Jurtir

Baldursbrá
Í „Islands Flora“ Chr. Grönlunds, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1881, er baldursbrá Matricaria inodora kölluð „Lugtlös Kamille“ og „inodora“ þýðir lyktarlaus. En í þeim erlendu fræðibókum um jurtir, sem ég hef, er ekki getið um baldursbrá. En baldursbrá og kamilla eru báðar af körfublómaættinni. Og þess er getið, að eiginleikar jurta innan ættarinnar, séu mjög hinir sömu. Ég mun því í næsta hefti geta kamillunnar, þar sem hún er talsvert notuð hér, og óhætt er að benda á hana sem heilsusamlega tejurt. Hér skal svo getið íslenskra heimilda, sem ég hef við höndina um baldursbrána. Ég hef lengi átt lítið kver Jóns Jónssonar garðyrkjumanns, um nytsemi nokkurra íslenskra jurta, sem kom út 1880. Og Jón Hjaltalín, landlæknir, „áleit rétt að prenta“. Jón vitnar til rita eftir: O Olavius, Eggert Ólafsson, Odd Hjaltalín, lækni, Svein Pálsson, lækni og séra Björn Halldórsson hinn stórmerka klerk í Sauðlauksdal, sem fyrstur ræktaði hér kartöflur, og 1756 fékk verðlaunapening frá konungi fyrir garð- og jarðrækt. 20 árum áður kom út annar bæklingur „Um ísl. drykkjarjurtir“, sem áhugasamur bóndi, Alexander Bjarnason, safnaði efni til. Náttúrulækningafélagið gaf hann út 1973, í ágætri útgáfu, sem B.L. Jónsson gekk frá. En Jón var kunnugur fleiri heimildum, auk „margra ára reynslu og mikillar þekkingar á ísl. grösum“. En upplýsingarnar voru samhljóða, byggðar á aldagamalli reynslu. Baldursbrá: Örvar svita og tíðir kvenna, styrkir hjarta, stillir niðurfallssótt (ílogaveiki) og aðrar sinateygjur, og bakstrar eyða útvortis bólgum o.fl. Drekka á 1 pela 2svar á dag.

Reynir
Reynir (Sorbus aucuparia) Jón og Alexander: þvagleysandi, stillir blóðlát, niðurgang, góður við nýrnaveiki. Af rnauki af nýjum berjum: 2 teskeiðar í senn. Af berjaseyði: tebolla 3svar á dag. Við blöðrusteini: þurrkuð berin kvölds og morguns. Dr. Weiss bendir á að í reyniberjum sé efni jákvætt gegn lifrarsjúkdómum. Og Tabita Wulff að sirup afberjunum sé gott gegn hæsi og slími á raddböndum.

Hrútaber ,,Rubus saxatilis“
Hrútaber voru meðal lækningajurta. Í bæklingi sínum um „Nytsemi nokkurra íslenskra jurta“, sem kom út 1880, segir Jón Jónsson, garðyrkjumaður: „Ber þessi barka, kæla, þynna vessa og stöðva rotnun. Og hann segir þau góð gegn hjartaveiki, lífsýki og skyrbjúg. Það er samhljóða því, sem segir í öðrum ísl. jurtabæklingum. Því má svo bæta við, að í hrútaberjum eru ýmis gagnleg steinefnasambönd. Þar sem þau eru bæði hjarta- og magastyrkjandi, er sjálfsagt að neyta þeirra, þótt of seint sé nú, þar sem þau blómstra í júlí.



Flokkar:Jurtir

%d bloggers like this: