Ráð við exemi

Exem er vandlæknað, en með náttúrlegum aðferðum er þó mögulegt að hafa ágæt áhrif á þennan annars erfiða sjúkdóm. Hér eru gefnar nokkrar ábendingar af heilsufræðingnum Christinu Khan.

Húðin er stærsta líffæri líkamans, verndar hann gegn utanaðkomandi áverkum og stjórnar líkamshitanum. Fjöldi húðsjúkdóma, sem einu nafni nefnast exem, lýsa sér m.a. sem roði, bólgur, flasa eða kláði. EXEM ER EKKI HÚÐSJÚKDÓMUR. Exem getur átt upptök sín sem ofnæ gegn ákveðnum efnum, eða þegar húðinni er ofgert t.d. með þvottaefnum. Svo er það ,,barnaexem“, sem þjáir börn, sem hafa meðfætt ofnæmi. Það getur verið um að ræða psoriasis, sveppamyndun eða bakteríusmitun. Einnig þurr exem og blæðandi exem og margar aðrar tegundir, segir Christin Khan. Hin almenna meðhöndlun slíkra sára er að bera ýmiss konar smyrsl á sjúku staðina.

Náttúrulækningastefnan heldur því hins vegar fram, að ekki sé um húðsjúkdóm að ræða, þegar venjulegt exem er annars vegar. Telja menn, að líffærin hafi ekki undan að hreinsa líkamann afóhreinindum, og því sé húðin sem neyðarútgangur látin hjálpa öðrum líffærum við hreinsistarf líkamans. Þessi eiturefni sem líkaminn er í erfiðleikum með að losa sig við, eru því aðal-orsakavaldurinn að exeminu. Náttúrulækningaaðferðin í þessum tilfellum er því að hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefnin, og er fasta mikið notuð sem fyrsta hjálp. Það getur komið fyrir, að exemið verði enn verra meðan fastan er framkvæmd, en það er þá aðeins tímabundið og orsakast vegna þess hvað hreinsistarfið er kröftugt. Til að minnka þessi óþægilegu áhrif er farið í bað og ýmsar umbúðir settar á hinn sjúka stað. Ásamt föstunni er svo fæðið tekið til endurskoðunar og bætt, í anda náttúrulækningastefnunnar, með lífrænum mat, lausum við eiturmeðhöndlun á ræktunarstiginu. Tæming líkamans er gerð reglubundin minnst einu sinni á dag.

Margir exemsjúklingar hafa einmitt trega meltingu og þeir verða fljótt varir við að exemið lagast þegar meltingin kemst í lag. EXEMSJÚKLINGAR ÆTTU AÐ NOTA: Lútargæfa fæðu, lútargefandi grænmetissafa (t.d. úr kartöflum,gulrótum, brenninetlu), minnst 2 lítra af vökva daglega, jurtate, grænmetissúpur, nudd, fótanudd (svæðanudd) og reglubundna hreyfingu úti í hreinu lofti. EXEMSJÚKLINGAR ÆTTU EKKI AÐ NOTA: Kjöt, fisk, egg, kaffi, vín, dökkt te, kakó, tóbak, mjólkurafurðir, (og ekki haframjöl til innvortis notkunar), ávaxtasafa, salt og sælgæti.

SÉRSTÖK RÁÐ:  Umbúðir fyrir blæðandi og límkennt exem: soðið af kamillublómi:
1 matsk. kamille í bolla af sjóðandi vatni, sem látið er standa í nokkrar mínútur. Síað, látið kólna og síðan notað með umbúðunum.
2. Jurta-exstrakt í baðvatn (t.d. við exemi í nára og endaþarmi): 500 gr. eikarbörkur, soðinn í 30 mínútur í 3 lítrum af     vatni. Síað og soðinu hellt í baðvatnið (,,fullt“ baðker).
3. þurrt exem: Smyrja það t.d. með súrmjólk sem ,,kremi“.
4. Birkirót gegn sárum og hringormi: 2 tesk. þurrkað og fínmöluð birkirót, soðin í 20-30 mínútur í 1/2 lítra af vatni. Soðið  síað og látið kólna. Síðan drukkið smátt og smátt yfir daginn.
5. Ofnæmiseinkenni: Te afbrenninetlu.
6. Sá sem hefur exem, þolir venjulega ekki vatn og sápu. Reynið að hreinsa húðina t.d. með ólívuolíu í stað vatns. Það tekur um mánuð að fá endurnýjaða húð og á meðan það varir er nauðsynlegt að vera mjög varkár.
7. Ýtið undir hreinsun líkamans með svæðanuddi á ilina. Meðhöndlaðir skulu staðir fyrir lifur, nýru, lungu og þarma.
8. Gætið þess að nota ekki samajurtate eða náttúrulyf of lengi, heldur víxlið á milli ólíkra tegunda.

Sigurður Herlufsen þýddi úr sænska tímaritinu HálsaFlokkar:Líkaminn

%d