ZINK
Athuganir hafa leitt í ljós, að zinkskortur getur valdið kyndeyfð karla. Einnig er ljóst, að zink hefur mikla þýðingu fyrir heilbrigði blöðruhálskirtilsins. Zinkskortur getur valdið því að kirtillinn stækki, og jafnvel fleiri neikvæðum breytingum. Zink er einnig græðandi. Og fyrir nokkrum árum rakst ég á grein, þar sem skýrt var frá skurðaðgerð á konum, og það kom í Ijós, að væri þeim gefið zink vikuna fyrir aðgerðina, stytti það legutímann um helming.
Hvort þetta á við allar skurðaðgerðir, var ekki tekið fram. En vandalaust er að ganga úr skugga um það. Mörg vítamín og önnur rétt næring, ræður miklu um heilbrigt kynlíf. Ef nefna á eitt vítamín öðrum fremur, er það E-vítamín. Og staðreynd er, að E-vítamín getur fyrirbyggt fósturlát, og það hefur mikla þýðingu fyrir eðlilega hormónaframleiðslu. Og það er talið þýðingarmikið fyrir heilbrigði kynkirtla. E-vítamín er einnig talið gagnlegt konum á breytingaskeiðinu. – Hinn kunni læknir, dr. Evan Shute við samnefnda stofnun í Kanada skýrir frá þessu o.fl.
E-vítamín og hveitikímolía: Konu í Kanada, sem lifði þá óþægilegu reynslu að missa fóstur 7 sinnum á 8 árum, var bent á að neyta E-vít. og hveitikímsolíu. En hún hafði ekki trú á slíkum „skottulækningum“ og sinnti því ekki, fyrr en góðvinur skýrði henni frá hliðstæðu dæmi, sem E-vít. og kímolían gjörbreytti. Þá ákvað hún að gera tilraun. Skömmu síðar varð hún barnshafandi, og allt gekk eðlilega. Níu mánuðum seinna fæddi hún stálhraustan strák.
SÚREFNIÐ OG HJARTAÐ
Það er margt, sem getur orsakað hjartaveilur: léleg fæða, ofgnægð sykurs, of lítil hreyfing, offita, reykingar, kaffi o.íl. Allt getur þetta haft þau áhrif að hjartavöðvinn fái oflítið súrefni. En súrefni er þessum þolmikla iðjusama vöðva nauðsynlegt, stöðug tilfærsla súrefnis. Lítil skerðing súrefnis getur haft alvarlegar afleiðingar. – Austurríski próf. og vísindamaðurinn W. Halden, við Alþjóða heilbrigðisstofnunina skýrði frá því á þingi næringarfræðilegra rannsókna, að t.d. blóðleysi geti orsakað skaðaverkanir á hjarta og æðum, þar eð rauðu blóðkornin flytji ekki nægð súrefnis. Kaffi og tóbak geta einnig valdið súrefnisskorti með truflunum á blóðsykursmagni og með aukningu á kólesteról og fituinnihaldi blóðsins. -Alkóhól hefur líka áhrif. Fita í æðum hindrar nægð súrefnisríks blóðs til hjartans. Þannig er súrefnisskortur bein orsök hjartasjúkdóma.
Grænmetisfæði verndar tennur
Hinn kunni vísindamaður Paavo 0.Airola skýrir frá því, að hann hafi heimsótt tannlækni í Svíþjóð. Þar vakti athygli hans fjögur börn, sem voru svo óvenju frískleg og heilbrigð, og með hvítar tennur. Tannlæknirinn sagði honum, að öll fjölskyldan hefði lifað á Waerland-fæði. En Waerland var, eins og flestir lesendur munu vita, heilsufrömuður sem barðist fyrir jurtafæðu. ekkert barnanna hafði fengið neina skemmda tönn. Hið elsta þeirra var 17 ára. Þar sem þetta var tannlæknisfjölskylda, spurði ég, hve oft þau burstuðu tennurnar: ,,Aldrei“ var svar læknisins. ,,Ég trúi ekki á tannburstarnir. Þau skola tennurnar eftir máltíðir, nota einstaka sinnum tannstöngla, en ljúka hverri máltíð með ávöxtum eða hráu grænmeti.“ Óþarfi er að taka fram, að hvítur sykur, hvítt brauð og sælgæti hafði aldrei angrað þessa fjölskyldu. Enn eitt dæmið um gildi hollrar fæðu.
Höfundur : Marteinn Skaftfells ári 1984
Flokkar:Fæðubótarefni