Meðhöndlið bólgur í æðum ekki kólesterólið

Játning  hjartalæknis

Dr. Dwight Lundell fyrrum starfsmannastjóri og yfirmaður skurðaðgerða á Banner Heart sjúkrahúsinu í Arizona ráðleggur fólki frá því að taka inn statínlyf, (kólesteról lækkandi) og segir: ,,Við læknar með alla okkar þjálfun, þekkingu og valdi höfum tilhneigingu til að fyllast of miklu sjálfstrausti og eigum erfitt með að viðurkenna mistök. En nú viðurkenni ég sem er hjartaskurðlæknir með 25 ára reynslu og eftir að hafa framkvæmt yfir 5.000 opnar hjartaskuðraðgerðir að hafa haft rangt fyrir mér varðandi læknisfræðilegar og vísindalegar staðreyndir“.

Dr. Lundell beinir spjótum sínum að og rífur niður þann sið að ávísa á lyf til að lækka kólesteról og ráðleggja mataræði með ströngum takmörkunum á fituneyslu. Hann segir:  ,,læknar á þessu sviði hafa verið með stöðugar árásir í vísindaritum, námskeiðum og í menntun. Þeir hafi haldið því fram að hjartasjúkdómar séu afleiðingar hækkaðs kólesteróls. Því miður eru of margir-dánir vegna þessara röngu fullyrðinga“.

Dr. David Brownstein hefur rætt opinberlega um þetta mál og margir kannast við hvernig raunveruleikinn er. Hann segir: ,,Ég hef gengið eins langt og aðrir skrifað ritgerðir hetja fólki að hlaupa til hjartalæknis og fá ávísun á statínlyf. En ég hef einnig skrifað ritgerð um statín-hörmungar og vaxandi ávísanir á þessi gagnslausu lyf. Við vitum að bólga í slagæðavegg er raunveruleg orsök hjartasjúkdóma, sem einfaldlega byrjar án þess að bólga sé til staðar í líkamanum. Það er engin leið að kólesteról geti safnast fyrir í heilbrigðum æðavegg og valdið hjartasjúkdómi og stíflu“.

Browstein bætir við: ,,Magnesíum ætti að vera grundvallar forvarnarlyf til meðhöndlunar á hjartasjúkdómum, sykursýki, og æðakölkun en ekki statínlyf. Magnesíum virkar sem náttúrulegt lyf á móti kalsíum og kemur jafnvægi á blóðþrýsting og óreglulegan hjartslátt. Ónóg magnesíum í líkamanum veldur bólgum og það eru bólgur sem valda því að kólesteróli festist í æðunum“.

Magnesíum er grundvallar hjartalyf

Einföld unnin kolvetni úr sykri og hveiti ásamt umfram neyslu á ómega-6 fitusýrum eru helstu orsakir langvarandi bólgu. Sojabaunir og sólblómaolía sem finnast í mörgum unnum matvælum koma þar við sögu. Lágt magnesíum er helsta ástæða óreglulegs andardráttar, það dregur bæði úr koltvíoxíð og súrefnis magni líkamanns, sem hvorutveggja veldur almennum bólgum. Magnesíum er fullkomið, það er náttúrulegt með lyfjafræðilega eiginleika sem enginn verksmiðjuunnin lyf hafa. En læknar hunsa það. Verra er að þeir nota kalsíumgangaloka, statínlyf og önnur vafasöm efni með alvarlegum aukaverkunum, sem draga úr magnesíum. Þó magnesíum sé öruggt, þægilegt í notkun og tilbúið til tafarlausrar notkunar í neyðartilvikum er sjaldan gripið til þess að notað það.

Dr. Brownstein mælir með tveimur tegundum af magnesíum það eru: magnesíum klóríð (chloride) og magnesíum bíkarbónat (bicarbonate).

Lágt magnesíum herðir slagæðar

Dr. Russell Blaylock segir: ,, Það er staðreynd að skortur á magnesíum hefur áhrif á æðakölkun og hörðnun í slagæðum. Í rannsókn sem notuð voru tilraunadýr kom fram að aukið magnesíum dró úr fitumyndun í veggjum ósæða og hamlaði sem er stór þáttur í æðakölkun. Til að sjá hvort það væri samband á milli jónaðs magnesíum og blóðfitu (kólesteróls), voru rannsakaðir 29 menn, meðalaldur 72,5 ár. Þeir höfðu skert insúlínnæmi, sem er algegnt hjá eldra fólki.  Þeir sáu að magn af magnesíumjónum í blóði fylgdist að með magni blóðfitu en heildarmagn magnesíums gerði það hinsvegar ekki. Það skýrist mögulega af því að magnesíum geti hindrað hvörfun blóðfitu og dregið þannig úr uppbyggingu blóðfitu innan á æðaveggjum. Vegna þess að magnesíum er öflugur bólgueyðandi þáttur, má gera ráð fyrir að það komi í veg fyrir að kólesteról oxist og það gæti útskýrt hvers vegna það dregur úr skellum hnútuherslis í tilraunadýrum“.

Dr. Blaylock heldur áfram: ,,Í athugunum mínum rakst ég á rannsókn frá árinu 1959 sem sýndi merkilega niðurstöðu á samþættingu kalsíum, magnesíum og æðakölkun. Vísindamenn vissu frá fyrri rannsóknum að ef dýr eru fóðruð með stórum skömmtum af magnesíum minnkar magn blóðfitu í hjartaloku vinstri hluta hjartans og ósæð. Þessi rannsókn snérist ekki aðeins um aukningu blóðfitu á hjartavegg og hjartaloku heldur einnig um aukningu kalsíum í nýrum, sem er algeng hjá fólki með nýrnasjúkdóma og tengist æðakölkun“.

Meira um næringu

Dr. Lundell bendir einnig á að með of mikilli neyslu á ómega-6 fitusýrum framleiði frumuhimnunnar efni sem kallast cýtókína (cytokines) og veldur bólgu. Nú til dags er mikið ójafnvægi í almennu amerísku mataræði á neyslu ómega-6 og ómega-3 fitusýrum . Hlutfall ómega-6 er oft á bilinu 15 á móti 1 af ómega-3 og fer jafnvel upp í 30 ómega-6 á móti 1 ómega-3.  Það gríðarlega magn af umfrymisskiptingu (cytoklnes) sem veldur bólgu.  Æskilegt, heilbrigt hlutfall ómega-6 og ómega-3 í mat eru 3á móti 1.

Það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að bólgur í líkamanum aukast eftir því sem við neytum meira af tilbúnum- og unnum matvælum. Mannslíkaminn getur ekki unnið úr slíkri næringu og var ekki hannaður til að neyta sykraðra matvæla eða matvæla sem hafa legið í bleyti í ómega-6 fitusýrum. Ein matskeið af kornolíu inniheldur 7,280 mg af ómega- 6, sojabaunir innihalda 6,940 mg. Í staðinn má nota ólífuolíu eða smjör sem búið er til úr mjólk úr kúm sem fóðraðar eru á grasi.

Þessi grein er endursögð og örlítið stytt af síðunni Sircus.com.

Höfundur greinarinnar er: dr. Mark Sircus, Ac., OMD, DM (P) Director International Medical Veritas Association, Doctor of Oriental and Pastoral Medicine.  Greinina má finna á frummálinu á slóðinni:

Treat the Inflammation not the CholesterolFlokkar:Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d bloggers like this: