Blóðleysi

(Einn af algengari kvillum sem hrjá nútímafólk, sér í lagi konur, er blóðleysi sem oft stafar af skorti á aðgengilegu járni í fæðunni. Einkenni blóðleysis geta verið mismunandi alvarleg, eftir því hve sjúkdómurinn er á háu stigi, og margir þjást afblóðleysi án þess að gera sér grein fyrir hvað amar að.)

Einkenni blóðleysis
Fyrstu einkenni blóðleysis eru venjulega ótímabær þreyta og slappleiki. Kona ein líkti ástandi sínu við að „hún bæri fíl á herðunum“ ef hún ætlaði að ganga dálítinn spöl. Önnur sagði að allt væri í lagi fyrstu skrefin, sem hún tæki, en þegar hún hafði gengið dálítinn spöl, væri eins og þung lóð væri bundin við fæturna á henni. Þessu fylgir að sjálfsögðu skerðing vinnuþreks og vinnugleði, bæði við líkamleg og andleg störf. Sumir verða óeðlilega fölir í andliti og lófar og neglur ljósari að lit en eðlilegt er. 1 alvarlegum tilfellum verður vart við hraðari hjartslátt, fólk verður andstudd og fætur og ökklar bólgna. Höfuðverkur, svimi og vanstilling í skapi eru ekki óalgeng einkenni. Og í heild má segja að blóðleysi fylgi almenn þreyta með ýmis konar vanlíðan af óljósum uppruna.

Orsakir blóðleysis
Orsakir blóðleysis geta verið margar, t.d. mikill blóðmissir við slys, þrálátar blóðnasir, blæðingar frá meltingarfærum, blóðsjúkdómar t.d. hvítblæði, skortur á vítamínum, sérstaklega B12 og síðast en ekki síst skortur á aðgengilegu járni í fæðunni. Langalgengasta orsök blóðleysis er án efa járnskortur. Líkaminn þarf á stöðugt nýju járni að halda til að bæta sér upp það sem hann missir daglega. Læknarnir James D. Cook, dr. med. og Clement A. Finch dr. med. segja eftirfarandi í júní hefti Western Journal ofMedicine 1975: „Um það bil 1 mg afjárni tapast daglega úr líkamanum gegnum húðina, með þvagi og gegnum meltingarfærin. Til viðbótar við þetta missa konur 0.5 mg eða meira að meðaltali á dag við mánaðarlegar tíðarblæðingar“. Vegna þess að nýtni ájárni úr mörgum matvælum er mjög slæm, er engin furða þótt járnskortur geri oft vart við sig hjá nútíma fólki.

Ráðleggingar til úrbóta
Blóðleysi sem stafar afjárnskorti verður ekki bætt nema með aukinni neyslu á fæðutegundum sem innihalda járn, eða neyslu fæðu sem eykur nýtingu á því járni sem fæðan inniheldur. Þriðji möguleikinn er að taka járn sem fæðubótaefni. Ýmsar náttúrulegar fæðutegundir innihalda verulegt járnmagn í aðgengilegu formi. Má þar sérstaklega nefna: Lifur, magurt kjöt, fisk og síðast en ekki síst slátur, bæði blóðmör og lifrapylsu. Einnig innihalda ýmsar fæðutegundir úrjurtaríkinu í sinni upprunalegu mynd, járn í umtalsverðu magni. Má þar nefna: Baunir og ertur, sérstaklega sojabaunir, hveitikím, rauðrófur og fleiri rótarávexti og flestar heilkornstegundir. Auk þess má nefna margskonar grænmeti og suma ávexti. Þessar fæðutegundir hafa þó nokkuð mismunandi gildi sem járngjafar, vegna þess hve nýting líkamans ájárni því sem í þeim er, er mjög breytileg.

Lifur er talin allra besti járngjafi sem fáanlegur er, bæði vegna þess hve rík hún er afjárni og einnig að neysla lifrar eykur verulega nýtingu líkamans á járni, sem fæst úr jurtafæðu. (Journal of Nutrition, ágúst 1974, Dr. Miguel Layrisse). Affæðu úrjurtaríkinu er nýtni ájárni úr sojabaunum einna best. Nýtni ájárni úrkornvörum, t.d. hveiti, sem eru „bættar“ meðjárni í verksmiðjunni sem malar og sigtar vöruna og setur í neytendaumbúðir, er mjög léleg. Í athugun á ungbarna mat, sem átti að vera „bættur“ með járni, var innan við 1% járnsins nýtanlegt. Rannsóknin var gerð til að komast að því, hvað ylli því að af 21 barni sem neyttu þessarar fæðu, þjáðust 15 afjárnskorti. (Paediatrics, maí 1975, dr. Cook og dr. Finch). Slíkar fæðutegundir geta því ekki bætt úrjárnskorti, enda þótt utan á umbúðum kunni að standa skýrum stöfum að þær innihaldi svo og svo mikið járn.

Bætt nýting járns úr fæðunni
Áður var talað um gæði lifrar sem fæðu, til að auka nýtingu líkamans á járni úr fæðu úr jurtaríkinu. Flestum næringarfræðingum ber saman um að C vítamín í fæðunni auki einnig mjög verulega nýtni járns úr fæðu. Ýmislegt bendir og til þess, að sumar lífrænar sýrur eins og sítrónusýra og mjólkursýra (sem gnægð er af í súrmjólk og jógúrt) bæti einnig umtalsvert nýtni járns í meltingarfærunum. Þeir sem þjást af járnskorti ættu því að kappkosta að neyta fæðu sem inniheldur C vítamín (ávextir, grænmeti) og súrmjólkur eða jógúrt, auk þess að neyta fæðu sem inniheldur mikið járn. Í lifur eru auk annarra blóðaukandi efna B12 vítamín, sem er nauðsynlegt fyrir myndun heilbrigðs blóðrauða (hemoglob in). Alger skortur á þessu vítamíni veldur  blóðleysi sem ekki er læknanlegt nema líkaminn fái B12 vítamín í fæðunni eða á annan hátt. Vegna þess að flestar venjulegar fæðutegundir að undanskyldri lifur, eru fátækar afB12 vítamíni, ættu allir sem hafa tilhneigingu til blóðleysis að nota lifur í einhverjum mæli til að tryggja sig gegn skorti á þessu vítamíni.

Járn sem fæðubótaefni
Járnlyf hafa lengi verið gefin við blóðleysi. Mest hafa verið notuð einföld járnsambönd t.d. járn-súlfat, -succinat eða – gluconat. Talið er að járn í tvígildu formi nýtist betur en í þrígildu. Vegna þess hve þessi sölt nýtast illa verður að gefa þau í stórum skömmtum, en það hefur aftur á móti slæm áhrif á meltinguna. Á síðustu árum hafa verið búin til flóknari efnasambönd, svokölluð „Chelöt“, úr járni og efnasamböndum, sem innihalda amíno hópa sem bindajárnið á líkan hátt og gerist í blóðrauðanum. Chelötin geta haldist í upplausn og meltingarfærin nýtt þau, þó að sýrustig meltingarsafanna sé ekki mjög lágt; og talið er að nýting þessara efna sé mörgum sinnum betri en eldri járnlyfja.

Sumar lífrænar sýrur t.d. vínsýra, sítrónusýra og mjólkursýra mynda komplexa með einföldum járnsöltum t.d. járnsúlfati. Þessir komplexar haldast mun betur í upplausn við mismunandi sýrustig meltingarsafanna, heldur en ólífrænu söltin ein sér, og getur það sennilega skýrt bætta nýtingu járnmeðala sé einhver þessara lífrænu sýra notuð jafnframt þeim. Áður hefur verið getið um að C vítamín auki nýtni járns. Nýlegar rannsóknir benda til að nýtnin jafnvel meira en fimmfaldist, sé nægilegt C vítamín til staðar, sem myndi vera 100-300 mg afhreinu C-vítamíni á dag. (Dr. Cook og dr. Finch).

Þetta gæti bent til að besta „járnlyfíð“ væri C vítamín. Þeir sem þurfa að nota járn sem fæðubótaefni ættu því að taka stóra skammta af C vítamíni um leið og járnmeðalið, auk þess að nota súrmjólk, jógúrt eða sítrusávexti til að ná sem bestum árangri. Járnskortur er hörgulsjúkdómur, sem ekki læknast á einum degi. Ef lyfjameðferð er á annað borð nauðsynleg er rétt að halda henni áfram svo mánuðum skiptir, því járnforðabúr líkamans eru lengi að fyllast ef þau hafa verið tæmd. Þess vegna á ekki að hætta járngjöf samstundis og blóðrauðinn verður nokkurn veginn eðlilegur, heldur leyfa líkamanum að mynda sér hæfilegan varaforða.

Járn og E vítamín
Járn í ólífrænum samböndum og E vítamín eyða hvort öðru. Þess vegna má alls ekki neyta hvortveggja í senn. Ef þú þarft að nota ólífræn járnmeðul og notar einnig E vítamín, er best að nota annað að kvöldi dags en hitt að morgni, eða taka sinn hvorn daginn. Sumar fjölvítamínsteinefna pillur innihalda bæði járn og E-vítamín. Ef ekki er full trygging fyrir því að járnið sé í lífrænu formi, ætti að sniðganga slíkar pillur en nota þessi efni heldur sitt í hvoru lagi eins og áður er sagt. Margs konar verksmiðjupökkuð kornvara er „bætt“ með járni.

Það járn er undantekningalítið í ólífrænu formi. Þetta þýðir í raun, að járnið eyðir því litla E-vítamíni, sem e.t.v. hefur orðið eftir í kornvörunni við vinnsluna, auk þess að eyðast sjálft um leið. Þessi „bæting“ er því fáránleg aðferð, eingöngu gerð til að sýnast í augum kaupenda og ekki aðeins gagnslaus til að auka gæði eða næringargildi vörunnar, heldur beinlínis rænir þessa sömu matvöru lífsnauðsynlegu E vítamíni. Ef möguleiki er á, ætti því að sniðganga alla járnbætta kornvöru, en ef ekki fæst vara án slíkrar „bætingar“, verður að bæta sér upp E-vítamínskortinn með því að fá E vítamín úr annarri fæðu, eða neyta þess sem fæðubótaefnis og nota auk þess mat sem inniheldur lífrænt járn. Besta tryggingin gegn járnskorti er því að neyta fjölbreyttrar og sem minnst unninnar fæðu og gildir þar einu hvort hún á uppruna sinn í jurta- eða dýraríkinu.

Heimildir að mestu úr: Medicines eftir Peter Parish og Prevention.

Höfundur:  Ævar Jóhannesson árið 1979.



Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: