Laukur græðir og eyðir sýkingu

Í upphafi heimstyrjaldarinnar síðari, dóu þúsundir slasaðra í Rússlandi, vegna dreps í sárum, þar sem nauðsynleg lyf voru ekki fáanleg. Rússneskur læknir tók þá til þess óvenjulega ráðs, að rífa niður lauk í skál sem síðan var staðsett undir lær-stubbum manna, sem misst höfðu fætur sínar. Slík meðhöndlun 10 mínútur á dag nægði til að stöðva alla ígerð hjá flestum sjúklingum.

Laukurinn  hefur sterk uppleysanleg efni sem vinna á sóttkveikjum. Best er að borða lauk eða hvítlauk ef hætta er á smitun, en getir þú það ekki. (t.d. vegna óþægilegrar lyktar) þá er tilvalið að skera lauk eða hvítlauk og anda að sér sterkri lyktinni. Rannsóknir sýna að laukurinn hefur sótthreinsandi áhrif.Flokkar:Greinar

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: