Hvað er kírópraktík?

Fræðigrein sem fjallar um byggingu hryggjarins, stöðu hans, hreyfingu og jafnvægi. Meðhöndlunin felst í að losa um festur milli hryggjarliða með sérstökum handbrögðum eða hnykkingum. Þeir sjúkdómar sem falla undir meðhöndlunarsvið kírópraktors, eru til komnir vegna óvenjulegrar stöðu jafnvægis- eða hreyfitruflana í eða við hryggsúluna eða mjaðmagrindina. Að því er hrygginn varðar, leggur kírópraktorinn ríka áherslu á meðferð skekkju, sem verður á hreyfibúnaði hans, en slík skekkja hefur oft staðbundin, jaðarbundin og í sumum tilfellum innri áhrif.

taugar frá hrygg

Er þá einkum átt við einkenni sem orsakast af álagssjúkdómum eða atvinnusjúkdómum. Hluti þeirra kemur fram sem verkur í höfði, hálsi, hrygg, brjóstkassa, mjóbaki, öxlum, örmum eða fótleggjum. Auk þess er stundum hægt að laga sjúkdóma sem koma fram í ósjálfráða taugakerfínu.Kírópraktík er í rauninni forn aðferð, sem hefur þróast og breyst með fenginni reynslu og er nú viðurkennd í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Sviss, Danmörku, Noregi og Íslandi.

Hér á landi er starfandi kírópraktor að nafni Tryggvi Jónasson og sagði hann aðspurður, að of mikið væri að gera í faginu. Óskar hann því eftir að fleiri Íslendingar fari í þetta nám.

Stutt dæmisaga um ,,kraftaverk“ og kírópraktík 

Vinur minn þjáðist af of háum blóðþrýstingi, mígreni og svima. Ýmsar rannsóknir voru framkvæmdar en ekkert fannst að manninum. Þannig að aðalfæða mannsins  var orðin blóðþrýstings-, mígreni- og svimalyfl, að ógleymdum Valíum 5 þrisvar á dag. Fyrir tilviljun rakst hann inn hjá Stefáni Skaptasyni lækni, sem hafði lært kírópraktík í Svíþjóð. Þegar læknirinn sá manninn sagði hann bara. ,,Nú þú ert svona“, svo hnykkti hann hálsinn og það brakaði í. Hálsliðirnir höfðu verið orðnir svo fastir að það hindraði blóðrásina til heilans. Þess ber að geta, að þetta var sársaukalaust og maðurinn alheilbrigður eftir..

Fleiri dæmi þekki ég þessu lík, þó ekki dugi alltaf eitt skipti til að bati fáist. Vil ég því hvetja fólk til að kynna sér þetta og leita til kírópraktors þegar aðrar leiðir gagnast ekki.

Höfundur: Ingibjörg Sigfúsdóttir, greinin skrifuð árið 1981 þegar kírópraktík var hérumbil óþekkt á Íslandi og Tryggvi Jónasson kírópraktor hafði nýlega opnað stofuna.   I.S. endurskoðað: 2018)


 

 



Flokkar:Meðferðir

%d bloggers like this: