Vistvænn úrgangur þurrklósett

Eftir um það bil 80 ára notkun á vatnssalernum hér á landi er svo komið að setja má spurningarmerki við notkun þeirra.

Er þetta besta framtíðarlausnin?

Það sem gerst hefur á undanförnum árum er að vistkreppa hefur skollið á jörðina af mannavöldum. Hún hefur í för með sér að menn eru gerðir ábyrgir fyrir heildarferli hvers konar úrgangs í enn ríkara mæli en nokkurn tíma fyrr. Eins og við vitum öll, er langt i land með að vatnssalernismálin séu fullfrágengin í báða enda. Vissulega virka þau í íbúðum og á vinnustöðum, en það sem kemur út um hinn endann er enn sama vandamál og það var fyrir notkun vatnssalernisins, a.m.k hér á landi. Annars staðar á landinu, fer sami úrgangur annað hvort beint í hafið eða er settur í rotþró. Rotþrærnar eru sú klósettmálabylting sem átt hefur sér stað hérlendis á síðustu árum og stefnir það allt í rétta átt, þó seint sé. En betur má ef duga skal.

Þeir sem vinna að vistrænum málefnum erlendis, þar á meðal  sviði frárennslis, eru hættir við að nota rotþrær sem lausn fyrir einstaklinga. Fyrir þó nokkru er til komin önnur og betri tækni, sem að vísu hefur í för með sér nokkra hugarfarsbreytingu notenda salerna. Þessi tækni felst í því að aðskilin er tvenns konar úrgangur úr klósettum, þ.e. föst og fljótandi efni. Föstu efnin (svokallað svart vatn) eru unnin á staðnum í svokölluðu þurrklósetti, en fljótandi efnin, að viðættum öðru skolpvatni frá vöskum, baðkari, sturtu, þvottavél o.s.frv. innanhúss (svokallað grávatn) eru unnin með aðstoð skilvindu og jurtaróta þannig að hleypa má því út sem yfirborðsvatni.

Það gefur auga leið, að með þessari nýju tækni (reyndar frá 1938) er komin aðferð til þess að koma öllum þessum húsúrgangi frá sér án mengunar og það í tvennum skilningi: Skolpvatni-frá hús um er að mestu leyti bakteríulaust og svarta vatnið er brotið niður á lífeðlisfræðilegan hátt án aukaefna. Úrgangurinn fer ekki lengur langar leiðir og dreifist ekki við.óeðlileg skilyrði. Fyrir sveitarfélögin verður þessi ákaflega mikli fráveitukostnaður að engu, og sama gildir um notendurna: Þeir þurfa ekki að eyða meiri peningum í þessa nýju tækni en nú er.

En litum nú á þurrklósettin:

Rickard Lindström, sem fann upp þurrsalernið, hefur án alls efa fengið flest heiðursverðlaun allra umhverfisverndunarmanna. Allt frá árinu 1938 hefur hann unnið að þessu byltingarkennda salerni, sem nú er selt beggja vegna Atlantshafsins. Sjálfur er hann búsettur í  Svíþjóð, en vinnur vestra með Abby Rockefeller (bróðurdóttur Nelsons) en það er hugmynd hans sem hefur náð mestri útbreiðslu. Ekki skaðaði það að Jane  Fonda og aðrar kvikmyndastjörnur skiptu um og hentu vatnssalerninu (Fonda á 10 stykki af  Clivus Multrum).

En lítum nú á tækið: Það samanstendur af salernisstól (án vatnskassa auðvitað), sem tengdur er víð u.þ.b. 6 kúbikmetra gám úr trefjaplasti. Gámurinn inniheldur torf, lauf, bakteríur og sveppi, rétt eins og botn venjulegs skógar. Við gáminn má einnig tengja sorprennu fyrir lífrænt sorp frá eldhúsi. Sem sagt, úrgangurinn fer ekkert lengra en í gáminn og eftir tvö ár má byrja að fjarlægja áburð úr honum þurran lyktarlausan og nota hann í garðinn.

Við þessa lýsingu vakna auðvita ótal spurningar:

Er lykt í baðherberginu? Nei, yfirþrýstingur loftsins í kerfinu kemur í veg fyrir það.

Sést niður í salernisopið á klósettinu? Nei. Sérstök loka opnast um leið og sest er á klósettsetuna.

Hvert fer hlandið? Gegnum sérstaka leiðslu, sem tengist þvottavatni, baðvatni og öðru sápuvatni og auðvelt er að hreinsa.

Hvað safnast mikið fyrir eftir árið? Rúmmál þess sem sett er í gáminn minnkar sem svarar 19 til 20 falt.

Hvað með sýkla? Sýklar, sem fara niður í gáminn, verða undir í baráttunni við þær bakteríur, sem eru þar í sínu eðlilega umhverfi.

Kostnadur? Byggingakostnaður lækkar í heild.

Það sparast einnig 25 tonn af vatni á mann á hverju ári, sem skiptir raunar meira máli fyrir borgaryfirvöld en neytandann. Efnagreining á lokainnihaldi þurrklósettsins staðfestir, að það samræmist hinum ströngustu kröfum bæði skandínavískra landa svo og Bandaríkjanna.

Þessi grein var birt í Heilsuhringnum árið 1993 og passar jafnvel enn betur við umhverfisverndar- umræðuna nú en var þá vegna vaxandi vitundar almennings í umhverfismálum.

Höfundur: Einar Þorsteinn Ásgeirsson, hönnuður grein birt haust 1993Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg

%d bloggers like this: