Inngangur
Í 3/4 tbl. H.h. 1982 var stutt grein eftir Martein Skaftfells um kvikasilfurseitrun úr „amalgam“ tannfyllingum. Þar var í stuttu máli sögð sjúkdómssaga manns, sem læknaðist algerlega eftir að silfur-amalgam í tannfyllingum höfðu verið fjarlægðar úr munni hans. Auk þess var vitnað í ummæli vísindamanna og lítils háttar útskýrt hvernig á því stendur, að þetta efni leysist upp í munninum og berst út í blóðið og veldur, er frá líður, hægfara kvikasilfurseitrun. Nú hafa okkur borist í hendur heilmiklar upplýsingar til viðbótar, frá mörgum mismunandi aðilum, sem sýna, að á síðustu árum hafa verið gerðar rannsóknir, sem sanna endanlega að allar fullyrðingar um óuppleysanleika þessa efnis við skilyrði sem eru í munni fólks, eru annaðhvort byggðar á ævagömlum og löngu úreltum rannsóknum, eða þá að þær eru sagðar gegn betri vitund eða afhreinni vanþekkingu.
Greinarhöfundur vill taka það skýrt fram, að þessi grein er ekki skrifuð afóvild til tannlækna, eða til að torvelda þeim störf þeirra. Almennir tannlæknar hafa enga aðstöðu til þess að geta gert þær mælingar og athuganir, sem nauðsynlegar eru til að geta sjálfir gengið úr skugga um hvort silfur-amalgam sé hættulegt eða ekki. Þeir verða eingöngu að treysta á að þær upplýsingar sem þeir fá í námi sínu séu réttar. Því er ekki réttmætt að skella skuldinni á þá, því að þeir nota amalgamið í góðri trú,, alls óvitandi um skaðsemi þess. Í tannlæknaskólum hefur verið, og er kannski enn, fullyrt að amalgam fyllingar séu þrautprófaðar og algerlega skaðlausar.
Þó gleymist oft að farið var að nota amalgam í tannfyllingar þegar í byrjun aldarinnár og að tækni til að mæla smáskammta Tívikasilfurs var þá á bernskuskeiði. Mælitæknin var beinlínis ekki nægilega góð til þess að það litla magn kvikasilfurs, sem daglega losnar úr fyllingarefninu fyndist. Af þeirri ástæðu var notkun þess leyfð og sú staðhæfing komst inn í kennslubækur tannlækna, að efnið væri algerlega óuppleysanlegt og skaðlaust. Síðan hefur mælitækni stórlega fleygt fram og þegar á árunum 1920 – 1930 voru birtar vísindalegar skýrslur sem sönnuðu hið gagnstæða. Hér á eftir verður sagt frá nokkrum slíkum athugunum og rannsóknum.
Hvað er amalgam?
Áður en lengra er haldið er þó rétt að fræða lesendur örlítið um hvað átt er við þegar rætt er um amalgam eða silfuramalgam. Amalgam sem notað er til tannviðgerða er ævinlega blanda kvikasilfurs og eins eða fleiri annarra málma, oftast silfurs. Stundum er þó bætt í það öðrum málmum, t.d. kopar og/eða tini og jafnvel fleiri málmum. Einnig mun amalgam með gulli þekkjast. Málmurinn eða málmarnir eru í fínmöluðu formi og kvikasilfrið er hrært eða hrist saman við málmduftið fyrir notkun, þannig að úr verður nokkurs konar kítti.
Að skömmum tíma liðnum leysast málmagnirnar að hluta upp í kvikasilfrinu sem er í vökvakenndu ástandi við stofuhita. Við það harðnar kíttið og verður fast efni sem í reynd er ójöfn (inhomogen) blanda málmsins sem kornin eru úr og kvikasilfur/málmblöndunni, sem líta má á sem nokkurs konar melmi (legering) kvikasilfurs og málmsins eða málmanna sem í málmduftinu voru upphaflega. Í amalgami sem notað er til tannviðgerða eru oftast nálægt 45 – 50% kvikasilfurs en afgangurinn aðrir málmar. Í nýju amalgami er aldrei minna en 40% kvikasilfur, væri það minna héldist það ekki saman, en getur farið í allt að 55%.
Skýrsla dr. Jaro Pleva
Í bandaríska tímaritinu Ortomolecular Psychiatry hafa að undanförnu verið birtar nokkrar mjög athyglisverðar greinar um kvikasilfurseitrun frá tannfyllingum. Í blaði nr. 3, 1983 er löng grein eftir Svíann dr. Jaro Pleva, sem er doktor í lyfjafræði auk þess að vera sérfræðingur í málmtæringarfræði. Hann er nú yfirmaður við „Tæringardeild stálrannsókna“ hjá fyrirtækinu Uddeholm Ab í Hagfors í Svíþjóð.
Sjúkdómsemkennin hurfu þegar tannfyllingamar voru fjarlægðar
Dr. Jaro Pleva byrjar á því að segja að hann skrifi þessa skýrslu fyrst og fremst til þess að aðrir einstaklingar, sem líkt er ástatt með og var hjá honum, geti haft gagn af og þannig losnað við óþarfar þjáningar. Saga hans er að mörgu leyti lík sögu landa hans, Gunnars Wiklund, sem sagt var frá í H.h. 3/4 tbl. 1982. Hann segir að í 20 ár hafi hann gengið með fjölda amalgam fyllinga í munninum. Árið 1963 var ,,brú“ úr gulli sett í hann í stað tveggja jaxla í neðri gómi, sem þurfti að fjarlægja.
Þrettán árum seinna þurfti að gera við aðra tönnina sem hélt brúnni fastri og var það gert með því að bora í gegnum gullið í brúnni og var holan fyllt með silfuramalgami. Áður hafði hann m.a. þjáðst aflangvarandi höfuðverk sem líktist mígreni, en eftir að amalgam fyllingin var sett niður í gulliðkeyrði fyrst um þverbak. Auk höfuðverkjarins fór hann nú að vakna upp á nóttunni í dauðans angist og með óreglulegan hjartslátt svo að hann hélt stundum að hans hinsta stund væri komin.Jafnframt ágerðust einnig ýmis önnur einkenni sem hann hafði þjáðst af. Hér á eftir fer skrá yfir helstu sjúkdómseinkenni, sem hrjáðu hann á þessum tíma.
* Óreglulegur hjartsláttur, oft með angistartilfinningu.
* Mikill verkur vinstra megin í brjóstinu.
* Blæðingar í sjónhimnu augans.
* Sorti fyrir augum, sérstaklega eftir áreynslu.
* Erfiðleikar með að stjórna augnhreyfingum.
* Dílar fyrir augum, hreyfðust inn í sjónsviðið á nokkrum mínútum og hurfu síðan hægt.
* Glígja í augum, þurr augu og grár hringur í kringum sjáöldur (Arcus smilis).
* Erting og roði í koki og bólgur í barka og hálsi.
* Vandamál sið að stjórna geðbrigðum og hegðun.
* Áhugaleysi fyrir lífinu, þreyta og tilfinning fyrir því að vera orðinn gamall.
* Skert geta til vinnu, bæði andlegrar og líkamlegrar, skert athygli.
* Aukin svefnþörf, svimi.
* Höfuðverkur, líkur mígreni, sérstaklega í sambandi viðveðrabreytingar eða ef sofið var lengur á morgnana en venjulega.
* Lömun hægra megin í andliti. Hafði áhrif á heyrn og jafnvægisskyn.
* Þrautir í neðri-kjálkabeini.
* Aukin munnvatnsframleiðsla (súrt málmbragð).
* Blæðingar úrgómi við tannburstun.
* Verkir í liðum og þrautir neðantil í baki.
* Veikleiki í vöðvum og léleg vöðvastarfsemi.
* Náladofi á ýmsum stöðum.
* Öndunarerfiðleikar, líkt asthma, náði ekki andanum.
* Erting í meltingarfærum.
* Exem.
Þetta er langur og ófagur listi og sem betur fer eru ekki allir með malgam fyllingar jafn illa farnir og Jaro Pleva var. Þetta sýnir þó, að einkenni hægvirkrar kvikasilfurseitrunar geta verið margvísleg og ekki víst að þau birtist eins hjá öllum. Dr. Jaro Pleva tók fljótlega eftir því, að amalgam fyllingin í gullinu sem áður greinir frá tærðist mjög fljótt og vegna þekkingar sinnar á tæringu málma sá hann að mikið kvikasilfur hlaut stöðugt að losna úr henni. Hann lagði vandamál sín fyrir nokkra lækna og sýndi þeim hvernig fyllingin hafði tærst og stakk upp á hvort kvikasilfurseitrun gæti valdið þessu óþolandi heilsuleysi, sem þrátt fyrir fjölmargar og nákvæmar rannsóknir hafði ekki fundist læknisfræðileg ástæða íýrir.
Læknarnir töldu af og frá að tannfyllingar gætu átt þar nokkra sök og sögðu að hann hlyti aðeins að þjást af taugaveiklun og streitu. Hann fór þá í þvagrannsókn, sem sýndi kvikasilfursmagn undir leyfilegum mörkum. Dr. Pleva var þó ekki sáttur við þennan úrskurð og þegar hann hafði kynnt sér gaumgæfilega í fræðiritum áhrif kvikasilfurs í smáum skömmtum, ákvað hann að láta taka úr sér amalgam tannfyllingarnar á eigin ábyrgð. Eftir nokkurt þref tókst honum að fá tannlækni til að fjarlægja gömlu fyllingarnar eina af annarri og setja önnur efni í staðinn.
Fljótlega fór líðan hans að skána og eftir að íyllingarnar í efri gómi andspænis gullbrúnni áðurnefndu voru fjarlægðar, hvarfhöfuðverkurinn á skömmum tíma og er búið var að skipta um allar fyllingarnar hurfu líkamlegu einkennin mjög fljótt. Sálrænu einkennin hurfu einnig von bráðar en þó verulega hægar en þau líkamlegu. Nálægt hálfu ári eftir að síðasta fyllingin var tekin voru öll einkenni nema andlitslömunin horfin að fullu og líðan hans var orðin öll önnur, bæði andlega og líkamlega. Hann var nú ekki lengur uppspenntur eins og áður, heldur fullur af ró og friði. Andlitslömunin virðist þó að hluta til ætla að verða varanleg. Það vakti undrun hans að sjúkdómseinkenni t.d. bakverkur, sem hann hafði ekki sett í sambandi við tannfyllingarnar, löguðust einnig.
Tæring á silfur-amalgam
Dr. Pleva, sem eins og áður segir, vinnur á rannsóknarstofu, fór nú sjálfur að gera athuganir á uppleysanleika amalgams og rannsakaði m.a. á vinnustofu sinni gamlar tannfyllingar, sem teknar höfðu verið úr honum sjálfum og öðrum, og bar saman við nýjar fyllingar. Við rannsóknina notaði hann m.a. rafeindasmásjá, sem einnig mátti nota sem örgreini, en með slíku tæki má efnagreina mjög lítil sýni og athuga dreifingu efna á mismunandi stöðum í brotum úr tannfyllingum. Í ljós kom að ótrúlega mikill munur reyndist vera á fyllingum eftir því hversu lengi þær höfðu verið í tönnunum. Í nýjum fyllingum var kvikasilfursmagnið 45% en lækkaði með aldri. Koparinnihaldið var 14% og afgangurinn silfur og tin.
Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er svo hátt koparinnihald mjög slæmt, því að kopar-amalgam tærist hraðar en silfuramalgam. Á yfirborði fimm ára gamalla fyllinga var svart yfirborðslag sem snéri að tönninni. Þetta lag var með 27% kvikasilfurs en aðeins 3% silfurs. Afgangurinn var að mestu tin. Í 20 ára gömlum fyllingum var hvorki silfur né kvikasilfur í yfirborðslaginu, heldur 40 – 60% tin, 37 -51% zink og 4 – 7% kopar. Álíta má að þetta háa zinkhlutfall hafi komið úr zinkfosfat tannlími, sem legið hafi undir fyllingunni.
Grá svæði úr sömu fyllingu innihéldu ennþá 5% kvikasilfurs og 4% silfurs en tinið hafði aukist upp í 80%. Inni í miðju fyllinganna var einnig minna kvikasilfur en í nýjum fyllingum, en mjög mismunandi og fór minnkandi er nær dró yfirborði. Dr. Pleva telur að kvikasilfrið losni úr fyllingunum með ýmsu móti. Í fyrsta lagi leysa sýrur og sölt í fæðunni upp yfirborð fyllinganna og þannig blandast kvikasilfurssjónir saman við fæðuna. Í öðru lagi gufar kvikasilfur stöðugt út úr fyllingunum og blandast efnið þannig loftkenndu ástandi saman við það loft sem við öndum að okkur.
Verulegt magn kvikasilfurs hefur fundist í lofti úr munni fólks með margar fyllingar og í einstöku tilfellum jafnvel yfir þeim mörkum sem leyfð eru að séu í andrómslofti á vinnustöðum, sem í Svíþjóð og Bandaríkjunum er 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í þessum löndum stendur til að lækka það mark og í sumum öðrum löngum er það 10 míkróg/ m3 eða lægra. Þá er gert ráð fyrir að dvalið; sé á vinnustað 40 stundir á viku. Allt að 87 míkrógrömm/m3 hafa mælst í lofti úr munni fólks skömmu eftir tyggingu (Svare o.fl. 1981).
Lungun taka kvikasilfursgufu vel upp (Hurch o.H. 1976). Þannig fær kvikasilfur í gufuformi greiða leið inn í líkamann. Í þriðja lagi getur kvikasilfur borist úr fyllingum gegnum tannrótina og inn í kjálkabeinin (Frykholm 1955; Till og Maly 1978). Dæmi eru til um kvikasilfurstyrkleika yfir 1200 ppm (hluta úr milljón) í kjálkabeinum (Till og Maly 1978). Berist slíkt magn kvikasilfurs út um líkamann hlýtur það að valda mjög alvarlegum eiturverkunum. Í fjórða lagi verða fyllingar fyrir stöðugu hnjaski við tyggingu og þannig nuddast úr þeim efni, sem blandast fæðunni sem örfínar örður. Magasýrurnar leysa þessar örður auðveldlega upp og líkaminn tekur síðan kvikasilfursjónirnar, sem myndast, upp í meltingarfærunum.
Gull og amalgam saman flýtir fyrir tæringu
Séu bæði gull og amalgam fyllingar í sama munni myndast rafspenna milli gullsins og amalgamsins. Rafstraumar þeir sem þessi rafspenna framkallar flýta mjög fyrir tæringu amalgamsins, því að eins og vel þekkt er úr rafmagnsfræðinni eyðist ætíð óeðlari málmurinn í rafhlöðum og í raun má líta á gullið og kvikasilfrið sem gull/kvikasilfursrafhlöðu. Komist sýrur eða sölt í snertingu við stál eða gullspengur og amalgam fyllingar í sama munni, vex straumurinn mikið og jafnframt tærist amalgamið mjög hratt. Í sprungum í fyllingum og meðfram brúnum fyllinga setjast gjarnan matarleifar.
Gerlastarfsemi veldur því m.a. að í þessum sprungum safnast oftast saman efnasambönd þar sem sýrur og sölt er ein aðaluppistaðan. Í slíkum sprungum er því tæringin mjög ör og úr þeim berst stöðugt kvikasilfursmengun út í munnvatnið. Dr. Pleva hafði veitt því athygli, að honum leið alltaf verr eftir að hann hafði borðað súran eða saltan mat. Hann skýrir það með því að tæringin hafi þá orðið svo ör að meira eitur hafi á stuttum tíma borist út um líkamann og valdið vanlíðaninni. Hann segir að þeir sem séu með bæði gull og amalgamfyllingar megi ganga að því sem nokkurn vegin vísu, að fá kvikasilfurseitrun á til þess að gera skömmum tíma. Í lok greinar sinnar segir dr. Pleva eftirfarandi:
„Rannsóknir á tærðum amalgam tannfyllingum, sjúkdómsfrásagnir og skráðar rannsóknarheimildir sýna það að, allar fullyrðingar um það að amalgam sé stöðug toruppleysanleg málmblanda eru á sandi byggðar. Vegna þess að kvikasilfursinnihald gamalla amalgamfyllinga var í öllum tilfellum lægra en nýrra fyllinga og í sumum tilfellum ekki neitt á vissum svæðum, hlýtur tæring að hafa valdið upplausn og uppgufun kvikasilfurs, en ekki hækkun þess í fyllingunum eins og stundum hefur verið haldið fram (Fraunhofer og Staheli 1972). Þekking á hinn flóknu uppbyggingu og tæringarhegðun amalgams sýna að óraunhæft er að líta á það sem stöðuga efnablöndu. Jafnvel mjög óveruleg tæring væri óviðunnandi þegar um jafn eitraðan málm og kvikasilfur er að ræða. Fyrir tannlækna sem annt er um að skaða ekki sjúklinga sína er nú ekki lengur ástæða til að vera í vafa.
Ótal margt bendir nú til þess að of margir verði að líða miklar þjáningar vegna þess að vísindalegar rannsóknaniðurstöður hafa verið snið gengnar. Einnig er full ástæða til þess að gerð sé fræðileg könnun á sambandi menningarsjúkdóma og notkun á amalgami. Sem fyrsta spor í rétta átt væri að notkun á amalgami samhliða gulli og öðrum málmum (stáli í spöngum o.fl., þýð.). verði stöðvuð nú þegar.“
Ég ætla að tengja lampann við stærstu fyllingarnar og sjá hvort kviknar á honum.
Ekkert er nýtt undir sólinni
Hvernig má þetta vera? Hvernig stendur eiginlega á því að búið er að nota þetta efni síðan um aldamót, án þess að kvartanir hafi borist og að hæfir efnafræðingar hafi gert nauðsynlegar athuganir fyrr en nú? Þessum spurningum væri full ástæða til að reyna að svara. Langvarandi kvikasilfurseitrun er lúmskur sjúkdómur og næstum því ómögulegt fyrir almenna lækna að greina, vegna þess að mörg einkenni eitrunarinnar minna oft á ýmsa aðra sjúkdóma og er því eðlilegt að læknum yfirsjáist sá möguleiki að um eitrun sé að ræða. Mjög nákvæm og sérhæfð mælitæki og mælitækni þarf til að greina kvikasilfur í jafn litlu magni og nauðsynlegt er til að fá marktækar niðurstöður.
Kvikasilfur finnst trauðla í þvagi fyrr en eitrunin er komin á nokkuð hátt stig, séu daglegir skammtar innan ákveðinna marka, sem þó eru nægilega háir til að valda langvarandi hæggengri eitrun. Aðeins lítið brot þess kvikasilfurs sem berst inn í líkamann kemur fram í þvagi. Afgangurinn sest að öllum líkindum fyrir í líkamanum, að minnsta kosti í bili. Kvikasilfur mælist illa í blóði nema um mjög alvarlegar eitranir sé að ræða. Þó eru til sannaðar frásagnir um kvikasilfurseitranir frá tannfyllingum, að minnsta kosti aftur til 1920.
Þýski efnafræðingurinn dr. Alfred Stock, ásamt fleiri þýskum efnafræðingum, hófrannsóknir á amalgameitrunum á árunum eftir 1920 og birti fyrstu skýrslu sína í „Zeitschrift fur Angewandte Ghemie“, nr. 39, 1926. Hann hélt rannsóknum sínum áfram þar til heimstyrjöldin skall á og birti á þeim tíma margar rannsóknarskýrslur sem sönnuðu ótvírætt að eldri fullyrðingar um skaðleysi amalgams voru reistar á ófullkominni mælitækni og/eða kunnáttuleysi þeirra aðila sem rannsóknirnar gerðu á grundvallaratriðum í efnafræði, efnagreiningum og málmtæringarfræði.
Rannsóknir á amalgameitrun voru á millistríðsárunum að stærstum hluta unnar af þýskum efnafræðingum, sem á þeim árum voru í fremstu röð í heiminum. Á stríðsárunum rofnaði að mestu samband þýskra vísindamanna við önnur lönd og vísindamenn í öðrum ríkjum Vestur-Evrópu töldu sig hafa lítið að sækja til þýskra vísindamanna. Þannig gleymdust þessar rannsóknir að mestu í áratugi. Nú er aftur búið að taka .þessar rykföllnu skýrslur úr skjalageymslum í tengslum við hliðstæðar rannsóknir síðari ára.
Ein ástæða þess að tannlæknar tóku niðurstöðum dr. Stocks með litlum fögnuði og óskiljanlegu áhugaleysi gæti verið sú, að þá voru engin nothæf fylliefni í tennur til, önnur en amalgam. Almenn viðurkenning læknavísindanna á skaðsemi amalgams hefði því í raun kippt fótunum undan tannlæknastéttinni. Í stuttu máli má segja að dr. Stock, sem var forstöðumaður fyrir „Efnafræðistofnun Vilhjálms keisara“, og samstarfsmenn hans hafi þá sannað á óyggjandi hátt að amalgam í tannfyllingum leysist og gufar upp og getur í mörgum tilfellum valdið langvarandi hægverkandi kvikasilfurseitrun, sem getur lýst sér með ýmsu móti.
Algengustu einkennin eru höfuðverkur sem líkist mígreni, minnisleysi, sérstaklega skortur á skammtíma minni, spenntar taugar og streita, vangeta til vinnu, bæði andlegrar og líkamlegrar, ásamt þunglyndi, magnleysi og jafnvel skertri hreyfigetu sem stundum líkist einkennum heila og mænusiggs (MS) og í verstu tilfellum jafnvel geðtruflanir. Líkamleg einkenni eru oft málmbragð í munni, eymsli og/eða sár í tannholdi, skert sjón eða sjóntruflanir, eymsli í liðum og jafnvel alvarlegar lamanir. Fleira mætti nefna. Þess ber að geta að sjaldan koma öll þessi einkenni fram hjá sama einstaklingi, heldur virðist svo sem eitrunin hitti hvern þar fyrir þar sem hann er veikastur. Flest þessi einkenni eru þekkt innan eiturefnafræðinnar.
Á ensku er til orðtak sem segir að einhver sé „mad as a hatmaker“, þ.e. „vitlaus eins og hattagerðarmaður“. Hattagerðarmenn notuðu litarefni sem kvikasilfur var í við iðju sína og þarf orðtakið ekki nánari skýringa við. Stock taldi að miklu minna kvikasilfur þyrfti til að eitranaeinkenni gerðu vart við sig heldur en álitið hafði verið, og er jafnvel álitið af sumum nú á tímum, ef efnið berst í smáum skömmtum í líkamann daglega. Hann taldi að til þess að eitrunareinkenni komi í ljós þurfi eiturmagnið að komast yfir ákveðinn þröskuld. Sé þeim þröskuldi náð þarf mjög litla daglega viðbót til að halda einkennunum við. Þeir sem fá kvikasilfurseitrun af tannfyllingum eru venjulega nokkur ár að ná þessum þröskuldi, en eftir það er ekki batavon nema amalgamfyllingamar séu fjarlægðar, en þá kemur batinn hægt og hægt á mánuðum og árum.
Hversvegna svona eitrað?
Kvikasilfur er af ýmsum talið eitraðra en allir aðrir málmar (Stock 1936, Fellenberg 1977, Till, o.fl.) og öll efnasambönd þess eru eitruð (Freberg og Vostal 1972). Talið er að það taki u.þ.b. ár fyrir miðtaugakerfið að losa sig við helming efnisins (Hanschler 1977, Stock 1938). Efnið sest einkum að í taugavef en er þó ekki eingöngu bundið við hann, heldur getur sest að næstum hvar sem er. Það hefur alls staðar truflandi áhrif, jafnvel í mjög litlu magni. Rannsóknir í Sovétríkjunum sýna að innöndun á lofti, sem aðeins innihélt fá míkrógrömm kvikasilfurs í m3, hafði truflandi áhrif (það magn er miklu lægra en oft mælist í munnholi fólks). 1 Sovétríkjunum er leyfilegt hámarksmagn kvikasilfurs í íbúðahúsnæði aðeins 0,3 míkrógrömm/ m3. Bent hefur verið á að kvikasilfur og blý hafi samverkandi (synergistic) áhrif (Stöfen 1974) og auki þannig eituráhrif hvors annars.
Fleira en tannfyllingar geta orsakað kvikasilfurseitrun t.d. getur dropi kvikasilfurs úr brotnu flúorljósi eða hitamæli, sem lendir í rifu á gólfi eða í gólfteppi, án þess að vera fjarlægður, mengað loft í herbergi árum saman. Dæmi eru erlendis um kvikasilfurseitranir frá skelfiski og fleiri sjávarafurðum. Eitur afslíkum utanaðkomandi ástæðum bætist vitanlega við þá eitrum sem frá tannfyllingunum kemur og gerir illt verra. Vitað er að kvikasilfur truflar myndun flestra ef ekki allra þekktra lífhvata (enzyma), og gengur inn í þúsundir mismunandi próteina (Kalchner o.íl. 1976). Einnig er talið að kvikasilfur trufli starfsemi hinna svokölluðu T-lymfosyta, sem eru hvítar blóðfrumur sem stjórna ónæmiskerfi líkamans. Engan þarf því að undra þó að ýmiskonar ofnæmissjúkdómar hrjái fólk með kvikasilfurseitrun, jafnvel á lágu stigi. Reynslan hefur sýnt að margir mynda ofnæmi fyrir ýmsum algengum efnum (Trachtenburg 1974, Huggins 1982, Kantharjian 1961, Ketchner o.fl. 1976, Stock 1928).
Eftir að amalgamfyllingar hafa verið fjarlægðar smá dregur úr ofnæmiseinkennunum. Vafalaust má fullyrða að einstaklingar þola amalgameitrun mjög mismunandi vel. Sumir virðast hafa viðunandi heilsu, jafnvel þó að þeir séu með amalgam í flestum tönnum. Fljótfærnislegt er þó að fullyrða að þeir hafi ekki hlotið neitt tjón vegna fyllinganna. Líklegra er að meðfætt þol þessara einstaklinga sé meira en gengur og gerist og því korni augljós eitrunareinkenni ekki fram, enda þótt þeir líði meira eða minna. Aðrir virðast þola kvikasilfur verr en í meðallagi. Þeir geta orðið ævilangt öryrkjar ef ekki er að gert. Flestir liggja sennilega þarna á milli, verða fyrir ýmiskonar óþægindum en þó ekki meira en svo að þeir læra að lifa við það sæmilega eðlilegu lífi.
Íslensk athugun
Áður en þessi grein var skrifuð gerði greinarhöfundur smáathugun á uppleysanleika amalgams í mismunandi lausnum, til að sannreyna hvort fullyrðingar háskólakennara í tannlækningum stæðust einfalda prófraun. Hefðu þær fullyrðingar staðist væri þessi grein ekki hér á prenti. Ekki má líta þannig á að þessi athugun skeri á nein hátt úr um það hvort amalgam í tannfyllingum valdi kvikasilfurseitrun eða ekki. Það eina sem hún sker úr um er, að hún afsannar meginröksemd þeirra sem haldið hafa fram skaðleysi amalgams, þ.e. að efnið sé óuppleysanlegt við þau skilyrði sem eru í munninum. Athugunin sýndi að jafnvel í hreinu vatni leysist kvikasilfur úr amalgam, í vel mælanlegu magni. Í súrum og sérstaklega söltum upplausnum leystist verulega meira. Þetta staðfestir aðeins samsvarandi erlendar athuganir.
Athugunin fór þannig fram, að í 100 ml plastglös voru látnir 50 ml mismunandi vökva. 1 einu glasinu var afjónað vatn, í öðru dauf upplausn mjólkursýru, í þriðja glasinu var veik matarsaltslausn og í fjórða glasinu veik blanda af kóladrykk. Niður í hvert glas fyrir sig var hengd í grannri plastsnúru amalgamfylling úr fersku amalgami, steyptu í sérstöku til þess búnu móti. Hver fylling var 0.47 g að þyngd. Glösin voru látin standa við ca. 22°C hita í þrjá sólarhringa. Þá var amalgamið tekið upp úr þeim og kvikasilfursmagnið í vökvanum mælt á atóm-ísogunar litrofsmæli (atomic absorption photospectrometer). Til viðmiðunar voru einnig mæld sýni með þekktu kvikasilfursmagni, og afjónað vatn.
Um leið var einnig mælt afjónað vatn úr glasi sem hangið hafði niðri í brot úr gamalli fyllingu nálægt 0.08 g að þyngd. Einnig í því glasi mældist kvikasilfur, en þó í minna magni. 1 afjónaða vatninu voru 6.8 ppb (hlutar úr milljarði), í mjólkursýrublöndunni 13.3 ppb, og í saltvatninu 30 ppb. Þetta er í vísu ekki mikið magn, en eigi að síður vel mælanlegt með nútíma tæki. Í svona tilraun er hitastigið miklu lægra en í munni fólks. Auk þess er engin hreyfing á vökvanum meðan á tilraun stendur og einnig enginn núningur. Allir þessir þættir og ýmsir fleiri hafa mikil og afgerandi áhrif á magn þess kvikasilfurs sem losnar. Þessi athugun er í góðu samræmi við svipaðar erlendar athuganir og sannar, að minnsta kosti í mínum augum, áreiðanleik erlendu athugananna.
Hvað er til ráða?
Séu þær upplýsingar, sem hér hafa verið kynntar, réttar er auðsætt að eitthvað verður að gera í málinu. Bent hefur verið á að þeir sem einnig eru með gullfyllingar eru í mestri hættu. Þeir verða umsvifalaust að láta fjarlægja allt amalgam úr tönnum sínum. Einnig eru þeir sem hafa margar og stórar fyllingar í mikilli hættu. Í stað amalgams má í mörgum tilfellum setja ódýrar gerviefnafyllingar. Margir tannlæknar eru ennþá ragir við gerviefnin afótta við að þau endist verr en amalgamið. Vissulega er ennþá ekki komin jafn löng reynsla á þau og amalgam. Greinarhöfundur lét fyrir ári síðan skipta á nokkrum amalgam fyllingum og gerviefnum. Allar þær fyllingar eru ennþá í lagi og sér ekki á þeim. Nú er greinarhöfundur að láta skipta á þeim amalgamfyllingum sem eftir eru í munni hans. Flestir ættu að geta samþykkt að skárra sé þó að ein og ein fylling verði ónýt og þurfi endurnýjunar við, heldur en að eitra sjálfan sig með kvikasilfri.
Í einstöku tilfellum kann að vera að gull sé eina úrræðið, en eins og flestir vita er það nálægt tíu sinnum dýrara en aðrar fyllingar. Þeir sem þjást af þeim einkennum sem lýst hefur verið hér á undan eiga varla annarra kosta völ en gera eitthvað í málinu. Hinum sem ekki hafa orðið varir við þessi einkenni má benda á að talið er að A-vítamín, C-vítamín, selen og sérstaklega E-vítamín geti að nokkru dregið úr eiturverkunum kvikasilfurs (sjá H.h. des. 1979; Sigrið streituna með E-vítamíni). Einnig er líklegt að gnótt ýmissa steinefna í fæðunni minnki upptöku líkamans á kvikasilfri frá meltingarfærunum og auðveldi e.t.v. einnig losun þess úr líkamsvefjum. Þetta er þó engan veginn fullvíst. Góð munnhirða bætir einnig ástandið og dregur úr að kvikasilfur losni úr fyllingum, en stöðvar það þó alls ekki. Dr. Stock reyndi þvagörvandi lyf með litlum árangi, en stórir skammtar C-vítamíns hafa sýnt kvikasilfursaukningu í þvagi, sem bendir til að það hjálpi til við losun þess úr líkamsvefjum.
Þetta er kannski dálítið sárt, en þú verður betri í höfðinu á eftir.
Lokaorð
Í Svíþjóð hafa nú hundruð einstaklinga endurheimt heilsu sína með því að láta fjarlægja amalgam úr tönnum sínum. Sennilega er aðeins tímaspursmál hvenær amalgam verður endanlega bannað þar í landi. Ef til vill er það þegar búið þegar þessi orð eru rituð. Tannlæknar ættu ekki að snúast gegn þessum upplýsingum sem hér eru nú kynntar almenningi á Íslandi. Þeir vísindamenn í Þýskalandi og Svíþjóð sem rannsakað haf amalgam mest, eru allir í fremstu röð á sínu sviði, og eru örugglega fullkomlega dómbærir á hvernig túlka ber niðurstöður þessara rannsókna.
Þeir hafa gagnrýnt harðlega hrokafullar fullyrðingar einstakra kennara í tannlæknastétt, sem reynt hafa að gera rannsóknarstörf þeirra tortryggileg án þess sjálfir að geta sýnt viðunandi rannsóknir sem sönnuðu skaðleysi amalgams í tannfyllingum. Þeir hafa gagnrýnt málamyndarannsóknir sem átt hafa að sýna þetta skaðleysi, en stóðust ekki lágmarks kröfur um vísindaleg vinnubrögð. Þeir hafa bent þessum mönnum á, að eigi rannsóknir þeirra að vera marktækar, verði þær að vera unnar af rannsóknarmönnum sem hafi einhverja lágmarksþekkingu í efnafræði og greiningatækni og að efnagreiningar séu gerðar með nútíma tækni. Einnig hafa þeir gagnrýnt það sjónarmið að sjúklingurinn verði nú að sanna að hann sé með kvikasilfurseitrun.
Þeir telja að eðlilegra væri, vegna þess hversu kvikasilfur er hættulegt eitur, að tannlæknahá skólarnir bæru sönnunarbyrðina og sönnuðu að ekki sé um kvikasilfurseitrun að ræða, ef grunur leikur á um slíkt. Vekja má athygli tannlækna á því að þeir eru sjálfir í stöðugri hættu vegna kvikasilfursgufu frá amalgami sem þeir eru daglega með í höndunum. Nú eru komin og eru að koma á markaðinn ný og frábær tannfyllingarefni. Sennilega eru dagar amalgamsins sem tannfyllingarefnis því brátt taldir.
Heimildir: Þrjár greinar úr Ortomolecular Psychiatry nr. 3,1983: *Mercury Poisoning From Dental Amalgam, eftir Jaro Pleva, Ph.D.* Amalgam-Hazards In Ypur Teeth, efdr Mats Hanson, Háskólanum í Lundi.* Experiences with Mercury Poisoning, eftir Dr. Alfred Stock og Dr E.Jaenis, 1926.* Greinum þessum fylgir nokkurra blaðsiðna heimildalisti, sem of langt mál er til að birta hér.Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þær heimildir eða langar til að lesa greinarnar óstyttar mega hafa samband við greinarhöfund.
Höfundur: Ævar Jóhannesson árið 1984
Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar