Skortur á næringarefnum getur aukið á þunglyndi

Í síðustu viku birtum við reynslusögu Jordan Fallis sem er næringarráðgjafi og heilaheilbrigðisþjálfari . Hann hann hefur sérhæft sig í að hjálpa fólki með langvinna sjúkdóma að endurheimta andlegan skýrleika og geðheilsu. Undanfarin 10 ár hefur hann stundað rannsóknir, skrif og ráðgjöf í heilbrigðisgeiranum. Hann hefur ráðfært sig við hundruð leiðandi vísindamanna, lækna og heilbrigðisstarfsmanna um allan heim.

Hér fær Jordan orðið: Ég hélt að þunglyndið mitt væri einfaldlega erfðafræðilegt og ég gæti ekkert gert. Ég sætti mig við það um tíma en svo fór ég að leita víðar og fann þá mismunandi álit og lausnir við þunglyndi mínu. Ég rakst á rannsóknir sem fæstir geðlæknar höfðu áhuga á. Ein mikilvægasta uppgötvun mín var sú að skortur á næringarefnum getur aukið á þunglyndi og getur jafnvel verið undirrót þess. Þegar ég kafaði ofan í vísindaritin fann ég að það var margs konar mismunandi næringarefnaskortur sem gat stuðlað að þunglyndi.

Algengasti næringarskorturinn sem tengist þunglyndi er D-vítamín, magnesíum, B-vítamín og omega-3 fitusýrur. Margir vita þetta nú þegar og einbeita sér að þeim. En það eru nokkur önnur næringarefni sem einfaldlega gleymast og eru vanmetin. Þau eru varla nefnd og stundum hunsuð algjörlega. Vegna þess að fólk gerir sér ekki grein fyrir því að skortur á þeim getur haldið þunglyndinu við.

Hér ætla ég að nefna mikilvæg efni sem þarf að leiðrétta þegar glímt er við langvarandi þunglyndi og vilji er til að sigrast á því.

1. Mangan
Mangan er mjög mikilvægt snefilefni. Rannsóknir sýna að of lítið af mangani stuðlar að þróun þunglyndis. Ein rannsókn leiddi í ljós að þunglyndir sjúklingar höfðu marktækt lægra magn af ,,mangan súperoxíð dismutasa“ og vísindamenn komust að því að konur sem tóku meira mangan voru ólíklegri til að glíma við þunglyndi. Heslihnetur og macadamia hnetur innihalda mikið magn af mangani.
2. Karnitín
Karnitín er amínósýra sem finnst í næstum öllum frumum líkamans. Það gegnir mikilvægu hlutverki við framleiðslu orku. Vísindamenn hafa komist að því að sjúklingar með þunglyndi hafa verulega lægra magn karnitíns. Lágt karnitín tengist alvarleika þunglyndis. Karnitín er aðallega að finna í kjöti, fiski og alifuglum.
3. Sink
Sinkskortur stuðlar einnig að þróun og alvarleika þunglyndis. Þunglyndir eru líklegri til að hafa lítið sink. Þegar sink minnkar, eykst þunglyndi. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu að viðbót af sinki getur dregið verulega úr einkennum þunglyndis.
4. C-vítamín
Vísindamenn hafa komist að því að skortur á C-vítamíni tengist auknum einkennum þunglyndis. Viðbót af C-vítamíni getur í raun bætt skap bæði óheilbrigðra og heilbrigðra einstaklinga. C-vítamín er að finna í papriku, sítrusávöxtum, grænu laufgrænmeti, spergilkáli, tómötum, berjum og sólböðum.
5. Selen
Vísindamenn hafa einnig komist að því að þunglyndi tengist lágu magni selens. Selen uppbót eykur verulega og bætir einkenni þunglyndis. Aðrar rannsóknir sýna að selen inntaka tengist jákvæðara skapi. Brasilíuhnetur er ríkasti fæðugjafinn af seleni.

Í lokin þarf að muna: Að vera þunglyndur þýðir ekki að þú sért veikur. Það er ekki galli í persónuleika þínum. Það getur oft stafað af skorti á næringarefnum. Það þarf að hugsa um þunglyndi eins og hvern annan líkamlegan sjúkdóm. Ef þú ert með brotið bein þarftu að vera með gips til að koma á stöðugleika meðan beinið grær. Góðu fréttirnar eru þær að þú ert ekki vanmáttugur því að með því að bæta næringarefnaskortinn getur skap þitt og andleg heilsa færst í jákvæða átt.

Þetta er þýdd, stytt og endursögð grein eftir: Jordan Fallis af síðunni Optimak living dymamics. Til þess að ná greininni þarf að skrá sig á síðuna.

Ingibjörg Sigfúsdóttir færði í letur í október 2022

Hér má finna fyrri greinina um Jordan Fallis: https://heilsuhringurinn.is/2022/10/26/thad-haegt-ad-laekna-gedsjukdom-og-baeta-lifsgaedi-segir-jordans-fallis-serfraedingur-i-gedsjukdomum-og-heilabata/

Það hægt að lækna geðsjúkdóm og bæta lífsgæði segir Jordans Fallis sérfræðingur í geðsjúkdómum og heilabata



Flokkar:Meðferðir, Næring

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: