikilvægustu steinefnunum fyrir bein, tennur, taugakerfi. Iskias, liða- og hjartasjúkdómar eru taldir tengjast kalkskorti. Mjólk, ómeðhöndluð, er talin okkar auðugasti kalkgjafi, en gerilsneyðing kemur í veg fyrir nýtingu nema lítils hluta þess. Í jógúrt er meginhluti hvata, vítamína, hvítu, kalks o.fl. eyðilagt. Ómeðhöndluð mjólk er að 80% lútargæf og vinnur, eins og grænmeti, gegn skaðlegri sýrumyndun í líkamanum.  Við geymslu súrnar hún. Þar eru að verki mjólkursýrugerlar. Þetta er aðferð náttúrunnar til að fyrirbyggja rotnun. En gerilsneydd mjólk súrnar ekki, hún rotnar. Í greininni er bent á, að þorri fólks líði kalkskort, og skv. nýtingu kalks í gerilsneyddu mjólkinni, eru líkur til að svo sé einnig hér. Upplýsingarnar í greininni eru í senn mjög athyglisverðar og alvarlegar. Að sjálfsögðu er löngu vitað, að gerilsneyðing mjólkur drepur ekki einungis sýkla heldur einnig gagnlega gerla.

En hér eru miklu viðameiri upplýsingar, fengnar gegnum beinar næringarfræðilegar tilraunir, sem engin ástæða er til að véfengja. Þess vegna eru þær svo alvarlegar, að full ástæða er til að þessi mál verði grannskoðuð, þar sem líkur eru til, að þær grípi á víðtækan hátt inn í heilsufar almennings. Það þarf að hefjast STERK hreyfing fyrir FYRIRBYGGINGU sjúkdóma -einnig sjúkdóma dýra. Það skiptir ekki litlu, að þær afurðir dýra, sem við neytum, sé af HEILBRIGÐUM dýrum. En er það ekki staðreynd, að sjúkdómar í dýrum hafi farið mjög vaxandi á síðustu áratugum? Sé svo, þarf að leita ORSAKANNA. En læknar, hvorki manna né dýra, eru í stakk búnir til að skipuleggja fyrirbyggjandi aðgerðir. Allt þeirra nám tengist sjúkdómum, en ekki heilbrigði. En það er meira en tímabært að HEILBRIGÐI verði gerð að SÉRGREIN.

Æskilegast væri, að læknar fengju ENGA greiðslu fyrir sjúklinga – nema sjúkrahúsalæknar – en ríkulega greiðslu fyrir hvern heilbrigðan í þeirra umsjárhóp. Það myndi spara ríkinu stórfé og spítalabáknið dragast saman. En höfuðatriðið: margfalt fleiri myndu lifa HAMINGJU HEILBRIGÐI. Að því markmiði ber að keppa. Mikilvæg verkefni óleyst. Í greininni um mjólkina blasir við, að gerilsneyðingin er ill nauðsyn til að auka geymsluþol og fyrirbyggja áhrif sýkla. En aðferðin  er  svo  MEINGÖLLUÐ,  að spurningar vakna um, hvað gera megi til umbóta. Er unnt að blanda efni í mjólkina, sem drepur aðeins sýklana eða slævir þá, svo að þeir verði óvirkir? Er hugsanlegt að leiða megi mjólkina gegnum geisla- eða efnasíu, er drepi einungis sýklana? Eða er hugsanlegt að ná mætti þessum árangri með því að blanda efnum í fóður kúnna? Og eru engin ráð til að auka geymsluþolið á mildari hátt en gert er? Þetta eru allt spurningar leikmanns, en viðfangsefni vísindamanna. Lausnin bíður snilligáfu, vonandi í náinni framtíð.Flokkar:Greinar

%d bloggers like this: