Uppskriftir

Brokkolisúpa
1 púrra í sneiðum,
4 meðalstórar kartöflur í bitum,
1 lítri vatn + vouillion,
1 dl. rauðar linsur,
1 pk fryst bokkoli (eða nýtt).
Linsurnar hreinsaðar og soðnar í vatninu í 10 mín. Púrra og kartöflur látnar útí og suðan látin koma upp. Brokkoli í bitum látið útí og soðið þar til það er mjúkt. Rifinn ostur borinn með.

Grænt salat
1 dl alfaalfa, spírur
4 dl. salat,
1/4 – 1/2 púrra,
1/2 gúrka,
steinselja.
Allt saxað smátt og blandað saman.

Salatsósa:
1 msk. sólblómaolía (eða önnur),
1 rnsk. sítrónusafi,
1 msk. vatn,
Herbamare (krydd).
Allt hrist saman og hellt yfir salatið.

Gulrótarsalat
2 hráar gulrætur
5 sneiðar ananas,
1/2 púrra,
dill,
1 dl sýrður rjómi,
Herbamare.
Gulræturnar rifnar gróft, ananasinn skorinn í bita, púrran söxuð fínt, kryddinu blandað í rjómann og öllu blandað varlega saman.

Höfundur; Sigríður R. Bjarnadóttir Flokkar:Uppskriftir

%d