Dr. Morris Friedell, læknir í Chigago, hefur staðreynt, að reykingar verka miklu sterkar á konur en karla. Meðan kona reykir, dælir hjartað 33% meira blóð gegnum hjartað, en hjarta karlmanna 19%. Reyki þunguð kona eina, eina sígarettu, fjölgar hjartaslögum fóstursins úr 120 í 160 slög á mínútu. Börn kvenna, sem reykja, eru yfirleitt minni en börn þeirra, sem ekki reykja. Miklar reykingar, seinka þroska fóstursins. Orsökin talin vera kolsýran í blóði móðurinnar. KAFFI – TE: Veistu, að kaffi og te eyðileggja „thiamin“ (Bl)? En þetta vítamín er mjög mikilvægt andlegu jafnvægi (Psykiske balance). Jafnvel lítil vöntun thiamins getur valdið tauga slöppum og gert okkur uppstökk, valdið þreytu, lystarleysi, depurð, gleymsku og dregið úr einbeitingu. Bent er á, að hyggilegt sé að draga úr kaffinu með te af heilsusamlegum jurtum. Og af þeim sé úr nógu að velja. Þýtt og endursagt M.Sk.
Flokkar:Eitrun og afeitrun