Ábætisréttir – sykurlausir

Þegar vinir og vandamenn koma í heimsókn, veljum við það besta til að bera á borð fyrir þá. Ljúffengar, fallegar og fjölbreyttar máltíðir auka einnig á gleði og einingu heimilisfólksins. Þegar við viljum vanda okkur sem mest verða stundum fyrir valinu næringarsnauðar fæðutegundir, sem innihalda of mikinn sykur. Hér eru nokkrar uppskriftir afnæringarríkum, mjög ljúffengum sykurlausum ábætisréttum.

Melónukarfa
1 melóna
Vínber
1. Skerið melónuna út eins og körfu með haldi.
2. Takið melónukjötið út með skeið og skerið í litla bita og látið aftur í körfuna, eitt sér eða með öðrum ávöxtum.
3. Skreytið með vínberjum og fleiri ávaxtategundum ef vill.

Blandaðir ávextir með hnetum
1. Blandið saman eplum, greipávöxtum, appelsínum, bönunum og vínberjum.
2. Skerið ávextina í jafnabita.
3. Hellið appelsínusafa eða öðrum ávaxtasafa yfir ávextina svo fljóti yfir.
4. Stráið söxuðum hnetum yfir ávextina.

Eplaábætir
2 stór epli
1/4 bolli eplaþykkni (frozen apple juce concentrate)
1 /2 – 3/4 bolli ósætur ananassafi
1.  Allt efni á að vera kalt. Þvoið eplin og skerið varlega í fjóra bita, fjarlægið fræhúsin og geymið eplin í luktu íláti í kæliskáp þar til rétturinn er borinn fram.
2. Setjið eplaþykkni og 1/2 bolla ananassafa í blandara og sneiðið hálft eplið út í safann og þeytið vel.
3. Blandið saman því sem eftir er af eplunum, nokkrum sneiðum í einu. Þeytið þar til blandan er jöfn og laus við eplaagnir. Notið það sem eftir er afananas safanum aðeins ef nauðsynlegt er. Varist að blandan verði of þunn.
4. Stráið söxuðum hnetum yfir ef vill. Einnig mjög ljúffeng með vöflum eða ristuðu heilhveitibrauði smurðu með hnetusmjöri.

Appelsínubananaábætir (Ambrosía-fæða guðanna)
2 appelsínur
2 bananar
1/2 bolli kókosmjöl
1 bolli ananasbitar með safa, ferskir eða niðursoðnir, ósætir.
1. Þvoið og þerrið ávextina áður en þeir eru flysjaðir.
2. Flysjið appelsínur, skerið í sneiðar og síðan í bita.
3. Flysjið banana og skerið í þykkar sneiðar.
4. Blandið öllu gætilega saman með gaffli.
5. Berið fram á litlum diskum fyrir hvern einstakling eða í ábætisglösum.
6. Skreytið með appelsínusneið eða kirsuberi.

TILBREYTNI:
Einungis appelsínu- og bananasneiðar með örlitlum viðbótar appelsínusafa fyrir sósu er ljúffengur ábætisréttur.

Sveskjuábætir
3/4 bolli sveskjur
1/3 bollidöðlur
1 1/3 bolli eplasafi
1/2 tesk. vanilla
l/8tesk.salt
1 msk. sítrónusafi
1. Takið steina úr sveskjum og döðlum.
2. Ef sveskjurnar eru mjúkar er ekki nauðsynlegt að leggja þær í bleyti. Ef þær eru þurrar leggið þær í bleyti í eplasafann.
3. Setjið allt í blandara og þeytið þar til blandan er jöfn og laus við hýðisagnir.
4. Setjið í bakaðan kökubotn eða í mót sem hefur verið vel smurt með olíu, stórt eða lítið fyrir hvern einstakling. Gætið þess að mótið sé vel smurt, svo að búðingurinn festist ekki við mótið. Sveskjumaukið stífnar ef það bíður í nokkrar klst. eða yfir nótt. Ef það bíður mikið lengur, þynnist það aftur.
5. Hvolfið úr mótinu eða mótunum og skreytið með þeyttum rjóma eða sojarjóma. Sveskjuábætir er einfaldur, hollur og ljúffengur réttur.

Bökuð epli
8 stór epli
1/2 bolli rúsínur
1/2 bolli eplaþykkni
1/4 tesk. salt
1. Þvoið eplin vandlega og skerið í báta.
2. Raðið rúsínum og eplum í ofnfast mót.
3. Blandið saman salti og eplaþykkni og hellið yfir eplin.
4. Bakið við 175° C í 30 mín., eða þar til eplin eru vel bökuð.

TILBREYTNI:
Fjarlægið fræhúsin úr eplum og setjið rúsínur í staðinn. Stráið sykri yfir og bakið í
ofni

Rúgbrauð 2 stk.
2 dl volgt vatn
50 g pressuger (eða 5 tsk. perluger)
8 dl súrmjólk
4 msk. hunang
15 dl rúgmjöl
2 msk. salt
2dlheilkorn
3 dl hveitiklíð

Gerið er leyst upp í vatninu ásamt 2 tesk. af púðursykri í um það bil 10-15 mín. Velgt í potti. Öllu blandað saman og látið hefast í skálinni í 30 mín. Þá er hnoðað upp í það 300-400 g hveiti og mótuð 2 brauð. Látið hefast við yl í 60 mín. Þá pensluð með vatni og pikkuð með gaffli. Bökunartími 60 mín. við 200° C. Pensluð tvisvar meðan á bakstri stendur

Höfundur; Kristín Jóhannsdóttir manneldisfræðingur,



Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: