Náttúrulækningar og hómópatía.

Að nýta sér náttúruna til heilsueflingar er engin nýjung hér á landi og eiga náttúrulækningar sér langa hefð á Íslandi. Enn í dag er algengt að ýmsar aðferðir sem teljast til náttúrulækninga séu nýttar til að styrkja heilsuna, oft samhliða hefðbundinni heilbrigðisþjónustu. Hómópatía er ein af þessum heildænu aðferðum náttúrulækninga sem fjöldi fólks nýtir með góðum árangri um allan heim.

Með hómópatíu er náttúran nýtt í formi smáskammta. Örsmáir skammtar eru gefir til inntöku af því náttúruefni sem framkallar hin sömu einkenni í stórum skömmtum. Sem dæmi er hægt að nefna hvernig hómópatar nýta kaffibaunir í smáskömmtum til þess að meðhöndla svefnleysi eða lauk í smáskömmtum til þess að meðhöndla óþægileg einkenni gróðurofnæmis og það með gríðarlega góðum árangri.

Hugmyndafræði hómópatíu byggir því á lögmálinu að „líkt lækni líkt“ sem rekja má allt til hugmynda Hippócratesar, föður læknisfræðinnar. Það var hins vegar þýski læknirinn Samuel Hahnemann sem þróaði frekar þessar hugmyndir Hippócratesar til forna og sýndi fram á með rannsóknum sínum virkni og áhrif náttúruefna í smáskömmtum.

Rannsóknir Hahnemann á smáskömmtum sýndu fram á, að því smærri sem skammturinn af náttúruefninu er, því öflugri er orkan og áhrifameiri til lækninga. Smáskammtarnir eru einnig kallaðir remedíur eða ,,remedy” á ensku og er með því orði vísað í það sem smáskömmtunum/remedíunum er ætlað að gera – ,,to remedy”, það er; að bæta úr.

Fjöldi nútíma rannsókna á hómópatíu hafa einnig sýnt fram á virkni og áhrif aðferðarinnar, auk þess sem yfir 200 milljónir manna um alla heim þekkja á eigin skinni hversu áhrifamikil og styðjandi hómópatía er fyrir heilsuna.

Það er ómetanlegt að eiga remedíur heimavið til að styðja við heilsuna og meðhöndla sjálfur ýmsa kvilla eða óhöpp. Hér eru nefndar nokkrar algengar remedíur sem nýtast vel heima:

Arnica copy

Arnica
Remedían er unnin úr jurtinni Arnica Montana og talin mikilvægasta remedían hvað varðar hverskonar áverka, skurði eða mar. Jurtin er talin veita ómetanlega aðstoð ef verða slys, áföll eða áverkar. Að auki getur viðkomandi verið brugðið tilfinningalega, áverkasvæðið er marið og viðkvæmt fyrir snertingu. Arnica er einnig sögð góð fyrir uppskurði og talin efla gróanda í sárum.

0

Calendula
Jurtin aðstoðar líkamann í heilunarferlinu og við að forðast sýkingar. Calendula er því góð við hvers konar sárum eða skurðum á húð. Calendula má einnig nota útvortis og er Calendula áburður einstaklega hentugur útvortis á bæði sár eða brunasvæði, en aðeins eftir að búið er að hreinsa sárið. Vísbendingar um notkun remedíunnar er einnig að finna í að viðkomandi sækir í að vera í hita og líður verr í kulda.

honey-bee

Apis Mellifica
Þessi áhugaverða remedía er útbúin úr hunangsflugu og því kemur ekki á óvart að hún er frábær ef um skordýrabit eða stungur er að ræða. Bólga myndast, mikill hiti, roði og verkur. Svæðið er viðkvæmt og heitt viðkomu og ofsakláði gæti einnig verið til staðar við stungusvæðið. Það dregur úr einkennum ef kaldur baklstur er lagður á stungusvæði.

IMG_3967

Pulsatilla
Þessi remedía passar sérstaklega vel viðkvæmum, feimnum börnum sem þarfnast hughreystingar og samúðar í veikindum sínum. Til gamans er áhugavert að skoða hvernig jurtin Pulsatilla hagar sér í náttúrunni, en blómið er viðkvæmt og grær best í góðu skjóli og við stuðning af öðrum jurtum. Barni sem þarfnast Pulsatilla líður oft best utandyra í fersku lofti. Þau geta verið með hitavellu og eyrnaverk sem er verri á kvöldin, verri innandyra og við þungt loft. Eyrað getur verið bólgið og rautt. Pulsatilla er góð remedía við krónískri eyrnabólgu og lím-slím-eyra.

Natrum muriaticum
Remedían er útbúin úr salti og er hún ein helsta remedían til notkunar við frunsum. Viðkomandi er leiður og viðkvæmur, en reynir að fela það fyrir öðrum. Tungan getur verið sprungin, neðri vörin með skarð fyrir miðju, höfuðverkur fylgir og löngun í salt eða saltan mat. Brunatilfinning, doði eða eins konar náladofi getur verið í frunsunni.

IMG_4128

Remediurnar eru til inntöku og oftast gefnar sem litlar sykurkúlur. Sykurkúlurnar eru í raun burðar efnið fyrir remedíuna, sem er útbúinn sem vökvi og dreypt á kúlurnar. Þar sem meðferðin er alltaf einstaklingsbundin fer það eftir markmiði meðferðarinnar hverju sinni hvort kúlurnar eru teknar inn sem aðeins ein kúla í eitt skipti, eða nokkrar kúlur á dag í einhverja daga.

Námskeið um hvernig má nýta sér hómópatíur eru haldin reglulega hér á landi hjá ,,Iceland School of Homeopathy“. Frekari upplýsingar má meðal annars finna á Facebook síðu skólans:https://www.facebook.com/iceschoolhom en einnig hér á þessari upplýsingasíðu um nám og námskeið í hómópatíu: https://www.facebook.com/groups/2636488146666582

Höfundur:  Guðrún Tinna Thorlacius

Guðrún Tinna Thorlacius lauk B.Sc námi í hómópatíu við Purton House/The University of West London, í Bretlandi, 2006-2010. Guðrún Tinna hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í þágu hómópatíu og starfað í stjórn Organon, fagfélagi hómópata og tekið þátt í stjórnarstarfi Bandalags íslenskra græðara. Guðrún Tinna kennir hómópatíu á Íslandi við Iceland School of Homeopathy og í Englandi við Southern College of Homeopathy.
Tímapantanir eru í síma 894 3108, Ránargata 18, 101 Reykjavík



Flokkar:Annað, Meðferðir

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: