Hún læknaðist af krabbameini með því að breyta fæðinu og taka stóra skammta af vítamínum

Rætt við  Etísabet Carlde heilsuráðgjafa (doctor of health) árið 1985

H.h. spurði Elisabeth fyrst hvar hún hafi stundað nám og í hverju starfið væri fólgið.
E.C:  Eftir að hafa farið í nokkra skóla og kynnt mér þetta, byrjaði ég í skóla Birger Ledin í Mariestland. Síðan sótti ég um hjá Axelsson í Stokkhólmi og var mjög heppin að komast að. Það voru 450 sem sóttu um, en einungis 20 sem komust inn og aðeins 5 sem útskrifuðust. Námið tók 4 ár. Skóli Axelssons er mest metni skóli Svía á þessu sviði. Starfið er fólgið í ráðgjöf um matarseði, vítamín og lifnaðarhætti, bæði fyrir heilbrigða og sjúka. Það er að segja, kenna fólki að varðveita heilsuna.

H. h. Er þetta þá mest fyrirbyggjandi starf?
E.C. Nei, við hjálpum fólki til að endurheimta heilsuna, ef það er orðið veikt. Því miður leita fæstir ráða fyrr en í óefni er komið.

H. h. Eru margir heilsuráðgjafar í Svíþjóð?
E.C. Þeir eru 19.

H.h. Starfið þið með læknum?
E.C. Já, það eru margir læknar sem senda  til okkar sjúklinga sem þeir hafa gefist upp við að hjálpa. Þó eru fleiri læknar á móti okkur en með. (Það er skrítið, vegna þess að þeir fá aðeins 4 tíma kennslu í næringarfræði í öllu sínu læknanámi).

H.h. Af hverju eru þeir á móti ykkur?
E.C. Það fækkar sjúklingum þeirra. Það eru reyndar 360 læknar í Svíþjóð búnir að skrifa undir það að þeir vilji samstarf við okkur. Hingað til hefur ekki mátt ljóstra upp nöfnum þeirra lækna sem senda til okkar sjúklinga. Satt best að segja er stór hópur lækna sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá starf okkar bannað, en yfirvöld eru orðin hlynnt okkur, vegna þess að við höfum hjálpað svo mörgum.

H.h. Hvers vegna fórst þú út í þetta nám?
E.C. Fyrir 7 árum síðan var ég búin að gangast undir þrjá uppskurði vegna krabbameins. Ég var svo veik að ég gat ekki einu sinni hreyft mig. Ég var búin að leita til margra lækna, en þeir gátu ekkert hjálpað mér. En af því að ég er mjög andlega sterk, þá vildi ég berjast fyrir lífínu, og svo átti ég svo margt ógert. Ég talaði við  heilsuráðgjafa sem ráðlagði mér breytt mataræði, jurtir og vítamín.

H.h. Viltu segja nánar frá því?
E.C. Já, hann ráðlagði mér að borða ekki  sumar algengar matartegundir eins og brauð, mjólk, kartöflur, svínakjöt, tómata og sykur. Þess í stað átti ég að borða gulrætur, skyr, rauðan lauk, nýtt ferskt grænmeti og mikið af súpu. Síðan komst ég í samband við annan heilsuráðgjafa sem kenndi mér enn betur hvernig ég ætti að lifa Ég veit ekki hvort ég trúði þessu, en ég fór eftir því og mér batnaði á stuttum tíma og varð alltaf hraustari og hraustari.

H.h. Af hverju máttir þú ekki borða þennan mat sem þú taldir upp?
E.C. Kartöflur og tómatar hafa rangt sýrustig (pH) og flýta fyrir frumubreytingum. Veikt fólk ætti ekki að borða þetta. Alls ekki krabbameins sjúklingar. Mjólk er dauð fæða, eftir að hún hefur verið gerilsneydd. Það hafa farið fram rannsóknir í Svíþjóð, sem benda til þess að það sé eitur í áburðinum sem borinn er á túnin og fer í gegnum kúna og í mjólkina og valdi svo krabbameini í fólki. Brauðið eykur sýrustigið í líkamanum of mikið. Sykrinum má lýsa þannig: Ef þú ert með gúrku sem þú ætlar að geyma, þá setur þú hana í sykurlög, og um leið deyja öll lífrænu efnin í gúrkunni og þú getur geymt hana í óratíma. Sykurinn hefur sömu áhrif á mannslíkamann. Svín hafa sömu líkamsgerð og við og því mjög slæm til matar.

H.h. Er eitthvað sérstakt sem þér var ráðlagt að borða?
E.C.   það mikilvægasta er að byrja hvern einasta dag á því að borða 3 msk. af rifnum, hráum gulrótum 15 mínútum áður en þú borðar nokkuð annað, og fá þér svo aftur sama magn afgulrótum 15 mínútum fyrir hverja máltíð. Þetta er nauðsynlegt fyrir meltinguna og kemur lagi á magann. Rauði laukurinn er líka nauðsynlegur. Það er í honum olía sem við þurfum á að halda. Best er að brytja svo lítið út í grænmetissalatið. Svo eru það vítamínin. Ég tók stóra skammta af vítamínum, t.d. 1000 mg af C, fjórum sinnum á dag. Mikið af B vítamínum og ósköpin öll af kalki og steinefnum. Svo fékk ég ýmis jurtalyf. Ef þú ætlar að sigrast á svona sjúkdómi þarftu að fylgja því eftir. Það dugar ekki að slá slöku við.

H.h. Hvað heldur þú að orsaki krabbamein?
E.C. Hægðatregða og léleg úthreinsun líkamans. Það er talin orsök 60% krabbameinstilvika, en 40% tilvika eru rakin til atvinnu og umhverfisþátta eins og t.d. asbests. Ef við höfum ekki hægðir setjast óhreinindin fyrir í kirtlunum og þannig byrjar krabbamein. Þeir sem hafa hægðir tvisvar á dag verða ekki veikir, því að þá er hreinsunin það ör að það sest ekkert fyrir í líkamanum. Hinir sem ekki hafa hægðir á hverjum degi eru alltaf að fá verki einhvers staðar. Í kring um árið 1920 var byrjað að framleiða tæki í Svíþjóð til hjálpar þeim sem þurfa að hreinsa ristilinn. Afar mikilvægt er fyrir sjúklinga að hreinsa neðsta hluta hans, vegna þess að þar síast úrgangurinn út í líkamann, losi hann sig ekki við hann á eðlilegan hátt.

Veikt fólk þarf að hafa hægðir 3svar á dag, eftir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Það má ekkert safnast fyrir. Allir heilsuráðgjafar ráðleggja sjúklingum að hreinsa ristilinn með þessu tæki sem ég nefndi áðan, meðan það er að ná heilsunni aftur. Sumir fá krabbamein í holhandarkirtla. Mun það oft vera af notkun svitaeyðis sem inniheldur spritt, vegna þess að sprittið lokar svitaholunum og þó að líkaminn reyni að losa sig við þennan svita út um nárann (en þar eru samskonar kirtlar), þá verður samt alltaf eitthvað af úrganginum eftir í holhandarkirtlunum og sest þar að og orsakar stundum krabbamein. Ef líkaminn er hreinn lyktum við ekki þó að við svitnum.

H.h. En hvað um nætursvitann?
E.C. Þá er fólk veikt á vissan hátt og taugakerfið ekki í lagi. Hægt er að hafa áhrif á það með vissum jurtum, t.d. er kamillute þekkt í því sambandi. Alls ekki má nota hunang eða sykur sem gerir illt verra, og ef þú svo tekur vítamín þá verða taugarnar sterkari.

Höfundur; Ingibjörg Sigfúsdótir



Flokkar:Greinar og viðtöl

%d bloggers like this: