Selen eða selenium (seleníum) er eitt hinna svokölluðu snefilefna, sem bera nafn af því, hve lítið við þurfum af þeim. En samt eru þau talin svo mikilvæg, að vanti þau að meira eða minna leyti, veldur það meiri eða minni heilsuröskun. Selen finnst í öllum frumum líkamans og hvað mest í kynkirtlum og sæði. Selen vinnur, eins og E-vít., gegn ildun (Ildi= súrefni) eða þránun ómettaðrar fitu, og er miklu virkara, jafnvel talið 1000 sinnum virkara en E-vítamín.
Ljóst er því, að sem slíkt er það mjög mikilvægt. Fjölómettuð fita er svo viðkvæm íýrir súrefni, að hún getur ildast í efnaskiptum líkamans, segja vísindamenn. Þess vegna er hyggilegt að neyta E-vítamíns og/eða selens með ómettaðri feiti. Þránuð fita er skaðleg. Jafnframt því, sem selen, eins og E-vítamín, vinnur gegn þránun, stuðlar það á mjög virkan hátt að nægð súrefnis í frumum líkamans, sem er okkur ómetanlega mikilvægt. Selen styrkir ónæmiskerfi líkamans, lifrina og afeitrun, verndar frumurnar gegn eiturefnum, þar á meðal gegn kvikasilfri og cadmium.
Selenskortur: Hann hefur í för með sér lifrar- hjarta- og blóðrásarsjúkdóma, þar á meðal æðakölkun og hækkun blóðþrýstings, ófrjósemi, getuleysi, öldrunarkvilla, vöðva- og liðaþrautir, ský á auga, húðkvilla, krabbamein o.fl. Af þessu er ljóst, hve selen hefur margþætt áhrif í búskap líkamans, og hve víðtæk áhrif selenskortur hefur sem bein eða meðvirk orsök fjölda sjúkdóma. Selen er skaðlegt í stórum skömmtum í lengri tíma. En það, eins og önnur snefilefni, er alltaf í næringartöflum, langt undir hættumörkum. Ráðlagður dagskammtur er 50 – 200 incg (míkrógrömm). Hinn heimskunni vísindamaður, Richard Passwater, segir í bók sinni: „Cancer and its Nutritional Therapies“: „At the 1000 mcg (1 mg) per day level, we come to the end ofthe safe range.“ Hættumörk eru sem sagt 1000 mcg.
NATIONAL ACADEMY OG SCIENCE í Bandaríkjunum, ráðleggur 50 -200 mcg daglega. Mjög venjulegur skammtur mun nú vera 100 mcg. Mikið notað með A, C og E-vít. Reynsla hefur verið svo góð, að vinsældir hafa hraðvaxið. Próf. Olov Lindahl er einn afmestu baráttumönnum í læknastétt Norðurlanda fyrir náttúrlegum efnum. Hann er rómaður fyrir, hve vel hann kannar það, sem hann kynnir sér. Hann er ritstjóri hins ágæta tímarits ,,Biologisk Medicin“ og form. félags lækna, sem hafa brotið af sér hlekki þess valds, sem fyrir fáum árum var kennt við ofsóknir miðalda.
Hann komst í kynni við náttúrleg efni, er hann sjálfur var sjúkur. Eitt dæmi margra, þar sem áföll í einhverju formi, hafa orðið kveikja góðra barátturnála. Veikindi hans reyndust því blessunarlega jákvæð. – Á námskeiði í fyrra, sagði próf. Lindahl við blaðamann, að tvö athyglisverð efni hefðu á síðustu árum komið inn á heilsulínuna: kvöldrósarolían og selen. Bæði hefðu áhrif á hverja frumu líkamans til heilbrigði. Og þeirra beggja ásamt Pollitabs (sem hann skrifaði bók um) neytti hann daglega o.íl. En hann og öll fjölskyldan lifir eingöngu á jurtafæðu, og án efa lífrænt ræktaðri.
Selen-Gigt
Formaður gigtarsambands Bretlands, Charles E. Ware, veitti því athygli eftir að hafa neytt Selen ACE í 2 mánuði, að verkir voru horfnir, einnig mígreni, svimi og almenn óþægindi. En hann taldi þetta ef til vill hendingu og beið í 4 mánuði í viðbót, áður en hann skýrði frá reynslu sinni, í febrúar 1982. Þá var ákveðið að fá 1000 sjálfboðaliða innan samtakanna sem „tilraunadýr“. En er reynsla formannsins spurðist, breiddist áhugi fyrir selen út, eins og eldur í sinu. Tilraun með 100 manns, var svo gerð í 3 mánuði. Þeim var daglega gefið Selen ACE. Helmingur þátttakenda, eða ríflega það, hlaut umtalsverðan bata: verkir minnkuðu og blóðrás varð betri. Slæmt mígreni varð til muna betra. Allir voru þessir sjúklingar taldir ólæknandi (krónískir). – Með hliðsjón af árangrinum var ákveðið að mæla með Selen ACE innan sambandsins.
Nýjar rannsóknir –
A fáum árum hefur áhugi fyrir vítamínum og steinefnum margfaldast, fyrst og fremst vegna fenginnar reynslu almennings. Nú hafa víðtækar rannsóknir síðustu ára leitt snefilefnin til vegs og virðingar við hlið vítamína og steinefna. Þau eru í sviðsljósi virtra vísindamanna um allan heim. Ýmsar gátur eru þegar leystar, og aðrar í ráðningu. Þegar er fullvíst, að selen hefur ómetanlegt gildi fyrir heilsu okkar. Víða er hönd lögð á plóginn, afleitandi mönnum, andstæðum ,,lokuðu“ ortodoxanna, nátttröllanna, sem afneita staðreyndum. – Austur í Kína voru alvarlegir hjartasjúkdómar í ungu fólki, læknum ráðgáta.
Fólkið bjó allt á svæðum, þar sem jarðvegur var selensnauður, en þegar því var gefið selen, varð hjartað heilbrigt. Þessi hjartagáta var leyst 1979, og spurðist fljótt til Vesturlanda. – Í Finnlandi og Bandaríkjunum sannaðist, að beint samband er milli selenskorts og útbreiðslu hjartasjúkdóma. En í ljós hefur komið, að selen er víðast hvar afskornum skammti í jarðvegi. Í Danmörku er tilfinnanlegur selen skortur, sem einnig kemur fram í heilsu dýranna. Og sérfræðingar segja, að það geti tekið marga áratugi að tryggja jarðvegi nægð selens. Og varla flýtir tilbúni áburðurinn fyrir því.
Tvöföld áhætta
Próf. Walter C. Willet, Harvard Medi cal School, Boston, kannaði gögn yfir nokkur hundruð blóðpróf, þar sem selenmagn hafði einnig verið mælt. En 5 árum síðar höfðu yfir 100 í hópnum fengið krabbamein. Hann komst að raun um, að flestir þeirra höfðu haft mjög lágt selenmagn í blóði. – Taldar eru tvöfalt meiri líkur á, að þeir fái krabbamein, sem hafa mjög lágt selenmagn í blóði. Og ef einnig er skortur E og A-vít., sexfaldast líkurnar. Próf. Willet er þeirrar skoðunar, að dagleg neysla selen hafi fyrirbyggjandi áhrif. Og líkur eru taldar á, að selen og E-vít. vinni gegn vissum krabbamyndandi efnum. Í Noregi leiddi rannsókn á stórreykingamönnum í ljós, að þeir, sem neyttu góðra skammta A-vít., fengu síður lungnakrabba en þeir, sem ekki neyttu þess. Og A-Vít. vinnur með selen.
Auknar rannsóknir
Rannsóknir á selen í sambandi við krabbamein hafa á síðustu árum verið mjög auknar. Dr. med. Eivind Thorling í Árósum rannsakar seleninnihald í blóði krabbasjúklinga og heilbrigðra. Einnig selenmagn fæðu. Selen er frumefni, sem finnst í jarðvegi, en er mjög misdeilt. Skandínavía er meðal selensnauðra jarðsvæða. Einnig Danmörk. Hér mun það ekki hafa verið rannsakað. Auðvelt ætti þó að vera að rannsaka seleninnihald í grænmeti, rótarávöxtum og jarðvegssýnishornum. Það hefði verið skynsamlegra að gera.
Það er staðreynd, skv. Vísindalegum rannsóknum og reynslu, að Selen er í smæð sinni svo mikilvægur næringarþáttur, að nægð þess eða skortur kann að ráða miklu um líf og heilsu margra, þar sem sannað er, að það er virkur þáttur gegn hjartasjúkdómum, og sannað er, að skortur þess eykur líkur á krabbameini o.fl. Staðreynd er, að þeim, sem hafa tekið sér vald til að ákveða, hverra vítamína og steinefna við megum neyta, og hverra ekki, kemur það ekki fremur við en okkur hvers þeir neyta. Það er einkamál hvers og eins.
Afskipti þeirra eru því frekleg og dónaleg íhlutun um einkamál. Staðreynd er, að þeir skipta sér ekkert af, hverra skaðlegra efna við neytum. Augljóst er því, að þeir banna ekki selen eða annað af umhyggju fyrir heilsufarslegri velferð okkar. Á henni berum við sjálf ábyrgð. Og þeirri ábyrgð fylgir skýlaus réttur til þeirra hollefna, sem við viljum kjósa okkur, ekki síður en til heilsuskaðlegra, sem eru okkur frjáls. Í þinglok var fleytt í gegn lyfjafrumvarpi, sem er slík ögrandi eggjan til átaka, að vonandi verður þeim að ósk sinni. Enda tími til kominn.
Höfundur Marteinn Skaftfells 1984
Flokkar:Fæðubótarefni