Kynning á Jeff T. Bowles, merkilegum rannsóknum hans, kenningum og bókum

Árið 2010 hóf Jeff T. Bowles að gefa út rafbækur um nútíma vandamál, lækningar og öldrun frá sjónarhóli þróunar. Með einföldum rökum þróunarinnar og fjölda staðreynda og niðurstöðum einkarannsókna til 25 ára gat Jeff sýnt fram á fjölbreytt úrval nýrra, einfaldra mjög árangursríkra náttúrulegra heilsulausna til að létta ýmsa langvinna sjúkdóma. Nú er hann söluhæsti höfundur rafbóka á Amason.

Jeff T. Bowles er ekki lærður á heilbrigðissviði en hann hefur eytt mörgum árum í eigin rannsóknir. Það er hans áhugamál að skoða rannsóknir með gagnrýnni hugsun. Hann segir til lítils að treysta á persónuskilríki til að meta rök, það sé sorglegt form vitrænnar leti því að margir vitleysingar séu með doktorsgráður.

Árið 1998 birti tímaritið ,,Medical Hypotheses“ grein eftir Bowles undir heitinu Þróun öldrunar – ný nálgun á gömlu vandamáli (Evolution of Aging – A New Approach to an Old Problem of Biology) sem er byggð á sönnunargögnum, dæmum og þróunarrökfræði. Þessi grein, ásamt fleiri greinum sem hann birti um sama efni, fjölluðu um þá tilgátu hans að bæling á lútíniserandi hormóni, sem er framleitt af kynfrumum í heiladingli, geti stöðvað  framgang Alzheimers sjúkdóms. Leiddi til stofnunar fyrirtækisins ,,Voyager Pharmaceuticals“.Fyrirtækið sýndi fram á, að bæling hormónsins ,,Luteinizing Hormone“ hjá konum, kom í veg fyrir framgang Alzheimer-sjúkdóms. Rannsóknin kostaði 50 milljónir dollara. Bowles gaf svo út bók sem fjallar um þessa kenningu undir heitinu ,,Alzheimer‘s treatment that actually worked in small studies“ .

 

Í frumbók sinni skrifaði Bowles um ALS sjúkdóminn (Amyotrophic lateral sclerosis). Hann taldi í janúar 2013 að prógesterónværi fyrsta árangursríka meðferðin við ALS. Sex mánuðum síðar sýndu kóreskir vísindamenn að prógesterón lengdi líf karlkyns músa á dramatískan hátt, sem jafngildir 17 mannsárum, en flestir ALS-sjúklingar lifa aðeins 2 til 4 ár. ALS er framsækinn taugasjúkdómur sem hefur áhrif á frumur í heila og mænu og veldur tapi á vöðvastjórnun.

 

Ein af bókum Bowles fjallar um rannsóknir á D-vítamíni og ótal tilraunir hans til að lækna eigin sjúkdóma,

D3 vítamín er í raun hormón og virkt hormónaform sem hefur áhrif á næstum allar frumur líkamans með því að breyta tjáningu genanna. D3 vítamínviðtakar finnast í öllum frumum líkamans. Fólk fær D3 vítamín þegar sólarljós skín á húðina og UVB geislar sólarinnar virkja óvirkt form D-vítamíns sem er í raun gert úr kólesteróli sem breytir því í virka hormónið. Lifur og nýru hafa einnig áhrif á það ferli. D2 og D1 vítamín eru mun minna virk plöntuafleidd form hormónsins sem fæst úr mataræði.

Saga D3 vítamíns
Bowles segir að árið 1650 hafi fyrsta vísindalega tilfelli af D-vítamínskorti verið upplýst og þá kallað beinkröm. Svo var það um 1920 að vísindamaður gerði tilraunir með hunda sem voru aldir upp einvörðungu innandyra án sólar. Hann veitti því athygli að ef hundunum var gefið smá þorskalýsi fengju þeir ekki beinkröm. Við nánari athugun kom í ljós að virka efnasambandið í þorskalýsi var ekkert annað en D3 vítamín. Framhalds rannsóknir á hundunum leiddu í ljós, að með því setja þá út í sólarljós, læknuðust þeir einnig af beinkröm.

Hvað er beinkröm?
Það er beinsjúkdómur sem ríkti á meðal íbúa Evrópu og Bandaríkjanna á þeim árum þegar fjölmargir unnu innandyra í verksmiðjum og fengu ekki næga sól. Krakkar fengu bogna fætur, mjúk og veik bein á meðan mjaðmagrindur kvenna aflöguðust svo alvarlega að þær þurftu skurðaðgerðir til að fæða börn. Þegar fullorðnir fengu beinkröm var fundið á það nafnið beinmeyra. Vegna þess að eitthvað í þorskalýsi bætti þennan skort var efnið kallað „D vítamín“. Þá hafði aðeins verið uppgötvað vítamín A, B og C en ekki var þá vitað að það væri sterahormón sem virðist nauðsynlegt flestum lífsformum fyrir góða heilsu.

Skortur á sólarvítamíni.
Bowles segist hafa farið í gegn um 52.000 greinar um D-vítamín í vísindatímaritum, flestar frá árunum 1967 til 2011, en sumar rannsóknir náðu aftur til ársins 1922. Hann segir að nú sé orðið þekkt að vöntun D3 vítamíns sé undirrót margra alvarlegra sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Ein af ástæðum þess sé síðan árið 1980, en þá hafi læknar byrjað að sannfæra fólk um að nota sterka sólarvörn. Af þeim sökum sé stór hluti bandarískra íbúa orðinn of feitur og mörg önnur vandamál séu að koma í ljós eins og mikil fjölgun á einhverfu, astma og fleiru. Sólarvörn veldur því að húðin getur ekki myndað D3 vítamín úr geislum sólarinnar. Önnur ástæða er innivera en einnig búseta fólks og húðlitur. Sumir sjúkdómar sem hrjá fólk á norðurhveli jarðar þekkjast ekki eða eru fátíðir á suðurhveli þar sem sól er nóg. Fólk sem er dökkt á hörund þarf um það bil 6 sinnum meiri sól til að búa til D3 vítamín í húðinni en þeir sem hvítir eru á hörund.

Jeff T. Bowles gaf einnig út þessa hljóðbók þar sem hann bendir á áhrif magnesíumskorts ,,The Miraculous cure for and prevention of all diseases that doctors never learned“ Titil bókarinnar má útlegga á íslensku: ,,Fyrirbyggjandi kraftaverk gegn öllum sjúkdómum. Það sem læknar lærðu aldrei“. Í bókinni er langur kafli um magnesíum og hve það hefur mikil áhrif á D vítamín. Hann útskýrir hvernig stórir skammtar af D3 vítamín geta aukið undirliggjandi magnesíumskort.

Í rafbók Jeff Bowles; ,,The Miraculous Results of Extremely High Doses of Vitamin D3 A year-long experiment with HUGE DOSES of the Sunshine Hormone, from 25,000 to 100,000 IU/day.“ Titilinn má útleggja út á íslensku; ,,Kraftaverka árangur risa stórra daglegra skammta af D3 vítamíni í heilt ár, tilraun með ofur skammta af sólskinshormóninu, frá 25,000 og upp í 100,000 I.U./dag“.
Í bókinni telur hann upp 70 sjúkdóma sem beint tengjast skorti á D3 vítamíni. Til að gefa lesendum smá innsýn í þann lista birtum við hér nokkrar af kenningum hans.

Astmi.- Fólk hefur læknast af astma með því að taka stóra skammta af D3 vítamíni allt upp í 20.000 til 30.000 AE á dag. Tíðni astma hefur aukist síðan 1980.
Áfengissýki.- Er á hærra stigi á norðlægum breiddargráðum. Bowles segist hafa átt ættingja sem var alkóhólisti og gat ekki hætt að drekka í 20 ár. En eftir að hann tók stóra skammta af D3 vítamíni daglega í u.þ.b. hálft ár hætti hann að drekka fyrirhafnarlaust.

Barnasjúkdómar og D3 vítamínskortur:

Einhverfa.– Mikil aukning hefur verið á einhverfu undanfarna áratugi. Fæðingar einhverfra eru í hámarki mánuðina nóvember til mars þegar sólarljós er í lágmarki. Þetta skýrir hvers vegna einhverfa er meiri á norðlægum breiddargráðum en suðlægum. Samkvæmt D vítamín rannsóknum dr. Hollick sem birt er í rafbókinni „Emily’s story“ er lýst hvernig einhverf börn sýndu frábær viðbrögð við háskammta D3 vítamín meðferð. https://www.amazon.com/Autism-Vitamin-Emilys-Story-Tales-ebook/dp/B004Z9YDOQ

Vaxtarverkir, kvef eða exem hjá börnum og unglingabólur lagast við D3 vítamín, einnig holur í tönnum ungra barna; hér er vitnað í rannsóknir ,,Dr. John Cannell í „The Vitamin D Council“ þegar hann lýsti því hvernig aðeins 1.000 AE á dag af D3 vítamíni stöðvaði tannskemmdir og holur í tönnum barna.

Geðklofi.– Skortur á D3 vítamíni. Árstíðabundin geðröskun kemur meira fram á veturna þegar sól er lægst á lofti. Sýnt hefur verið fram á að stórir skammtar af D3 vítamíni eru áhrifaríkir, einnig gegn þunglyndi.
Gláka.– Dr. Kaufman frá ,,Glaucoma Institute“ hefur uppgötvað að D3 vítamín dropar settir í augu á öpum draga úr augnþrýstingi um 20 til 30 prósent.
Kvef– er mun algengara yfir vetrarmánuðina en sumarmánuðina.
Liðagigt.- Að minnsta kosti 80% fólks með bein- og liðavandamál skortir D3 vítamín. Fólk með langvinna lungnateppu, berkjubólgu og lungnaþembu er líka með of lítið D-vítamín.
MS. – er meira ríkjandi á norðlægum breiddargráðum og nánast óþekkt nærri miðbaug. Brasilíski læknirinn dr. Coimbra hefur náð stórkostlegum árangri í lækningum MS með ofurstórum skömmtum af D3-vítamíni. https://heilsuhringurinn.is/2021/01/16/dr-coimbra-hefur-nad-storkostlegum-arangri-med-ofurstorum-skommtum-af-d3-vitamini/

Meðgöngu fylgikvillar– eins og meðgöngueitrun, hár blóðþrýstingur, meðgöngusykursýki minnka við D3 vítamín, einnig tíðaverkir og fyrirtíðaspenna.
Nýrnasjúkdómar tengjast lágu D3 vítamíni.
Offita. – Næstum alla offitusjúklinga skortir D3 vítamín. Offita stafar af skorti á sól og skorti á D3 vítamíni sem veldur óseðjandi matarlyst og ásókn í fitu og kolvetni.
Þvagfærasýkingar.- Lítið D3 vítamín veldur þvagsýrugigt.

Geta komið eiturverkanir af D vítamíni?

Bowles leitaði að eiturverkunum D vítamíns og fór yfir allar vísindaritsgreinar frá 1967 í ,,Pub Med“ gagnagrunninum og uppgötvaði að eituráhrif D3 vítamíns, jafnvel í mjög miklu magni, á sér næstum aldrei stað. Flestar greinarnar lýstu ofurstórum skömmtum sem fólk hafði tekið inn án tjóns. Greinarnar voru birtar vegna þess að læknar trúðu ekki árangri af    D vítamíni, sem þeir sáu að stangaðist á við allt það illa sem þeir höfðu lært um D vítamín í læknisfræðinni.

Mikilvægi K2 vítamíns
Kenning er um að stórir skammtar af D vítamíni valdi ákveðnum viðbrögðum í líkamanum sem eyði K2 vítamíni. Eftir rannsóknir Bowles, telur hann að um 5 prósent fólks geti verið næmara en aðrir fyrir mjög háum skömmtum af D vítamíni og hann giskar á að þessi 5 prósent þurfi mjög mikið K2 vítamín. Hann áminnir þá á sem ákveða að gera „hættulegar“ tilraunir með ofurháum skömmtum af D3 vítamíni: ,,Takið tvisvar eða þrisvar sinnum meira K2 vítamín í viðbót á hverjum degi“. K1 kemur ekki í staðinn fyrir K2. K1 hjálpar við storknun blóðsins en K2 heldur kalsíum í beinum og utan blóðs og mjúkvefs. Fáanlegar eru tvær tegundir af K2: það er: MK-4 og MK-7. Talið er að MK-7 sé æskilegra.
.
Jeff T. Bowles segir við þá sem eru vantrúaðir, og finnst það hljóma of vel til að vera satt, að D3 vítamín skipti sköpum varðandi forvarnir og lækningu sjúkdóma; ,,Ef þú ferð í gegnum allar 52.000 rannsóknir á D3 vítamíni sem ég hef lesið á ,,Pub Med“ gagnagrunninum, þá getur þú talað af þekkingu en ekki af trú“. Hann leggur áherslu á að hann vilji ekki að einhver missi af lækningu á sjúkdómi, vegna þess að enginn hafi einbeitt sér að því að endurvekja þessa visku sem hljómar svo rökrétt, og hann segir listann í bókinni yfir þessa 70 sjúkdóma sem tengjast D3 vítamínskorti sé réttur. Stærstur hluti listans sé tilgreindur úr þessum 52.000 rannsóknum sem hann hafi kynnt sér.
Slóð á síðu ,,Pub Med“ gagnagrunnsins er: https://www.google.com/search?q=Pub+Med%2B&oq=Pub+Med%2B&aqs=chrome..69i57j0i10i67j0i10j0l2j0i10j0j0i10l3.1762j0j15&sourceid=chrome&ie=UTF-8

Síður á vegum Jeff T. Bowles:
https://jefftbowles.com
https://www.facebook.com/jeffryTbowles/
https://taked3.com/

Allar myndirnar eru teknar af netinu.

Höfundur: Ingibjörg Sigfúsdóttir.Flokkar:Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: