Heilbrigðar kartöflur

Talið er að um 90% af öllum þeim matvælum, sem við Íslendingar neytum, séu búvörur, annað hvort úr dýraríkinu eða plönturíkinu. Nærri helmingurinn eru innfluttar búvörur. Af garðávöxtum er mest ræktað af kartöflum og talið er að þær séu 4/5 hluti allrar grænmetisneyslu í landinu. Á árunum 1971 til 1980 var meðalárs uppskera 9,477 tonn. Mest var uppskeran 1980, en þá var hún 15,341 tonn eða 61.87% fyrir ofan meðaltal, en lægst var uppskeran 1973 með 6,030 tonn eða 36.38% fyrir neðan meðaltal þessara 10 ára.

Aðalástæða fyrir þessari miklu sveiflu á uppskeru frá ári til árs er veðurfarið, og þá helst lágt hitastig um vaxtartímann. Næturfrost í ágúst hafa oft á tíðum dregið mjög úr vexti og í sumum tilfellum eyðilagt alveg uppskeruna. Þá hafa komið frost og snjóar síðari hluta september, sem hefur orsakað það að ekki hefur verið hægt að taka kartöflur upp og þær hafa eyðilagst í garðinum. Margir plöntusjúkdómar ásækja kartöflur á meðan þær eru að spretta og eftir að þær eru komnar í geymslu. Sjúkdómunum má skipta í eftirfarandi flokka eftir sjúkdómsvaldinum:

1. Sníkjuþráðormasjúkdómar
2. Veirusjúkdómar
3. Sveppasjúkdómar
4. Bakteríusjúkdómar
5. Skordýrasjúkdómar.

Þetta eru allt lífrænir sjúkdómar, sem orsakast beint eða óbeint aflífverum, en þó eru ótaldir ólífrænir sjúkdómar, sem orsakast afveðurfari, áburðarskorti, óhæfum jarðvegi til ræktunar, mismunandi notkun á lífrænum og ólífrænum áburði, búfjáráburði og tilbúnum áburði. Yfirleitt er talið að kartöflusjúkdómar valdi ekki beint sjúkdómum í mönnum, þó hefur verið bent á að þar sem kartöflumygla hefur komið í kartöflur, annað hvort í garðinum eða í geymslu, hefur fósturlát orðið hjá konum, sem neytt hafa skemmdra kartaflna. Alltaf er ógeðfellt að borða skemmdan mat og þar á meðal kartöflur. Hér á landi eru þær flokkaðar í nokkra gæðaflokka og fer þessi flokkun fram hjá framleiðandanum, sem sérstakir matsmenn framkvæma, áður en þær eru sendar til dreifingaraðila. Matsmenn ílokka þær eftir stærð, hreinleika, sýnilegum skemmdum og sjúkdómum, en bragðgæði er fyrirfram ákveðið í reglugerð.

Bragðgæði er ákaflega erfitt að ákvarða fyrirfram, vegna þess að þau helgast af erfðaeiginleikum kartöfluafbrigðisins, jarðvegi, áburði og eiturefnum, sem notuð eru við varnir á sjúkdómum og efni til að auka geymsluþol. Sum afbrigði batna við geymslu, sem talin eru bragðvond við upptöku. Kartöfluframleiðandanum er borgað verð eftir gæðaflokkun hjá honum, en það er löng leið frá honum til neytandans. A þeirri leið geta komið fram skemmdir og sjúkdómar í kartöflunum, sem gerir þær óneysluhæfar hvað sem líður gæðaflokkun. Það væri rétt að taka upp gæðamat á kartöflum til neytenda!! Nýuppteknar kartöflur í ágúst eru saðsamar og innihalda auðmeltanleg næringarefni. Best er að borða þær með hýðinu, en rétt undir því er næfurþunnt lag, sem inniheldur vítamín og protein. Lítið er til um efnagreiningu á íslenskum kartöflum. Eftirfarandi tafla sýnir næringargildi kartaflna miðað við 100 gr afsoðnum kartöflum og frönskum, eftir Caroline Francis úr bókinni Kartöflur, grænmetiskver Iðunnar

Mesta vandamál við að varðveita næringargildi kartaflna og grænmetis er geymsla þeirra frá uppskeru til neyslu, frá hausti til vors. Við geymsluna gufar vatnsinnihald þeirra smásaman upp og þær hlaupa saman, jafnframt þykknar hýðið og verður ólystugt. Vítamíninnihaldið minnkar mikið eftir því sem líður á geymslutímann og í vetrarlok er það alveg horfíð. Kartöflur geymast best á svölum stað, þar sem hitinn er 1 til 4 gráður á Celsius. Við geymslu á kartöflum koma fram ýmsir sjúkdómar, sem hafa borist með þeim úr garðinum í geymsluna. Þó að kartöflurnar hafi sýnst vera heilbrigðar. Kartöflumygla og stöngulveiki berast með kartöflunum í geymsluna og koma fram í þeim við geymslu, en mjög oft koma þessir sjúkdómar fram á plöntunum í garðinum og valda stórtjóni á uppskerunni. Veirusjúkdómar eru oft duldir og verða ekki sýnilegir í kartöflugrasinu á meðan plantan er í vexti. Ef tvær eða fleiri veirutegundir eru í sömu plöntu kemur fram hrukkuveiki í laufblöðunum, stöngullinn og kartöfluhýðin eru sjúk og berst frá útsæðinu frá einum ættlið til annars. Veirusjúkdómar veikja geymsluþol kartaflna.

Rannsóknarstofnunin Neðri Ás í Hveragerði ásamt Plöntusjúkdómastofnun Hollands, sem er í bænum Wageningen, hafa unnið að ræktun á hreinum og veirulausum gullaugastofni í tilraunaglösum og má segja að þetta séu glasabörn. Í þessum tilraunum er beitt frumu- og vefjaræktun, sem er í því fólgin að tekinn er vaxtarsproti fremst í spírunni og hann ræktaður bæði í einöngruðum og sótthreinsuðum næringarvökva. Hver kartöflukynslóðin af annarri hafur verið ræktuð og úr hverri kynslóð valdir þeir einstaklingar sem við prófanir reyndust lausir við veirur og aðra sjúkdóma. Ræktunin hefur að öllu leyti farið fram í tilraunaglösum. Gullaugað varð íýrir valinu, þar sem sú tegund er mest ræktaða afbrigðið hér á landi og vex vel við íslenskar aðstæður, auk þess sem þetta afbrigði er bragðgott. Hún hefur þann ókost að í hana sækja margir sjúkdómar. Á næstu árum verður ræktað heilbrigt útsæði af þessum glasa-„börnum“. Á næstu árum ætti fólk, sem hefur áhuga á að neyta heilbrigðra kartaflna, að geta fengið útsæði og ræktað sjálft sínar matarkartöflur.

Höfundur greinarinnar: Einar I. Siggeirsson var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Eftir það var hann við verklegt nám á Tilraunastoðinni á Sámsstöðum í Fljótshlíð og Garðyrkjustöðina á Reykjum í Mosfellssveit. Fór síðar til Bandaríkjanna og stundaði nám við Ríkisháskólann í Norður-Dakota og lauk BS-prófi þaðan með sérgrein í jarðræktarfræði, og framhaldsnám við sama háskóla, sem lauk með MS-prófi og var aðalnámsgreinin grasafræði. Eftir heimkomuna var hann kennari við Hólaskóla og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Eftir það fór hann til Þýskalands og var þar við framhaldsnám og rannsóknir við Tækniháskólann í Hamover. Frá þessum
háskóla lauk hann doktorsprófi með sérgrein í plöntusjúkdómum. Frá 1970 hefur Einar unnið að rannsóknum við Rannsóknarstofnuna Neðri Ás í Hveragerði. Aðalverkefnið hefur veríð rannsóknir á sníkjuþráðormum í plöntum og veirusjúkdómum. Kynbætur á frostþolnum kartöflum og kartöflum lausar við veirur. Þá hefur hann rannsakað örsveppi, sem valda sjúkdómum í grasi.

Grein frá árinu 1982Flokkar:Umhverfið

%d bloggers like this: