Þýdd grein eftir Karl-Otto Aly, yfirlæknir:
1. Hvíld. Taktu lífinu rólega.
Þegar þú ert hraustur er mikils um vert að þjálfa líkamann og láta hann reyna á sig, því takirðu á kröftum hans endurnýjast þeir og þú verður enn þrekmeiri. Þegar þú ert sjúkur er nauðsynlegt aðvernda líkamann, taka því með ró. Því þér er þá nauðsyn á að nýta varasjóð hans, svo þú yfirbugir sjúkdóminn eins fljótt og mögulegt er.
2. Borðaðu minna.
Mikill næringargóður matur hjálpar okkur að mæta sjúkdómum betur undirbúin. Hins vegar mun of mikil fæða ofreyna líkamann og það verkar neikvætt á heilsuna. Besta leiðin til að auka viðnámsþrótt líkamans þegar þú hefur fengið sýkingu, er að minnka meltingarstarfsernina. Borðaðu minna en venjulega, slepptu sérstaklega þungum, samþjöppuðum mat eins og brauði, sykri, steiktum feitum mat o.s.frv. (og auðvitað kjöti).
3. Drekktu mikið, og fastaðu ef þú getur.
Vökvi er alltaf nauðsynlegur, sérstaklega við sýkingu (hita!) Minni fastan mat, en meiri vökva. Líkaminn segir sjálfur til um þarfir sínar. Þegar þú hefur hita verður þú þyrstur. Að fasta, þ.e.a.s. að borða enga fasta fæðu, en þess í stað taka vítamínríkar hrásaftir og jurtate af ýmsum gerðum, er það allra besta og virkasta, sem þú getur gert við sýkingu. Fastan hreinsar úr líkamanum ýmis konar eiturefni, sem safnast hafa fyrir. Ekkert getur hreinsað slíkt jafn hressilega og fasta. eftir tvo til fjóra daga verkar hún eins og mótefni gegn sjúkdómnum.
4. Auktu lífefnin.
Við sýkingu eykst þörfin fyrir lífefni, þ.e.a.s. vítamín, steinefni og snefilefni. Þá þarfnast þú sérstaklega aukins lífskraftar og lífefni. Við bráðri sýkingu er þörfin fyrir C-vítamín miklu meiri en venjulega. Taktu því gjarnan stærri skammta af C-vítamíni en venjulega. Ef þú tekur C- vítamín í ólífrænu formi ætti ætíð að nota samhliða lífrænt C-vítamín úr C-vítamínríkum ávöxtum, berjum eða söfum úr þeim.
5. Að ,,spila“ á hitann.
Hitinn hefur mikið gildi í meðferð sjúkdómsins. Þú skalt því ekki slá hann niður með t.d. magnyl. En við þurfum að nýta hitann rétt. Auðvitað má hann ekki verða of hár. Það má lækka hann með rökum klút. Þannig er hægt að auka varnarmátt líkamans gegn bakteríum og stöðva vöxt þeirra.
6. Fyrst og fremst eðlileg hjálparmeðul.
Farðu ekki úr jafnvægi þó þú sýkist, ekki hlaupa í meðalaskápinn eftir kemískum lyfjum. Byrjaðu á að nýta náttúrleg efni sem eru við höndina. Jurtir og jurtalyf hafa frá ómunatíð verið notuð gegn sýkingu hinna ólíku baktería. Athugaðu hvaða jurtate vinna gegn bakteríum, eins og t.d. sambucus nigra, equisetum arvense, tilia cordata o.fl. Það eru til sérstakar jurtablöndur sem eru skilgreind sem“te-við sýkingu“.
7. Gleymdu ekki hvítlauknum.
Þú skalt ekki gleyma hvítlauknum, en hann er náttúrlegt mótefni gegn bakteríum. Það má vel nota hann sem kúrmeðal. Mikið magn af hvítlauk í ca. 14 daga, en heldur ekki meir! (Venjulega er ágætt að nota hvítlauk sem krydd í mat, en í svo litlu magni verkar hann þó ekki sem mótefni gegn sýkingu). Hvítlaukur er dæmigert kúrmeðal sem ætti að geyma sér þar til maður þarfsérstaklega á honum að halda.
8. Nýttu þína andlegu orku.
Þegar sýking á sér stað er það maðurinn í heild sem er í vanhirðu. Það er því nauðsynlegt að byggja upp viðnámsþróttinn og lífsorkuna. Aldrei verður það fullmetið hvað bjartsýni og traust er mikils um vert þegar staðið er andspænis sjúkdómi, hvort heldur léttvægum eða alvarlegum. Láttu sjúkdóminn aldrei slá þig út aflaginu og vertu þess fullviss að þú kemur út úr honum heilbrigðari og hæfari til að mæta næstu atlögu.
(Þýtt úr Hálsa) Sigurður Herlufsen
Flokkar:Eitrun og afeitrun