Te úr turmerik styrkir lifur og meltingu

Lifrin er eitt af stærstu og mikilvægustu líffærum  líkamans, sem nauðsyn er að gæta vel. Starf hennar er margþætt t.a.m. vinnsla næringarefna úr fæðunni, framleiðsla á galli, úthreinsun eiturefna, framleiðsla og dreifing próteina um líkamann.

Vegna ýmissa efna og matar sem neytt er geta stundum sest fyrir óæskileg efni í lifrinni og haft eitrunar áhrif. Ef lifrinni er ,,ofboðið“ og ekki hugað að hreinsun hennar, getur það leitt til vandamála eins og:  fyrirtíðaspennu, höfuðverks, meltingartruflana, þanins kviðar, þyngdaraukningar, lifrarbletta (brúnna bletta á húð), gallblöðruvandamála, brjóstsviða, o. fl.

Te úr turmerik og lifrarhreinsun

Ein leið til að halda lifur heilbrigðri er að drekka turmerikte til að auðvelda hreinsun og örva framleiðslu á galli, sem lifrin notar til að útrýma eiturefnum.

Turmerik plantan kemur frá engifer fjölskyldunni og er mikið notað á Indlandi í stað lyfja. Það hefur gulan lit sem í jurtafræði heitir ,,curcumin”. Kúrkúmín örvar framleiðslu galls í gallblöðru. Lifrin notar gallið til að útrýma eiturefnum og skola þeim út. Af þessum ástæðum hefur turmerik verið mikið notað til að meðhöndla meltingar og lifrar vandamál.  Ferskt turmerik hefur öfluga bólgueyðandi eiginleika, sem getur bægt frá ógleði og gasi í þörmum.

Ferskur engifer og turmerik eru bestu jurtir til að flýta fyrir lækningu liðverkja og til að  meðhöndla kvilla frá meltingarvegi.

Greinin er þýdd og endursögð af síðunni: theheartysoul.com hana má finna á slóðinni: http://theheartysoul.com/benefits-of-turmeric-tea/?t=PH

  1. jan. 2016 – IS.

 



Flokkar:Eitrun og afeitrun, Næring

Flokkar/Tögg, , ,

%d