Skófatnaður með sóla sem lægstur er í hælinn

Kenningin um gagnsemi þess að hafa hælinn lægri en hinn hluta sólans er nú um 20 ára gömul (skrifað árið 1979) og um 20 millj. pör af slíkum skóm voru seld í fyrra í N-Ameríku. Ýmsir  þeir sem ástunda Yoga-æfingar og útivist, auk lækna, eru nú meðmæltir slíkum skófatnaði. Það var í rauninni yoga-kennari í Dan mörku sem fyrstur hannaði slíkan skó til almennrar sölu með góðum árangri. Hún hafði tekið eftir nokkrum staðreyndum, sem lesandinn getur auðveldlega þekkt. Þegar maður stendur berfættur á mjúkum jarðvegi, sekkur hællinn smám  saman dýpra niður íjarðveginn en hinn hluti iljarinnar. Þegar hællinn sekkur niður, byrjar mjaðmagrindin svolítið að hallast, hryggurinn verður beinni og maður verður meira uppréttur og öndunin verður fyrirhafnar minni.

Þegar maður gengur á mjúkum íleti, ýtir þunginn á hælnum honum dýpra niður íjarðveginn en hinum hluta iljarinnar og það myndast veltihreyfing þegar þunginn leitar fram á við til undirbúnings undir næsta skref. Fótafarið sýnir greinilega að hællinn sekkur dýpra en hinn hluti iljarinnar. Yoga-kennarinn, sem tók eftir þessu, sameinaði fjóra þætti í þessum nýja skó sínum: hinn lægri hæl, stuðning fyrir ilina, ruggusóla og breiða tá. Hún var að reyna að líkja eftir mismunandi stellingu sem fóturinn tekur við eðlilegan gang og stöðu þegar jarðvegurinn undir honum er eðlilega mjúkur, t.d. skógarbotn, engi, sandur. Þar eð fóturinn getur ekki leitað eðlilegrar stellingar á hörðum gangstéttum, byggði hún hugmynd sína um stellingu í sjálfan skósólann. Er það raunverulega „eðlilegt“ að hafa hælinn lægri en hinn hluta sólans? Hefur fólk ekki gengið á hælum öldum saman án meiri háttar vandamála?

Í rauninni ekki að ráði. Flestir unnu á mjúkum ökrum og túnum og gengu á flatbotna tréskóm, en hæll þeirra sökk niður í mjúkan jarðveginn. Aðrir voru á hestbaki og notuðu háa hælanna til þess að fyrirbyggja að fæturnir rynnu ekki úr í stöðunum. En það er ekki fyrr en fyrir nokkru að fólk fór að eyða allri ævinni á hælaháum skóm, sem það gekk á á hörðu yfirborði. Afleiðingin hefur svo verið mikil aukning ýmissa fóta- og bakkvilla meðal borgarbúa. Það er á grundvelli slíkrar nýrrar þekkingar á starfsemi fótarins að þekktur einstaklingur á þessu sviði í Bandaríkjunum skrifaði eftirfárandi nýlega: „Skór með lægri hæl en hinn hluti sólans væri í rauninni ákjósanlegasti skófatnaðurinn þegar líkaminn er í uppréttri stöðu, því að hann mundi færa líkamsþungann yfir á hælana og gera það nauðsynlegt að beygja bolinn örlítið fram á við til þess að viðhalda þyngdarpunktinum á réttum stað. Þetta mundi létta á þrýstingi á aftari brúnir hryggjarliðanna neðan til í bakinu.

Feitt fólk og þungaðar konur bera aukalegan þunga framan á sér, sem verður að vega upp á móti með því að færa líkamsþungann aftur“. Síðan kemur lýsing á læknatilraunum í N-Ameríku á íþróttamönnum, hraustum, sem voru látnir ganga á slíkum skóm þann hluta dagsins sem þeir voru ekki að æfa sig eða keppa. Síðan er minnst á að það sé sérstaklega þýðingarmikið fyrir íþróttafólk og dansara að æfa hælsinar og hælvöðva rétt. Tilraunirnar sýndu að þessir skór veittu þá teygingu sem læknar álíta nauðsynlega fyrir íþróttafólk og engin vandamál komu fram í sambandi við notkun þessa skófatnaðar hjá íþróttarnönnunum. Minna en 1% þeirra fannst þeir vera óþægilegir í notkun eftir stuttan aðlögunartíma. Aðrar tilraunir sem gerðar voru studdu þessa skoðun á notkun slíks skófatnaðar. Einn aflæknunum sem tók þátt í þeim tilraunum benti sérstaklega á gagnsemina fyrir þungaðar konur.

Meðan á meðgöngutímanum stendur finna sumar konur fyrir verkjum í lægri hluta baks. fótaþreytu og fætur þeirra eru aumir og ilin sígur. Ein afaðalástæðunum fyrir slíku er einfaldlega sú að þær konur eru ekki undir það búnar að bera hinn aukna þunga. Þegar þær konur nota slíkan skófatnað finna þær að mjaðmagrindin hallast örlítið og að þær verða beinni en slíkt gerir þeim mögulegt að bera hinn aukna þunga fóstursins. Þar að auki stuðlar hin breiða tá og hreyfanlegi, sér hannaði ilstuðningur skónna að því að hindra lútandi stöðu líkamans og sig iljanna. Tærnar geta þá hreyft sig og haldið uppi hinum aukna þunga. Kaupendur verða að vara sig á mörgum „náttúruskóm“ sem nú eru boðnir á markaðinum. Aðeins fáar tegundir hafa alla eftirfarandi góða eiginleika „náttúruskónna“ til að bera:

1. Lágur hæll, sem er nægilega mikið lægri en framhluti iljarinnar og þar sem hallinn er hvorki of mikill né lítill.
2. Sveigjanlegur, mótaður stuðningsútbúnaður fyrir ilina, sem veitir réttan stuðning án þess að hann sé of mikill.
3. Breiða tá sem gerir tánum fært að kreppa sig og rétta þegar þær breyta úr sveigjanlegri, máttlausri stellingu yfir í stífa stellingu og til baka aftur.
4. Hæfilega þröngan (ekki of víðan), mátulega stóran hælflöt, sem hindrar hælinn í að hreyfast frá einni hlið til annarrar eða að renna afafturhluta sólans.
5. Ruggusóla með góðum hlutföllum, sem hjálpar fætinum við flutning líkamsþungans og hreyfingu fram á við, þ.e. að knýja líkamann áfram. Sumt fólk ætti samt ekki að ganga í skófatnaði með slíkum lágum hæl. Þeir sem hafa gallaðar hásinar eða aumar, mega það ekki.

Um er að ræða vissa aflögun fóta og vissa galla í byggingu, sem mæla á móti að notaðir séu skór með slíkum hælum. Í vafatilfellum ætti að leita ráða læknis. En að slíkum undantekningartilfellum slepptum virðist þessi skófatnaður vera hollur fyrir almenning yfirleitt. Stytt og endursagt úr The encyclopedia of alternative medcine and self help, eftir Malcolm Hulke.

eftir Malcolm Hulke Lalla Ásgeirsdóttir þýddi.



Flokkar:Ýmislegt