Dr. Coimbra hefur náð stórkostlegum árangri með ofurstórum skömmtum af D3-vítamíni

Dr. Cicero Galli Coimbra er brasilískur taugalæknir, prófessor og vísindamaður sem er orðinn þekktur fyrir meðferðir á MS-sjúkdómi og ónæmissjúkdómum með stórum skömmtum af D3-vítamíni ásamt öðrum fæðubótaefnum og breyttu mataræði.

Dr. Coimbra telur að skortur á D-vítamíni hafi leitt til aukins fjölda sjúkdóma sem hafa áhrif á öll líffæri og kerfi mannslíkamans. Þekktastir eru: smitsjúkdómar og sjálfs ónæmissjúkdómar, krabbamein, hjarta og æðasjúkdómar, háþrýstingur, sykursýki, þunglyndi, einhverfa, ófrjósemi, fósturlát og meðgöngueitrun.

Hann segir að skortur á D-vítamíni leiði til stjórnleysis á 229 genum og frumum ónæmiskerfisins, sem dregur úr styrkleika kerfisins til að berjast gegn sýkingum. Einstaklingar sem hafa tilhneigingu til að þróa með sér sjálfs ónæmissjúkdóma virðast vera að hluta ónæmir fyrir D-vítamíni. Þegar þeir veikjast þarf stærri skammta af D-vítamíni til að lækna veikindin, ekki aðeins til að bæta upp þessa mótstöðu að hluta, heldur líka til að „eyða“ fölskum upplýsingum sem hluti líkamans lítur á sem örveruinnrásir.

Andstætt því sem gerist við stóra skammta af sterum og hefðbundna meðferð ónæmisbælandi lyfja eykur inntaka D3- vítamíns kraft ónæmiskerfisins til að berjast gegn sýkingum.

Í fimm ára könnun vísindamanna í Kaliforníuháskóla í San Francisco á áhrifum D vítamíns hjá 469 MS-sjúkum körlum og konum, kom fram að heilaskemmdir og sjúkdómsvirkni var minni hjá þeim sem voru með hærra magn D-vítamíns í blóði. Allir þátttakendur fóru í árlegar blóðrannsóknir og segulómun á heila (MRI) til að meta framvindu sjúkdómsins. Vísindamennirnir komust að því að með hverri 10 ng / ml (25 nmól/L) aukningu á 25-hýdroxývitamíni í sermi, var samsvarandi 15% lækkun á nýjum heilaskemmdum sem einkenna MS. Þeir bentu einnig á 32% minni hættu á „hvítum blettum í heila“ hjá þeim sem voru með virkan sjúkdóm.

Í meðferð dr. Coimbra felast nákvæmar rannsóknir á þeim sjúklingum sem til hans leita og stöðugt eftirlit vegna öryggis þeirra og breytinga á daglegum skömmtum. Hann fullyrðir opinberlega að hann líti á 10.000 AE af D3-vítamíni daglega sem „lífeðlisfræðilegan skammt“ sem sé óhætt fyrir alla fullorðna að taka inn. Algengir dagskammar af D3-vítamíni í meðferðum dr. Coimbra eru á bilinu 40.000 til 200.000 AE. Hann notar formúlu sem nemur 1.000 AE á hvert kílógramm.

Fleiri fæðubótarefni eru í meðferð dr. Coimbra eins og t.d.: B2-vítamín, magnesíum, bór, króm píkólínat, omega 3, DHA, sink, B12 (metýlkóbalamín), kólín og fleira. Hann mælir með LIonic jónísku magnesíum sem er í fljótandi formi og frásogast auðveldlega.

Takmarkanir á mataræði

Allir sjúklingar dr. Coimbra verða að hætta að borða eða drekka mjólkurafurðir eða kalsíum auðugan mat og drykki, eins og: mjólk, ost, jógúrt, rjóma, sojamjólk, hrísgrjón og hafra, þar með talið brauð, kökur, kex, smjör og smjörlíki. Takmarka þarf neyslu á alifugla-og svínakjöti í þeim tilgangi að minnka magn heterósyklískra amína (heterocyclic amines). Líka á að forðast of mikla neyslu banana sem felur í sér hættu á auknu kalki, og A-vítamín í retínól formi sem vinnur á móti D vítamíni.

Ráðlagt mataræði

Mælt er með eggjum, grænmetisfæði, kvikasilfurlausum fiski, sojapróteini og tofu.

Vatnsdrykkja er mikilvæg

Drekka þarf daglega minnsta kosti 2,5 lítra af vökva, helst vatn, til að forðast of mikinn styrk kalsíum í þvagi. Þetta magn vökva tryggir þvagmagn í kringum 2.000 ml á dag, sem lækkar kalsíum í þvagi. Það varðveitir nýrnastarfsemi. Til að forðast nýrnaskemmdir er mikilvægt að forðast kalkríkan mat.

Ekki nota lyf sem valda eiturverkun á nýrum þar sem þau geta takmarkað brotthvarf kalsíum. Forðast skal að taka öll óþarfa lyf og sérstaklega bólgueyðandi lyf og sýklalyf sérlega þau sem gefin eru með inndælingu í bláæð eða í vöðva. Ef bráðnauðsynlegt er að taka lyf sem hafa eituráhrif á nýru þarf að auka vökvun (vatn) til að draga úr áhrifum lyfsins á nýrun eins mikið og mögulegt. Gæta verður sérstakrar varúðar við sýklalyf eins og amínóglýkósíðin sem gefin eru í vöðva eða í bláæð til meðferðar á öndunarfærum eða þvagfærasýkingum.

Samspil kalkstyrks og kalkkirtilshormóns (PTH)

Dr. Coimbra leggur mesta áherslu á kalkkirtilshormón (PTH) það er vegna þess að framleiðsla PTH er hindruð af D3-vítamíni og D-vítamín ónæmis ávinningur er bestur þegar PTH í blóðrás hefur náð eðlilegum neðri mörkum. D-vítamín hamlar framleiðslu kalkkirtilshormóns.

Dr. Coimbra mælir PTH gildi áður en sjúklingar hans byrja að taka D-vítamín og mælir það aftur eftir tvo mánuði. Þá getur hann notað PTH styrkinn sem færibreytu líffræðilegrar svörunar við áhrifum D-vítamíns. Þetta er þáttur sem notaður er til að stilla skammta af D-vítamíni. Þar sem D-vítamín hindrar framleiðslu PTH hækkar Coimbra D-vítamíngildið þar til PTH nær lægsta eðlilegu styrk.

Hann ályktar að þegar D-vítamín hefur náð hámarks hamlandi áhrifum PTH muni það einnig hafa náð hámarks ónæmisstjórnunaráhrifum. Hann getur þó ekki bælt PTH svo mikið niður að það verði ógreinanlegt, því ef PTH er bælt er hætta á að skammtur D-vítamíns verði of hár og kalsíum dragist úr beinunum. Slíkt getur aukið kalsíum í blóði og valdið nýrnabilun. Þannig er skammtur af D-vítamíni stilltur í samræmi við líffræðilegt viðnám gegn D-vítamíni.

Einstaklingur getur t.d. þurft 30.000 AE skammt af D-vítamíni þannig að PTH nái eðlilegum neðri mörkum. Önnur manneskja gæti þurft 100.000 AE fyrir PTH til að ná sömu neðri mörkum. Þess vegna er mæling á stigi PTH leið til að aðlaga skammt D-vítamíns að einstökum þörfum sjúklingsins.

Kalsíumpróf í þvagi er mjög mikilvægt.

Styrkur kalsíum í þvagi er talinn fullnægjandi ef hann er minni en 250 mg á lítra af þvagi eins og hann er reiknaður með 24 tíma kalsíum þvagprófi. Ef kalsíumstyrkur er hærri en 250 mg á lítra af þvagi, ætti sjúklingurinn að draga úr inntöku D3 vítamíns í 3 daga, sem venjulega er nauðsynlegur tími til að metta þörfina. Kalsíum telst vera lítið í þvagi þegar það er undir 100 mg, kjörstigið er í kringum 100-150 mg / l.

Nú er vitað að mikið kalsíum virðist auka tilhneigingu storknunar blóðsins sem útskýrir hvers vegna notendur kalsíumuppbótar hafa tilhneigingu til að fá hjartaáföll eða heilablóðföll. Óeðlileg hækkun eða lækkun kalsíum í blóð er mjög hættuleg. Kalsíumgildi í sermi þarf að vera stranglega innan þröngs lífeðlisfræðilegs sviðs.

Skortur B2- vítamíns getur haft áhrif á miðtaugakerfið

Dr. Coimbra leggur til 50 til 100 mg af B2-vítamíni fjórum sinnum á dag. Hann segir B2-vítamín fyrst og fremst hafa mikilvæg áhrif á efnaskipti. Röskun á frumuupptöku og umbrotsefni vítamíns B2 geti leitt til slæmrar upptöku í þörmum, aukins þvaglos og truflun umbrotsefna í miðtaugakerfi. Það getur haft áhrif á 10% –15%  einstaklinga og er algengasti erfða áhættuþáttur nokkra sjúkdóma. Afleiðingarnar fela í sér breytt efnaskipti nokkurra lífsameinda og ensímkerfa sem eru mikilvæg: B6, B9, B12, D3 vítamínum, einnig lípíð, amínósýrum, próteini, DNA, cýtókróm P-450.

Dr. Coimbra segist ekki lækna MS en sumir sjúklingar hans segja að meðferð hans hafi stöðvað framgang sjúkdómsins. Umsagnir má finna á þessari slóð: https://jefftbowles.com/multiple-sclerosis-cure-by-high-dose-vitamin-d3/

Ana Claudia Domene er höfundur bókarinnar: „Multiple sclerosis and (lots of) Vitamin D: My Eight-Year Treatment with The Coimbra Protocol for Autoimmune Diseases.“ Ana Claudia greindist með MS-sjúkdóminn 40 ára að aldri. Óánægð með hefðbundnar læknismeðferðir sem raunverulega gerðu hana veikari fann hún Coimbra lækningaaðferðina og eftir að hafa verið undir handleiðslu Coimbra í átta ár skrifaði hún þessa bók í von um að fréttir um þessa árangursríku meðferð kæmist til allra sjúklinga.

Höfundur:

Ingibjörg Sigfúsdóttir endursegir hér nokkra punkta úr lengri grein um D vítamínmeðferðir dr. Coimbra. Frumgreinina má finna hér: http://www.vitamindprotocol.com/dr.-coimbra-s-ms-protocol.html

Dr. Coimbra er á fésbók:   https://www.facebook.com/dr.slomka/photos/o-dr-cicero-galli-coimbra-%C3%A9-professor-da-unifesp-e-neurologista-h%C3%A1-pouco-mais-de/1478436828905738/

Mynd tekin af netinu á kynningarsíðu dr Copra.



Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d bloggers like this: